Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
HK/Víkingur
1
3
Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '32
0-2 Fjolla Shala '36
Kristina Maureen Maksuti '67 1-2
1-3 Agla María Albertsdóttir '91 , víti
15.05.2018  -  19:15
Kórinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Toppaðstæður inn í Kórnum
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 390
Maður leiksins: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('57)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('72)
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f) ('19)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
17. Arna Eiríksdóttir
22. Kristina Maureen Maksuti
28. Laufey Björnsdóttir

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir ('19)
10. Isabella Eva Aradóttir ('72)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir ('57)
13. Linda Líf Boama
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
23. Ástrós Silja Luckas

Liðsstjórn:
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Kristina Maureen Maksuti ('72)
Karólína Jack ('77)
Björk Björnsdóttir ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Breiðablik nær í 3 stig í þessum nágrannaslag.
91. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Agla María skorar örruglega eftir að Björk fellir Selmu inn í teignum.
91. mín Gult spjald: Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
91. mín
VÍTIIII Breiðablik fá víti
90. mín
Komnar 90 mínutur á klukkuna
89. mín
Gígja Valgerður tekur aukaspyrnu frá hægri kantinum inná teig en Breiðablik ná að hreinsa í horn.
88. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
86. mín
Þvílík stórsókn hjá Blikum. GEGGJAÐUR sprettur frá Áslaugu Mundu upp allan vinstri kantinn og hún hreinlega stakk alla aðra leikmenn af leggur boltann svo út í teiginn á Andreu sem að á skot í stöngina. Eftir það verður mikill darraðardans i kringum teig HK/Víkings en að lokum koma þær boltanum í burtu.
84. mín Gult spjald: Fjolla Shala (Breiðablik)
Fyrir brot
80. mín
Blikar geysast upp í skyndisókn og eru tvær á tvær en Selma þarf bara koma boltanum yfir á Öglu. Selma nær ekki nógu góðri sendingu og heimastelpur hreinsa. Selma ósátt með sjálfa sig hún á að gera betur.
79. mín
Breiðablik fá aukaspyrnu mitt á milli miðju og vítateigs HK/Víkings. Andrea tekur spyrnuna og vippar boltanum inn á teig þar sem hann skoppar fyrir Alexöndru sem að skýtur boltanum vel yfir markið úr ákjósanlegu færi.
77. mín Gult spjald: Karólína Jack (HK/Víkingur)
Brýtur á Áslaugu Mundu en þetta er einnig uppsafnað.
75. mín
Jæja korter eftir af þessum leik og Breiðablik virðist hafa nokkuð gott tak á þessum leik sem stendur. En þetta er bara eitt mark og HK/víkingur hafa verið líklegar þegar þær ná skyndisóknum.
74. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Jane Lofton (Breiðablik)
Samantha Lofton getur ekki stigið í löppina eftir samskipti sín við Kristinu áðan og virðist vægast sagt kvalin.
72. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
72. mín Gult spjald: Kristina Maureen Maksuti (HK/Víkingur)
Fyrir brot á Lofton þetta var rétt
69. mín
Hvað gerist núna? Fá HK/Víkingur trú á að þær geti jafnað eða ná Blikar að sigla þessu heim. 20 mínútur eftir og þetta er galopið.
67. mín MARK!
Kristina Maureen Maksuti (HK/Víkingur)
Stoðsending: Fatma Kara
HK/Víkngur eru búnar að minnka muninn! Frábær sókn, einföld en góð sem endar á því að Fatma skallar boltann innfyrir vörnna á Kristin Maureen sem er ein á móti Sonný og bregst ekki bogalistinn. Sonný var í þessum bolta samt en við höfum fengið leik á ný! 2-1
64. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
63. mín
Þarna voru Blikar heppnir, Sonný með arfaslaka hreinsun frá markinu beint á Karólínu Jack sem að setur hann í fyrsta fram á við en sóknarmenn HK/víkings ná ekki að gera sér mat úr þessu.
61. mín
Blikar liggja hérna á vörn HK/Víkings og ógna í sífellu þessa mínútuna.
60. mín
Þarna kom færið sem ég óskaði eftir! Selma Sól nær virkilega föstu skoti á markið en Björk ver vel frá henni í markinu!
58. mín
Breiðablik fær hornspyrnu sem að Agla María tekur. Björk lendir í smá basli með að handsama spyrnuna frá Öglu en nær að hemja boltann á endanum. Björk verið flott í dag.
57. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur) Út:Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur)
57. mín
Jæja ætla óska eftir einu færi hérna á næstu mínútum ég var búinn að lofa þremur mörkum hið minnsta og ég ætla standa við það.
54. mín
Karólína Jack að láta finna vel fyrir sér og fer af hörku í Samönthu Lofton en Einar aðvarar hana.
51. mín
Agla María virkar eins og glænýtt duracell batterí þvílíkur kraftur og orka sem hún er búinn að setja í þenann leikinn. Gígja á í miklum erfiðleikum með hana í hægri bakverðinu.
48. mín
Berglind Björg nær skoti eftir sendingu frá Alexöndru en hún þarf að teygja sig í boltann og skotið er veikt eftir því og beint á Björk í markinu.
46. mín
Blikar strax í dauðafæri! Agla er allt í einu ein á auðum sjó en Björk ver stórkostlega frá henni í 1 á 1 stöðu.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og Breiðablik leiða 2-0. Eftir flottar 30 mínútur virtust HK/Víkingur aðeins gefa eftir síðustu 15. Breiðablik hafa verið líklegar til að bæta við þriðja markinu.

Verður fróðlegt að sjá hvernig HK/Víkingur kemur út í síðari hálfleikinn það eru gæði í þessu liði þær hafa sýnt það hér í dag.
45. mín
Þetta var of gott til að vera satt. Fjolla "Tæknitröll" Shala tekur boltan hérna yfir varnarmann á lofti og tekur skemmtilegt touch til að koma sér í skotfæri en skýtur svo framhjá. Skemmtilega gert samt sem áður!
41. mín
Breiðablik fær hér hornspyrnu sem ég veit ekki alveg nákvmalega númer hvað er en þær hafa verið nokkrar í fyrri hálfleik.

Agla kemur með flotta spyrnu inn í boxið en Heiðdís skallar boltann yfir markið. Þetta var smá Deja Vu þarna.
40. mín
Hvernig bregðast HK/Víkingur við þessum tveimur mörkum? Þær höfðu verið flottar fyrstu 30 mínúturnar en undanfarnar 10 mínútur hafa Blikar tekið öll völd á vellinum.
36. mín MARK!
Fjolla Shala (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Er stíflan að bresta??? Blikar eru komnir í 2-0 og það er Fjolla Shala ég endurtek Fjolla Shala sem að skorar mark Blika hver var stuðullinn á því fyrir leik? Fjolla fær boltann frá Berglindi og Fjolla klárar þetta færi eins og alvöru framherji.
35. mín
Blikar líklegir aftur eftir hornspyrnu en Ásta Eir skýtur boltanum yfir eftir að boltinn var skallaður fyrir hana í teignum.
32. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Sóknar þunginn að skila árangri hjá Breiðablik. Kemur eitt stykki langur bolti upp hægri kantinn á Selmu Sól sem að kveikti á nítróinu og stakk sér framfyrir varnarmann HK/Víkings með einu touchi og leggur boltann inn í teig þar sem Passion-Begga kemur og setur boltann í netið. BJörk var í honum en það var ekki nóg. 1-0!
31. mín
Breiðablik að gera sig líklegar hérna síðustu mínútur. Eru að keyra mikið upp á Öglu Maríu á vinstri kantinum sem er að koma með stórhættulega krossa inn á teig.
29. mín
Heiðdís Sigurjónsdóttir skallar boltann yfir eftir hornspyrnu frá Öglu Maríu. Hún þurfti aðeins að sækja boltann en gerði vel og náði fínasta skalla.
27. mín
ÞAÐ DAUÐAFÆRIÐ!!HK/Vikingur í algjöru dauðafæri, Margrét tekur frábæran sprett að vörn Breiðabliks eftir mistök hjá Kristínu leggur boltann svo innfyrir á Kristinu sem er í frábæru færi en SOnný ver virkilega vel frá henni.
25. mín
Blikar í færi! Agla María sendir boltann fyrir markið á Selmu S'ol sem á fast skot en Björk í markinu stendur vel og nær að verja boltann.

Strax í næstu sókn er Berglind Björg komin ein í gegn en þarf að bíða eftir boltanum og skot hennar fer yfir úr mjög góðu færi. Gæti trúað að hún sé mjög ósátt við sjálfa sig að gera ekki betur.
23. mín
HK/Víkingur líklegar! Karólína Jack með flottan sprett, og leggur boltann á Kristinu sem að á fast skot en framhjá markinu fer það.
22. mín
Já halló ein iðnaðar tækling frá Andreu Rán hún tekur boltann og straujar Stefaníu í leiðinni af miklum krafti.
20. mín
Það eru ungir strákar mættir með risa endurtek RISA bassa trommu í stúkuna og þegar þeir slá í hana og öskra HK - Víkingur nötrar allt hérna inni!
19. mín
Inn:Anna María Pálsdóttir (HK/Víkingur) Út:Tinna Óðinsdóttir (HK/Víkingur)
EIns og ég hélt Tinna gat ekki haldið leik áfram. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
18. mín
Geggjuð tilþrif hjá Kristina Maureen tekur boltann á lofti yfir varnamann blika sem að sparkar boltanum svo í andlitið á henni. Kristina er ekki sátt að Einar dæmir ekki og bombar boltanm bara útaf.
15. mín
Tinna Óðinsdóttir er sest í grasið. Greinilega að höfuðhöggið sem hún fékk hérna í byrjun leiks er að hafa áhrif á hana. Tel ansi líklegt að við séum að fara fá fyrstu skiptingu leiksins en vonandi er í lagi með Tinnu.<

Mér sýnist hún ætla reyna halda leik áfram, veit ekki hversu skynsamlegt það er en sjúkraþjálfarinn fer yfir nokkrar heilahristings æfingar með henni.
14. mín
HK/Víkingur með flotta skyndisókn sem endar með því að boltinn er sendur langur á hægri kantinn þar sem Margrét Sif tekur skotið en yfir markið fer hann.

Þvílíkur hraði í þessum leik núna eiga BLikar skot hinum en framhjá markinu,
12. mín
Margrét Sif með skot langt fyrir utan teig en skotið er ekki nægilega gott og fer yfir markið. Góð tilraun samt og um að gera að reyna.
12. mín
Liðin skiptast á að vera með boltann en sóknir Breiðablik aðeins hættulegri svona fyrstu mínúturnar.
8. mín
Agla María reynir hér draumóra skot af löngu færi en það fer beint á Björk í markinu sem að grípur hann auðveldlega.
6. mín
HK/Víkingur byrja þennan leik af miklum krafti og setja góða pressu á leikmenn Breiðabliks sem er að skila þeim í unnum boltum á hættulegum svæðum.
5. mín
Þarna sluppu Blikar vel! Kristín Dís lendir í vandræðum með boltann í öftustu linu og Kristina Maureen er nálagt því að stela honum og komast ein í gegn en Kristín nær að tækla boltann í burtu.
4. mín
Breiðablik fær tvær hornspyrnur í röð. Þær taka báðar stutt og þær bara renna út í sandinn einkar furðulegt.
3. mín
Frábær sókn hjá Breiðablik. Fjolla SHalla kemur boltanum á Selmu Sól sem að tekur hann inná völlinn og setur boltann á milli varnamanna á Berglindi Björg sem á skot en Björk í markinu ver vel!
2. mín
Þetta leit ekki vel út Tinna Óðinsdóttir fær hér fyrirgjöf frá Alexöndru beint í hnakkan og fellur niður ég vona það sé í lagi með hana. Þetta var af stuttu færi.
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þetta er komið af stað og það er Breiðablik sem að byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til til leiks við dúndrandi lófaklapp. Vallarþulurinn kynnir liðin og það styttist í þessa veislu!
Fyrir leik
Bæði lið hafa lokið upphitun og halda til búningsklefa. Það eru um það bil 10 mínútur í leik og fjölmargir mættir í stúkuna.

Það mætti segja að þetta væri svokallaður nágrannaslagur með léttum Fossvogs brag. Býst við hörkuleik og lofa að minnsta kosti þremur mörkum.
Fyrir leik
Sá sem er ábyrgur fyrir playlistanum hérna í Kórnum er með einn fjölbreyttasta tónlistarsmekk sem ég hef heyrt. Við fórum rétt úr þessu úr einu "Stuðlagi" eins og Gillz myndi kalla það beint yfir í Coldplay!

Núna erum við hinsvegar að tala saman. Lagið "Fýlaða" var að detta í gang algjör gersemi það lag.
Fyrir leik
Skemmtilegt að sjá hérna fjölmargar stelpur frá Háskóla í Bandaríkjunum sem eru að kíkja á þennan leik. Það þarf varla að tilkynna að kanarnir eru yfirleitt stundvísari en við og þær eru fyrstu áhorfendurnir á svæðið.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp.

Veðuraðstæður í dag eru upp á 10 það er logn inn í kórnum og vel upplýst gervigrasið.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá HK/Víking sest Þórhildur Þórhallsdóttir á bekkinn frá því í leiknum á móti Þór/KA og Maggý Lárentsínusdóttir tekur út leikbann í dag. Inn koma þær Arna Eiríksdóttir og Stefanía Ásta Tryggvadóttir

Blikar gera einungis eina breytingu frá síðasta leik en það kemur á óvart að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er á bekknum eftir flotta frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum en inn kemur Andrea Rán Snæfeld
Fyrir leik
Langar að benda fólki á leikmenn úr sitthvoru liðinu til að fylgjast með hér í kvöld ein úr hvoru liði.

Karólína Jack leikmaður HK/Víkings er fædd árið 2001 og þykir gífurlegt efni. Hún er virkilega kröftugur leikmaður óhrædd við að fara á 1000% krafti í návígi og á auðvelt með að taka varnamenn andstæðinganna á. En karólína skoraði 7 mörk í 16 leikjum í 1.deildinni í fyrra og er stórhættuleg sóknarlega.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks er einnig fædd árið 2001 og hefur byrjað þetta mót með því að skora í báðum leikjum Breiðabliks. Hún býr yfir miklum leikskilning og er frábær með boltann í löppunum kæmi mér lítið á óvart ef hún skoraði 7-8 mörk í sumar en hún var með 6 mörk í 16 leikjum með Völsungi í 1.deild í fyrra.
Fyrir leik
Þegar tvær umferðir eru búnar í deildinni sitja HK/Víkingur í 7 sæti með einn sigur og eitt tap en þær unnu FH í kórnum í fyrstu umferð 2-1 en töpuðu svo fyrir íslandsmeisturunum í Þór/KA fyrri norðan þar sem þær stóðu lengi í þeim í hörkuleik sem endaði 3-0.

Breiðablik hefur hinsvegar verið á eldi og byrja þetta mót á 2 sigrum. Þær gerðu sér lítið fyrri og sigruðu Stjörnuna í 1 umferð á Samsung velli í Garðabæ 6-2 og byrjuðu fyrsta heimaleikinn sinn á 4-0 sigri gegn Grindavík.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik HK/Víkings og Breiðablik í Pepsí-deild kvenna.

Leikið er í kórnum og hefst hann klukkan 19:15
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('88)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Samantha Jane Lofton ('74)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('74)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('64)
21. Hildur Antonsdóttir ('88)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Fjolla Shala ('84)

Rauð spjöld: