Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. janúar 2018 09:51
Elvar Geir Magnússon
Hver er Mikael Anderson sem byrjar hjá Íslandi?
Icelandair
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fyrri vináttulandsleikur Íslands í Indónesíu verður klukkan 11:30 að íslenskum tíma en búið er að opinbera byrjunarlið Íslands.

Þrír sem byrja eru að leika sinn fyrsta landsleik. Það eru Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, og tveir strákar úr U21-landsliðinu: Samúel Kári Friðjónsson og Mikael Anderson.

Samúel er varnarsinnaður miðjumaður úr Keflavík sem er hjá Valerenga í Noregi. Mikael er minna þekktur meðal íslenskra fótboltaáhugamanna.

Mikael Neville Anderson (19 ára)
Staða: Kantmaður en getur einnig spilað á miðju.

Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikaels er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann ákvað á síðasta ári að spila frekar með íslenska U21 landsliðinu heldur en því danska.

„Það er frábært að vera á Íslandi aftur. Ég hef hlakkað til að koma aftur til Íslands og þetta er stórt fyrir mig og fjölskyldu mína, Þeir (Danirnir) vissu að ég vildi spila fyrir Ísland því ég á fjölskyldu frá Íslandi. Þetta var erfitt val en ég valdi Ísland af því að fjölskyldan er héðan," sagði Mikael í viðtali við Fótbolta.net á síðasta ári, fyrir leik með U21-landsliðinu.

Mikael er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en er hjá B-deildarliðinu Vendsyssel á lánssamningi. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í sjö leikjum á tímabilinu.

Leikur Indónesíu og Íslands verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en hér má fara inn í lýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner