

Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, smá gjóla en þurrt (sem stendur)
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon
('45)
('73)
('66)
('66)
('45)
('73)
Öruggur og þægilegur sigur Leiknismanna hér í kvöld.
Takk fyrir samveruna
Flottur leikur hjá Sævari sem setti jú bæði mörkin úr jafn mörgum tilraunum. Góð nýting!
Rautt spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Liðið virðist heillum horfið hér í dag og akkurat ekkert í kortunum að liðið komi marki á Leiknismenn í dag.
En sjáum til.
MARK!Sævar Atli fær boltann á hægra vítateigshorni og mundar fótinn. Boltinn fer á milli fóta varnarmanns og siglir í nærhornið.
Finnst eins og Arnar Darri hafi mögulega átt að gera betur. Stoðsendinguna sá ég ekki þar sem ég var í óðaönn að baxa við að tengjast neti á nýjan leik.
Ágisk væri Kristján Páll Jónsson eftir innkast
Leiknismenn halda boltanum og varnarlína heimamanna hangir á vítateignum. Sóknin endar svo að skoti út frá Aroni sem endaði sennilega ofaná þakinu á minka og refa kofanum í Húsdýragarðinum
Rennur út í sandinn á endanum
Visst ráðaleysi í þessum djúpu fyrirgjöfum heimamanna.
Leiknismenn vinna svo aukaspyrnu eftir seinni boltann sem Árni Elvar bíður eftir að sveifla inn í markmennið í teignum.
Karl heldur áfram og í því hefjast leikar á ný
..og í þeim rituðu skokkar hann inn á völlinn.
Ernir verið iðinn og skilað Leiknismönnum góðu dagsverki það sem af er.
Leiknismenn sýndu þessu takmarkaðan áhuga í ljósi þess að aðeins Sævar Atli var inn í teignum í uþb 5 sekúndur áður en Sólon ákvað að reyna skotið. Vantaði þarna hlaup inn í teiginn.
Ekki skapað hættu þó enn, en þetta verða að teljast miklar framfarir frá því sem Þróttur bauð upp á í fyrri hálfleiknum
Aron Þórður færir sig inn á miðjuna og ætti etv að gefa aðeins meiri hraða og yfirferð. Jasper fer út hægra megin.
Þróttarar þurfa heldur betur að stíga upp núna eftir vægast sagt slakan fyrri hálfleik.
Jákvætt fyrir heimamenn.
Leikurinn aðeins dottið niður í bras og basl. En með aðeins meiri yfirvegun er hellingur af tækifærum hér fyrir bæði lið.
Þróttarar ekki sáttir en Leiknismenn sáttir. Þetta var réttur dómur frá mínum bæjardyrum séð.
Á meðan er mikið pláss á miðsvæðinu sem Leiknismenn hafa verið að nýta sér í uppspili sínu.
Karl Brynjar og Hreinn Ingi eru í bölvuðu basli. Þeir hafa vart efni á því að fara út fyrir fyrsta þriðjung sinn því þá finna Leiknismenn Sólon í vel tímasettum hlaupum.
Óli Hrannar skýtur svo að marki í litlu jafnvægi - boltinn fer í stöng og að lokum koma gestirnir boltanum frá. Stórhætta!
MARK!Stoðsending: Sólon Breki Leifsson
Rétt í þessu á hann laglega vigtaða sendingu yfir Ósvald, Þróttari fellur við endalínu og einhverjir hrópa. Það má reyna.
Arnar Darri stóð bara í markinu.
Guðmundur vel á verði hérna það sem af er.
Tvinnuðu saman einar 20 sendingar á að giska
4-4-2
Arnar Darri
Guðmundur - Hreinn - Karl Brynjar - Hlynur
Daði - Birkir Þór - Rafn Andri - Aron Þórður
Ólafur Hrannar - Viktor
Liðið hefur leikið þrjá heimaleiki, sem allir hafa tapast.
Leiknismenn hafa á móti ekki verið að sigra heiminn eða fótboltaleiki á útivelli. En liðið hefur leikið fjóra útileiki sem allir hafa tapast.
Þriðja liðið búið með sitt og farnir í pepp inn í klefa.
What a guy, nýkominn af stórasviðinu á HM beint àgrasrótina og jarðtengingu, hann er mikil og góð fyrirmynd hann Heimir, Lifi Heimir og Lifi Þróttur#lifi #hjartaðÃÂÂÂÂreykjavik #kottarar #fotboltinet #icelandfootball https://t.co/xLMbWXsN3s pic.twitter.com/S1elkw2O1d
 Þróttur (@throtturrvk) June 29, 2018
Byrjunarlið Leiknismanna gegn Þrótti àkvöld. Dado,Fuego og ÃÂrni koma inn àliðið.
— Leiknir ReykjavÃÂk FC (@LeiknirRvkFC) June 29, 2018
ÃÂfram Leiknir! pic.twitter.com/FzvhSoyRMI
Fallegt hérna í Laugardal. Aðstæður eins og þær gerast bestar.
Skv Gulla Jóns er hann að ljúka 10 daga hvíld.
Út dettur Finnur Tómas Pálmason sem er veikur og inn í hans stað kemur Birkir Þór Guðmundsson.
Út úr liðinu detta þeir Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, Tómas Óli Garðarsson og Anton Freyr Ársælsson (banni) og inn í þeirra stað koma þeir Aron Daníelsson, Árni Elvar Árnason og Daði Bærings Halldórsson (í sínu fyrsta starti í sumar).
Aðrar tengingar eru að Daði Bergsson lék með Leiknisliðinu fyrir tveimur árum síðan er hann var leikmaður Vals.
Báðir byrja þeir í dag
Þróttur R
Heimamenn í Þrótti R finna sig í 5.sæti Inkasso deildarinnar með 13 stig og eru "aðeins" 7 og 8 stigum frá fremstu hestunum í þessu kapphlaupi um sætin tvo í Pepsi í haus. Liðið stendur því á þeim klassískum krossgötum að lítið megi útaf bregða til að missa af lestinni og enda í miðjumoði deildarinnar.
Leiknir R
Gestirnir hafa farið rólega afstað og eru sem fyrr í 10.sæti deildarinnar með 7 stig. Leiknismenn fóru stigalausir úr fyrstu þremur umferðunum og því hafa þeir náð í öll stigin í síðustu fimm leikjum. ÍR-ingar eru hinsvegar andandi ofaní hálfsmálið á Leiknismönnum úr 11.sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir liðið að fara að safna einhverjum stigum áður en hringiða botnbaráttunnar nær að klófesta liðið
Þróttur R.
Vann góðan 2-5 útisigur á Blásvöllum í síðustu umferð. Viktor Jónsson skoraði þrennu auk þess sem Daði Bergsson og svo fyrrverandi Leiknismaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson settu sitt hvort markið.
Leiknir R.
Leiknismenn gerðu 1-1 jafntefli við Selfyssinga í Breiðholtinu í síðustu umferð. Leikurinn var æsispennadi og við afar erfiðar aðstæður. Mark Leiknis skoraði Sólon Breki Leifsson.
('82)
('86)
('89)
('89)
('86)
('82)
