Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
FH
1
3
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '45
0-2 Elfar Freyr Helgason '49
0-3 Jonathan Hendrickx '64
Steven Lennon '67 , víti 1-3
07.05.2018  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Létt suðaustanátt og rennandi blautur völlur
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1827
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford ('80)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('61)
16. Guðmundur Kristjánsson
20. Geoffrey Castillion ('61)
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('61)
11. Jónatan Ingi Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('61)
19. Zeiko Lewis ('80)
22. Halldór Orri Björnsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('44)
Geoffrey Castillion ('54)
Brandur Olsen ('55)
Davíð Þór Viðarsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risa úrslit fyrir Breiðablik sem trónir á toppi deildarinnar!
94. mín
Tokic með laflaust skot, auðvelt fyrir Gunnar. Þessi leikur er að fjara út.
91. mín
Uppbótartíminn er fimm mínútur í dag.
90. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Aron fær uppbótartímann í dag.
87. mín
Steven Lennon tekur Gísla niður harkalega hérna á vallarhelmingi Blika, hefði mátt vera spjald en allir sættast.
84. mín
Gísli neglir honum hársbreidd framhjá! Ég hélt að þessi væri inni en framhjá fór hann. Gísli verið frábær í dag.
80. mín
Inn:Zeiko Lewis (FH) Út:Robbie Crawford (FH)
Bermúda maðurinn mættur inná síðustu tíu.
79. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrir brot á Gísla áðan, hárrétt.
79. mín
Blikar keyra upp og endar með skoti Hendrickx framhjá, þeir voru 4 á 2 svo þarna hefðu þeir átt að gera betur!
76. mín
Gulli er farinn að tefja, var heila eilífð að taka aukaspyrnu og FH-ingar brjálaðir!
75. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Gústi að pakka í vörn, varnarmaður inn fyrir kantmann.
74. mín
Viðar Ari með geggjaðan kross sem allir missa af nema Atli Guðna en hann er rangstæður.
72. mín
Rétt framhjá! Crawford með flotta sendingu á Lennon sem tekur við honum og neglir honum rétt framhjá, þessi leikur er ekki búinn enn!
68. mín
Ég hef ekki við að skrifa inn atburði leiksins, má ekki lýta frá þá gerist eitthvað, þvílíkur leikur!
67. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Viðar Björnsson
Setur Gulla í rangt horn, öruggt.
66. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Tokic mættur inná í staðinn fyrir Svein sem hefur verið flottur í dag.
65. mín
Víti, FH fær víti, Oliver brýtur á Atla Viðari og Ívar Orri bendir á punktinn!
64. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Fagnar hressilega í andlitið á FH stuðningsmönnum og fær réttilega gult spjald.
64. mín MARK!
Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Hendrickx skorar úr aukaspyrnunni sem aldrei átti að vera! Skýtur beint á Gunnar sem missir hann frá sér og í markið. Ótrúlega klaufalegt hjá Gunnari og Blikar að gera útum leikinn!
63. mín
Arnþór Ari hendir sér niður þegar hann fer framhjá Crawford, þetta var bara klár dýfa að mínu viti og Arnþór heppinn að vera ekki á leið af velli með sitt annað gula spjald. Ótrúlegt að hann dæmi aukaspyrnu þarna.
61. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Geoffrey Castillion (FH)
FH-ingar fara í það sem þeir þekkja, Atlarnir komnir inn á, þeir kunna að skora fótboltamörk, það er klárt!
61. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Kristinn Steindórsson (FH)
Atli Guðna fær hálftíma hérna til að setja mark sitt á leikinn.
60. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Brýtur á Kidda úti á kanti.
60. mín
Gísli fær tíma til að athafna sig fyrir utan teig og kemst í skotið, það er hins vegar ekki að ógna Gunnari neitt sem grípur hann auðveldlega.
57. mín
Lennon platar Blikana hérna fyrir utan teig en skot hans er laflaust og vel framhjá
55. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Fyrir brot á Elfari Frey áðan, dómarinn lét leikinn halda áfram en spjaldar Brand réttilega núna.
54. mín Gult spjald: Geoffrey Castillion (FH)
Hvað er Castillion að brasa? Hleypur að Oliver og dúndrar hann bara niður, heppinn að liturinn sé gulur á þessu spjaldi!
51. mín
FH þurfa svo sannarlega að sækja núna, Blikar eru hins vegar ótrúlega öflugir að countera, ég fullyrði að það koma fleiri mörk hérna í kvöld!
49. mín MARK!
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Arnþór Ari fær hornspyrnu hér sem Andri Yeoman tekur og hún er frábær, beint á kollinn á Ella sem stangar hann inn. 2-0 Blikar!
46. mín
Leikur hafinn
Blikar hefja seinn hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Þetta var það síðasta sem gerðist í þessum hálfleik, Blikar fara inn í hálfleikinn með verðskuldaða forystu. Gummi Kristjáns var útúr stöðu þarna og er alls ekki að finna sig í hafsentinum í dag.
45. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
Arnþór Ari setur hann í gegn á Gísla sem chippar honum snyrtilega yfir Gunnar Nielsen. Virkilega huggulegt finish!
45. mín
Sveinn Aron tekur spyrnuna yfir vegginn en Gunnar mætir og handsamar boltann, fín spyrna en vantaði power.
44. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Hendrickx með flottan sprett, fer framhjá Gumma sem brýtur á honum til að stoppa sóknina, klárt gult spjald á Gumma sem hefur verið í basli í dag.
42. mín
Viðar tekur hornspyrnuna út fyrir teiginn niðri á Hjört sem skýtur beint á Gulla í markinu.
42. mín
Viðar með fyrirgjöfina yfir á Kidda sem skallar í Blika og í horn.
40. mín
Viðar Ari fer hérna yfir á vinstri og ætlar að negla honum inn af vítateigshorninu en skotið fer lengst yfir og framhjá.
37. mín
Viðar Ari með flotta fyrirgjöf beint á kollinn á Brandi sem skallar hann rétt framhjá.
35. mín
Hornspyrna frá Brandi á fjær, boltinn dettur fyrir Davíð Þór sem skýtur en Hendrickx kemst fyrir og boltinn fer aftur í Davíð Þór og markspyrna staðreynd, þarna skall hurð nærri hælum!
33. mín
Þvílík tilþrif hérna! Elfar Freyr fær boltann fyrir utan og ákveður að reyna að koma honum inn í með Rabbona! Skemmtilegt en FH skalla hann í burtu. Gamli skólinn hefði alls ekki verið hrifinn af þessu!
31. mín
Davíð Kristján kemur með stórhættulegan bolta yfir vörn FH-inga en Gunnar Nielsen kemur út og sparkar boltanum í burtu áður en Arnþór Ari kemst í hann.
27. mín
Kiddi Steindórs með léttleikandi takta inn í teig, kemur honum á Lennon en Blikar ná að trufla hann í skotinu. Einhverjir kölluðu eftir vítaspyrnu en það hefði verið strangur dómur held ég.
26. mín
Sveinn Aron fær boltann utarlega í teignum og tekur skotið í fyrsta, fast en hittir ekki á markið, fín tilraun og Blikar eru að gera sig líklega hérna.
24. mín
Sveinn Aron með chippu yfir á fjær en Gísli er hársbreidd frá því að ná að pota í hann, hefði líklega skorað ef hann hefði náð þessu. Nú eru Blikar búnir að vera hættulegri.
23. mín
Davíð Kristján tekur spyrnuna en hún er slök og fer vel yfir markið.
23. mín
Robbi Crawford tekur Gísla niður og Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
19. mín
Dauðafæri! Gísli með skot af varnarmanni og boltinn dettur fyrir Svein Aron einn á móti Nielsen en hann setur skot sitt beint á hann, verður að gera miklu betur þarna Sveinn!
17. mín
Brandur Olsen með flotta sendingu yfir vörn blika á Viðar Ara sem kemur með fyrirgjöfina yfir á fjær, þar er Kiddi mættur en hann skýtur vel framhjá. FH hættulegri þessa stundina.
16. mín
Blikar tapa boltanum á hættulegum stað rétt fyrir utan teig, ná hins vegar að komast fyrir skot Kidda svo ekkert varð úr þessu, þú mátt samt ekki tapa boltanum þarna.
13. mín
Steven Lennon með frábæra sendingu í gegn á Castillion sem heldur Damir frá sér og kemst í mjög gott færi, Gulli kemur út og ver vel í horn. Hornspyrnan endar síðan með skalla frá Davíð sem Gulli grípur. Besta færi leiksins hingað til.
10. mín
Hjörtur Logi fer upp kantinn og gefur fyrir, boltinn virðist vera fara langt yfir en vindurinn grípur hann, Gulli hins vegar öryggið uppmálað í markinu og grípur hann auðveldlega.
6. mín
Gísli Eyjólfs fer illa með Gumma Kristjáns og kemst í gegn en FH ná að komast fyrir fyrirgjöfina sem átti að vera á Arnþór, flottur sprettur hjá Gísla en góður varnarleikur FH bjargaði þessu.
2. mín
Brandur Olsen með fyrirgjöf sem Hendrickx kemst fyrir og FH fá fyrsta horn leiksins. Brandur tekur hornið sem endar með afleitu skoti fyrir utan teig frá Kidda næstum því í innkast.
1. mín
Leikur hafinn
FH hefja leikinn hér, þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Fullt af góðu fólki mætt á völlinn, stúkan er að fyllast og Maggi Gylfa er mættur!
Fyrir leik
Það er ljóst að félögin eru að taka til sín gagnrýnina fyrir skort á umgjörð og bæði lið hér í dag öflug á samfélagsmiðlum eins og má sjá á Twitter félagana tveggja í kvöld. Sigmar Ingi Sigurðarson markmaður Augnabliks er á yfirvinnukaupi sem markaðs- og viðburðarstjóri Blika!
Fyrir leik
Jákvætt að sjá að fólk er að hrannast á völlinn þegar enn eru 25 mínútur í leik, vonandi að þessi ósiður okkar Íslendinga að mæta alltaf eftir að leikurinn er hafinn sé að hverfa.
Fyrir leik
Völlurinn lýtur ágætlega út miðað við marga aðra velli á þessum tíma árs en þó er hann sennilega virkilega laus í sér enda rignt hressilega í dag. Verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn þróast, þetta er fullkomið veður fyrir menn sem elska að tækla!
Fyrir leik
FH stilla Brandi upp fremstum á miðju fyrir framan Davíð Þór og Crawford og Kristinn Steindórs fer út á kantinn. Willum kemur inn á kantinn í stað Arons Bjarna, Blikar líklega að setja þetta upp þannig að Willum hjálpi að verjast gegn utan á hlaupum Viðars Ara.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Bæði lið gera eina breytingu á liðum sínum. Brandur Olsen byrjar sinn fyrsta leik í Pepsí-deildinni á kostnað Halldórs Orra sem situr á tréverkinu í dag. Kristinn Steindórsson fer á kantinn. Hjá Blikum kemur Willum Þór inn fyrir Aron Bjarnason.
Fyrir leik
Þessi lið mættust á þessum velli í síðastu umferð Pepsí-deildarinnar 2017 þar sem Arnþór Ari tryggði Blikum 0-1 útisigur. Vonumst eftir fleiri mörkum í kvöld!
Fyrir leik
Ég á von á hörkuleik tveggja öflugra liða hér í kvöld, bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu umferðina í Pepsí-deildinni. FH vann sterkan 0-1 sigur í Grindavík og Blikar léku á alls oddi í 4-1 sigri á ÍBV í Kópavogi.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu frá stórleik FH og Breiðabliks á Kaplakrikavelli.
Fyrir leik
Sagan - Af blikar.is:
Efstu-deildar leikir liðanna frá upphafi heima og heiman eru 46. Blikasigrar eru 17, FH-sigrar 19 og jafnteflin 10.

132 mörk eru skoruð í þessum 46 leikjum; blikar 64 mörk og FH 68 mörk.

En liðin eiga að baki 105 mótsleikií öllum keppnum frá upphafi. Í þessum 105 mótsleikjum liðanna frá 1964 til 2017 hafa Blikar unnið 35 leiki, jafnteflin eru 21 og FH hefur sigrað í 49 leikjum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('66)
18. Willum Þór Willumsson ('90)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Hrvoje Tokic ('66)
11. Aron Bjarnason ('90)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson ('75)
27. Arnór Gauti Ragnarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('60)
Jonathan Hendrickx ('64)

Rauð spjöld: