Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Valur
1
2
Breiðablik
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen '20
Sigurður Egill Lárusson '51 1-1
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson '93
25.06.2018  -  20:00
Origo völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Teppið glæsilegt að vanda smá blástur og 8 gráðu hiti
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 628
Maður leiksins: Andri Yeoman
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('45)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
9. Patrick Pedersen ('83)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
17. Andri Adolphsson ('78)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('78)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
19. Tobias Thomsen ('83)
23. Andri Fannar Stefánsson
71. Ólafur Karl Finsen ('45)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Patrick Pedersen ('63)
Arnar Sveinn Geirsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins með nánast flautumarki.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
93. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Ég skal éta sokkinn minn.

Hann er búinn að vera dapur en Valsmenn eru úti á þekju í vörninni og Arnór Gauti er grunsamlega einn inná teig eftir sendingu frá Andra Rafni en hann kemur boltanum í netið og er líklega að tryggja Blika í undanúrslit.
92. mín
Davíð Kristján með fyrirgjöf. Sigurður grípur hana auðveldlega.
90. mín
Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma. Tobias með skot framhjá á meðan það var skrifað.
89. mín
Þetta er nú ekki beint skemmtilegt áhorfs þessa stundina. Feilsendingar hjá báðum liðum og ekkert sem bendir til þess að við séum að fá annað mark í þetta í venjulegum leiktíma
86. mín
Lítið að gerast núna. Arnór Gauti að koma sér í góða stöðu en missir boltann frá sér.
83. mín
Inn:Tobias Thomsen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
82. mín
Patrick Pedersen er sestur á völlinn og þarfnast aðhlynningar. Sýnist Tobias vera koma inná fyrir hann.
80. mín
10 mínútur eftir erum við að fara fá mark í þetta eða verður framlengt?
78. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Bæði lið að breyta
78. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Þá eru þingmannssynirnir tveir inná vellinum.
77. mín
Og aftur Arnór Gauti. Willum í svæði á vinstri vængnum en sendingin frá Arnóri er ömurleg og hvergi nálægt Willum
76. mín
Arnór Gauti hefur átt erfitt uppdráttar eftir að hafa komið inná missir hér af boltanum í álitlegri skyndisókn Blika
74. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf og Eiður Aron rís langhæst í teignum án gríns það þarf að skoða þetta nánar hann var rugl hátt uppi en skallinn fer framhjá
73. mín
Blikum hefur gengið illa að halda boltanum síðustu mínútur og Valsmenn hafa verið að auka pressuna hægt og rólega
72. mín
Skyndisókn hjá Val Arnar Sveinn með fyrirgjöf beint á Gulla
70. mín Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Gult fyrir brot á miðjum vellinum
69. mín
Valsmenn mikið líklegri þessar mínúturnar.
65. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
64. mín
Strax í kjölfarið á spjaldinu á Patrick ýtir Viktor við Kristni Frey og lendir þeim aðeins saman en Viktor sleppur við spjaldið og er líklega heppinn með það enda á gulu spjaldi.
63. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Patrick er pirraður og tekur Viktor niður og fær gult. Blaðamannastúkan er sammála um það spjaldið sé appelsínugult frekar gróft brot
61. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Gult fyrir brot á Patrick sem var að komast í skyndisókn
57. mín
Eftir aukaspyrnu út á miðjum velli Er Willum allt í einu aleinn á markteig vinstra meginn í teignum en nær ekki að koma boltanum fyrir. Bæði lið mikið að gleyma sér í ball watching á köflum
55. mín
Ívar með slakt skot úr aukaspyrnu af löngu færi
53. mín
Arnþór með fína sendingu inná teiginn þar sem Sveinn Aron er í aðeins of littlum skóm til að ná til boltans og boltinn skoppar afturfyrir
51. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
Valsmenn hafa jafnað. Keimlíkt marki Blika frá því í fyrri hálfleik Andri Adolfs fær tíma á hægri vængnum og á fyrirgjöf með jörðinni inní teiginn sem siglir framhjá varnarmönnum Blika í lappirnar á Sigga sem skorar
49. mín
Sigurður Egill reynir svo skot viðstöðulaust á lofti eftir hornið en hittir boltann illa og hann rúllar framhjá
49. mín
Ívar Örn með frábært skot af lööööööngu færi sem Gulli slær í horn.
47. mín
Jonathan Hendrickx með hættulítið skot utan af velli sem Sigurður á auðvelt með að fanga
46. mín
Þetta er farið af stað á ný
45. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Sóknarsinnuð skipting hjá Val í hálfleik en líklega er Haukur eitthvað tæpur líka
45. mín
Hálfleikur
Upp úr horninu kemur ekkert og Þorvaldur flautar til hálfleiks.

Blikar leiða eftir fyrri hálfleikinn eftir að hafa verið í brasi í upphafi en hafa unnið sig vel inn í leikinn og þá sérstaklega eftir markið.
45. mín
Skelfileg ákvörðun hjá Oliver!!!!!!!!

Blikar sundurspila vörn Vals og Oliver er einn og yfirgefinn fyrir framan mark Vals vinstra meginn í teignum en er hikandi og tekur ekki skotið og varnarmenn Vals komast á milli og boltinn í horn. Oliver á að gera miklu miklu miklu betur þarna
45. mín
Að minnsta kosti 2 mín í uppbót hér í fyrri hálfleik
44. mín
Smá klafs en Blikar hreinsa
43. mín
áttunda horn Valsmanna hér
41. mín
Ívar Örn með flotta fyrirgjöf sem Damir skallar í horn
37. mín
Þvílík varsla hjá Sigurði!!!!!


Blikar spila upp völlinn og Sveinn Aron tíar boltann upp fyrir Oliver af 20 metrum sem á frábært skot sem stefnir í hægra horni Sveinn Sigurður skutlar sér á boltann og slær hann í stöngina!!!!
34. mín
Sóknin endar svo með lúmsku skoti frá Gísla sem fer framhjá.
33. mín
úr horninu verður ekkert en Blikar halda boltanum
33. mín
Gísli með flotta hreyfingu fyrir utan teiginn og á skotið en í varnarmann og þaðan í horn.
31. mín
Góður sprettur hjá Andra Adolfsyni sem dansar fram hjá þremur Blikum og reynir skotið en beint í varnarmann.
30. mín
Haukur Páll með glórulausa sendingu til baka sem Sveinn Aron kemst inní og reynir að þræða boltann í gegn á Gísla en Eiður Aron nær til knattarins.
28. mín
Leikurinn jafnast töluvert eftir markið og bæði lið að ógna.
26. mín
Davíð Kristján í bullinu. Gefur Patrick boltann við vítateig sem leikur boltanum inní teiginn hægra meginn og á skot sem Gulli gerir vel í að verja.
25. mín
Harka að færast í leikinn. Einar Karl með hörkutæklingu á Willum, Löglga þó og Willum tæklar svo Arnar Svein af sömu hörku en ekki alveg jafn löglega og er dæmdur brotlegur.
20. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
Blikar komast yfir og það þvert gegn gangi leiksins með sínu fyrsta skoti í leiknum. Lélegur varnarleikur hjá Arnari Sveini sem hleypir Willum framhjá sér á vinstri kantinum og hann nær sendingu með jörðinni inní teiginn sem báðir mmiðverðir Vals taka á venjulegum degi en ekki í dag og svo klikkar Sveinn í markinu líka og Sveinn Aron getur ekki annað en skóflað honum yfir línuna af 2 metra færi.
18. mín
Bjarni Ólafur með gullsendingu upp í hægra hornið beint á tærnar á Sigga Lár en Davíð Kristján nær að reka tærnar í boltann og í horn. Ekkert verður svo úr horninu
16. mín
Sigurður Egill með fast skot eftir innkast frá Arnari en Gulli gerir vel í að verja. Horn sem ekkert verður úr
14. mín
Leikurinn stopp því Gulli þarf að skipta um hanska. Ekki sér maður það á hverjum degi.
12. mín
Valsmenn verið ákveðnari hér í upphafi. Arnar Sveinn með fyrirgjöf frá hægri sem Gulli hirðir
11. mín
Blikar að leika sér að eldinum Viktor og Hendrickx spila sín á milli í vörninni með pressu á sér og má ekki miklu muna að Valsmenn komist á milli
10. mín
Pedersen liggur eftir baráttu við Viktor Örn en stendur fljótt upp
8. mín
Kristinn Freyr í færi!!!

Dansar í gegnum vörn Blika eftir langt innkast frá Arnar Sveini en Blikar komast fyrir og boltinn í horn. Upp úr horninu eiga Valsmenn skalla yfir
6. mín
Kristinn Freyr fer niður í teignum eftir baráttu við Damir og einhverjir í stúkunni vilja víti en það var aldrei að fara gerast. Góður varnarleikur hjá Damir
4. mín
Valsmenn að pressa hér í upphafi en engin færi komin
1. mín
Blikar héldu boltanum í svona sirka 7 sek eftir upphafsspyrnuna áður en heimamenn hirtu hann af þeim
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Blikar hefja leik og sækja í átt að Öskjuhlíð
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar undir dynjandi tónum Safri Duo fyrir framan fáránlega fáa áhorfendur miðað við tilefnið. Gefum fólki það að leikirnir á HM voru að klárast svo fólk mætir eflaust seint eða við í það minnsta vonum það.
Fyrir leik
Þetta er að hefjast Ingólfur Sigðursson er vallarþulur Valsara í kvöld og leysir það verkefni af stakri prýði.
Fyrir leik


Fyrir leik
Liðin eru mætt til vallar og byrjuð að hita upp af krafti.

Liðin mættust síðast í Pepsideildinni þann 27.maí síðastliðinn þar sem Valsmenn unnu dramatískan 2-1 sigur. Blikar komust yfir snemma leiks með marki frá Aroni Bjarnasyni en Valmenn svöruðu fyrir sig með mörkum frá Patrick Pedersen og Ólafi Karli Finsen í seinni hálfleik og hirtu stiginn þrjú.
Fyrir leik
Líkt og glöggir lesendur sjá eru byrjunarliðin mætt í hús og stilla bæði lið upp gríðarsterkum liðum í kvöld en stærstu fréttirnar eru líklega þær að Sveinn Sigurður Jóhannesson stendur í marki Valsmanna í kvöld en Anton Ari er glímir við smávægileg meiðsli og fær því að hvíla í kvöld.
Fyrir leik
Blikarnir skelltu sér í Breiðholtið í 32.liða úrslitunum og lögðu þar Leiknismenn 1-3 með mörkum frá Hrvoje Tokic (2) og Jonathan Hendrickx en Aron Fuego Daníelsson gerði mark Leiknis.

Í 16.liða úrslitum fengu Blikar svo KRinga í heimsókn á Kópavogsvöll og höfðu þar sigur 1-0 með marki frá Oliver Sigurjónssyni.
Fyrir leik
En nóg um deildina hún skiptir engu máli í kvöld hér er spilað í Mjólkurbikarnum. Leikið til þrautar og sigurliðið færist einu risaskrefi nær því að lyfta bikarnum og skella sér í mjólkurbað.

Leið heimamanna í Val hófst eins og annara Pepsi liða í 32.liða úrslitum þar sem þeir lögðu Keflavík 2-0 en um markskorun sáu skemmtikrafturinn Ólafur Karl Finsen og Dion Acoff eða bara Sprettur eins og ég hef heyrt nokkra Valsara í eldri kantinum nefna hann.

Í 16.liða úrslitum buðu þeir svo ríkjandi Bikarmeistara ÍBV í heimsókn og höfðu þar sigur 3-2 eftir framlengdan leik 3-2. Markaskorarar þar voru þeir Sigurður Egill Lárusson, Sindri Björnsson og Tobias Thomsen fyrir Val en Kaj Leó og Sigurður Grétar Benónýsson gerðu mörk ÍBV.
Fyrir leik
Blikarnir byrjuðu deildina af krafti og sátu á toppnum fyrstu umferðinar en gáfu heldur eftir á tímabili. Þeir hafa svo spilað vel að undanförnu og sitja eins og áður sagði í þriðja sæti Pepsideildarinnar.
Fyrir leik
Bæði lið eru í ágætis stöðu í Pepsideildinni og sitja Valsmenn þar á toppnum en Blikar eru þar skammt undan í þriðja sæti.

Heimamenn voru lengi í gang í sumar og áttu í töluverðu basli í fyrstu deildarleikjum sumarsins en hafa heldur betur bætt i að undanförnu og eru eins og áður sagði komnir á topp deildarinnar. Þeirra síðasti leikur var gegn FH hér á Origo vellinum fyrir tæpri viku þar sem þeir höfðu sigur 2-1 með mörkum frá Patrick Pedersen og Einari Karli Ingvarssyni.
Fyrir leik
Leikurinn er eins og áður segir liður í 8.liða úrslitum Mjólkurbikarsins en tveir aðrir leikir fara fram í kvöld.

Á Akranesi tekur ÍA á móti FH og á Akureyri leika Þór og Stjarnan
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu Fótbolta.net frá stórleik Vals og Breiðabliks í 8.liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('65)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('78)
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('65)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('78)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('61)

Rauð spjöld: