Gluggadagurinn er að baki en með því að smella hér má sjá öll (Staðfest) félagaskiptin sem máli skipta. - En hér er slúðurpakkinn á þriðjudegi.
Newcastle United ætlar að reyna að fá Justin Kluivert (25) frá Bournemouth ef félagið missir sænska framherjann Alexander Isak (25) í sumar. (Sun)
Ólíklegt er að Marcus Rashford (27) muni spila aftur fyrir Manchester United þar sem samband hans við félagið er í tjóni. (Guardian)
Bandarískir eigendur Carlisle United, sem er í neðsta sæti í ensku D-deildinni, ætla að reyna að fá Steven Gerrard sem nýjan stjóra. Gerrard er atvinnulaus eftir að hann yfirgaf Al-Ettifaq nýlega. (Mail)
Newcastle og Tottenham gætu endurvakið áhuga sinn á enska varnarmanninum Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace í sumar. Þá gengur hann inn í síðasta ár samnings síns. Tilboði Tottenham í leikmanninn var hafnað á gluggadeginum. (Sky Sports)
Antonio Conte, stjóri Napoli, er vonsvikinn yfir því að félaginu hafi ekki tekist að fá inn leikmann í stað Khvicha Kvaratskhelia (23) sem var seldur til PSG í janúar. Napoli reyndi við Alejandro Garnacho (20) hjá Manchester United en án árangurs. (Sky Sports Italia)
Manchester United og Bayern München vildu bæði fá franska framherjann Christopher Nkunku (27) í janúar en bökkuðu út vegna vermiða Chelsea. (Mail)
Þó Arsenal hafi ekki keypt neinn í janúarglugganum gæti félagið hafa færst nær sumarkaupum á Benjamin Sesko (21) framherja RB Leipzig og Martin Zubimendi (26) miðjumanni Real Sociedad. (Football.London)
Spænski kantmaðurinn Nico Williams (22) hjá Athletic Bilbao er áfram forgangsverkefni Mikel Arteta, stjóra Arsenal. (Football Transfers)
Jorginho (33), miðjumaður Arsenal, hefur skrifað undir samning um að ganga til liðs við brasilíska liðið Flamengo í sumar þegar samningur hans við Arsenal rennur út. (Mirror)
Athugasemdir