Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Fram
3
3
Þór
0-1 Sveinn Elías Jónsson '12
0-2 Ármann Pétur Ævarsson '30
Guðmundur Magnússon '43 1-2
Guðmundur Magnússon '72 2-2
Guðmundur Magnússon '74 , víti 3-2
3-3 Alvaro Montejo '95 , víti
09.08.2018  -  18:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Guðmundur Magnússon
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson ('63)
4. Karl Brynjar Björnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Helgi Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson ('90)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson ('54)

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('90)
9. Mihajlo Jakimoski
11. Jökull Steinn Ólafsson ('63)
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Daníel Þór Bjarkason
23. Már Ægisson ('54)
24. Dino Gavric

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('70)
Jökull Steinn Ólafsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkt svekkelsi fyrir Fram! Hrikalegt að missa þetta niður
95. mín Mark úr víti!
Alvaro Montejo (Þór )
Vantar ekki dramatíkina í Laugardalnum!
95. mín
ÞÓR FÁ VÍTI!!!
93. mín Gult spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Sparkar boltanum í burtu eftir aukapsyrnu dóm
90. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Éta tímann duglega með þessari skiptingu
88. mín
Fred sleppur einn í gegn og er dæmdur rangstæður, áhorfendur eru brjálaðir, sá ekki betur en hann væri ekki komin yfir miðju.
85. mín
Framarar að spila mjög fagmannlega, taka sér góðan tíma í allt, sækja, vinna föst leikatriði og svo framvegis.
80. mín
Æi Fred, þarna áttirðu að gera betur. Sleppur í gegn en er aaaaalltof lengi að skjóta Þórsarar ná að loka á hann
78. mín
Jökull hefði líklega getað skorað af 40 metrum, en hann tók ekki eftir að það var engin í marki Þórs. Fram líklegra að bæta í en Þór að jafna, leika á alls oddi
75. mín
Stúkan stendur upp fyrir Kaftein Þrennu! Það var hamagangur í teignum eftir að Fram fékk horn, sýndist Aron vera sá brotelegi. Guðmundur fór á punktinn og skoraði örruglega! Fram komnir yfir eftir að hafa verið 0-2 undir!
74. mín Mark úr víti!
Guðmundur Magnússon (Fram)
ÞRENNA!!!
72. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Þetta mark var svo fallegt! Helgi sendir bolta inn í teiginn þar sem boltinn hrekkur af manni og fyrir lappirnar á Guðmundi, sem slúttar virkilega vel úr efiðri stöðu!
70. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Fram)
Og svo gerir Karl það nákvæmlega sama hinum megin
69. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (Þór )
Hlaut að koma að spjaldi, Aron stoppar skyndisókn Fram með broti
68. mín
Þórsarar eiga aukspyrnu á hættulegum stað
64. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
63. mín
Inn:Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Út:Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
Heiðar skilar góðu dagsverki
60. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!!! Loftur Páll er alein í markteig Fram og skallar boltann, Atli þarf að bregðast við á mílísekúndu en nær að blaka boltanum yfir. Svo reynir Þór að senda boltann beint inn úr horninu en aftur ver Atli vel.
55. mín
Þór með vel útfærða skyndisókn sem endar á að Jakob á lúmskt skot, Atli ver mjög vel
54. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex Freyr þarf að fara útaf, hann var líka að kveinka sér í fyrri hálfleik, spurning hvort hann hafi reynt að harka eitthvað af sér sem hann hefði betur sleppt að harka af sér
48. mín
Svooooooo nálægt hjá Guðmundi Magnússyni, vinnur skalla einvígi í markteig og setur hann rétt svo framhjá.
45. mín
Leikur hafinn
Jæja, nær seinni hálfleikur að toppa þann fyrri?
45. mín
Hálfleikur
Eftir rólegar fyrstu mínútur er þessi leikur búin að vera hasarmynd!
45. mín
Aron Kristófer með dúndur skot úr þröngu færi, Atli ver í horn. Ekkert úr því.
45. mín
Fram sendir boltann inn í teig Þórs, hann skoppar greinilega af löppinni á Loft og í hendina á honum. Held að það sé rétt að dæma ekki hendi þarna, engin vilji og hann átti ekki séns að ná hendinni frá.
43. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Fyrirliðinn minnkar muninn! Bolti yfir Þórs vörnina, Guðmundur stingur varnarmanninn af og nær að pota boltanum framhjá Aron Birki sem átti að gera miklu betur þarna!

Ég náði ekki einu sinni að skrifa um vítið sem Þór vildi, þessi leikur er rugl!
41. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Veit ekki hvort þetta er taktísk breyting eða Ingi meiddi sig.
40. mín
Kristó, Orri og Guðmundur eru þrír á þrjá í skyndisókn, Orri hleður í þrumufleyg sem er rétt yfir.
37. mín
Guðmundur fær flotta fyrirgjöf frá Kristó og er svona 20 sentímetrum frá að minnka muninn. Framarar eru langt því frá að gefast upp.
34. mín
Fram fá aukaspyrnu við bogann á Þórs teignum, Guðmundur setur boltann rétt yfir.
30. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
2-0! Þvílíkur og annar eins bolti frá Aron! Þór fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fram. Aron tekur hana hún er gjörsamlega fullkominn, föst og í hárréttri hæð fyrir Ármann sem stakk varnarmenn Fram af og þurfti bara rétt að koma við boltann til að senda hann framhjá Atla.
29. mín
Heiðar Geir situr eftir eitthvað samstuð, hálfum brúsa af kælisprey síðar er hann góður
27. mín
Þetta var skemmtilegt. Þór vinna boltann og sendinginn í gegn er sein þannig að tveir leikmenn eru orðnir rangstæðir. Þeir hafa vit á að láta boltann vera. Hins vegar kemur Sveinn Elías á fleygiferð og nær honum og vinnur horn, sem reyndar ekkert verður úr.
23. mín
Alex Freyr ber boltann inn í teig og vippar fyrir, var nær því að skora en finna samherja, boltinn endar framhjá.
22. mín
Jakop Snær tekur þrumufleyg upp úr horninu, það hrekkur af varnarmanni og Atli grípur frákastið, mátti engin mistök, það voru tveir Þórsarar oní honum
21. mín
Tvisvar eru Framarar við það að skora þangað til Þórsarar hreinsa og vinna strax horn.
20. mín
Fram fær horn Loftur kemur aftur inn á í nýrri treyju
17. mín
Aftur vilja heimamenn spjald, aftur hafa þeir nokkuð til síns máls, Fred sendir annan stórhættulegan bolta í teiginn en Þórsarar hreinsa. Hiti í þessu.
14. mín
Ingi Freyr heppinn að fá ekki gult fyrir brot við teiginn. Fred gefur gullfallega fyrirgjöf sem hver annar en Guðmundur Magnússon vinnur en skallar í varnarmann og er svo dæmdur brotlegur í hamagangnum um frákastið. Loftur Páll þarf aðhlynningu, fékk höfuðhögg. Leikur heldur áfram, Þórsarar eru 10 eins og er
12. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fram hreinsar hornið, en Þór heldur boltanum, sýndist það vera Jóhann Helgi sem tók gabb hreyfingu fyrir utan teiginn og sendi smekklegan boltann á Svein sem skallaði í netið.
11. mín
Alex Freyr hreinsar boltann bakvið, Þór á horn
6. mín
6. mín
Jóhann Helgi stekkur á bakið á Tiago, sem tekur hann á hestbak og ber hann tvo þrjá metra áður en aukaspyrna er dæmd. Fram sækir, vinna innkast sem er grítt inn í teig þar sem Guðmundur Magnússon skallar boltann beint á Aron Birki.
4. mín
Alvaro vinnur boltann í varnarþriðjung Fram, stingu Kristófer af og setur stórhættulega stungu sendingu inn í teig, óheppinn að Jakop Snær ekki boltanum.
2. mín
Aron Kristófer með flott hlaup upp völlinn, reynir fyrirgjöf og Atli Gunnar kemur langt út í teiginn til að ná henni.
1. mín
Leikur hafinn
Fram byrjar með boltann og sækir í átt að Þróttsvellinum.
Fyrir leik
Liðin komin inn í klefa, allt að gerast
Fyrir leik
Þess má geta að þetta er fyrsti leikur Karls Brynjar í bláu treyjunni, en hann var áður að mála hjá nágrönnunum í Þrótti.
Fyrir leik
Það er glampandi sól í Laugardalnum, fánarnar rétt dansa og hitamælirinn segir 12 gráður.
Fyrir leik
Lárus Orri gerir þrjár breytingar á sigrinum á Njarðvík. Aron Kristófer, Jakob Snær og Jóhann Helgi koma inn í staðinn fyrir Loft Pál, Iganacio og Inga Frey
Fyrir leik
Pedro gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Leikni í síðasta leik. Unnar Steinn víkur fyrir Karli Brynjari og Mihjalo er skipt úr fyrir Helga Guðjónsson.
Fyrir leik
Fram misstu endanlega af Pepsi lestinni með því að gera jafntefli í síðustu tveim leikjum, en Þór eru í bullandi séns að komast upp, tveim stigum á eftir Víking Ólafsvík með þennan leik til góða. Þeir hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Pakkinn í topp fjórum er hrikalega þéttur, þrjú stig að skilja HK í fyrsta og Þór í fjórða, þó HK eigi leiki til góða og séu með miklu betri markatölu.
Fyrir leik
Góðan blíðviðrisdaginn og velkominn á Laugardagsvöll þar sem Framarar taka á móti Þór í fimmtándu umferð Inkasso deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Aron Kristófer Lárusson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('41)
14. Jakob Snær Árnason ('64)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
15. Guðni Sigþórsson ('64)
18. Alexander Ívan Bjarnason ('41)
22. Jón Óskar Sigurðsson
26. Bjarki Baldursson

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Sandor Matus
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Óðinn Svan Óðinsson
Þórður Halldórsson
Gestur Örn Arason
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('69)

Rauð spjöld: