Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Þróttur R.
3
2
Selfoss
0-1 Ivan Martinez Gutierrez '11
0-2 Kenan Turudija '17
Emil Atlason '63 1-2
Birkir Þór Guðmundsson '77 2-2
Viktor Jónsson '90 3-2
25.08.2018  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Ótrúlega góðar, sól og blíða.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Viktor Jónsson (Þróttur Reykjavík)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Finnur Tómas Pálmason
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('45)
8. Aron Þórður Albertsson ('80)
9. Viktor Jónsson
10. Rafn Andri Haraldsson
15. Egill Darri Makan Þorvaldsson
20. Logi Tómasson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('45)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Teitur Magnússon
7. Adrían Baarregaard Valencia
11. Emil Atlason ('45)
11. Jasper Van Der Heyden ('45)
16. Óskar Jónsson ('80)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Baldur Hannes Stefánsson
Jamie Paul Brassington
Jón Breki Gunnlaugsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með ótrúlegum endurkomu sigri Þróttara 3-2. Þeir fara upp í 35 stig en Selfoss halda sér í fallsæti.
90. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Jasper Van Der Heyden
VÁÁÁÁÁ Belginn með alvöru innkomu. Glæsileg fyrirgjöf frá hægri á kollinn á Viktori sem skallar boltann glæsilega inn. Líf og fjör í Laugardalnum. Senur.
89. mín
Horn fyrir Selfoss þegar ein mínúta er eftir af venjulegum leiktíma, ætlar annað hvort liðið að stela þessu?
88. mín
Inn:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss) Út:Hrvoje Tokic (Selfoss)
87. mín
Viktor Jónsson ætlaru ekki að skora í þessum leik maður? Geggjuð sending inn fyrir frá Rafni Andra og Viktor með lélega fyrstu snertingu og klúðrar færinu.
86. mín
Skrýtin lína hjá Einari Mikael að spjalda ekki þarna. Aron Ýmir er á gulu og sparkar Loga niður aftan frá og Einar virðist ekki þora að spjalda. Stefán Logi grípur svo aukaspyrnuna. Búinn að grípa svona 70 bolta í þessum leik.
85. mín
Aftur færi fyrir Þróttara en Stefán Logi grípur inn í og grípur boltann.
83. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Hárrétt. Tekur Rafn Andra niður aftan frá.
82. mín
Viktor Jónsson búinn að vera mjög góður í þessum leik, gerir vel að koma sér í færi en skotið ekki nógu gott í lokin.
80. mín
Inn:Óskar Jónsson (Þróttur R.) Út:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Aron búinn að vera góður. Þessi skipting er Bliki fyrir Blika enda báðir uppaldir í Kópavoginum og Óskar samningsbundinn Breiðablik en á láni hérna í Laugardalnum.
77. mín MARK!
Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Viktor Jónsson
Þvílík bomba frá Birki, ég var að skrifa færslu um orrahríð að marki Selfyssinga þegar markið kom. Boltinn barst inn á teiginn á Viktor sem lagði hann fyrir Birki sem gjörsamlega þrumaði boltanum í markið! Geggjað! 2-2
75. mín
Aron Þórður með glæsilega fyrirgjöf inn í teig Selfyssinga sem Stefán Logi grípur þó.
74. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Hárrétt, heldur Viktori í baráttu um boltann. Stefán Logi grípur svo boltann eftir aukaspyrnuna.
73. mín
Viktor Jónsson dömur mínar og herrar. Hár bolti upp í loftið og inn fyrir vörn Selfyssinga, þeir reyna að hreinsa en Emil kemur boltanum á Viktor sem kemst í álitlegt færi en skotið framhjá.
72. mín
Ivan Martinez með skalla rétt yfir markið, vel spilað hjá Selfyssingum.
69. mín
Aukaspyrna frá Loga, sendir boltann út á kantinn á Jasper sem á góða fyrirgjöf, Viktor kemst í boltann en skotið fer beint á Stefán Loga sem grípur hann. Og Þróttarar eru aftur komnir með boltann.
68. mín
Einar Mikael gjörsamlega glórulaus að spjalda ekki Selfssing sem að braut á Agli Darra.
65. mín
Smá hiti að færast í þetta hérna. Síðasti hálftíminn verður flottur. Þróttur á horn. Skemmtileg stemning í stúkunni.
63. mín MARK!
Emil Atlason (Þróttur R.)
Stoðsending: Aron Þórður Albertsson
Glæsileg sending inn fyrir frá Aroni Þórð, Emil nær að skalla boltann framhjá Stefáno Loga áður en hann setur boltann í netið. Þróttarar loksins að skora eftir að hafa sótt án afláts mest allan leikinn.
62. mín
Stefán Ragnar með langt innkast sem Arnar Darri grípur áður en hann neglir boltanum út fyrir völlinn.
61. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss) Út:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
60. mín
Jasper Van Der Heyden með flottan sprett framhjá þremur Selfyssingum en missir boltann svo aftur fyrir.
58. mín
Ljótt brot hjá Arnari Loga á Aroni Þórð. Allir sammála í fjölmiðlastúkunni um að þetta hafi réttlætt gult spjald en Einar heldur því í vasanum.
57. mín
Horn fyrir Selfoss, sjáum hvað þeir gera hérna.
56. mín
Arnar Darri með vörslu eftir skot beint úr horni. Flott skot en á að vera auðvelt fyrir Arnar.
55. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Aron missir boltann frá sér og bombar svo Selfyssing niður með því að hoppa á hann.
54. mín
Þróttarar endalaust í færum en þeir nýta sér það ekki.
52. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK? Viktor með skot á markið eftir flottan sprett frá Van Der Heyden, boltinn berst á Emil sem hittir ekki einu sinni á markið. Á að skora þarna.
48. mín
Viktor Jóns í ágætis færi en missir boltann aftur fyrir.
45. mín
Inn:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
Gulli að reyna að breyta leiknum. Sjáum hvernig það gengur.
45. mín
Inn:Emil Atlason (Þróttur R.) Út:Páll Olgeir Þorsteinsson (Þróttur R.)
Tvæir breytingar í hálfleik.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn farinn af stað að nýju.
45. mín
Hálfleikur
0-2 í hálfleik þar sem Þróttarar hafa haldið boltanum betur og skapað sér fleiri færi.
45. mín
Ingi Rafn með flott hlaup upp og völlinn og góða sendingu út á Aron Ými sem sendir á Tokic, hann tekur touch og leggur boltann fyrir Inga sem skýtur boltanum framhjá.
44. mín
Þróttarar reyna og reyna að ná inn marki en fyrirgjafirnar þeirra rata yfirleitt á kollinn á Selfyssingum eða þá í hendurnar á Stefáni Loga.
41. mín
Aron og Páll Olgeir leika boltanum vel á milli sín áður en Palli krossar hann inn í teiginn þar sem hann svífur yfir allt og alla. En Þróttarar komnir með boltann aftur.
39. mín
Rafn Andri með neglu yfir markið. Þróttarar EIGA að skora mark hérna fyrir hálfleik, annað væri bara skrýtið miðað við gang leiksins.
36. mín
Detti nú af mér allar dauðar lýs, Selfoss hóta þriðja markinu hérna. Flottur kross frá hægri og Tokic í baráttunni inni í teig.
35. mín
Þróttarar vilja víti, aukaspyrnan flýgur á fjærstöngina þar sem Viktor Jóns er en hann nær ekki til boltans. Aldrei víti að mínu viti.
34. mín
Aukaspyrna hjá Þrótti. Hvað gera þeir?
32. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Selfoss)
Brýtur á Viktori og fær réttilega gult spjald, fékk tiltal áðan.
31. mín
Logi Tómasson! Kemur askvaðandi í átt að teignum og þrumar boltanum á markið í fyrsta eftir hreinsun Selfyssinga.
30. mín
Ekkert verður úr horninu en Þróttarar halda áfram að vera hættulegri aðilinn á vellinum.
29. mín
Aron Þórður með snilldartakta! Sólar einn og tekur flott skot sem Stefán ver í horn.
27. mín
Engin hætta eftir innkastið en Tokic vinnur svo boltann áður en hann brýtur af sér.
27. mín
Langt innkast fyrir Selfoss, þessi skapa alltaf usla á teignum.
24. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Kenan Turudija (Selfoss)
Kenan Turudija virðist ekki geta haldið leik áfram og honum er skipt út af.
23. mín
Kenan Turudija liggur hérna eftir á vellinum. Ég sá ekki hvað gerðist en Anna Sólveig sjúkraþjálfari Selfyssinga skokkar inn á til að huga að honum.
22. mín
Stefán Ragnar tekur langt innkast, Egill Darri hreinsar í annað innkast. Stefán tekur það líka.
20. mín
Þorsteinn Daníel með flotta takta á hægri kantinum, vippar boltanum snyrtilega yfir leikmann Þróttar en missir hann svo of langt frá sér og brýtur af sér. Þróttarar samt búnir að vinna boltann aftur.
19. mín
Þvílíka steypan. Selfoss búnir að fá 3 færi í leiknum og skora úr tveimur, á móti hafa Þróttarar fengið 5 hornspyrnur og nokkur önnur færi en ekekrt gert.
17. mín MARK!
Kenan Turudija (Selfoss)
Turudija fær góða sendingu inn í teig og klobbar Arnar Daða. Rosalega vel gert hjá Selfyssingum en vörnin hjá Þrótti lítur ekki vel út.
16. mín
Aukaspyrnan mjög léleg frá Loga Tómassyni og aftur fyrir markið, hann getur betur en þetta, lofa því.
15. mín
Aukaspyrna dæmd á Selfoss. Álitlegur staður.
14. mín
Aron Þórður með tilraun til fyrirgjafar en hún fer í horn af fyrsta Selfyssingnum. Hornið er hreinsað og Þróttarar vinna boltann aftur.
12. mín
Þetta mark kom gegn gangi leiksins, það verður að viðurkennast. Það eru alltaf skoruð mörk hérna og það er vel.
11. mín MARK!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Stórfurðulegt. Finnur gefur á Ivan, hann leikur framhjá einum leikmanni Þróttar og setur hann í gegnum klofið á Arnari Darra. Gjöf. Vá.
10. mín
Og Stefán Logi grípur aftur. Auðvelt fyrir hann.
9. mín
Stefán Logi ver úr færi eftir hornspyrnu frá Þrótti, í annað horn.
8. mín
Egill Darri með fyrirgjöf sem Stefán Logi grípur en aftur þá vill Selfoss ekki halda boltanum. Skemmtilegt að segja frá því, að í kvöld er sveitaball hérna í Þróttaratjaldinu. Horn fyrir Þrótt.
7. mín
Kenan Turudija með hörkuskot hérna eftir slæm mistök á miðjunni hjá Þrótti. Opinn og skemmtilegur leikur.
6. mín
Þróttarar að spila boltanum vel þessar mínúturnar og virðast ætla að keyra yfir Selfyssinga hérna á fyrstu mínútum leiksins.
4. mín
Hreinn Ingi fyrirliði Þróttara vinnur boltann.
4. mín
Egill Darri og Daði með spil upp hægri kantinn, Selfyssingar fá hérna innkast og annað strax í kjölfarið.
2. mín
Selfyssingar ná boltanum og ákveða að halda honum í 2 sekúndur og bomba honum strax í burtu. Aron Þórður keyrir upp vinstra megin og á skot sem Stefán Logi ver.
2. mín
Hornspyrna fyrir Þrótt, önnur strax eftir það. Hættulegir hérna í byrjun.
1. mín
Hörkufæri hérna strax í byrjun. Daði fær sendingu frá Viktori og Þróttur næstum búnir að skora.
1. mín
Leikur hafinn
Þá hefst leikurinn og Einar flautar til leiks.
Fyrir leik
Þá ganga liðin inn á völlinn við flotta tóna. Kynnirinn les upp liðin. Vil meina að það mættu fleiri vera mættir en kannski eru íbúar Laugardals ennþá að vakna.
Fyrir leik
Að sama skapi er Þróttur í harðri baráttu um sæti í Pepsi-deildinni en í fyrstu tveimur sætunum eru ÍA og HK og þar fyrir neðan koma Víkingur Ó, Þór og svo hverjir aðrir en Þróttarar. 11 af 12 liðum þessarar Inkasso-deildar eru að berjast um eitthvað og það er gjörsamlega geggjað. Áfram íslenskur fótbolti!
Fyrir leik
Þórir Hákonar, okkar allra besti, búinn að taka á móti undirrituðum hérna. Glæsilegar aðstæður til knattspyrnuiðkunar hjá Þrótturum, sól, blíða og vel vökvað gervigras. Hlakka til að sjá þennan leik, Selfyssingar mega ekki tapa þessum leik enda í harðri fallbaráttu við ÍR, Hauka, Njarðvík og Leikni. Þetta er ekki innsláttarvilla, það eru 6 lið að berjast um fall í þessari deild. Við þessi 5 sem nefnd eru hér að ofan bætast Magnamenn.
Fyrir leik
Hér í dag eigast við Þróttur Reykjavík og Selfoss og fer leikurinn fram á Eimskipsvellinum í iðagræna og sólríka Laugardalnum.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik einum geggjuðum leik í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
6. Aron Ýmir Pétursson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('61)
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Hrvoje Tokic ('88)
18. Arnar Logi Sveinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
24. Kenan Turudija ('24)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
9. Gilles Ondo
12. Magnús Ingi Einarsson ('88)
20. Bjarki Leósson
22. Kristófer Páll Viðarsson ('61)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Jóhann Árnason
Njörður Steinarsson
Anna Sólveig Smáradóttir

Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('32)
Arnar Logi Sveinsson ('74)
Ingi Rafn Ingibergsson ('83)

Rauð spjöld: