Leiknir R.
1
1
Selfoss
0-1
Gilles Ondo
'3
Sólon Breki Leifsson
'65
1-1
21.06.2018 - 19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Rigning, blautur Leiknisvöllur og smá vindur
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Ernir Freyr Bjarnason
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Rigning, blautur Leiknisvöllur og smá vindur
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Ernir Freyr Bjarnason
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason
Sólon Breki Leifsson
('90)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
('84)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
23. Anton Freyr Ársælsson
27. Miroslav Pushkarov
80. Tómas Óli Garðarsson
('45)
Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
('45)
11. Ryota Nakamura
('84)
17. Aron Fuego Daníelsson
('90)
20. Óttar Húni Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
Liðsstjórn:
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Ásbjörn Freyr Jónsson
Þórður Einarsson
Vaselin Kostadinov Chilingirov
Gul spjöld:
Tómas Óli Garðarsson ('15)
Anton Freyr Ársælsson ('75)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Leiknisvelli í sjóðandi spennuleik.
Tvö töpuð stig fyrir heimamenn sem stjórnuðu ferðinni lengst af.
Tek ekkert af Selfyssingum sem sækja gott stig með frábærum varnarleik.
Viðtöl og fleira á næstu grösum
Takk fyrir samveruna
Tvö töpuð stig fyrir heimamenn sem stjórnuðu ferðinni lengst af.
Tek ekkert af Selfyssingum sem sækja gott stig með frábærum varnarleik.
Viðtöl og fleira á næstu grösum
Takk fyrir samveruna
90. mín
+3
Ryota með skot af vítateignum með vinstri sem fer langt langt langt langt yfir markið.
Síðustu andartökin
Ryota með skot af vítateignum með vinstri sem fer langt langt langt langt yfir markið.
Síðustu andartökin
90. mín
+2
Selfyssingar með markspyrnu eftir misheppnaða stungu frá heimamönnum. Þetta er að fjara út.
Selfyssingar með markspyrnu eftir misheppnaða stungu frá heimamönnum. Þetta er að fjara út.
90. mín
Þrjá mínútur í uppbót
Leiknismenn með enn eina hornspyrnuna. Selfoss bægir hættunni frá
Leiknismenn með enn eina hornspyrnuna. Selfoss bægir hættunni frá
90. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Venjulegur leiktími liðinn.
Aron kemur upp á topp fyrir Sólon
Aron kemur upp á topp fyrir Sólon
89. mín
Vá mig vantar lýsingarorð sem ná yfir það hvað það er mikið að gerast þarna í teignum. En að lokum koma Selfyssingar boltanum frá markinu.
87. mín
Leikur sentímetranna. Fastur bolti Ósvald milli varnar og marks en enginn Leiknismaður nær til hans. Stórhættulegt!
84. mín
Inn:Ryota Nakamura (Leiknir R.)
Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Japaninn Ryo Nakamura kemur inn fyrir Ingvar á hægri vænginn.
84. mín
Skottilraun frá Þorsteini - fast en beint á Eyjólf í marki Leiknismanna sem heldur boltanum. Sjaldséðir hvítir hrafnar. Það er mark að fara að koma í restina. Finn það á mér
83. mín
Leiknismenn heimta aðra vítaspyrnu! Sólon eltir þarna bolta sem Guðmundur Axel ætlar að skýla til aðvífandi Stefáns Loga. Sólon kemst framfyrir hann en fær Guðmund í bakið og fellur við.
Guðmundur þarna að sofa á verðinum og hættir að hugsa um boltann - en Aðalbjörn flautar ekki og leikar halda áfram.
Guðmundur þarna að sofa á verðinum og hættir að hugsa um boltann - en Aðalbjörn flautar ekki og leikar halda áfram.
82. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Út:Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)
Ingi Rafn kemur þarna inn á vinstri kantinn fyrir Kristófer
81. mín
Það er búið að bæta í vindinn hérna á Leiknisvelli og einnig pressuna. Liggur þungt á gestunum.
80. mín
Leiknismenn vinna hornspyrnu. Á meðan undirbúa Selfyssingar skiptingu. Spyrnan siglir á fjær og önnur hornspyrna í vændum.
78. mín
Þvílíka baslið. Boltinn berst þarna manna og milli í teig Selfyssinga eftir hornspyrnu. Bæði lið eins og beljur á svelli. Menn að slæsa boltann og taka vindhögg þarna hægri vinstri.
Yfirvegunin fokin út í veður og vind í svona aðstæðum og háspennu.
Yfirvegunin fokin út í veður og vind í svona aðstæðum og háspennu.
75. mín
Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
Anton Freyr fær spjald fyrir mótmæli. Þar með er hann kominn í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
75. mín
Það ætlar allt um koll að keyra hérna. Selfyssingurinn Gylfi missir boltann yfir sig og Ingvar Ásbjörn fer á eftir boltanum. Gylfi virðist detta og mögulega grípa í Ingvar þar sem hann er kominn á eftir boltanum. Ingvar fellur og Leiknismenn vilja víti enda innan teigs.
Aðalbjörn vill ekki heyra á þetta minnst.
Aðalbjörn vill ekki heyra á þetta minnst.
73. mín
Þess ber að geta að sennilega hefði rautt ekki verið réttlætanlegt þar sem Sævar hefði sennilega ekki náð boltanum þarna eftir að hafa farið framhjá aftasta varnarmanni - en frá mínum bæjardyrum séð var þetta húrrandi aukaspyrna.
70. mín
Hvað gerist hérna!?! Sævar Atli Magnússon fer illa með varnarmenn Selfyssinga sem láta boltann fyrir það fyrsta skoppa yfir sig (og fyrir slíkt ber að refsa). Endar með að fara framhjá síðasta varnarmanni og er tekinn niður en Aðalbjörn dæmir ekkert.
Allt hreinlega á suðupunkti hérna á Leiknisvelli!
Allt hreinlega á suðupunkti hérna á Leiknisvelli!
68. mín
Hvernig svara gestirnir þessu. Ná þeir að skipta um ham / leikplan?
Leiknisliðið með öll segl úti og vindinn með sér. Stefnir í æsilegar síðustu 20 að minnsta kosti
Leiknisliðið með öll segl úti og vindinn með sér. Stefnir í æsilegar síðustu 20 að minnsta kosti
65. mín
MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Leiknismenn kæfa fámennt og vélrænt upphlaup Selfyssinga og svara með marki. Köld vatnsgusa sem búið er að safna í síðasta hálftímann.
Sævar Atli (SAtli) sendir fyrir og Sólon Breki Leifsson klárar úr teignum.
Sævar Atli (SAtli) sendir fyrir og Sólon Breki Leifsson klárar úr teignum.
64. mín
Leiknismenn halda áfram að reyna að brjóta á bak aftur þéttan varnarleik gestanna.
Eiga hornspyrnu sem er arfaslök og upp geysast gestirnir.
Eiga hornspyrnu sem er arfaslök og upp geysast gestirnir.
63. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Ivan Gutierrez farinn af velli. Skynsöm skipting hjá Gunnari.
60. mín
Inn:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss)
Út:Gilles Ondo (Selfoss)
Skipting hjá Selfyssingum. Magnús Ingi fer upp á topp fyrir Gilles Ondo.
60. mín
Gult spjald: Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Ivan Gutierrez er kominn hingað í einhverjum öðrum erindagjörðum en að spila knattspyrnu.
Þriðja skiptið núna og Aðalbjörn spjaldar hann. Ivan er sennilega ekki að fara að ganga útaf en hann er á hraðleið útaf með seinna gula með áframhaldandi hegðun eins og þessari.
Þriðja skiptið núna og Aðalbjörn spjaldar hann. Ivan er sennilega ekki að fara að ganga útaf en hann er á hraðleið útaf með seinna gula með áframhaldandi hegðun eins og þessari.
59. mín
Hafþór Þrastar þarna að vinna fyrir kaupinu sínu. Leiknismenn geystust upp og hefðu verið þrír gegn honum. Hafþór hinsvegar vinnur kapphlaupið um boltann með 30 metra sögulegum sprett.
Hriklega vel gert og mikilvægt!
Hriklega vel gert og mikilvægt!
58. mín
Ég var að átta mig á því að langt innkast í þessu haustveðri hérna á Leiknisvelli er sennilega eitt það fallegasta sem ég hef orðið vitni af.
57. mín
Í þeim rituðu fer Gylfi í gott hlaup upp vinstri kantinn og vinnur hornspyrnu fyrir gestina. Seigur.
Hornspyrnuna skalla heimamenn svo af hættusvæðinu og í vændum er sívinsælt langt innkast.
Hornspyrnuna skalla heimamenn svo af hættusvæðinu og í vændum er sívinsælt langt innkast.
57. mín
Þetta er algjör einstefna hér á Leiknisvelli. Gilles Ondo einmana frammi þar sem Kristófer Páll og Þorsteinn Daníel eru komnir niður á varnarþriðjung að sinna skyldum sínum þegar Selfyssingar vinna boltann.
55. mín
Stórhættulegt! Kristján Páll skiptir þarna smekklega yfir á Árna Elvar sem setur fastan bolta milli marks og varnar. Sævar Atli er þarna skrefi of seinn fyrir framan markið.
52. mín
Ernir Bjarnason gerir vel þarna á miðjunni. Fer framhjá þeim þremur en að lokum er brotið á honum. Leiknismenn þarna að geysast upp. Aðalbjörn flautar en heldur spjaldinu í vasanum.
Gott brot þarna
Gott brot þarna
50. mín
Leiknismenn taka upp þráðinn þar sem þeir skildu við hann - Selfyssingar liggja niðri og verjast af miklum móð.
Selfyssingarnir halda vatni sem stendur.
Selfyssingarnir halda vatni sem stendur.
48. mín
Sólon þarna í efnilegri stöðu en rennur á blautum vellinum. Var djúp inn í teignum og ætlaði að færa boltann frá vinstri fæti yfir á hægri en missti fæturna. EF og HEFÐI
47. mín
Verður fróðlegur síðari hálfleikur. Selfyssingar með vindinn í fangið - munu sennilega reyna að liggja aftarlega og nýta vindinn til að komast aftur fyrir framliggjandi Leiknisvörnina með Ondo og Kristófer í broddi fylkinga
45. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Breyting hjá Leiknismönnum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn hefur blásið til leikhlés.
Leiknismenn að súpa seyðið af dýrkeyptum mistökum þarna á 3 mínútu leiksins.
Sóttu hart að marki gestanna án þess þó að skapa opin færi en pressan var þung á köflum.
Leiknismenn að súpa seyðið af dýrkeyptum mistökum þarna á 3 mínútu leiksins.
Sóttu hart að marki gestanna án þess þó að skapa opin færi en pressan var þung á köflum.
45. mín
Tómas Óli mætir þarna fyrirgjöf sem endar á fjær. Fleygir sér í flugskalla sem virðist vera á leið á markið - fer í varnarmann og boltinn dauður inn í markteig. Selfyssingar koma boltanum frá.
1 mínúta í uppbótartíma
1 mínúta í uppbótartíma
43. mín
Pressa á Selfossmarkinu. Miroslav hirðir upp frákast og fer inn í teiginn hægra megin. Sendir fyrir og þar rís Bjarki hæst og vinnur skallann en nær honum ekki á markið.
Darraðardans og allskonar vesen í teig Selfyssinga sem eru að bíða eftir að komast inn í hálfleikinn.
Darraðardans og allskonar vesen í teig Selfyssinga sem eru að bíða eftir að komast inn í hálfleikinn.
41. mín
Leiknismenn þarna að tvinna saman sendingar - endar á djúpri fyrirgjöf frá Kristjáni Páli. Klassa bolti sem hittir á Sólon Breka í teignum en hann er aðþrengdur með mann í bakinu og nær ekki að koma skallanum á markið.
38. mín
Það er nóg að gerast hérna! Galopið í báða enda.
Ingvar nálægt því að komast í dauðafæri en Stefán Logi eldsnöggur af línunni og gómar boltann.
Selfyssingar geysast upp og sveifla fyrirgjöf inn frá hægri sem mætir Gilles Ondo en skallinn máttlaus og siglir framhjá marki Leiknismanna.
Ingvar nálægt því að komast í dauðafæri en Stefán Logi eldsnöggur af línunni og gómar boltann.
Selfyssingar geysast upp og sveifla fyrirgjöf inn frá hægri sem mætir Gilles Ondo en skallinn máttlaus og siglir framhjá marki Leiknismanna.
36. mín
Anton Freyr með skottilraun - beint á Stefán Loga sem á ekki í neinum vandræðum.
35. mín
Gilles sækir þarna hornspyrnu. Bjarki Aðalsteins missir þarna af löngum bolta fram sem Gilles þefar uppi - keyrir að marki, hendir í þrjú lekker skæri og skýtur svo að marki en Miroslav kemst fyrir.
Hornspyrnan skapar svo helling af hættu þar sem hann fer í gegnum allan pakkann og endar aftur fyrir endamörkum.
Hornspyrnan skapar svo helling af hættu þar sem hann fer í gegnum allan pakkann og endar aftur fyrir endamörkum.
32. mín
Ingvar Ásbjörn þarna í góðri stöðu en missir boltann of langt frá sér í teignum með fullt af hlaupum inn í teiginn.
29. mín
Ingvar Ásbjörn þarna beittur - setur í gírinn og keyrir á vörnina. Gylfi í vinstri bakverðinum beyglar aðeins ökklana áður en Ingvar fer framhjá honum og inn í teiginn þar sem hann skýtur föstu skoti að marki, en boltinn rétt framhjá nærstönginni.
28. mín
Fín sókn þarna hjá heimamönnum. Kristján Páll með flottan bolta fyrir frá endalínu en boltinn ratar ekki á samherja.
23. mín
Aðalbjörn stoppar þarna leik. Stimpingar á milli Ernis og Ivan Gutierrez. Gefur Aðalbjörn Ivani tiltal. Það var einmitt téður Ivan Gutierrez sem var í viðskiptum við Tómas Óla fyrir nokkrum mínútum. Aðstoðardómarinn virtist eitthvað sjá þarna.
..þar sem er reykur er sennilega eldur
..þar sem er reykur er sennilega eldur
19. mín
Jafnræði með liðunum þessa stundina og í þeim rituðu á Gilles Ondo máttleysislegt skot sem Gunnar Borgþórsson er yfir sig ánægður með enda sennilega sáttur við að sjá sína menn slútta sóknum með skoti.
15. mín
Gult spjald: Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Fyrsta gula spjaldið. Tómas lendir í brasi þarna og virðist Selfyssingurinn slá hann í andlitið í barningnum - sem Tómas kunni ekkert sérstaklega vel að meta og danglaði aðeins í Selfyssinginn
12. mín
Sentímetrar! Ósvald Jarl með langan bolta inn fyrir flata vörn Selfyssinga. Stefán Logi virðist vanmeta kraftinn og vindinn og munaði sentimeter að Sólon næði að stela inn tánni sem hefði þýtt að hann hefði verið einn gegn marki.
10. mín
Metnaðarfull tilraun. Þormar ryksugar upp seinni bolta og hleður í skot. Falleg og hrein spyrna en boltinn fer yfir af 30m færi
8. mín
Frábær sókn hjá Leiknismönnum og Sævar finnur sig á hægri vængnum með fullt af plássi. Sendir fyrir en boltinn fer á fyrsta mann - sem lendir í basli.
Kristján Páll nýtir sér það og skýtur að marki úr teignum en Stefán Logi gerir frábærlega og ver í horn.
Leiknismenn vaknaðir eftir vatnsgusuna á 3 mínútu
Kristján Páll nýtir sér það og skýtur að marki úr teignum en Stefán Logi gerir frábærlega og ver í horn.
Leiknismenn vaknaðir eftir vatnsgusuna á 3 mínútu
6. mín
Strönd í strönd hérna! Fyrst er það Sævar Atli sem á fast skot úr vítateignum eftir hornspyrnu sem Stefán Logi ver.
Selfyssingar geysast svo upp og finna Kristófer Pál sem á skot að marki með jörðinni sem Eyjólfur spillir út í teiginn en nær að góma boltann aftur.
Bleytan er búin að setja mark sitt á þetta hér strax
Selfyssingar geysast svo upp og finna Kristófer Pál sem á skot að marki með jörðinni sem Eyjólfur spillir út í teiginn en nær að góma boltann aftur.
Bleytan er búin að setja mark sitt á þetta hér strax
3. mín
MARK!
Gilles Ondo (Selfoss)
Miroslav Pushkarov gerir þarna dýrkeypt mistök. Leiknismenn kasta á hann innkasti sem hann missir undir sig. Verður í kjölfarið misskilningur milli Miroslav og Eyjólfs sem Gilles Ondo nýtir sér og kemur boltanum yfir línuna af stuttu færi í teignum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Selfyssingar byrjar að sækja í átt að Breiðholtslauginni og með vindinn í bakið
Fyrir leik
Eins og alltaf er það kóngurinn Elvis Prestley sem heilsar liðunum sem ganga nú inn á blautan Leiknisvöll. Aðstæður hér á Leiknisvelli eru eins haustlægðar-legar og þær mögulega gætu orðið.
Vindur - blautt - hryssingslegt og völlurinn verið betri (en á uppleið).
Já ef þú varst 50/50 á að skella þér þá reikna ég með að hafa endanlega sannfært þig um að koma...
Vindur - blautt - hryssingslegt og völlurinn verið betri (en á uppleið).
Já ef þú varst 50/50 á að skella þér þá reikna ég með að hafa endanlega sannfært þig um að koma...
Fyrir leik
Það fer að styttast í þetta. Flestir leikmenn að tölta inn til búningsherbergja eins og sakir standa. Stefán Logi rekur lestina enda maður sem tekur sína rútínu upp á tíu.
Byrjunarlið Leiknismanna à kvöld.
— Leiknir ReykjavÃk FC (@LeiknirRvkFC) June 21, 2018
Ein breyting, Ingvar Ãsbjörn kemur inn fyrir Aron Fuego.
Leiknir - Selfoss 19:15 pic.twitter.com/a3l0rxthCy
Nei ég er ekki á Norður Englandi...bara á Leiknisvelli #fotboltinet pic.twitter.com/YT02s9Dy4r
— Sævar Ólafsson (@saevarolafs) June 21, 2018
Fyrir leik
Af byrjunarliðunum er það helst í fréttum að Selfyssingar gera fjórar breytingar á liði sínu frá því í leiknum gegn Þrótti.
Útúr liðinu detta þeir Arnar Logi Sveinsson, lykilleikmaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson, Svavar Berg Jóhannesson og Magnús Ingi Einarsson.
Inn í þeirra stað koma þeir Gilles Mbang Ondo framherjinn stóri og stæðilegi sem er búinn að taka út leikbann, Þormar Elvarsson, Gylfi Dagur Leifsson og Kristófer Páll Viðarsson.
Hjá heimamönnum er ein breyting frá því í leiknum í Ólafsvík en þar kemur Ingvar Ásbjörn Ingvarsson inn fyrir Aron Fuego Daníelsson.
Þess ber að geta að Aron Fuego er jafnframt vallarstjóri á Leiknisvellinum og er að taka síðustu yfirferð á marknetunum.
Útúr liðinu detta þeir Arnar Logi Sveinsson, lykilleikmaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson, Svavar Berg Jóhannesson og Magnús Ingi Einarsson.
Inn í þeirra stað koma þeir Gilles Mbang Ondo framherjinn stóri og stæðilegi sem er búinn að taka út leikbann, Þormar Elvarsson, Gylfi Dagur Leifsson og Kristófer Páll Viðarsson.
Hjá heimamönnum er ein breyting frá því í leiknum í Ólafsvík en þar kemur Ingvar Ásbjörn Ingvarsson inn fyrir Aron Fuego Daníelsson.
Þess ber að geta að Aron Fuego er jafnframt vallarstjóri á Leiknisvellinum og er að taka síðustu yfirferð á marknetunum.
Fyrir leik
Liðin byrjuð að hrista sig saman hér á blautum Leiknisvellinum. Búið að stytta upp að vísu sem er jákvætt.
Fyrir leik
Lykilmenn
Selfoss
Stefán Logi Magnússon
Markmaður sem hefur margar fjörur sopið á lífsleiðinni. Þekkir fagið út og inn og kemur með hafsjó af reynslu í rammann. Stefán Logi þarf að vera tip top í öllum sínum aðgerðum í dag - enda hendir hann sér hiklaust út af línunni og í dag gætu aðstæður svo sannarlega refsað.
Kenan Turudija
Mikil gæði og styrkur í Kenan. Kominn með þrjú mörk í sjö leikjum - en öll mörkin komu í einum og sama leiknum. Selfyssingar þurfa stöðuga framlegð frá Kenan.
Ingi Rafn Ingibergsson
Hefur verið einn jafnbesti leikmaður Selfyssinga það sem af er í liði sem virðist glíma við talsverðan óstöðugleika. Kröftugur með boltann í fótunum og getur ógnað með hægri og vinstri fæti. Stórt hjarta sem slær fyrir liðið - lykilmaður ef Selfyssingar ætla að snúa þessu tímabili við.
---
Leiknir R.
Sólon Breki Leifsson
Ávallt ógn af Sóloni enda miskunnarlaus í sínum aðgerðum þegar boltinn er nærri. Sóknarleikur Leiknisliðsins er að einhverju leyti háður því að Sólon klári sitt og sé ferskur - þjónustan hefur upp á síðkastið verið góð og í leik sem þessum þarf Sólon svo sannarlega að stíga upp og klára sitt og gott betur en það. Hraði hans og áræðni á eftir að valda usla.
Bjarki Aðalsteinsson
Það mun mæða mikið á Bjarka og félaga hans Miroslav Pushkarov í dag. Leiknisliðið þarf á stórri nærveru Bjarka í dag bæði í lofti sem láði. Bjarki er klár lykilleikmaður í liðinu í dag.
Tómas Óli Garðarsson
Var sennilega besti leikmaður Leiknis gegn Víking frá Ólafsvík í síðustu umferð og þurfa heimamenn á snilli hans að halda í dag. Tómas Óli er óðum að nálgast gott form en hann var einn besti leikmaður Inkasso deildarinnar síðari hluta síðasta tímabils.
Selfoss
Stefán Logi Magnússon
Markmaður sem hefur margar fjörur sopið á lífsleiðinni. Þekkir fagið út og inn og kemur með hafsjó af reynslu í rammann. Stefán Logi þarf að vera tip top í öllum sínum aðgerðum í dag - enda hendir hann sér hiklaust út af línunni og í dag gætu aðstæður svo sannarlega refsað.
Kenan Turudija
Mikil gæði og styrkur í Kenan. Kominn með þrjú mörk í sjö leikjum - en öll mörkin komu í einum og sama leiknum. Selfyssingar þurfa stöðuga framlegð frá Kenan.
Ingi Rafn Ingibergsson
Hefur verið einn jafnbesti leikmaður Selfyssinga það sem af er í liði sem virðist glíma við talsverðan óstöðugleika. Kröftugur með boltann í fótunum og getur ógnað með hægri og vinstri fæti. Stórt hjarta sem slær fyrir liðið - lykilmaður ef Selfyssingar ætla að snúa þessu tímabili við.
---
Leiknir R.
Sólon Breki Leifsson
Ávallt ógn af Sóloni enda miskunnarlaus í sínum aðgerðum þegar boltinn er nærri. Sóknarleikur Leiknisliðsins er að einhverju leyti háður því að Sólon klári sitt og sé ferskur - þjónustan hefur upp á síðkastið verið góð og í leik sem þessum þarf Sólon svo sannarlega að stíga upp og klára sitt og gott betur en það. Hraði hans og áræðni á eftir að valda usla.
Bjarki Aðalsteinsson
Það mun mæða mikið á Bjarka og félaga hans Miroslav Pushkarov í dag. Leiknisliðið þarf á stórri nærveru Bjarka í dag bæði í lofti sem láði. Bjarki er klár lykilleikmaður í liðinu í dag.
Tómas Óli Garðarsson
Var sennilega besti leikmaður Leiknis gegn Víking frá Ólafsvík í síðustu umferð og þurfa heimamenn á snilli hans að halda í dag. Tómas Óli er óðum að nálgast gott form en hann var einn besti leikmaður Inkasso deildarinnar síðari hluta síðasta tímabils.
Fyrir leik
Síðasta umferð
Selfoss
Selfyssingar töpuðu í síðustu umferð gegn Þrótturum á heimavelli sínum 0-1 í leik þar sem Leiknismaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði sigurmarkið.
Leiknir R.
Leiknismenn töpuðu gegn Víking í Ólafsvík 3-0 í leik sem var jafn og spennandi langtímunum saman og Leiknismenn rændir marki í fyrri hálfleik. En þegar upp var staðið var sigurinn sanngjarn.
Selfoss
Selfyssingar töpuðu í síðustu umferð gegn Þrótturum á heimavelli sínum 0-1 í leik þar sem Leiknismaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði sigurmarkið.
Leiknir R.
Leiknismenn töpuðu gegn Víking í Ólafsvík 3-0 í leik sem var jafn og spennandi langtímunum saman og Leiknismenn rændir marki í fyrri hálfleik. En þegar upp var staðið var sigurinn sanngjarn.
Fyrir leik
Bæði þessi lið hafa ekki verið laus við sápuóperu stemmningu sem fæst lið kjósa að standa í þegar leiktíð er farin afstað.
Hjá heimamönnum var Kristófer Sigurgeirsson þjálfari látinn taka poka sinn eftir þrjú töp úr fyrstu þremur umferðum Inkasso deildarinnar. Þjálfaramál liðsins eru enn óleyst en í dag er það Þórður Einarsson (Doddi) sem er í brúnni þar sem Vigfús Arnar Jósepsson er staddur í Rússlandi. Vigfús hefur haldið um stjórnartaumana síðan í 4.umferð.
Hjá gestunum var svo Antonio Jose Espinosa Mossi sendur heim eftir að hafa gengið af velli gegn Haukum á Ásvöllum - sem er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Espinosa Mossi var svo réttilega sendur upp í næstu flugvél af landi brott - mögulega með tveimur eða þremur millilendingum áður en til Spánar var komið.
Bæði þessi lið finna sig því í talsverðum mótvind sem þau eru að reyna að vinna sig útúr og því ljóst að mikið er undir hér í dag enda viss flekaskil að þróast í Inkasso deildinni.
Hjá heimamönnum var Kristófer Sigurgeirsson þjálfari látinn taka poka sinn eftir þrjú töp úr fyrstu þremur umferðum Inkasso deildarinnar. Þjálfaramál liðsins eru enn óleyst en í dag er það Þórður Einarsson (Doddi) sem er í brúnni þar sem Vigfús Arnar Jósepsson er staddur í Rússlandi. Vigfús hefur haldið um stjórnartaumana síðan í 4.umferð.
Hjá gestunum var svo Antonio Jose Espinosa Mossi sendur heim eftir að hafa gengið af velli gegn Haukum á Ásvöllum - sem er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Espinosa Mossi var svo réttilega sendur upp í næstu flugvél af landi brott - mögulega með tveimur eða þremur millilendingum áður en til Spánar var komið.
Bæði þessi lið finna sig því í talsverðum mótvind sem þau eru að reyna að vinna sig útúr og því ljóst að mikið er undir hér í dag enda viss flekaskil að þróast í Inkasso deildinni.
Fyrir leik
Bæði lið þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda til að eiga einhvern möguleika á að hífa sig upp töfluna.
Selfyssingar finna sig í 9.sæti deildarinnar með 7 stig og neikvæða markatölu upp á fimm mörk
Leiknismenn eru svo í 10.sætinu með 6 stig og neikvæða markatölu upp á fimm mörk.
Selfyssingar finna sig í 9.sæti deildarinnar með 7 stig og neikvæða markatölu upp á fimm mörk
Leiknismenn eru svo í 10.sætinu með 6 stig og neikvæða markatölu upp á fimm mörk.
Fyrir leik
Verið velkomin í þessa rituðu lýsingu á leik Leiknis og Selfoss héðan frá Leiknisvelli.
Aðstæður hér í Breiðholtinu eru erfiðar - en bjóða hinsvegar upp á helling af barning og tæknifeilum enda völlurinn rennandi blautur og smávægilegur vindur einnig til staðar til að setja mark sitt á leikinn.
Fjörugur leikur í vændum milli tveggja liða sem hafa farið illa af stað í Inkassodeildinni í sumar.
Aðstæður hér í Breiðholtinu eru erfiðar - en bjóða hinsvegar upp á helling af barning og tæknifeilum enda völlurinn rennandi blautur og smávægilegur vindur einnig til staðar til að setja mark sitt á leikinn.
Fjörugur leikur í vændum milli tveggja liða sem hafa farið illa af stað í Inkassodeildinni í sumar.
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
('63)
9. Gilles Ondo
('60)
14. Hafþór Þrastarson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson
('82)
24. Kenan Turudija
Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
4. Jökull Hermannsson
7. Svavar Berg Jóhannsson
('63)
12. Magnús Ingi Einarsson
('60)
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Bjarki Leósson
Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon
Adam Ægir Pálsson
Gul spjöld:
Ivan Martinez Gutierrez ('60)
Rauð spjöld: