
Keflavík
0
1
Fylkir

0-1
Marija Radojicic
'81
10.08.2018 - 19:15
Nettóvöllurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Berglind Rós Ágústsdóttir
Nettóvöllurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Berglind Rós Ágústsdóttir
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Groff
7. Mairead Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
('85)

24. Anita Lind Daníelsdóttir
- Meðalaldur 8 ár
Varamenn:
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
5. Berta Svansdóttir
7. Kara Petra Aradóttir
13. Bryndís María Theodórsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
23. Sigurbjörg Eiríksdóttir
Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ljiridona Osmani
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Ólöf Stefánsdóttir
Eva Lind Daníelsdóttir
Ástrós Lind Þórðardóttir
Soffía Klemenzdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Fylkis!!!
Fyrsta tap Keflavíkur staðreynd, Fylkir minnkar bilið í eitt stig og eiga leik til góða og koma sér þar með í bílstjórasætið um toppsætið
Fyrsta tap Keflavíkur staðreynd, Fylkir minnkar bilið í eitt stig og eiga leik til góða og koma sér þar með í bílstjórasætið um toppsætið
90. mín
Brotið á Keflvíkingi út við endalínu við teiginn. Fyrirtaksstaða en síðasti séns líklega.
90. mín
Það er komið fram í uppbótar tíma og nánast allt Keflavíkurliðið liggur á teig gestanna og freistar þess að ná inn marki.
88. mín
hvernig var þessi ekki inni?????
mikil þvaga í teignum og allt í einu er Aníta Lind með boltann nánast á marklínu en tekst á einhvern furðulegan hátt að setja hann yfir markið,
mikil þvaga í teignum og allt í einu er Aníta Lind með boltann nánast á marklínu en tekst á einhvern furðulegan hátt að setja hann yfir markið,
81. mín
MARK!

Marija Radojicic (Fylkir)
Skorar af stuttu færi eftir hornspyrnu!
Klafs í teignum og boltinn berst á Mariju sem getur varla annað en skorað
Þetta setur svakalega spennu í deildinna!
Klafs í teignum og boltinn berst á Mariju sem getur varla annað en skorað
Þetta setur svakalega spennu í deildinna!
80. mín
Rugluð aukaspyrna frá Margréti Björg af 25-30 metra færi stefnir beint í skeytin en Lauren ver gjörsamlega frábærlega í horn
76. mín
Svakaleg barátta í báðum liðum og ekkert gefið eftir, spilað fast og á háu tempói.
71. mín

Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Út:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
þriðja skipting gestanna. Keflavík enn ekki gert breytingu.
68. mín
Fylkir að taka yfir leikinn þessa stundina og pressa Keflavík af miklum móð. Leikurinn er í algjörum járnum og getur dottið báðum meginn, spennan töluverð og það er farið að sjást á leiknum
65. mín
Hætta í teig Keflavíkur. Hulda Sigurðardóttir kemst inná teiginn eftir snögga sókn og reynir skotið niður í nærhornið en Lauren snögg niður og ver vel.
64. mín
Fylkisstúlkur orðnar fjölmennar gegn fáliðaðri vörn heimakvenna eftir mistök frá Kötlu Maríu en hún hreinsar upp eftir sig með frábærri tæklingu.
62. mín
Ágætis skottilraun hjá Fylki, Sá nú ekki hver það var en alls ekki galið og rétt framhjá.
57. mín
Þetta hefði orðið svo fallegt mark!!!!!
Frábært spil Sophie og Arndísar tíar upp skotið fyrir Sophie sem smellhittir boltann sem sleikir samskeytinn af 20 metra færi.
Frábært spil Sophie og Arndísar tíar upp skotið fyrir Sophie sem smellhittir boltann sem sleikir samskeytinn af 20 metra færi.
54. mín

Inn:Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir)
Út:Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)
Önnur breyting gestanna
50. mín

Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting leiksins.
48. mín
Svakalegur barningur hér í upphafi og kappið að bera fegurðina ofurliði en það er partur af þessu öllu saman.
46. mín
Liðin hafa ráðið ráðum sínum og allt er klárt að nýju. Fáum vonandi mörk hér á næstu 45 mínútum.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar flautar hér til hálfleiks, staðan markalaus en því fer fjarri að leikurinn hafi verið leiðinlegur áhorfs af þeim sökum, grimmd og barátta í báðum liðum sem ætla sér ekkert annað en 3 stig hér í kvöld.
43. mín
Rólegra yfir þessu eins og er en ég ætla nýta tækifærið og fá að hrósa dómara leiksins. Gunnar Oddur hefur verið virkilega öruggur á flautunni hér í kvöld og haldið góðri línu að mínu mati, leyft liðunum að takast aðeins á og hefur leikurinn flotið mjög vel.
38. mín
Þórdís kemur út úr markinu og rétt nær til boltans á undan Sveindísi og kemur honum í innkast. Langt innkast og Anasi með skallann sem sleikir þverslánna. Þær eru að færast nær markinu
33. mín
Það er ekkert gefið eftir hér, Fulton fer hér af fullum krafti í Berglindi Rós sem liggur eftir. Hún fann fyrir þessu.
30. mín
Enn Aníta Lind með fyrirgjöf. að þessu sinni stórhættuleg en skórnir númeri of litlir hjá þeim leikmönnum sem biðu færis í teignum og boltinn siglir framhjá þeim öllum.
23. mín
Aníta tíar boltann upp fyrir Sveindísi sem á skotið en er ekki í næginlega góðu jafnvægi og boltinn vel yfir,
20. mín
Eftir góða fyrirgjöf fá Anítu Lind frá vinstri dettur boltinn fyrir fætur Sophie sem á ágætis skot sem Þórdís ver vel
17. mín
Hætta við mark gestanna. Eftir langt innkast berst boltinn fyrir fætur Anasi í miðjum teignum en hún hittir boltann illa.
14. mín
Tek það ef ekki af Fylki að þær eru hættulegar úr sínum snöggu sóknum og geta vel meitt heimakonur þó þær í bláu séu meira með boltann hér.
12. mín
Frábærir taktar hjá Sophie Groff, dansar framhjá varnarmönnum Fylkis hægra meginn við endalínu inn á teiginn þar sem hún leggur boltann út en skotið úr þvögunni beint í varnarmann.
10. mín
Heimakonur aðeins að færa sig upp á skaftið. Halda boltanum hátt á vellinum og eiga nokkrar fyrirgjafir en vörn Fylkis vandanum vaxinn að sinni.
6. mín
Bæði lið eru ekkert að hika hér. Horfa fram völlinn og eru ekkert að dútla með boltann. Hér á að sækja
4. mín
Sveindís reynir að brjótast upp hægra meginn en gestirnir koma boltanum í innkast.
1. mín
Aníta Lind leikur skemmtilega á Sæunni á vinstri vængnum og reynir fyrirgjöf en beint í fang Þórdísar í marki Fylkis
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað það eru gestirnir úr Árbæ sem hefja leik og sækja í átt að sýslumanninum
Fyrir leik
Einhver reytingur af fólki í stúkunni en mun minna en maður myndi vilja sjá á svona leik. Tvö virkilega spennandi lið hér á ferð svo drífa sig á völlinn.
Fyrir leik
Mættur í boxið og styttist í leik. Veðrið er þokkalegt eins og áður sagði en kannski aðeins meira en smá gjóla, breytir því þó ekki að aðstæður eru til fyrirmyndar, flottur völlur og tvö hörkulið til að spila vonandi skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Veðurútlit á leiktíma er bara flott. Skýjað 11 stiga hita og smá gjóla úr suðaustri og því engin ástæða til annars fyrir stuðningsmenn liðanna en að fjölmenna á völlinn.
Tek það ekki sem afsökun að ætla sitja i sófanum og horfa á opnunarleik Ensku deildarinnar enda verður mun meira fjör á Nettó vellinum og er ég þó gallharður United maður.
Tek það ekki sem afsökun að ætla sitja i sófanum og horfa á opnunarleik Ensku deildarinnar enda verður mun meira fjör á Nettó vellinum og er ég þó gallharður United maður.
Fyrir leik
Þótt komið sé fram í seinni umferð deildarinnar hafa liðin ekki mæst áður í sumar. Kann nú ekki skýringu á því en það er þó stutt í að liðin mætist aftur en seinni leikur liðanna fer fram í Árbænum þann 20.ágúst.
Fyrir leik
Eins og sjá má á tweetinu hér að neðan sitja liðin í eftstu sætum deildarinnar.
Keflavík á toppnum með 31 stig eftir 11 leiki með 10 sigra og 1 jafntefli og markatöluna 36-8
Fylkir situr svo sæti neðar með 27 stig eftir 10 leiki, 9 sigra og eitt tap en getur með sigri í kvöld minnkað bilið á Keflavík í 1 stig með leik til góða svo leikurinn er GRÍÐARLEGA mikilvægur fyrir bæði lið.
Keflavík á toppnum með 31 stig eftir 11 leiki með 10 sigra og 1 jafntefli og markatöluna 36-8
Fylkir situr svo sæti neðar með 27 stig eftir 10 leiki, 9 sigra og eitt tap en getur með sigri í kvöld minnkað bilið á Keflavík í 1 stig með leik til góða svo leikurinn er GRÍÐARLEGA mikilvægur fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Toppslagur à Inkasso kvenna à kvöld. KeflavÃk-Fylkir. Býst ekki við öðru en hörkuleik. pic.twitter.com/jEYONUOZe0
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) August 10, 2018
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
('54)

Tinna Björk Birgisdóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Hanna María Jóhannsdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
('71)

7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
('50)

8. Marija Radojicic

15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
- Meðalaldur 3 ár
Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
('54)

17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
('50)

17. Birna Kristín Eiríksdóttir
18. Rakel Leifsdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir
- Meðalaldur 25 ár
Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Bryndís Arna Níelsdóttir
Steinar Leó Gunnarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: