Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Þór/KA
2
0
Selfoss
Sandra María Jessen '4 1-0
Karen María Sigurgeirsdóttir '89 2-0
25.08.2018  -  16:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: 8 stiga hiti og logn
Dómari: Ragnar Þór Bender
Áhorfendur: 254
Maður leiksins: Allyson Paige Haran - Selfoss
Byrjunarlið:
1. Stephanie Bukovec (m)
Lára Einarsdóttir
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f) ('77)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('90)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('86)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Helena Jónsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('90)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('77)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
14. Berglind Halla Þórðardóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('86)
19. Brynja Marín Bjarnadóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Johanna Henriksson
Anna Catharina Gros

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 2-0 sigri Þór/KA og þær tylla sér á toppinn allavega tímabundið!
90. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
89. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: María Catharina Ólafsd. Gros
Varamaðurinn að setja sitt mark á leikinn með marki! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnuna. Þór/KA stelpur hljóta að anda léttar, búnar að leita að þessu marki allan leikinn
89. mín
Karen við það að sleppa í gegn en Hranhildur gerir vel í að loka á skotið hjá henni. Hornspyrna sem Þór/KA á
87. mín
Inn:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss) Út:Íris Sverrisdóttir (Selfoss)
86. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
85. mín
Þór/KA keyrir á múrvegg þegar þær sækja á Selfoss. Nú reynir Karen langskot sem fer yfir mark Selfoss
84. mín
Andrea Mist með skot utan af velli en boltinn yfir markið
82. mín
Inn:Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Út:Halla Helgadóttir (Selfoss)
82. mín
Andrea Mist með frábæran bolta úr hornspyrnu þar sem Mayor og Ariana voru staðsettar á en komu boltanum ekki inn. Þór/KA fær aðra hornspyrnu sem Anna Rakel tekur vel, mikill daðraðardans inn í teignum en inn vill boltinn ekki
80. mín
Ótrúlega vel gert hjá Barböru sem fær boltann á eigin vallarhelming og keyrir upp allan völlinn framhjá þremur Þór/KA stelpum og nær fyrirgjöfinni en Ariana er vel staðsett inn í teig og kemur í veg fyrir að boltinn nái til Alexis
78. mín
Andrea Mist með skot en það fer langleiðina að sundlauginn sem er stödd í næsta húsi
77. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Sandra María Jessen (Þór/KA)
Fyrirliðin af vellinn. Karen fær síðasta korterið
76. mín
Þór/KA nær hins vegar til boltans, kemur langur bolti inn á Mayor sem er ein fyrir framan markið en skotið er framhjá markinu
75. mín
Þór/KA búið að liggja á Selfoss en ekki gengið að finna markið. Fá hornspyrnu núna sem Andrea Mist tekur, það er tekið stutt en Selfoss löngu búið að lesa þetta og komast inn í sendingu og keyra af stað
69. mín
Þór/KA leitar og leitar að marki nr. 2 en gengur illa að finna glufur á skipulagðri vörn Selfoss
68. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss)
Brynhildur átt fínan leik fyrir Selfoss
68. mín
Þór/KA með aukaspyrnu út á miðjum vallarhelming Selfoss en framkvæmdin á spyrnunni ekkert góð
66. mín
Anna Rakel með skot inn í teig en Selfoss stelpur fyrir boltann, boltinn berst til Söndru Jessen sem reynir skot en aftur er Selfoss fyrir, boltinn fer þá á Mayor sem skýtur en aftur er Selfoss fyrir
66. mín
Selfoss með skyndisókn, boltinn endar hjá Brynhildi sem nær ekki skoti á markið. Gott samspil
63. mín
Þór/KA fær hornspyrnu sem Anna Rakel tekur en dæmt brot á Mayor inn í teig og Selfoss á boltann
61. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á góðum stað fyrir utan teig Þór/KA. Gott tækifæri hér á ferð! Magdalena settur hins vegar boltann yfir allan pakkann og beint í hendurnar á Stephanie, æfingabolti fyrir hana
60. mín
Anna Rakel aftur á ferðinni, fer framhjá Hrafnhildi í vörn Selfyssinga og tekur skotið en það er hins vegar vel framhjá
59. mín
Anna Rakel með fyrirgjöf en boltinn ekki góður og Selfoss á markspyrnu
56. mín
Aukaspyrna sem Þór/KA fær rétt fyrir utan vítateig vinstra meginn, verður daðraðardans inn í teig Selfoss í kjölfarið þar sem Ariana endar á að reyna einhvers konar bakspyrnu en boltinn hitti ekki rammann
56. mín
Lítið að frétta þessar mínúturnar af Þórsvellinum, bæði lið að reyna að byggja upp sóknir en hafa lítið komist áleiðis á síðasta þriðjungnum
52. mín
Lára reynir fasta sendingu inn á Huldu Ósk í hlaupinu en sendingin föst og Caitlyn nær til boltans
49. mín
Fín sending frá Alexis inn fyrir á Brynhildi en Stephanie kemur út úr teignum og sparkar þessum í burtu áður en Brynhildur nær til hans
48. mín
Þarna átti Sanda Jessen að gera svo miklu miklu betur, fær sendingu frá nöfnu sinni inn í teig beint fyrir framan markið en í stað þess að skjóta í fyrsta ákveður hún að fara framhjá varnarmanni og skýtur svo beint í varnarmann og út af. Þór/KA fær horn, boltinn ratar á kollinn á Lillý sem skallar að marki en boltinn yfir
46. mín
Andrea Mist með sendingu inn í teig en Mayor og Hulda er báðar aðeins of seinar inn í teig til að ná til hans
45. mín Gult spjald: Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
45. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað. Selfoss byrjar með boltann
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Þórsvellinum. Staðan 1-0 fyrir Þór/KA. Leikurinn búinn að vera í nokkru jafnvægi og liðin skipst á að koma sér í fínar stöður
42. mín
Andrea Mist með hörmulega sendingu sem Selfoss nær til og snúa í sókn en voru ekki nógu klókar á fáa varnarmenn Þór/KA og ekkert verður úr þessu. Andrea Mist heppinn þarna, bæði að ekkert varð úr þessu og að hún slapp við gult spjald fyrir brot í kjölfarið á þessu öll
40. mín
SLÁIN! Frábær spil hjá Selfoss, boltinn endar hjá Höllu fyrir utan vítateig. Hún ákveður að láta vaða og boltinn syngur í slánni!
38. mín
Þór/KA mikið meira með boltann þessa stundina en eru ekki að finna glufur á vörn Selfoss
34. mín
HA! Hvernig fór þessi ekki inn? Anna Rakel með geggjaðan bolta inn í teig Selfoss þar sem nokkrar Þór/KA stelpur eru á fjærstönginni með opið mark fyrir framan sig, sé ekki hver tekur skotið en það er í stöngina og út af. Ótrúlegt að þessi hafi ekki farið inn
31. mín
Selfoss fær hornspyrnu eftir fínasta spil upp völlinn, hornspyrnan fín en lendir á kollinn á Andreu og útaf. Seolfoss fær aðra hornspyrnu sem verður ekkert úr
28. mín
Alexis að koma sér í frábæra stöðu fyrir framan mark Þór/KA, á skot við vítateigslínu en boltinn framhjá markinu.
27. mín
Aukaspyrna út á velli sem Selfoss á, boltinn í gegnum allan pakkann inn í teig og svo rétt framhjá markinu.
26. mín
Brynhildur fær góðan bolta upp kantinn þar sem hún fær flugbraut inn að vítateig en því miður er enginn með henni og boltinn sem hún setur fyrir fer beint út af og Þór/KA á markspyrnu
23. mín
Vel gert hjá Huldu Ósk út á kanti, uppsker aukaspyrnu á góðum stað milli hornfána og vítateigslínu. Ariana með boltann beint á kollinn á Mayor sem er ein og óvölduð en hún nær ekki að stýra honum á markið
21. mín
Sandra Jessen reynir að keyra upp kantinn en er stoppuð og þarf að snúa við og senda boltann til baka. Þór/KA heldur samt boltann og aftur endar boltinn hjá Söndru sem kemur með bolta fyrir en Selfoss bægir hættunni frá
19. mín
Selfoss að ná fínu spili upp síðustu mínútur. Hafa vel vaknað við markið áðan, Brynhildur með bolta inn fyrir vörn Þór/KA en hann var of fastur fyrir Alexis í framlínunni engu að síður vel gert
18. mín
Ariana brýtur á Alexis upp við vítateig Þór/KA. Aukaspyrna á flottum stað en spyrnan er á kollinn á Þór/KA stúlku
17. mín
Brynhildur reynir bolta upp á Alexis en hann er of fastur og Þór/KA á innkast inn á eigin vallarhelming
15. mín
Selfoss pressar Þór/KA hátt
15. mín
Selfoss með aðra aukaspyrnu við miðjulínuna. Nú er það Hrafnhildur sem settur boltann í átt að teignum. Sendingin góð en beit á kollinn á Ariönu sem kemur honum í burtu
13. mín
Mayor reynir að fara framhjá Brynhildi í vörninni en Brynhildur föst fyrir og nær til boltans
11. mín
Sandra María kemst upp á endamörkum en Barbára er fyrir og kemur boltanum í burtu. Fyrsta hornspyrna Þór/KA. Andrea Mist með boltann innarlega og Caitlyn á ekki í erfiðleikum með að grípa boltann
10. mín
Selfoss að halda boltanum vel og fá fyrstu aukaspyrnu leiksins sem er við miðjulínuna en spyrnan frá Brynhildi ekki góð í átt að vítateig og Þór/KA kemur boltanum í burtu
8. mín
Sandra Mayor reynir fyrirgjöf inn í teig á Huldu Ósk en Brynja vel vakandi í vörninni og Selfoss snýr í sókn. Eiga innkast ofarlega inn vallarhelming Þór/KA
5. mín
Þór/KA miklu sterkari á þessum fyrstu mínútum leiksins. Selfoss klaufar á sínum vallarhelming og eru að leyfa Þór/KA að komast alltof auðveldlega í boltann
4. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Fyrsta mark leiksins er komið!! Þetta var vægast sagt auðvelt. Anna Rakel vann boltann hátt á vellinum og kemur með góða sendingu á Söndru sem keyrir að marki án þess að vera trufluð og settur hann í fjærhornið, vel klárað!
2. mín
Þær ná skoti úr hornspyrnunni en það er beint á Stephanie í markinu
1. mín
Selfoss fær fyrstu hornspyrnu leiksins
1. mín
Mayor við það að sleppa í gegn en Selfoss kemur boltanum í burtu
1. mín
Leikurinn er hafinn. Heimastúlkur byrja með boltann


Fyrir leik
Liðin að hita upp fyrir leik, Þór/KA í reitarbolta og Selfoss að æfa skotin. Búið að vera skrítið veður á Akureyri í dag, aðra stundina skín sólin og þá næstu er rignig. Akkúrat núna er enginn rigning en heldur enginn sól, 8 stiga hiti og logn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn.

Það eru ekki miklar breytingar á liðunum frá síðustu umferð. Ariana Catrina Calderon kemur inn í lið Þór/KA aftur í stað Örnu Sif sem meiddist í síðasta leik og á ekki heimagegnt á völlinn í dag og miklar líkur á að tímabilið sé búið hjá henni.

Grace Rapp kemur inn í lið Selfoss og Þóra Jónsdóttir fer á bekkinn.
Fyrir leik
Gulli Gull markmaður Breiðabliks spáði í 15. umferð Pepsí deildar kvenna. Hann spáir þriðja
0-0 jafntefli Þór/KA og Selfoss í röð. Örugglega í fyrsta og eina skiptið sem ég vona að Gulli hafi rangt fyrir sér, vonum að bæði lið verði á skotskónum í dag.

Þór/KA 0-0 Selfoss
Selfoss múrar fyrir Ejub style og nær í gott stig á Akureyri.

Hægt er að sjá hvernig Gulli spáði öðrum leikjum hér
Fyrir leik
Þór/KA hefur unnið alla heimaleiki sína í ár með markatöluna 26 - 2 sem er nokkuð magnaður árangur. Hægt er að lesa upphitunar pistill hér fyrir neðan en þar kemur meðal annars þetta fram:
Þór/KA tapaði síðast deildarleik á heimavelli þann 26. júlí 2016 gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur liðið leikið 20 leiki án taps þ.e. 18 sigurleikir og tveir jafnteflisleikir. Og markatalan í þessum leikjum er 63:9 sem segir okkur að liðið skorar 3,15 mörk að meðaltali í leik og fær á sig 0,45 mörk.


Fyrir leik
Fjórtán sinnum hafa þessi lið spilað gegn hvort öðru síðan 2012. Þór/KA hefur unnið níu sinnum, Selfoss tvisvar sinnum og þrisvar sinnum hafa þau skilið jöfn.

Síðustu tvær viðureignir þessara liða hafa endað með 0-0 jafntefli. Við skulum vona að það verði eitthvað allt annað upp á teningnum í dag og við fáum mörk í þennan leik.
Fyrir leik
Þór/KA hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum í deildinni. Í síðasta leik skoruðu þær 9 mörk á móti FH. Selfoss hefur unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað einum í síðustu fimm leikjum, þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Grindavík í síðustu umferð.
Fyrir leik
Þór/KA er í harðri baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitillinn sjálfan! Þær er með 35 stig í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinum. Það er stutt eftir af mótinu og ekki í boði fyrir liðið að misstíga sig ætli þær að lyfta þeim stóra í lok móts. Selfoss siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild, eru í 6. sæti með 16 stig. 6 stig eru í fallsæti og 21 stig í toppsætið. Þrjú stig í viðbót myndi kjölfesta áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Fyrir leik
Velkominn í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Selfoss í 15.umferð Pepsí deildar kvenna. Leikurinn fer fram á Þórsvellinum á Akureyri.
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Alexis Kiehl
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir ('87)
9. Halla Helgadóttir ('82)
10. Barbára Sól Gísladóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('68)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
7. Anna María Friðgeirsdóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('82)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('68)
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: