
Raphinha er orðaður við endurkomu til Englands, Eduarcdo Camavinga er á radarnum hjá Manchester City og ensk félög berjast um Marcus Thuram. Þetta og fleira er í slúðurpakkanum þar sem BBC tekur saman það helsta í slúðurheimum og samantektin er í boði Powerade.
Man Utd hefur lagt fram 70 milljóna evra tilboð í brasilíska sóknarmanninn Raphinha (28) hjá Barcelona. (Fichajes)
Man City þarf að greiða í það minnsta 70 milljónir punda ef félagið ætlar að fá Eduardo Camavinga (22) frá Real Madrid. (Football Insider)
Arsenal og Chelsea hafa tekið fram úr Liverpool í baráttunni um Marcus Thuram (27) framherja Inter og franska landsliðsins. Hann er sagður vera með riftunarákvæði í sínum samningi sem nemur 71 milljón punda. (Football Insider)
Tottenham er eitt af nokkrum úrvalsdeildarfélögum sem fylgist með þróun Benjamin Cremaschi (20) miðjumanni Inter. (TBR Football)
AC Milan er með njósnara sem hafa fylgst með Maxime Esteve (22) varnarmanni Burnley. Everton og West Ham hafa einnig áhuga á Frakkanum. (Alan Nixon)
Newcastle vill halda Alexander Isak en fylgist með þróun mála hjá Liam Delap (22) og Viktor Gyokeres (26) ef Isak fer. Isak er sagður á blaði Liverpool. (Teamtalk)
Christian Pulisic (26) er í viðræðum við AC Milan um nýjan smaning. (ESPN)
Victor Osimhen (26) sem er á láni hjá Galatasaray frá Napoli er líklegur til þess að fara í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Frá þessu segir William Troost-Ekong sem er samherji Osimhen í nígeríska landsliðinu. (Talksport)
Athugasemdir