Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
2
1
Fjölnir
Thomas Mikkelsen '14 1-0
1-1 Birnir Snær Ingason '82
Oliver Sigurjónsson '91 2-1
16.07.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Loksins sól!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 752
Maður leiksins: Andri Rafn Yeoman
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason
9. Thomas Mikkelsen ('86)
11. Gísli Eyjólfsson ('71)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson ('80)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('86)
20. Kolbeinn Þórðarson ('71)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('80)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik vinnur með marki í uppbótartíma!

Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
93. mín
Þórður á að verja þessa aukaspyrnu finnst mér klárlega, þetta var ekki bylmngsfast og í hans horn, Doddi virtist líka vita nákvæmlega uppá sig sökina.
91. mín MARK!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
SENUUUUUUUUUUR! Oliver Sigurjóns sem hafði lofað marki fyrir leik tekur aukaspyrnuna og smellir henni yfir vegginn og í fjærhornið, Blikarnir komnir yfir í uppbótartíma!
91. mín
Sex mínútum bætt við.
90. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Missir boltann framhjá sér og handleikur boltann viljandi, hárrétt spjald en samt klókt.
90. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Binni Bolta öskrar af sársauka hérna af vellinum, ég hélt þetta væri bara krampi en hann er að fara út á börum hérna, vonandi er þetta samt ekki alvarlegt, held þetta sé bara vondur krampi.
87. mín
Inn:Igor Jugovic (Fjölnir) Út:Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Almarr sem jafnan er besti maður Fjölnis í leikjum er búinn að vera gjörsamlega týndur í dag og kemur hér útaf fyrir Igor.
86. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Mikkelsen ekki sést í seinni og kemur út fyrir Svein Aron hér.
84. mín
Berisha með geggjaða tilraun hérna, tekur skot í fínni stöðu fyrir utan teig og boltinn í innkast!
82. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Fjölnir jafna uppúr engu! Blikar skalla boltann út og Kolbeinn lætur boltann skoppa í stað þess að taka hann, Binni Bolti mætir og þakkar fyrir sig með neglu í nærhornið.
80. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Arnór Gauti fær 10 mínútur, kemur inn fyrir Willum.
78. mín
Þetta var skrýtið, Binni chippaði á Þóri sem var þokkalega einn en lét boltann bara fara í markspyrnu.
77. mín
Willum með klaufalegt brot á Binna hérna vinstra megin , spurning hvort Binni skjóti eða gefi fyrir úr þessu.
73. mín
Inn:Valmir Berisha (Fjölnir) Út:Ísak Óli Helgason (Fjölnir)
Berisha kemur hér inná fyrir Ísak Óla.
73. mín
Frábær bolti innfyrir frá Oliver en Mikkelsen skýtur rétt framhjá.
72. mín
Yeoman með sendingu út á Damir sem tekur skotfeik og fer svo í skotið en Torfi hendir sér fyrir það.
71. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli verið tæpur í nokkrar mínútur og kemur hér útaf fyrir Kolbein.
68. mín
Binni Bolti með fína takta hérna þegar hann fer framhjá tveimur Blikum en hann er í engu jafnvægi þegar hann skýtur og skotið eftir því.
66. mín
Ægir Jarl með skot hérna í varnarmann og rétt framhjá, þessi var á leiðinni inn held ég.
63. mín
Gísli Eyjólfs sendir Begga Ólafs beint í Bæjarins Bestu hérna þegar hann sólar hann uppúr skónum en Ísak Óli mætir og hreinsar upp skítinn eftir hann.
62. mín
Blikar fá aukaspyrnu af 25 metra færi, Willum tekur hana en skot hans langt yfir markið.
57. mín
Hendrickx með skotið með vinstri fyrir utan en skot hans þægilegt fyrir Dodda.
55. mín
Andri Yeoman í góðu færi eftir frábæra sókn en skot hann rétt framhjá.
53. mín
Willum með sendingu í gegn á Gísla sem er einn upp kantinn en er flaggaður rangstæður og það er klárlega rangt!
51. mín
Þessi leikur er svo leiðinlegur að ég er að íhuga að kæra hann til lögreglu, þetta er ekki í lagi!
46. mín
Hér liggur Torfi eftir en nú stendur hann upp og virðist vera í lagi.
46. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja þennan seinni hálfleik, í guðana bænum gefið mér aðeins skárri seinni hálfleik, sá fyrri var hrikalega leiðinlegur.
45. mín
Hálfleikur
1-0 í hálfleik.
44. mín
Vá Gísli að curla einn í fjær hérna fyrir utan teig en Doddi ver vel í horn!
44. mín
Gísli með frábæran sprett hérna framhjá Fjölnisvörninni og með Begga í bakinu, dettur í baráttunni við hann en fær ekki víti og var ekki að biðja um það heldur.
38. mín
Þarna voru Fjölnismenn nálægt því, Tadejevic með flotta fyrirgjöf frá vinstri sem fer yfir pakkan og á fjær á Torfa sem skallar í jörðina og niður en Gulli nær að grípa hann rétt undir þverslánni.
34. mín
Gísli með frábæran bolta hérna innfyrir en Doddi á tánnum og nær að komast í hann.
32. mín
Andleysið yfir Fjölnisliðinu er algjört, Birnir Snær fær hér sendingu inn í teig og sparkar boltanum bara beint útaf.
26. mín
Dauðafæri hjá Arnþóri, mér sýndist boltinn klárlega vera kominn útaf þegar Yeoman senti út á Arnþór sem er beint fyrir framan markið og skýtur beint á Þórð, þarna á hann að gera miklu betur.
25. mín
Dæmt aukaspyrna hérna á Torfa fyrir eitthvað peysutog á Mikkelsen og hann er brjálaður, enda vel ódýrt.
21. mín
Fjölnismenn virðast hálf brotnir eftir þetta mark, ná ekki upp neinu spili hérna.
14. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Andri Yeoman keyrir á vörnina, sendir á Gísla sem skýtur í varnarmann og þaðan berst boltinn til nýja mannsins Mikkelsen sem skorar af öryggi! Blikar komnir í 1-0 og tók það Mikkelsen tæpar 14 mínútur að skora sitt fyrsta mark í Pepsí-deildinni!
10. mín
Andri Yeoman reynir skot á lofti vel fyrir utan en þetta fór langt framhjá.
8. mín
Thomas Mikkelsen í sínu fyrsta færi fyrir Blikana, færið er gott en Þórður ver skotið hans þokkalega auðveldlega.
6. mín
Beggi Ólafs með skalla eftir horn og Arnþór Ari bjargar á línu!
6. mín
Lítið að gerast þessar fyrstu mínútur, lengi í gang en vonandi fáum við meiri skemmtun á næstunni.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnir hefja þennan leik og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Gulli Gull er heiðraður fyrir leik en hann skrifaði undir 1 árs samning á 43 ára afmælisdegi sínum, þvílíkur maður!
Fyrir leik
Byrjunarliðin er komin og þar ber helst að nefna að Thomas Mikkelsen er mættur beint í byrjunarliðið hjá Blikum en hann fékk leikheimild í gær og Sveinn Aron sest því á bekkinn.

Fjölnismenn gera tvær breytingar, Valmir Berisha var hörmulegur á Akureyri í síðasta leik og fer á bekkinn ásamt Igor Jugovic. Inn í þeirra stað koma Hans Viktor og Torfi Tímoteus.
Fyrir leik
Spámaður kvöldsins er fyrrverandi leikmaður Breiðabliks og núverandi markaðsstjóri þeirra, Blöndælingurinn Sigmar Ingi Sigurðarson. Simmi er að sjálfsögðu bjartsýnn og spáir sigri sinna manna:
,,Ég spái leiknum 2-0 fyrir Blikum. Fyrra markið mun koma eftir fast leikatriði þar sem Yeoman finnur pönnuna á nýjasta leikmanni liðsins Thomasi Mikkelsen. Seinna markið mun Aron Bjarnason skora í vel útfærðri skyndisókn eftir gullsendingu frá Gísla Eyjólfssyni."
Fyrir leik
Breiðablik eru í 3.sætinu með 19 stig og með sigri í dag minnka þeir bilið í Val og Stjörnuna í þrjú stig. Vinni þeir í dag eru þeir vel inni í toppbaráttunni en það gæti reynst erfitt ef þeir tapa. Fjölnir eru í 10.sætinu með 12 stig, einu meira en Fylkis liðið sem er i fallsæti svo þeir þurfa öll þau stig sem eru í boði ætli þeir sér að halda sér uppi.
Fyrir leik
Breiðablik hafa ekki skorað fótboltamark í Júlí en þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV og KA í síðustu tveimur umferðum. Thomas Mikkelsen nýji framherji þeirra er hins vegar kominn með leikheimild og gaman að sjá hvort hann skori strax í fyrsta leik og komi Blikunum á markaslóðina á ný.

Fjölnir hafa ekki riðið feitum hesti í sumar eftir agætis byrjun þá hafa þeir aðeins unnið 1 af síðustu 6 leikjum og tapað hinum 5. Þar á meðal duttu þeir ut á heimavelli í Mjólkurbikarnum gegn Inkassó-liði Þórs.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fjölnis í 12. Umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('90)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson ('87)
26. Ísak Óli Helgason ('73)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Igor Jugovic ('87)
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('90)
20. Valmir Berisha ('73)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('90)

Rauð spjöld: