Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   mán 26. mars 2018 18:24
Hafliði Breiðfjörð
New York
Heimir: Fá tækifæri til að stimpla sig í HM hópinn
Icelandair
Heimir gengur af velli eftir tapið gegn Mexíkó aðfararnótt laugardagsins. Liðið mætir Perú á miðnætti annað kvöld en leikið er í New Jersey.
Heimir gengur af velli eftir tapið gegn Mexíkó aðfararnótt laugardagsins. Liðið mætir Perú á miðnætti annað kvöld en leikið er í New Jersey.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn æfði með liðinu í Kaliforníu og hefði getað spilað 10-15 mínútur annað kvöld en Heimir taldi betra fyrir hann að fara til Frakklands í von um að komast í liðið hjá Nantes um helgina.
Kolbeinn æfði með liðinu í Kaliforníu og hefði getað spilað 10-15 mínútur annað kvöld en Heimir taldi betra fyrir hann að fara til Frakklands í von um að komast í liðið hjá Nantes um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nú erum við búnir að fara í enn erfiðan leik og tapa honum 3-0 og þá freistast menn oft til að hugsa, nei heyrðu spilum upp á úrslit og spilum reyndari mönnunum sem við erum búnir að spila saman," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands á æfingu liðsins í dag en liðið tapaði gegn Mexíkó 3-0 um helgina og fer í leik gegn Perú á miðnætti annað kvöld.

„Perú er mun sterkari andstæðingur heldur en Mexíkó en við ætlum að halda okkar striki og gefa mönnum tækifæri á að sýna sig og sanna og stimpla sig inn í þennan hóp sem við ætlum að velja fyrir næsta leik," sagði Heimir.

„Þetta er síðasti séns og þið vitið að umhverfið hjá landsliðum í Evrópu því vináttulandsleikir munu heyra sögunni til og tilraunir verða erfiðari í framtíðinni. Hver fer því að verða síðastur til að gefa mönnum tækifæri á að sýna sig og fá reynslu. við ætlum að nýta okkur það hvort sem við séum að taka fleiri sénsa en ella. Við einblínum frekar á það sem við ætluðum að gera heldur en endilega úrslitin, þó það sé ömurlegt að segja það eftir 3-0 tap."

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í marki Íslands gegn Mexíkó en mátti lesa í þá stöðu þannig að hann sé orðinn annar markvörður liðsins á eftir Hannesi Þór Halldórssyni?

„Nei, við máttum rýna í að Rúnar hefur ekki fengið marga leiki með okkur og hann þarf að fá leiki með okkur, bæði svo við sjáum hann með þessum leikmönnum sem hafa verið mest í byrjunarliðinu og að sjá hann í leik gegn mjög sterkum andstæðingum," svaraði Heimir og hélt áfram.

„Hann hefur verið að spila janúar leikina með okkur og við vildum gefa honum þetta tækifæri núna og það er sama með Albert Guðmundsson og Samúel Kára Friðjónsson. Við vildum sjá þá með þessu liði gegn sterkum andstæðingum því það er erfitt að dæma menn gegn liðum eins og Indonesíu þegar við fórum í það verkefni."

Albert Guðmundsson leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi stóð sig mjög vel í Indonesíu og ljóst að þjóðin er spennt fyrir honum til framtíðar. Hann byrjaði leikinnn gegn Mexíkó en tókst honum að sýna Heimi það sem hann vildi fá út úr honum?

„Hann spilaði taktíst í þessum leik við vitum alveg hvað hann getur sóknarlega. Hann er leikmaður sem hefur ákveðna sóknarhæfileika og einstaklingshæfileika. Íslendingar eiga ekki mikið af þannig leikmönnum en til að komast í lokahóp HM verður hann að geta spilað leikaðferðina okkar og taktíkina okkar og mér fannst hann skila því vel í leiknum gegn Mexíkó."

Kolbeinn Sigþórsson var óvænt með í hópnum sem fór til Bandaríkjanna en hann hefur verið að koma til baka með varaliði Nantes eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Hann er farinn til Frakklands að nýju núna og verður ekki með gegn Perú.

„,Við erum búnir að sjá það sem við vildum sjá, hann er á hárréttri leið. Hann, Jón Daði, Aron Einar og U21 árs strákarnir eru farnir heim því okkur fannst ekki taka því að halda þeim þremur hér því það er bara létt taktísk æfing í dag og leikdagur á morgun. Þá finnst okkur mikilvægara að þeir fari til síns félags og reyni allir þrír að ná leikjum helgarinnar. Þeir ættu allir að vera líklegir til að ná leik um helgina. Ég hefði getað spilað Kolbeini eitthvað á morgun en það var ekki tilgangurinn með þessu. Heldur bara að sjá hann í hópnum og hvar hann er staddur í fitness. Þó hann hefði spilað 10-15 mínútur breytir litlu fyrir okkur. Nú þarf hann bara að koma sér í liðið hjá sínu félagi. Ef það gerist þá munum við fylgjast með honum þar."

Útlitið á Heimi í Bandaríkjaferðinni hefur vakið athygli enda er kallinn farinn að safna sjaldséðu skeggi.

„Það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki nennt að raka mig," sagði Heimir og hló. „Ég vissi líka að það yrði kalt hérna og þá er allt í lagi að breyta til."

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan en þar byrjar hann á að gera upp 3-0 tapið gegn Mexíkó í Kaliforníu aðfaranótt laugardagsins.
Athugasemdir
banner