Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 10:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic
Powerade
Son á Old Trafford?
Son á Old Trafford?
Mynd: EPA
Aleksandar Pavlovic.
Aleksandar Pavlovic.
Mynd: EPA
Manchester United þarf að styrkja sig, Kevin De Bruyne færist nær Bandaríkjunum og Ancelotti vill enskan varnarmann. Þetta og fleira í slúðurpakkanum í boði Powerade.

Manchester United hefur áhuga á að fá Son Heung-min (32), Suður-kóreskan framherja Tottenham. (Fichajes)

Ineos mun tilkynna um fleiri hópuppsagnir hjá Manchester United á mánudaginn. Sir Jim Ratcliffe og Sir Dave Brailsford telja að hætta verði að miða við fyrri afrek félagsins. (Mirror)

Manchester United er að kanna möguleika á að fá þýska miðjumanninn Aleksandar Pavlovic (20) frá Bayern München og er tilbúið að bjóða enska framherjann Marcus Rashford (27), sem er í láni hjá Aston Villa, í skiptum. (Caught Offside)

Nýliðar San Diego FC í MLS-deildinni eru nálægt því að gera samkomulag um að fá belgíska landsliðsmanninn Kevin De Bruyne (33) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Manchester City rennur út í lok tímabilsins. (TBR)

Real Madrid ætlar að taka þátt í keppninni um franska miðvörðinn Castello Lukeba (22) hjá RB Leipzig. Liverpool, Chelsea og Manchester United hafa einnig áhuga. (Mirror)

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Everton, vill fá enska varnarmanninum Jarrad Branthwaite (22) til Real Madrid. (Mirror)

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur gefið í skyn að hann muni leita að nýjum markverði í sumar eftir mistök danska markvarðarins Filip Jörgensen (22) í sigurmarki Aston Villa í gær. (Express)

Nottingham Forest, Newcastle United og Everton fylgjast með brasilíska framherjanum Luis Henrique (23) hjá Marseille. (TBR)

Juventus vill fá David Hancko (27), slóvakískan varnarmann Feyenoord. Liverpool hefur einnig áhuga en leikmaðurinn vill fara til Tórínó. (Tuttosport)

Barcelona hefur sett kólumbíska framherjann Luis Díaz (28) hjá Liverpool efstan á óskalista sinn. (Diario AS)

Chelsea sækist eftir franska varnarmanninum Loic Bade (24) frá Sevilla í sumar. Bláliðar eru sagðir tilbúnir að bjóða 30 milljónir evra (24,9 milljónir punda) í hann. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner