Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Perú
3
1
Ísland
Renato Tapia '3 1-0
1-1 Jón Guðni Fjóluson '21
Raul Ruidiaz '59 2-1
Jefferson Farfan '75 3-1
28.03.2018  -  00:00
Red Bull Arena
Vináttulandsleikur
Dómari: Ted Unkel (BNA)
Áhorfendur: 25.000
Byrjunarlið:
12. Carlos Caceda (m)
4. Anderson Santamaria
6. Miguel Trauco
8. Christian Cueva ('81)
10. Jefferson Farfan ('78)
11. Raul Ruidiaz ('66)
13. Renato Tapia
15. Christian Ramos
17. Luis Advincula
18. Andre Carrillo
20. Edison Flores

Varamenn:
1. Alejandro Duarte (m)
21. Jose Carvallo (m)
3. Aldo Corzo
5. Miguel Araujo
7. Paolo Hurtado ('81)
14. Andy Polo
16. Sergio Pena
22. Nilson Loyola
23. Pedro Aquino
24. Cristian Benavente ('66)
25. Luis Abram
26. Roberto Siucho
27. Luiz Da Silva ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-1 tapi Íslands. Frammistaða Íslands var einfaldlega í daprari kantinum í kvöld og í sjálfu sér ekki annað hægt að segja en að sigur Perú sé fyllilega verðskuldaður. Ljósu punktarnir voru ekkert sérstaklega margir, þá kannski helst fín frammistaða Jóhanns Bergs og Björns Bergmanns.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti tvær mínútur. Tvær mínútur.
88. mín
Leikurinn er svona nokkurn veginn að fjara út. Stuðningsmenn Perú eru sáttir með sína menn. Það eru 25.200 manns á vellinum og mér reiknast að um það bil 25.193 séu frá Perú.
81. mín
Inn:Paolo Hurtado (Perú) Út:Christian Cueva (Perú)
79. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Birkir Már kemur inn á fyrir Ara Frey, spilar í vinstri bakverðinum út leikinn.
78. mín
Inn:Luiz Da Silva (Perú) Út:Jefferson Farfan (Perú)
Farvel Farfan, markaskorarinn fer af velli fyrir Luiz Da Silva.
77. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Sverrir Ingi kemur inn á fyrir Birki Bjarnason. Fer sjálfsagt aftur inn á miðjuna eins og gegn Mexíkó. Heimir að máta hann þar.
75. mín MARK!
Jefferson Farfan (Perú)
Ojj barasta og ullabjakk!!! Jefferson Farfan kemur Perú í 3-1. Fékk boltann inni í teignum, skotið hans var alls ekki sérstakt en breytti um stefnu af Jóni Guðna og lak í netið. Frederik var farinn niður í hina áttina og náði ekki að snúa sér við í tæka tíð. Perúskur sigur er orðinn ansi líklegur.
74. mín
Carrillo er kannski með hörmulegan hár-stílista en hann er virkilega góður í fótbolta. Hefur valdiðp temmilegum vandræðum hér í kvöld.
73. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Viðar Örn kemur inn á fyrir meiddan Jóhann Berg. Nær hann að skora eftir stangarskotið síðast?
71. mín
Leikurinn er stöðvaður þar sem Jóhann Berg liggur eftir í grasinu. Hann haltrar svo út af ,eitthvað virðist vera að angra hann. Hann virkar þjáður á svipinn og mun ekki spila meira í þessum leik. Viðar Örn Kjartansson gerir sig líklegan.
66. mín
Inn:Cristian Benavente (Perú) Út:Raul Ruidiaz (Perú)
Perú gerir skiptingu. Markaskorarinn Ruidiaz fer af velli fyrir Cristian Benavente.
63. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland)
Önnur skipting. Kjartan Henry tekinn af velli og Theodór Elmar kemur inn í hans stað. Celtic-maður fyrir Celtic-mann.
62. mín
Það hefur verið ansi mikill ferskleiki í liði Perú eftir markið. Góð sókn rétt í þessu endaði með skoti frá Carrillo utan teigs en hann hitti boltann afleitlega.
59. mín MARK!
Raul Ruidiaz (Perú)
MARK!! Ferlega leiðinlegt mark hjá Perú. Fyrirgjöf berst inn í teig Íslands, mér sýndist Advincula ná skallanum og hann lekur framhjá Frederik og á fjærstöngina og þar er Raul Ruidiaz mættur og hann nær að pota boltanum í stöngina og inn. Klaufalegur varnarleikur þarna!
58. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
Fyrsta skipting leiksins. Arnór Ingvi kemur inn á fyrir Rúrik.
57. mín
Perú með ágætis færi. Miguel Trauco með fína fyrirgjöf en Luis Advincula skallar framhjá.
55. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Birkir Bjarnason fær að líta fyrsta gula spjald leiksins fyrir brot á miðjum velli. Erfitt að þræta fyrir þetta, Perú var í hættulegri skyndisókn.
53. mín
Ísland fær aukaspyrnu á fínum stað eftir að brotið er á Jóhanni Berg. Á nánast nákvæmlega sama stað og mark Perú kom úr. Aukaspyrnan er stórhættuleg, boltinn dettur fyrir Jón Guðna sem kemur honum á Ólaf Inga, Ólafur Ingi rennir boltanum á Hjört sem átti að taka fyrirgjöf í fyrsta en hangir of lengi á boltanum og missir hann.
53. mín
Hú hú húúúúúú.... Jóhann Berg skilur tvo leikmenn Perú algerlega eftir í rykinu!! Sársaukafullt að horfa á þetta! Jói er búinn að vera frábær í leiknum.
51. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR ÍSLAND!!! Frederik sparkar boltanum út og boltinn fleytist á Björn Bergmann sem er kominn einn í gegn. Hann reynir að komast framhjá markmanninum en Caceda sér við honum. Hornspyrna.
51. mín
Hornspyrnan er hreinsuð út úr teig en þar er Raul Ruidiaz tilbúinn í skotið. Það fer hins vegar beint á Frederik Schram sem heldur boltanum.
50. mín
Farfan tekur aukaspyrnuna en hún fer af Rúrik og aftur fyrir. Hornspyrna. Fjúff í bili!
50. mín
Perú fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir brot frá Kjartani Henry. Alls ekki viss um að þetta hafi verið brot en Carrillo féll með tilþrifum.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og Ísland byrjar með boltann! Heimir Hallgrímsson gerði enga breytingu á liðinu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leihklés hér í Rauða Nautinu. Staðan er 1-1, fín hálfleiksstaða miðað við gang leiksins. Perú hefði getað skorað 2-3 í viðbót, það er bara staðreynd. Við megum klárlega gera betur í seinni hálfleik.
44. mín
Ekki besta hornspyrnan frá Birki en Ísland heldur boltanum. Jóhann Berg kemur með bolta inn fyrir, Jón Guðni nær skallanum en Perú hreinsar. Ari Freyr kemur svo með frábæra fyrirgjöf sem Björn Bergmann skallar rétt yfir! Virkilega gott færi, smá þröngt en gott!!
43. mín
Ari Freyr og Jóhann Berg með virkilega gott samspil við vinstri kantinn sem endar með hornspyrnu. Hana kemur Birkir til með að taka.
42. mín
Þarna munaði aftur ógeðslega litlu!!! Farfan fær stungusendinguna inn, tekst að stíga Ragnar Sigurðsson út og þrumar að markinu en skot hans fer yfir. Ragnar hefur ekki verið alveg nógu sannfærandi síðustu mínúturnar, ólíkt honum.
40. mín
ÚFFF ÚFFF ÚFFF!!! Þarna munar ekki nema hársbreidd að Jefferson Farfan setji boltann í netið. Andre Carrillo, sem hefur verið mjög hættulegur í leiknum, hljóp framhjá íslensku varnarmönnunum og setti boltann inn í teiginn. Þar var Farfan mættur og komst í skotstöðu en skaut rétt framhjá, sem betur fer.
39. mín
Úff, aftur hætta og aftur er Frederik á tánum!! Boltinn berst inn fyrir og Ragnar missirh ann frá sér svo Raul Ruidiaz sleppur einn í gegn. Frederik hleypur út úr teignum og sparkar boltanum burtu áður en Ruidiaz nær til hans.
39. mín
Á hinum endanum kemst Björn Bergmann í flott skotfæri en varnarmaður kemst fyrir hann.
38. mín
STÓRHÆTTULEG SÓKN HJÁ PERÚ!! Langur bolti berst inn fyrir, Jón Guðni reynir að skalla burtu en hann fer í flasið á Perúmanni. Endar svo hjá Andre Carrillo sem skýst inn í teiginn en Frederik Schram er virkilega snöggur að hugsa og stekkur út í boltann. Frábært hjá Frederik.
34. mín
Hættulegt færi!! Misheppnuð hreinsun varnarmanns Perú fyrir framan teiginn fer beint til Birkis Bjarnasonar en hann þrumar boltanum framhjá!
31. mín
Nei.
30. mín
Ísland fær aukaspyrnu fyrir miðju. Flottur bolti frá Birki svífur inn í teiginn en varnarmaður Perú skallar í horn. Endurtaka Birkir og Jón Guðni leikinn?
28. mín
Andre Carrillo er stórhættulegur í og við teig Íslands en sem betur fer nær íslenska vörnin að bægja hættunni frá.
Elvar Geir Magnússon
25. mín
Þetta var fyrsta mark Jóns Guðna fyrir íslenska landsliðið. Ég hef það á tilfinningunni að þetta hafi ekki verið það síðasta. Þvílíkur í loftinu.
22. mín
Í aðdraganda marksins hafði stórhættulegur bolti borist inn í teiginn og dottið fyrir Björn Bergmann, sem fleytti honum einhvern veginn áfram á Rúrik Gíslason sem átti skot í varnarmann og horn. Úr því kom þetta fína markið!
21. mín MARK!
Jón Guðni Fjóluson (Ísland)
MAAAAAAAAAAAAARK!!!!!! HVER ANNAR EN JÓN GUÐNI FJÓLUSON JAFNAR METIN EFTIR HORNSPYRNU!! Frábær spyrna frá Birki Bjarnasyni og Jón Guðni stangar boltann í netið! Virkilega vel gert og staðan er jöfn!
19. mín
Björn Bergmann hefur verið öflugur til þessa. Unnið nokkra góða skallabolta og er mun sterkari en varnarmenn Perú.
18. mín
Þarna munaði litlu að Jóhann Berg næði að þræða boltann inn á Birki í teignum en varnarmaður Perú bjargaði. Millimetraspursmál.
17. mín
Fyrsta skot Íslands!! Björn Bergmann gerir vel og vinnur skallann fram á við, skallar til Jóhanns Berg sem kemur sér í ágæta skotstöðu utan teigs en skot hans fer rétt framhjá.
14. mín
Íslenska liðið á skemmtilega skyndisókn. Jóhann Berg gerir vel og kemur boltanum áfram á Björn Bergmann. Ari Freyr kemur hlaupandi upp kantinn og fær boltann og gefur fyrir en Carlos Caceda í markinu nær boltanum. Kjartan Henry fer í hann og Caceda missir boltann en aukaspyrna er dæmd.
13. mín
Perú fékk aðra aukaspyrnu á fínum stað til hliðar við teiginn en spyrnan var ekki sérstök og hættunni bægt frá. "Heimamenn" ráða lögum og lofum eins og er.
11. mín
Perú menn með skemmtilega rispu og Andre Carillo er með boltann á hættulegum stað í teignum en Íslendingar bægja hættunni frá.
9. mín
Hættulegur bolti berst inn í teiginn og Jón Guðni hreinsar í horn. Hann var ansi kaldur þarna, ég hélt í smá stund að þetta yrði sjálfsmark.
6. mín
Stemningin á Red Bull Arena er góð. Stuðningsmenn Perú eru hressir eftir markið og leika sér að því að stappa fótum svo öll stúkan drynur. Mjög töff.
3. mín MARK!
Renato Tapia (Perú)
MAAAAAAAAAAAARK!!!! PERÚ ER KOMIÐ YFIR!!! Renato Tapia skallar boltann í netið eftir aukaspyrnu á hættulegum stað sem kom í kjölfar brots frá Hirti Hermannssyni. Þarna klikkaði varnarleikurinn sannarlega, þetta á ekki að vera boðlegt!
1. mín
Leikurinn er hafinn!!!!!!!! Rauðklæddir Perúmenn byrja með boltann á hinum glæsilega Red Bull Arena.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir hafa verið leiknir og leikmennirnir gera sig tilbúna. Þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Leikmenn liðanna ganga inn á völlinn með Ted frænda í fararbroddi (ætlast til að allir fatti þetta grín). Íslenska liðið leikur í sínum fallegu bláu búningum. Ég er að elska búninginn, hann er fagur á velli.
Fyrir leik
Liðin eru lesin upp. Einhver Kani las nöfn íslenska liðsins með hörmulegum framburði. Perú fékk einhvern alvöru mann til að lesa upp sína menn á spænsku með stemningu. Það er skandall að Röddinni hafi ekki verið flogið út!
Fyrir leik
Bandaríski þjóðsöngurinn spilaður fyrir leik. Á Perú - Ísland. Að sjálfsögðu. Við erum í Bandaríkjunum. Vonandi verða samt þjóðsöngvar liðanna sem eru að spila líka leiknir. Fimm mínútur í að leikur eigi að hefjast!
Fyrir leik
Ísland tapaði 3-0 fyrir Mexíkó í Kaliforníu síðastliðinn föstudag. Þau úrslit gáfu að mínu mati alls ekki rétta mynd af leiknum og margt jákvætt var í spilamennskunni. Vonandi ná strákarnir einfaldlega góðum leik í kvöld, það væri jákvætt. Sömuleiðis er gott ef Heimir og Helgi Kolviðs fá svör við þeim spurningum sem þeir velta fyrir sér - þetta er síðasti séns fyrir ákveðna menn til að sanna sig!
Fyrir leik
Núna er verið að spila einhver ógeðslega léleg lög frá Perú í hljóðkerfinu. Ég vil helst fá Sálina eða Emmsjé Gauta aftur.
Fyrir leik
Það eru hins vegar nokkur þekkt nöfn í liði Perú. Hver kannast ekki við Jefferson Farfan, sem lék með Schalke við góðan orðstír. Hann spilar í dag með Lokomotiv Moskvu í Rússlandi.
Fyrir leik
Jæja, þá er byrjunarlið Perú einnig komið. Þeir eru án síns besta manns, Paolo Guerrero, sem féll á lyfjaprófi vegna kókaínneyslu. Bannið hans var hins vegar stytt þannig að hann nær HM.
Fyrir leik
Næsta lag á dagskrá er Sódóma! Ég er að elska þetta!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ég fullyrði að þetta er í fyrsta skiptið sem Reykjavík með Emmsjé Gauta er blastað á Red Bull Arena. Vonandi er hann að ca$ha inn góðum STEF-gjöldum fyrir þetta.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslensku markverðirnir eru byrjaðir að hitta upp. Siggi Dúlla er mættur út líka sem og landsliðsþjálfarinn Heimir. Mikið er gott að sjá þessa menn aftur, ég var farinn að sakna þeirra.
Fyrir leik
Íslenska byrjunarliðið má sjá hér til hægri. Frederik Schram fær sénsinn í markinu. Hjörtur Hermannsson kemur inn í vörnina, sjálfsagt í hægri bakvörðinn með Ragnar Sigurðsson og Jón Guðna Fjóluson í miðverðinum. Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði.
Fyrir leik
Jæja, eftir langa röð og smá óvissuferð upp á 6. hæð er maður loksins mættur í blaðamannaaðstöðuna. Stúkan er enn nokkuð tóm, enda eru áhorfendur að skemmta sér konunglega fyrir utan. En sjálfsagt kemur hún til með að fyllast núna á næstunni, enda uppselt.
Fyrir leik
Bandaríkjamaðurinn er heldur illa skipulagður og blaðamenn þurfa að bíða ótrúlega lengi í röð eftir að komast inn á leikvanginn. En við stefnum á að ná í tæka tíð.
Fyrir leik
Stemningin fyrir utan Red Bull Arena er gríðarlega góð! Perú-menn eru hressir og kátir, grilla á bílastæðinu og hlusta á tónlist líkt og mexíkóskir kollegar þeirra. Virkilega skemmtilegt! Hef ekki enn fundið Íslending.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð átti gott spjall við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson á æfingu í gær. Mælum með því að fólk horfi á það viðtal með því að smella hérna.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það hefur aðeins kvarnast úr íslenska hópnum sem mætti til Bandaríkjanna. Ljóst var að Aron Einar Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson myndu aðeins spila gegn Mexíkó.

Þá eru Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson enn á meiðslalistanum og taka ekki þátt í þessum leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast en Perú er eitt af betri landsliðum heims og situr sem stendur í 11. sæti heimslista FIFA.

Perú, sem einnig er á leið á HM, er í riðli með Áströlum, Dönum og Frökkum í sumar og verður leið þeirra í 16-liða úrslitin erfið. Perú tekur þátt á HM í fyrsta skipti í 35 ár.

Andre Carrillo og Edison Flores skoruðu mörk Perú þegar liðið vann Króatíu 2-0 í vináttuleik í síðustu viku.

Þetta er síðasti landsleikur Íslands áður en Heimir Hallgrímsson velur lokahópinn sem halda mun til Rússlands í sumar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin í beina textalýsingu frá New York þar sem Ísland mun leika vináttulandsleik gegn Perú. Leikurinn kemur í kjölfarið á 3-0 tapi gegn Mexíkó í Kaliforníu en þrátt fyrir úrslitin vilja leikmenn Íslands ekki mála þann leik of dökkum myndum.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('73)
8. Birkir Bjarnason ('77)
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Freyr Skúlason ('79)

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('79)
14. Kári Árnason
21. Arnór Ingvi Traustason ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('55)

Rauð spjöld: