Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
KR
0
1
Selfoss
0-1 Magdalena Anna Reimus '44 , víti
24.07.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Magdalena Anna Reimus
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Mia Gunter
4. Shea Connors
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Hassett
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('46)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Tijana Krstic

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Ingunn Haraldsdóttir
11. Gréta Stefánsdóttir
13. Helga Rakel Fjalarsdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('46)
25. Freyja Viðarsdóttir

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Bojana Besic ('70)
Lilja Dögg Valþórsdóttir ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið.

Selfoss vinnur 1-0 og kemur sér í 12 stig. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá þeim.

KR-ingar aftur komnar í vond mál eftir að hafa kveikt svolítinn vonarneista með sigri á ÍBV í síðustu umferð.

Ég þakka fyrir mig. Minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
93. mín
KR fær horn. Nauðvörn en Selfoss hreinsar!
92. mín
LILJA!

Lilja Dögg kemur óvænt upp völlinn og svoleiðis smellhittir boltann sem hrekkur út fyrir fæturnar á henni.

Því miður fyrir hana og KR fer boltinn rétt framhjá!
91. mín
Og KR!

Fín sókn hjá KR. Ég sé ekki hver átti skotið sem Caitlyn varði út í teig. Þar var Katrín Ómars alein en boltinn datt ekki vel fyrir hana og Selfyssingar stálheppnar þarna.
90. mín
KARÍTAS!

Á þrumuskot utan af velli sem smellur í slánni!

BAMM!
89. mín
Við erum að fá svokallaðar senur hér í lokin!

Hér er Jóhanna stálheppin að sleppa þegar hún kippir Mögdu úr jafnvægi. Markaskorarinn var nálægt því að komast inn á teiginn þarna.
88. mín
Magda!

Frábær snúningur og gullfallegt skot sem Ingibjörg gerir vel í að verja.

Báðar búnar að eiga mjög góðan leik.
87. mín
INGIBJÖRG!

Heldur vonarneistanum hjá KR-ingum þegar hún varði frá Höllu sem var komin alein í gegn.
85. mín
Magda næstum í gegn hjá Selossi. KR-ingar að skilja miðjuna eftir galopna í leit sinni að jöfnunarmarkinu.

Nær Selfoss að refsa eða finna KR-ingar jöfnunarmarkið?
84. mín Gult spjald: Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
Strangheiðarlegt hjá elsta leikmanni deildarinnar. Stoppar Höllu sem var að komast í gegn.
83. mín
SHEA!

Skýtur rétt framhjá. Caitlyn virtist illa staðsett þarna og þarna munaði engu að hún yrði gripin í bólinu.
82. mín
Inn:Halla Helgadóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Spræk fyrir spræka. Halla fer upp á topp.
80. mín
Magda er brjáluð. Vildi fá aukaspyrnu þegar hún var komin á ferð við vítateig KR. Ekkert dæmt.
79. mín
Brynja brýtur á Shea rétt utan teigs. Soft en Shea meiddi sig og heimtaði þetta.

Hugrún leggur boltann út í skot á Tijana sem hittir boltann ágætlega en setur hann yfir.
78. mín
KATRÍN!

Þarna átti Katrín Ómarsdóttir að jafna leikinn fyrir KR!

Betsy finnur hana í teignum, Katrín ætlar að setja boltann í fjærhornið en hann fer rétt framjá!
75. mín
Það er ekki mikið að frétta héðan þessa stundina. Þungt og hægt.
72. mín
SHEA!

Fær fyrirgjöf inn á markteig en nær ekki að reka pönnuna almennilega í boltann og skallar yfir.
70. mín Gult spjald: Bojana Besic (KR)
Bojana fær gult fyrir mótmæli.
68. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss) Út:Alexis Kiehl (Selfoss)
Önnur skipting hjá Selfossi. Alexis var spræk í fyrri hálfleik en hefur lítið sést í þeim síðari. Sjáum hvort Egilsstaðamærin nái að setja mark sitt á leikinn.
65. mín
Tijana með mikla bjartsýnistilraun hjá KR. Lætur vaða lengst utan af velli og eðlilega ekki mikil hætta sem myndast.
62. mín
Katrín og Betsy taka stutt horn hjá KR. Boltinn endar á að hrökkva til Mia Gunter sem hefur ekki sést í leiknum en hún gerir vel í að koma boltanum fyrir sig og á þrumuskot sem Caitlyn gerir vel í að verja.
60. mín
Inn:Grace Rapp (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Grace Rapp er komin inná í sínum fyrsta leik. Hennar fyrsta verk er að taka aukaspyrnu utan af velli. Setur mjúkan bolta inn á teig en liðsfélagar hennar eru klaufar og láta grípa sig rangstæðar.
55. mín
Skemmtileg tilþrif hjá Magdalenu sem fíflar Tijana með því að lyfta yfir hana boltanum. Ætlar svo af stað en kemst ekki á ferðina því Hugrún er mætt.
54. mín
Karítas brýtur á Þórunni úti á miðjum velli. Hugrún setur boltann inn á teig en hann er auðveldur viðeignar fyrir Caitlyn sem stígur út og tekur hann beint í fangið.
49. mín
Selfoss fær horn eftir ágæta sókn. Markaskorarinn með hættulegan bolta inn á teig en Bergrós finnur ekki skotið.
48. mín
Stúkan er vöknuð aftur og hér er öskrast á!
47. mín
Falleg skottilraun hjá Katrínu Ómars en boltinn rétt framhjá.
46. mín
Inn:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
Ein skipting í hálfleik. Mónika Hlíf fer út til vinstri. Betsy inn á miðjuna.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum komin af stað á nýjan leik.
45. mín
Hálfleikur
Það má benda áhugasömum á að Fótbolti.net snappið er mætt í Vesturbæinn = fotboltinet
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Vesturbænum og gestirnir leiða með einu marki. Markið skoraði Magdalena úr vítaspyrnu.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn en Selfyssingar hafa þétt tökin eftir því sem liðið hefur á og markið var farið að liggja í loftinu síðustu mínútur hálfleiksins.

Tökum okkur pásu í korter og sjáumst svo aftur með seinni hálfleikinn.
45. mín
KR-konur orðnar pirraðar og Selfoss fær aukaspyrnu af 35 metrunum.

Magda og Erna standa yfir boltanum. Báðar fullfærar um að gera eitthvað gull úr þessu. Erna tekur svo af skarið en neglir hátt yfir.
44. mín Mark úr víti!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Selfoss fær víti!

Mér sýnist Jóhanna rífa Magdalenu niður í einhverju klafsi í teignum. Virtist vera pjúra víti en Ásmundur tók sér smá tíma til að taka ákvörðunina. Hefur svo skipst á orðum við aðstoðardómarann og bendir á punktinn.

Magda fer sjálf á punktinn og skorar örugglega.
43. mín
Munar litlu að Magdalena sleppi í gegn. KR-ingar þurfa að rífa sig aftur í gang.
40. mín
Ekki sannfærandi hjá KR hér. Jóhanna með slaka sendingu til baka á Ingibjörgu sem virkar stressuð og setur boltann beint útaf.

Gjörsamlega galið enda engin pressa á KR-ingum sem hefðu getað byggt upp sókn.
35. mín
Önnur aukaspyrnan í leiknum. Selfoss fær aukaspyrnu úti á miðjum velli. Erna setur boltann fastan inn á teig en Ingibjörg kemur vel út á móti og handsamar hann.
27. mín
Katrín Ómars reynir skot langt utan af velli. Engin teljandi hætta og Caitlyn "klemmir" hann með lófunum.
25. mín
Það er geggjuð stemmning í stúkunni og stuðningsmenn Selfoss og KR kallast á. Svona viljum við hana þetta!
23. mín
Lilja á flotta sendingu upp í horn á Shea sem tekur skíðamúvið sitt framhjá Bergrós. Hún bíður eins og hún getur með sendinguna inn á teig en liðsfélagar hennar eru alltof lengi að koma sér upp völlinn, Selfyssingar eiga teiginn og vinna boltann auðveldlega.
22. mín
Þarna slitnaði miðjan í sundur hjá KR-ingum. Þórunn og Katrín báðar komnar of ofarlega og Magdalena þefaði upp pláss áður en hún hlóð í skot. Eitthvað sem hún gerir svo hrikalega vel en kom boltanum ekki á rammann í þetta skiptið.
17. mín
Selfyssingar að gera sig líklega eftir hornspyrnu. Kristrún Rut með ágætan skalla sem Þórunn fyrirliði skallar af marklínu.

Selfoss fær annað horn en í þetta skiptið nær Katrín Ómarsdóttir að komast í boltann og KR hreinsar.
15. mín
VÓ!

Besta færi KR. Mér sýnist það vera Þórunn frekar en Mia sem á frábæra stungu inn fyrir á Betsy sem gerir allt rétt og skorar framhjá Caitlyn.

Guðni Þór, aðstoðardómari 2, gerir hinsvegar líka allt rétt og flaggar Betsy rangstæða. Munaði bara millimeter þarna.
13. mín
Byrjunarlið Selfoss:

Caitlyn

Bergrós - Brynja - Allyson - Sunneva

Karítas - Kristrún

Barbára - Erna - Magdalena

Alexis
7. mín
VÁ!

Þvílíkur hraði hjá Alexis sem stingur sér á milli hafsenta KR og eltir uppi geggjaða stungusendingu. Hún nær þó ekki góðu skoti og setur boltann beint á Ingibjörgu sem var komin vel út á móti.

Damn! Ég sá ekki hver átti þessa fallegu sendingu en hún var hárnákvæmt og þvílíkur sprettur á Alexis.

Selfyssingar beittari í byrjun.
5. mín
KR stillir svona upp:

Ingibjörg

Jóhanna - Lilja - Hugrún - Tijana

Sofía - Þórunn

Mia - Katrín - Betsý

Shea
4. mín
Úff. Tijana kiksar og Barbára stelur af henni boltanum. Reynir að setja boltann fyrir Alexis í teignum en Hugrún kemst inn í sendinguna áður en að illa fer.
3. mín
Bæði lið stemmd. Selfoss á fyrstu hættulegu sóknina. Sunneva fer upp vinstra megin og á flotta fyrirgjöf á Alexis sem hittir boltann ekki nógu vel.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar. Leikur ská í áttina að Thai grillinu þar sem ég ætla að grípa mér geggjað tófú í Pad Ka Pa eftir leik #ekkiad
Fyrir leik
Það er stemmning hjá gestunum. Selfossrúta full af ungum stuðningsstúlkum mætt á svæðið. Pínu glatað að trommurnar voru teknar af þeim þar sem það er víst hljóðfærabann á KR-vellinum en þær klappa þá bara og stappa stálinu í sínar konur.
Fyrir leik
Alfreð stillir líka upp sama byrjunarliði og í 1-1 jafnteflinu gegn Val í síðustu umferð. Nýliðinn Grace Rapp er á bekknum en Dagný okkar Brynjarsdóttir hvergi sjáanleg. Hún er enn að koma sér í stand eftir að hafa eignast son fyrir stuttu og hefur sagst glíma við smávægileg meiðsli sem hún ætlar ekki að taka neinn séns með enda að horfa til mikilvægu landsleikjanna í september.

Ef mér skjátlast ekki eru Sunneva, Bergrós og Karítas að spila sinn síðasta leik fyrir Selfoss í sumar. Á leið út í skóla. Sömu sögu er að segja af Móniku hjá KR.
Fyrir leik
Bojana heldur sig við sama lið og vann ÍBV í síðustu umferð. Leikmenn KR sögðu í viðtölum eftir leik að þær hefðu núllstillt sig og ákveðið að reyna bara að hafa gaman og njóta þess að spila eftir að þær lentu 2-0 undir. Það svínvirkaði fyrir þær þá og það er ekki annað hægt að segja en að það sé létt yfir KR-konum hér í upphituninni. Spurning hvort gleðin sé komin til að vera í Vesturbænum.
Fyrir leik
Selfoss hefur fengið nýja leikmenn í glugganum. Spenntust er þjóðin væntanlega að fylgjast með hvort Dagný Brynjarsdóttir muni taka þátt í leiknum í kvöld. Þá er bandaríski sóknarmaðurinn Grace Rapp komin með leikheimild og gæti spilað í kvöld.

KR hefur ekki fengið neina leikmenn en missir, eins og Selfoss, leikmenn út í háskólanám.
Fyrir leik
Selfoss og KR mættust á Selfossi í fyrri umferð þann 10. maí síðastliðinn. Mia Gunter skoraði eina mark leiksins og tryggði KR 1-0 sigur í leik sem var ekki mikið fyrir augað.
Fyrir leik
Bæði lið stóðu sig vel í síðustu umferð. KR-ingar sýndu magnaðan karakter og tókst að vinna 3-2 sigur á ÍBV eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Selfoss gerði 1-1 jafntefli við Val. Liðið komst yfir snemma leiks en fékk jöfnunarmark á sig undir lok leiks.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Selfoss í Pepsi-deild kvenna.

Leikurinn hefst á slaginu 19:15 og er afar mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast fyrir áframhaldandi veru í deildinni.

Heimakonur í KR eru í 9. og næstneðsta sæti með 6 stig að 10 leikjum liðnum. Það hefur gengið aðeins betur hjá Selfyssingum sem eru í 7. sæti með 9 stig.
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Erna Guðjónsdóttir ('60)
Alexis Kiehl ('68)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('82)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
4. Grace Rapp ('60)
7. Anna María Friðgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
9. Halla Helgadóttir ('82)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('68)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: