Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 26. mars 2018 18:24
Hafliði Breiðfjörð
New York
Heimir: Fá tækifæri til að stimpla sig í HM hópinn
Icelandair
Heimir gengur af velli eftir tapið gegn Mexíkó aðfararnótt laugardagsins. Liðið mætir Perú á miðnætti annað kvöld en leikið er í New Jersey.
Heimir gengur af velli eftir tapið gegn Mexíkó aðfararnótt laugardagsins. Liðið mætir Perú á miðnætti annað kvöld en leikið er í New Jersey.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn æfði með liðinu í Kaliforníu og hefði getað spilað 10-15 mínútur annað kvöld en Heimir taldi betra fyrir hann að fara til Frakklands í von um að komast í liðið hjá Nantes um helgina.
Kolbeinn æfði með liðinu í Kaliforníu og hefði getað spilað 10-15 mínútur annað kvöld en Heimir taldi betra fyrir hann að fara til Frakklands í von um að komast í liðið hjá Nantes um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nú erum við búnir að fara í enn erfiðan leik og tapa honum 3-0 og þá freistast menn oft til að hugsa, nei heyrðu spilum upp á úrslit og spilum reyndari mönnunum sem við erum búnir að spila saman," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands á æfingu liðsins í dag en liðið tapaði gegn Mexíkó 3-0 um helgina og fer í leik gegn Perú á miðnætti annað kvöld.

„Perú er mun sterkari andstæðingur heldur en Mexíkó en við ætlum að halda okkar striki og gefa mönnum tækifæri á að sýna sig og sanna og stimpla sig inn í þennan hóp sem við ætlum að velja fyrir næsta leik," sagði Heimir.

„Þetta er síðasti séns og þið vitið að umhverfið hjá landsliðum í Evrópu því vináttulandsleikir munu heyra sögunni til og tilraunir verða erfiðari í framtíðinni. Hver fer því að verða síðastur til að gefa mönnum tækifæri á að sýna sig og fá reynslu. við ætlum að nýta okkur það hvort sem við séum að taka fleiri sénsa en ella. Við einblínum frekar á það sem við ætluðum að gera heldur en endilega úrslitin, þó það sé ömurlegt að segja það eftir 3-0 tap."

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í marki Íslands gegn Mexíkó en mátti lesa í þá stöðu þannig að hann sé orðinn annar markvörður liðsins á eftir Hannesi Þór Halldórssyni?

„Nei, við máttum rýna í að Rúnar hefur ekki fengið marga leiki með okkur og hann þarf að fá leiki með okkur, bæði svo við sjáum hann með þessum leikmönnum sem hafa verið mest í byrjunarliðinu og að sjá hann í leik gegn mjög sterkum andstæðingum," svaraði Heimir og hélt áfram.

„Hann hefur verið að spila janúar leikina með okkur og við vildum gefa honum þetta tækifæri núna og það er sama með Albert Guðmundsson og Samúel Kára Friðjónsson. Við vildum sjá þá með þessu liði gegn sterkum andstæðingum því það er erfitt að dæma menn gegn liðum eins og Indonesíu þegar við fórum í það verkefni."

Albert Guðmundsson leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi stóð sig mjög vel í Indonesíu og ljóst að þjóðin er spennt fyrir honum til framtíðar. Hann byrjaði leikinnn gegn Mexíkó en tókst honum að sýna Heimi það sem hann vildi fá út úr honum?

„Hann spilaði taktíst í þessum leik við vitum alveg hvað hann getur sóknarlega. Hann er leikmaður sem hefur ákveðna sóknarhæfileika og einstaklingshæfileika. Íslendingar eiga ekki mikið af þannig leikmönnum en til að komast í lokahóp HM verður hann að geta spilað leikaðferðina okkar og taktíkina okkar og mér fannst hann skila því vel í leiknum gegn Mexíkó."

Kolbeinn Sigþórsson var óvænt með í hópnum sem fór til Bandaríkjanna en hann hefur verið að koma til baka með varaliði Nantes eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Hann er farinn til Frakklands að nýju núna og verður ekki með gegn Perú.

„,Við erum búnir að sjá það sem við vildum sjá, hann er á hárréttri leið. Hann, Jón Daði, Aron Einar og U21 árs strákarnir eru farnir heim því okkur fannst ekki taka því að halda þeim þremur hér því það er bara létt taktísk æfing í dag og leikdagur á morgun. Þá finnst okkur mikilvægara að þeir fari til síns félags og reyni allir þrír að ná leikjum helgarinnar. Þeir ættu allir að vera líklegir til að ná leik um helgina. Ég hefði getað spilað Kolbeini eitthvað á morgun en það var ekki tilgangurinn með þessu. Heldur bara að sjá hann í hópnum og hvar hann er staddur í fitness. Þó hann hefði spilað 10-15 mínútur breytir litlu fyrir okkur. Nú þarf hann bara að koma sér í liðið hjá sínu félagi. Ef það gerist þá munum við fylgjast með honum þar."

Útlitið á Heimi í Bandaríkjaferðinni hefur vakið athygli enda er kallinn farinn að safna sjaldséðu skeggi.

„Það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki nennt að raka mig," sagði Heimir og hló. „Ég vissi líka að það yrði kalt hérna og þá er allt í lagi að breyta til."

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan en þar byrjar hann á að gera upp 3-0 tapið gegn Mexíkó í Kaliforníu aðfaranótt laugardagsins.
Athugasemdir
banner
banner