Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Indónesía
0
6
Ísland
0-0 Andri Rúnar Bjarnason '13 , misnotað víti
0-1 Andri Rúnar Bjarnason '30
0-2 Kristján Flóki Finnbogason '47
0-3 Óttar Magnús Karlsson '65
0-4 Tryggvi Hrafn Haraldsson '68
0-5 Hjörtur Hermannsson '79
0-6 Hólmar Örn Eyjólfsson '81
11.01.2018  -  11:30
Yogyakarta
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Hiti og raki
Dómari: Yudai Yamamoto (Japan)
Maður leiksins: Albert Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Rivky Mokodompit (m)
3. Zulkifli Syukur ('57)
5. Maman Abdurrahman
6. Toni Sucipto
13. Achmad Jufrianto
14. Rizky Pora
17. Paulo Sitanggang
18. Bayu Gatra ('54)
19. Achmad Bustomi
20. Bambang Pamungkas ('58)
55. Manahati Lestusen

Varamenn:
4. Ricardo Salampessy
7. Ramdani Lastaluhu
8. Raphael Maitimimo
9. Greg Nwakolo ('54)
10. Christian Gonzales ('58)
11. Ponaryo Astaman
12. Made Wirawan
15. Alvin Tuasalamony ('57)
23. Hamka Hamzah
25. Titus Bonai
33. Abduh Lestaluhu

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sex leikmenn sem skoruðu sitt fyrsta landsliðsmark. Sex leikmenn sem spiluðu sinn fyrsta landsleik!

6-0 sigur Íslands í stórfurðulegum fótboltaleik við fáránlegar aðstæður, gegn vandræðalega lélegu liði.

En íslensku strákarnir sýndu oft flott tilþrif og nýttu yfirburði sína.

Ísland mætir Indónesíu aftur á sunnudag en þá verður lið heimamanna mun betur mannað og væntanlega aðeins jafnari leikur þá á ferðinni!
90. mín
Það er mikið búið að auglýsa indónesíska Idolið mikið á ljósaskiltum á vellinum. Hér má sjá úr því fyrir áhugasama lesendur.
86. mín
Albert Guðmundsson með skot framhjá.
81. mín MARK!
Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson með aukaspyrnu og Hólmar á ekki í vandræðum með að skalla boltann yfir markvörð Indónesíu! Skógarferð hjá honum.

Það er verið að slátra heimamönnum. Hólmar sjötti leikmaðurinn til að skora sitt fyrsta landsliðsmark!!!
79. mín MARK!
Hjörtur Hermannsson (Ísland)
Stoðsending: Óttar Magnús Karlsson
Varnarmaðurinn skorar einnig sitt fyrsta landsliðsmark! Fimmti leikmaðurinn í leiknum til að gera það! Skoraði með skalla. Samúel Kári Friðjónsson með langt innkast sem Óttar flikkar áfram á Hjört.
76. mín
Albert Guðmundsson með skot eftir horn en bjargað á línu.
71. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (Ísland) Út:Böðvar Böðvarsson (Ísland)
Felix, leikmaður ÍBV og U21-landsliðins, að leika sinn fyrsta A-landsleik.
68. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
TRYGGVI HRAFN HARALDSSON! Með sína fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður! Skorar líka sitt fyrsta landsliðsmark!

Albert Guðmundsson með sendinguna á Tryggva sem skorar af stuttu færi.
67. mín
Albert Guðmundsson nálægt því að bæta við fjórða markinu en vippa hans fer ofan á slána.
66. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Ísland) Út:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Hilmar Árni að leika sinn fyrsta landsleik.
66. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Annar landsleikur hann fyrir Ísland.
65. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Ísland)
ÞVÍLÍK AFGREIÐSLA! Óttar Magnús með sitt fyrsta landsliðsmark! Ofboðslega vel gert hjá honum! Albert fékk boltann í teignum og af varnarmanni barst boltinn til Óttars.

Óttar lagði boltann fyrir sig með hælnum á snilldarhátt og kláraði svo frábærlega. Sjóðheitur af bekknum!
63. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Ísland) Út:Mikael Neville Anderson (Ísland)
Leikmaður Molde mættur hér inn. Fjórði landsleikur Óttars.
62. mín
Máttlaust skot frá Indónesum sem fer í fangið á Antoni.
61. mín
Það er nánast ómögulegt að spila boltanum eftir jörðinni.
58. mín
Inn:Christian Gonzales (Indónesía) Út:Bambang Pamungkas (Indónesía)
Gonzales er 41 árs reynslubolti. Leikur með Arema í Indónesíu. Bjóðum hann velkominn!
57. mín
Inn:Alvin Tuasalamony (Indónesía) Út:Zulkifli Syukur (Indónesía)
56. mín
Leikurinn er kominn í gang aftur - Ef ég væri dómarinn þá myndi ég bara flauta þetta af. Aðstæður agalegar.

Mikael Anderson með skot í varnarmann og framhjá.
55. mín
Liðin ganga aftur út á rennblautan völlinn

Það á að hefja leik aftur!
55. mín
LEIKURINN HEFUR VERIÐ STÖÐVAÐUR

Það heyrðist í þrumum og eldingum. Það er gert hlé á leiknum á meðan dómararnir funda um framhaldið. Aðstæður hrikalega erfiðar. Við bíðum og sjáum.
54. mín
Inn:Greg Nwakolo (Indónesía) Út:Bayu Gatra (Indónesía)
49. mín
Aðstæður á vellinum ákaflega erfiðar. Það er pollaleikur í gangi. Sérstaklega í kringum miðsvæðið þar sem völlurinn er nánast eins og sundlaug!
47. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Arnór Ingvi Traustason
FYRSTA landsliðsmark Kristjáns Flóka! Hann er nýkominn inn sem varamaður. Stórkostleg innkoma!

Skallaði boltann inn eftir frábæra aukaspyrnu Arnórs Ingva Traustasonar.
46. mín
Inn:Anton Ari Einarsson (Ísland) Út:Frederik Schram (Ísland)
Anton Ari, markvörður Íslandsmeistara Vals, að leika sinn fyrsta landsleik.
46. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Ísland)
Kristján Flóki að leika sinn þriðja landsleik. Markaskorarinn tekinn af velli.
45. mín
Gæti leik verið hætt? Völlurinn lítur mjög illa út núna eftir þessa ROSALEGU rigningu. Það eru komnir pollar á völlinn.
45. mín
Hálfleikur
Þetta indónesíska lið hefur hreinlega verið lélegt. Ísland með forystuna og spilið hjá okkar mönnum oft mjög fínt en við ættum að vera búnir að skora fleiri mörk. Án nokkurs vafa!

Albert Guðmundsson var besti maður vallarins í fyrri hálfleik.
45. mín
Samúel Kári í DAUÐAFÆRI eftir frábæran undirbúning Alberts Guðmundssonar! Hann reynir að skjóta í hornið en markvörður Indónesíu ver.
44. mín
Arnór Ingvi með vonda tilraun úr aukaspyrnu. Skot sem fór það hátt yfir að það fór yfir stúkuna. Svo eiga heimamenn fyrstu marktilraun sína en það er bjartsýnisskot sem Frederik grípur auðveldlega.
42. mín
Andri Rúnar setur boltann framhjá en var ranglega dæmdur rangstæður. Það er farið að HELLIRIGNA í Indónesíu. Flæðir gjörsamlega úr loftinu.
40. mín
Styttist í hálfleik. Má búast við einhverjum skiptingum frá Heimi í leikhléi.
37. mín
Það liggur annað mark frá Íslandi í loftinu! Arnór Ingvi með fast skot naumlega framhjá. Gríðarlegir yfirburðir hjá íslenska liðinu.
36. mín
Albert Guðmundsson með marktilraun en skotið beint á Mokodompit.
34. mín
Arnór Ingvi með skot framhjá eftir sendingu frá Viðari Ara.
30. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Ísland)
GLÆSILEGT MARK HJÁ ANDRA RÚNARI!!! Hans fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið, í hans fyrsta landsleik og það var af dýrari gerðinni! Bakfallsspyrna!

Albert Guðmundsson með hættulega fyrirgjöf sem fór af varnarmanni Indónesíu og á markið, Mokodompit varði glæsilega en boltinn fór út í teiginn á Andra sem kláraði snilldarlega!
30. mín
Samúel Kári með ágætis skot fyrir utan teig! Mokodompit slær boltann frá. Ekki hægt að segja að hann sé öryggið uppmálað í markinu, langt frá því.
28. mín
Indónesía að ná upp aðeins betra spili innbyrðis en hefur ekki komist nálægt því að láta reyna á Frederik í markinu. Ekki ein marktilraun komin frá heimamönnum.
27. mín
Arnór Ingvi með hættulega sendingu inn í teiginn en enginn náði til knattarins.
24. mín
HÆTTULEG TILRAUN! Mikael Anderson nálægt því að skora í sínum fyrsta A-landsleik fyrir Ísland! Boltinn sleikti fjærstöngina. Fín tilraun.
21. mín
Samúel Kári fellur í teignum og vill fá vítaspyrnu, japanski dómarinn ekki á því að benda á punktinn. Virtist líka vera ansi lítil snerting.
17. mín
Þetta indónesíska lið virðist alls ekki upp á marga fiska. Yfirburðir Íslands eru algjörir. Það yrði lélegt að vinna þennan leik ekki sannfærandi.
13. mín Misnotað víti!
Andri Rúnar Bjarnason (Ísland)
Andri Rúnar á punktinn en spyrna hans er varin! Vítanýting Andra í Pepsi-deildinni var ekki mjög góð og Mokodompit ver spyrnu hans.
13. mín
Albert Guðmundsson fellur innan teigs. Farið í bakið á honum. Strangur dómur, viðurkennum það. Albert klókur.
12. mín
Áfram heldur íslenska liðið að ógna. Albert átti skot sem var á leið framhjá en Mokodompit tók enga áhættu og kom boltanum í horn. Mokodompit ekki sannfærandi í byrjun leiks. Um að gera að láta reyna á þennan gaur!
10. mín
Arnór Ingvi með fyrirgjöf og Hólmar Örn skallar boltann í varnarmann Indónesíu og yfir! Fyrsta alvöru hættan í leiknum. Ísland byrjar þetta mun betur en heimamenn.
7. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Arnór Ingvi tekur hana en á fyrsta varnarmann, önnur hornspyrna. Mokodompit í marki Indónesíu slær boltann frá á ósannfærandi hátt.
4. mín
Ísland einokar boltann fyrstu mínúturnar. Andri Rúnar átti fyrirgjöf áðan en hún var ekki góð og flaug afturfyrir endamörk.
Túristaþema hjá Liði fólksins í Indónesíu!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í rakanum og hitanum í Indónesíu. Ekki aðstæður sem við Íslendingar erum vanir.

Flestir tóku vel undir í þjóðsöngnum, gaman að sjá Frederik Schram syngja hvað hæst!
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leikinn á Twitter!
Fyrir leik
Ágætis mæting á völlinn en þó nóg af lausum sætum. Verið að spila þjóðsöngvana. Þetta er að fara af stað.
Fyrir leik
Skemmtileg staðreynd. Markvörður Indónesíu, Rivky Mokodompit, lék sem miðvörður í yngri flokkunum áður en hann ákvað að skella hönskunum á sig.
Fyrir leik
Það er búið að sýna upp í VIP-pið í sjónvarpsútsendingunni en þar er ákaflega góðmennt. Rúnar Vífill Arnarson, formaður landsliðsnefndar, og Eiður Smári Guðjohnsen meðal manna. Eiður sérstakur heiðursgestur í Indónesíu í tengslum við þessa leiki.
Fyrir leik
Það má með sanni segja að lið Indónesíu í dag sé hið eina sanna "Lið fólksins" enda valið af fólkinu í landinu! Í leiknum á sunnudaginn fær þó landsliðsþjálfarinn algjörlega völdin. Útsending er hafin á RÚV og þar er Gunnar Birgisson góðvinur .Net að sjá um lýsingu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Styttist í leik. Það kemur ekki á óvart að Ólafur Ingi Skúlason sé með fyrirliðabandið í dag. Liðin eru komin inn í kerfið og hægt að sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Albert Guðmundsson og markvörðurinn Frederik Schram eru báðir að spila sinn annan A-landsleik. Albert er frammi með Andra Rúnari, áhugaverð sóknarlína þar.

Ólafur Ingi Skúlason og Arnór Ingvi Traustason eru reynslumestir í liðinu en aðrir leikmenn eiga færri en tíu landsleiki að baki.

Hjörtur Hermannsson byrjar í dag en hann fékk ekki leyfi hjá félagsliði sínu Bröndby til að spila síðari leikinn á sunnudag. Hann spilar því einungis leikinn í dag.
Fyrir leik
Þrír sem byrja eru að leika sinn fyrsta landsleik. Það eru Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, og tveir strákar úr U21-landsliðinu: Samúel Kári Friðjónsson og Mikael Anderson.

Samúel er varnarsinnaður miðjumaður úr Keflavík sem er hjá Valerenga í Noregi. Mikael er minna þekktur meðal íslenskra fótboltaáhugamanna. Smelltu hér til að lesa nánar um þennan áhugaverða strák.
Fyrir leik
Fyrir leik
Japanskir dómarar munu dæma leikina. Yudai Yamamoto dæmir fyrri leikinn og Yusuke Araki þann seinni.
Fyrir leik
Í þessum leik er lið Indónesíu sérstakt úrvalslið sem valið var af aðdáendum gegnum kosningu á internetinu. Luis Milla, landsliðsþjálfari Indónesíu, stýrir ekki leiknum heldur Hollendingur sem heitir Robert Alberts og hefur lengi þjálfað í Asíu. Hann stýrir nú liði PSM Makassar sem endaði í þriðja sæti í indónesísku deildinni í fyrra.
Fyrir leik
Íslenska karlalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki í Indónesíu gegn heimamönnum. Hér verður bein textalýsing frá fyrri leiknum en sá síðari verður á sunnudaginn.

Þetta er ekki opinber landsleikjadagur svo skærustu stjörnur íslenska landsliðsins eru fjarverandi. Þetta er mögulega tækifæri fyrir leikmenn að ná að heilla þjálfarateymið og auka möguleika sína á því að vera með í flugvélinni sem fer til Rússlands í sumar.

Strákarnir hafa vakið mikla athygli fjölmiðla og almennings í Indónesíu og æfingar hafa gengið vel. Þetta er alveg eins og í Eurovision!
Byrjunarlið:
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
6. Hjörtur Hermannsson
6. Samúel Kári Friðjónsson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('46)
18. Mikael Neville Anderson ('63)
19. Viðar Ari Jónsson
20. Albert Guðmundsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('66)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m) ('46)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Felix Örn Friðriksson ('71)
5. Jón Guðni Fjóluson
8. Arnór Sigurðsson
11. Kristján Flóki Finnbogason ('46)
14. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('66)
17. Orri Sigurður Ómarsson
19. Hilmar Árni Halldórsson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: