Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 08. janúar 2026 09:25
Elvar Geir Magnússon
Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri
Powerade
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: EPA
Ethan Nwaneri.
Ethan Nwaneri.
Mynd: EPA
Það er allt morandi í áhugaverðum slúðurmolum þennan fimmtudaginn. Liverpool er orðað við fyrrum leikmann Manchester United, Bournemouth vill ungstirni lánað frá Arsenal og Glasner er áfram orðaður við United.

Liverpool sýnir Mason Greenwood (24), fyrrum framherja Manchester United, áhuga. Greenwood hefur leikið mjög vel með Marseille á tímabilinu. (Fichajes)

Tottenham er í viðræðum um að kaupa brasilíska vinstri bakvörðinn Souza (19) frá Santos en fyrsta tilboði félagsins, upp á 8 milljónir punda, var hafnað. (Standard)

Bournemouth hefur áhuga á að fá Ethan Nwaneri (18) lánaðan frá Arsenal en framherjinn ungi vill helst vera áfram hjá Arenal þar til í lok tímabilsins, jafnvel þó hann sé ekki að fá mikinn spiltíma. (Independent)

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, segir að hann muni á næstu vikum fara í nánari viðræður við félagið um samningsmál sín áður en hann tekur lokaákvörðun. Glasner er sterklega orðaður við Manchester United. (Mirror)

Liverpool gæti gert 20 milljóna punda tilboð í Marc Guehi (25), hinn eftirsótta varnarmann Crystal Palace í þessum mánuði. Guehi verður samningslaus í sumar. (Mirror)

Enski varnarmaðurinn Joe Gomez (28) hjá Liverpool og brasilíski miðvörðurinn Murillo (23) hjá Npttingham Forerst eru báðir á blaði hjá AC Milan en ítalska félagið vill styrkja varnarlínu sína. (Calciomercato)

John Stones (32), varnarmaður Manchester City, er á lokaári samnings síns og Pep Guardiola, stjóri liðsins, er með efasemdarraddir um framtíð hans hjá félaginu. (The Times)

Mario Balotelli (35), fyrrum framherji Manchester City og Liverpool, er á leið í sitt fjórtánda félag á ferlinum en hann er að ganga í raðir Al Ittifaq sem er í B-deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. (Goal)

Franski markvörðurinn Mike Maignan (30) hefur verið orðaður við Chelsea en er nálægt því að framlengja samning sinn við AC Milan. (Sky Sports Ítalíu)

Franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano (27) hefur gert munnlegt samkomulag við Bayern München um nýjan samning. Aðeins á eftir að klára samkomulag um riftunarákvæði. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner