

Yogyakarta
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Hiti og raki
Dómari: Yudai Yamamoto (Japan)
Maður leiksins: Albert Guðmundsson
('57)
('54)
('58)
('54)
('58)
('57)
6-0 sigur Íslands í stórfurðulegum fótboltaleik við fáránlegar aðstæður, gegn vandræðalega lélegu liði.
En íslensku strákarnir sýndu oft flott tilþrif og nýttu yfirburði sína.
Ísland mætir Indónesíu aftur á sunnudag en þá verður lið heimamanna mun betur mannað og væntanlega aðeins jafnari leikur þá á ferðinni!
MARK!Stoðsending: Albert Guðmundsson
Það er verið að slátra heimamönnum. Hólmar sjötti leikmaðurinn til að skora sitt fyrsta landsliðsmark!!!
MARK!Stoðsending: Óttar Magnús Karlsson
MARK!Stoðsending: Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson með sendinguna á Tryggva sem skorar af stuttu færi.
Fyrst var það Rúnar Kristinsson, svo Hannes Þór Halldórsson og núna er það Hilmar Árni Halldórsson. Þriðji Leiknismaðurinn til að spila A landsleik #FotboltiNet pic.twitter.com/f9CuwMpMgg
— Maggi Peran (@maggiperan) January 11, 2018
MARK!Óttar lagði boltann fyrir sig með hælnum á snilldarhátt og kláraði svo frábærlega. Sjóðheitur af bekknum!
Sundknattleikslandsleikur #fotboltinet pic.twitter.com/3olrvutzMW
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 11, 2018
Það hefur aldrei verið betri tími en núna til að æfa að dýfa sér! #fotboltinet
— Andri Haraldsson (@AndriHar) January 11, 2018
Mikael Anderson með skot í varnarmann og framhjá.
Það heyrðist í þrumum og eldingum. Það er gert hlé á leiknum á meðan dómararnir funda um framhaldið. Aðstæður hrikalega erfiðar. Við bíðum og sjáum.
Vafalaust fín reynsla að spila bolta á fenjasvæði
— Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) January 11, 2018
MARK!Stoðsending: Arnór Ingvi Traustason
Skallaði boltann inn eftir frábæra aukaspyrnu Arnórs Ingva Traustasonar.
Okkar maður í Indónesíu tók þessa mynd í hálfleik. Pollaleikur framundan í síðari hálfleiknum! #fotboltinet pic.twitter.com/lZTLCI3R89
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 11, 2018
Ég hlakka svo mikið til að sjá meira af Alberti Guðmundssyni í nánustu framtíð. Gríðarlegur talent. #fotboltinet
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) January 11, 2018
Albert Guðmundsson var besti maður vallarins í fyrri hálfleik.
Ef íslendingar hefðu líka alfarið fengið að velja í landliðið eins og Indónesar hefðum við vitanlega bætt fyrir drauminn sem aldrei varð og valið Arnór og Eið Smára í byrjunarliðið ásamt þremur sonum Eiðs og Arnóri Borg. #myndumsamtvinna
— Gudni Mar Hardarson (@GudniMarH) January 11, 2018
Ömurlegt að skora fyrsta landsliðsmarkið úr víti. Andri veit það vel. Geggjað finish!
— Óttar K. Bjarnason (@ottar09) January 11, 2018
MARK!Albert Guðmundsson með hættulega fyrirgjöf sem fór af varnarmanni Indónesíu og á markið, Mokodompit varði glæsilega en boltinn fór út í teiginn á Andra sem kláraði snilldarlega!
Misnotað víti!Ansi mörg víti farið í súginn hjá Andra Rúnari á sl. sex mánuðum. Þarf að bæta þetta!
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) January 11, 2018
Við erum ekki að fara að vinna þennan mann því miður. Þetta look! pic.twitter.com/25ZiZ3XKxu
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) January 11, 2018
Flestir tóku vel undir í þjóðsöngnum, gaman að sjá Frederik Schram syngja hvað hæst!
Menn eru bullsveittir í þjóðsöngnum. Þetta verður eitthvað. #ksi #fyririsland #fotboltinet
— Guðmundur Karl (@dullari) January 11, 2018
Leikurinn í dag fer fram á Maguwoharjo leikvanginum í Yogyakarta. Hann tekur tæplega 32 þúsund manns í sæti. #fotboltinet pic.twitter.com/F1zBV5ALU6
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 11, 2018
Ólafur Ingi Skúlason og Arnór Ingvi Traustason eru reynslumestir í liðinu en aðrir leikmenn eiga færri en tíu landsleiki að baki.
Hjörtur Hermannsson byrjar í dag en hann fékk ekki leyfi hjá félagsliði sínu Bröndby til að spila síðari leikinn á sunnudag. Hann spilar því einungis leikinn í dag.
Samúel er varnarsinnaður miðjumaður úr Keflavík sem er hjá Valerenga í Noregi. Mikael er minna þekktur meðal íslenskra fótboltaáhugamanna. Smelltu hér til að lesa nánar um þennan áhugaverða strák.
Svona er byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á #Fotboltinet pic.twitter.com/Wv8m1ChRpD
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 11, 2018
Mikil barátta um að komast með til Rússlands og Indónesíuverkefnið skiptir þar máli að sögn Heimis #fotboltinet pic.twitter.com/4VCvckufwP
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 10, 2018
Þetta er ekki opinber landsleikjadagur svo skærustu stjörnur íslenska landsliðsins eru fjarverandi. Þetta er mögulega tækifæri fyrir leikmenn að ná að heilla þjálfarateymið og auka möguleika sína á því að vera með í flugvélinni sem fer til Rússlands í sumar.
Strákarnir hafa vakið mikla athygli fjölmiðla og almennings í Indónesíu og æfingar hafa gengið vel. Þetta er alveg eins og í Eurovision!
('46)
('63)
('66)
('46)
('71)
('46)
('66)
('66)
