
Stjarnan
2
1
ÍBV

0-1
Shahab Zahedi
'17
Þorsteinn Már Ragnarsson
'24
1-1
Baldur Sigurðsson
'84
2-1
19.06.2018 - 18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Þurrt, kalt og vindur, óþarfi að flækja þetta.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 666
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Þurrt, kalt og vindur, óþarfi að flækja þetta.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 666
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Hilmar Árni Halldórsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson

9. Daníel Laxdal
11. Þorsteinn Már Ragnarsson

16. Ævar Ingi Jóhannesson
('71)

29. Alex Þór Hauksson
- Meðalaldur 2 ár
Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
18. Sölvi Snær
('71)


20. Eyjólfur Héðinsson
Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson

Davíð Sævarsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson
Gul spjöld:
Fjalar Þorgeirsson ('67)
Sölvi Snær ('72)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur Stjörnunar í flottum fótboltaleik. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Sölvi með flottan sprett og leggur hann út á Hilmar Árna sem fer framhjá Halldóri í markinu en Dagur bjargar á línu.
92. mín
Þorsteinn Már með fyrirgjöf á Gaua sem tekur hann í fyrsta og framhjá. ÞArna á hann að hitta rammann.
85. mín
Kaj Leo reynir skottilraun beint á Halla. ÍBV þurfa að fara að töfra eitthvað fram.
84. mín
MARK!

Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Það hlaut að koma að þessu! Verðskuldað, Hilmar Árni með horn beint á pönnuna á Baldri.
80. mín
Heiðar Ægis með fyrirgjöf og Gaui er einn og óvaldaður inn á teignum og hendir í bakfallspyrnu rétt framhjá. ÍBV eru með níu líf.
Er Ãvar Orri lélegasti dómari veraldar? Gult spjald fyrir dýfu?
— Þór SÃmon (@BjorSimon) June 19, 2018
Guð minn fokking almáttugur #fotboltinet
78. mín
Alex Þór með heimsklassa sendingu inn í svæði í teignum og Baldur kemur með frábært hlaup en skóflar honum yfir. Þetta var dauðafæri!
75. mín
Enn ein hornspyrna Stjörnumanna að valda usla. Þorsteinn Már fær boltann í teignum en skýtur í varnarmann og yfir.
Markmannsþjálfari Stjörnunnar fær gult fyrir kjaft. Ekkert Stjörnulegra en samheldnin à starfsliðinu þegar kemur að þvà að láta dómarann heyra það. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 19, 2018
72. mín
Gult spjald: Sölvi Snær (Stjarnan)

Er felldur í teignum en Ívar dæmir leikaraskap. Sölvi ýkjir fallið örlítið en er engu að síður felldur greinilega. Alltaf víti í mínum bókum.
67. mín
Gult spjald: Fjalar Þorgeirsson (Stjarnan)

Markmannsþjálfarinn að urða yfir Ívar dómara. Gaman að þessu.
65. mín
Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)

Sindri Snær hendir sér hérna í glórulausa tæklingu á Alex Frey og fær verðskuldað gult spjald. Þetta var appelsínugult og það er allt að sjóða upp úr.
63. mín
Það er mér hulin ráðgáta hvernig Stjarnan eru ekki búnir að troða boltanum í netið. Gæti reynst dýrkeypt þegar verður talið úr pokanum.
61. mín
Ertu að grínast??? Gaui skallar fyrirgjöf beint í lappirnar á Þorsteini sem er 2 metra frá marki getur ekki annað en skorað en ákveður að skjóta í Halldór í markinu.
56. mín
Hilmar Árni með hornspyrnu beint af æfingasvæðinu. Fastur bolti eftir jörðinni og Gaui kemur og skóflar honum yfir.
55. mín
Shahab með skemmtilega tilraun lengst fyrir utan teig sem Haraldur sleppir að elta og boltinn fer rétt framhjá. Shhab tekur svo klassískt Shahab rölt til baka.
53. mín
Sindri brýtur á Baldri við D-bogann. Hilmar Árni tekur spyrnuna en hún er laus og beint á Halldór. Æfingabolti.
50. mín
Baldur Sig flikkar boltanum í gegn á á Gaua sem er tekinn niður af Halldóri en Búið að flagga rangstöðu.
46. mín
Leikur hafinn
Jæja höldum áfram með þetta, bið markaguðina um að minnsta kosti þrjú mörk í viðbót í seinni hálfleik.
43. mín
Gaui Bald með gott skot fyrir utan teig sem Halldór Páll ver út í teig áður en hann nær að handsama hann.
41. mín
Shahab vinnur aukaspyrnu á góðum stað. Hann tekur hana sjáldur og sendir hann til hliðar á Felix sem hendir í lélegustu fyrirgjöf sumarsins.
39. mín
Ég þori að fullyrða að Halli hefur ekki snert boltann í markinu frá því að Shahab skoraði
37. mín
Þórarinn Ingi með eitraðan sprett upp kanntinn og rennir honum fyrir markið en Hilmar Árni hittir hann illa og hann endar hátt yfir.
34. mín
Þórarinn Ingi ætlar sér að skora á sínu gömlu félaga, hann nýtir hvert einasta tækifæri til að hamra á markið. Ég kann að meta menn sem þora að skjóta.
27. mín
Það er bullandi leikur í gangi hérna. Eftir hornspyrnu berst boltinn á Þórarinn Inga fyrir utan teig sem tekur hann í fyrsta og rétt framhjá.
27. mín
Góður kjarni af Stjörnustuðningsmönnum búinn að koma sér fyrir miðri stúku og lætur vel í sér heyra. Vel gert!
24. mín
MARK!

Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Felix tapar boltanum illa og boltinn berst á Hilmar Árna ssem keyrir upp völlinn og á frábæra sendingu innfyrir á Gaua Bald sem fær Halldór í sig og gefur hælsendinug út á Þorstein sem skorar í autt markið. Virkilega fallegt mark!
22. mín
Mikil ró er yfir leiknum eftir markið og Stjörnumenn sjá um að stjórna hraðanum á leiknum.
17. mín
MARK!

Shahab Zahedi (ÍBV)
Stoðsending: Sindri Snær Magnússon
Stoðsending: Sindri Snær Magnússon
VÁÁÁ! Sindri Snær er með boltann á miðjunni og gefur hann út á kant á Shahab sem stingur sér fram fyrir Brynjar Gauta og klára vel. Brynjar Gauti leit alls ekki vel út þarna.
16. mín
DAUÐAFÆRI!!! Kaj með geggjaða hornspyrnu sem fer í gegnum allan pakkan og Atli Arnars nær lausu skoti sem endar í stönginni. Fyrst færi ÍBV og besta færii leiksins hingað til.
13. mín
Shahab er að snerta boltann hér í fyrsta skipti í leiknum og ákveður að henda í eina af sínum víðfrægu dýfum. Ekkert dæmt.
10. mín
Ný útfærsla hjá Stjörnumönnum, Hilmar Árni rennir boltanum til hliðar þar sem Þórarinn Ingi kemur á ferðinni en hamrar hann yfir.
9. mín
Aftur fá Stjörnumenn aukaspyrnu á hættulegum stað þegar Sindri fyrirliði brýtur á Ævari Inga.
8. mín
Þorsteinn Már búinn að vera kraftmikill hér í byrjun og vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Hilmar Árni með frábæra aukaspyrnu en hún siglir rétt framhjá. Hefði getað skorað sitt 11 mark í sumar!
4. mín
Gaui Balds fiskar hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað, það þurfti mikið til að rífa þetta kjötstykki niður.
2. mín
Daníel Laxdal og Halli í markinu lenda í smá samskiptaörðugleikum þegar Daníel skallar hann til baka. Ekkert alvarlegt og menn aðeins að stilla saman strengi.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Daníel Laxdal er heiðrarður hér fyrir leik en hann er að leika sinn 300 leik fyrir Stjörnuna. Alvöru félagsmaður!
Í öðrum fréttum þá er Shahab með bleikt ár.
Í öðrum fréttum þá er Shahab með bleikt ár.
Question. Who will of scored more goals by the end of the night? #fotboltinet
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) June 19, 2018
Fyrir leik
Ef ég þekki stuðningsmenn Stjörnunar rétt þá verður léleg mæting hér í dag. Þeir eru þekktir fyrir að mæta illa ef veðrið er ekki frábært og eitthvað álíka spennandi og Útsvar er í sjónvarpinu. Þær rækjusamlokur sem eru að lesa mega endilega "sokka" mig og drífa sig á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús
Rúnar Páll gerir enga breytingu á sínu liði frá sigrinum á KA í síðustu umferð.
Kristján Guðmundsson gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 1-0 tapinu gegn Val í síðustu umferð. Dagur Austmann Hilmarsson, Róbert Aron Eysteinsson, Sigurður Grétar Benónýsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson missa sæti sitt og inn koma David Priestley, Shahab Zahedi, Alfreð Hjaltalín og Atli Arnarsson.
Rúnar Páll gerir enga breytingu á sínu liði frá sigrinum á KA í síðustu umferð.
Kristján Guðmundsson gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 1-0 tapinu gegn Val í síðustu umferð. Dagur Austmann Hilmarsson, Róbert Aron Eysteinsson, Sigurður Grétar Benónýsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson missa sæti sitt og inn koma David Priestley, Shahab Zahedi, Alfreð Hjaltalín og Atli Arnarsson.
Fyrir leik
Þeir sem ætla að vera heima og horfa á stórleik Rússlands og Egyptalands á HM í staðinn fyrir að mæta og sjá alvöru markaveislu hér í Garðabænum, guð blessi ykkur.
Fyrir leik
Ég býst ekki við öðru en við fáum frábæran leik hér í dag. Ég held að ég hafi aldrei séð leiðinlegan leik á þessum velli.
Stjarnan er sennilega með skemmtilegasta lið landsins um þessar mundir og hafa ekki tapað í deildinni síðan 6. maí og þrátt fyrir brösuga byrjun eru þeir á góðu róli í efri hluta deildarinnar.
ÍBV hafa hinsvegar verið alveg eins og ÍBV eru vanir að vera og ómögulegt að spá fyrir um hvort þeir mæti til leiks til að vinna eða láta valta yfir sig. Þeir sitja í fallsæti fyrir umferðina en eins og allir eru sammála um þá væri deildin ekki eins ef við hefðum ekki Eyjamenn. Því biðla ég til þeirra að fara að sækja punkta.
Stjarnan er sennilega með skemmtilegasta lið landsins um þessar mundir og hafa ekki tapað í deildinni síðan 6. maí og þrátt fyrir brösuga byrjun eru þeir á góðu róli í efri hluta deildarinnar.
ÍBV hafa hinsvegar verið alveg eins og ÍBV eru vanir að vera og ómögulegt að spá fyrir um hvort þeir mæti til leiks til að vinna eða láta valta yfir sig. Þeir sitja í fallsæti fyrir umferðina en eins og allir eru sammála um þá væri deildin ekki eins ef við hefðum ekki Eyjamenn. Því biðla ég til þeirra að fara að sækja punkta.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. David Atkinson
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi
('83)


11. Sindri Snær Magnússon

18. Alfreð Már Hjaltalín
('65)

19. Yvan Erichot
26. Felix Örn Friðriksson
30. Atli Arnarson
('88)
- Meðalaldur 5 ár

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
6. Dagur Austmann
('65)

17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson
('83)

25. Guy Gnabouyou
77. Jonathan Franks
('88)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Guðlaugur Magnús Steindórsson
Thomas Fredriksen
Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('65)
Rauð spjöld: