Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Allskonar. Leikurinn hófst í logni og haustsól. Endaði í hellidembu.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 433
Maður leiksins: Alexandra Jóhannsdóttir
Leiknum er lokið hér í Kópavogi og það eru Blikar sem sigra og tryggja sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.
Eftir slakan fyrri hálfleik snéru Blikar leiknum sér í hag og unnu er upp er staðið sanngjarnan sigur!
Til hamingju með frábæran árangur í sumar Breiðablik.
Ég minni á viðtöl, myndir og skýrslu hér síðar í kvöld.
Kemst inn á teig hægra megin, lætur vaða en boltinn fer rétt framhjá fjærstönginni.
Hildur Antons var að reyna langskot sem fór yfir og nú eiga Blikar tvær hornspyrnur í röð. Brynja skallar þá fyrri aftur fyrir. Selfyssingar ná að hreinsa þá seinni frá.
Virkilega góð varsla. Ver fínan skalla Hildar sem var á leið niður í fjærhornið.
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Titillinn á leið í Kópavoginn!
Blikar fá hornspyrnu. Taka hana stutt og Agla María setur svo fínan bolta á fjær. Þar er Alexandra lang grimmust og nær að setja boltann yfir marklínuna.
Þarna voru varnarmennirnir sem ég var að enda við að hrósa STEINSOFANDI.
Þetta er alls ekki búið! Unnur Dóra með geggjað skot sem datt ofan á þverslánna. Selfoss 2 sentimetrum frá jöfnunarmarki!
Hún prjónar sig á milli varnarmanna í teignum. Nær ekki að finna skotið en leggur boltann út á Hildi sem neglir í varnarmann og aftur fyrir.
Blikar með horn. Guðrún Arnars vinnur skallann en setur boltann beint fyrir fæturnar á Emmu sem ver vel.
Hildur stingur boltanum á Berglindi en Emma vinnur kapphlaupið og nær á undan í boltann. Setur hann þó ekki lengra en á Karólínu sem var alltof lengi að finna skotið og Selfyssingar ná að komast fyrir.
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Tvö mörk á tveimur mínútum hjá Blikum!
Þetta skrifast alfarið á Emmu markvörð. Karólína setti háan bolta inn á teig frá hægri. Emma steig út en lét boltann skoppa í stað þess að grípa hann. Alexandra mætti í pressuna og náði að komast í boltann á undan Emmu. Eftirleikurinn svo einfaldur fyrir Alexöndru sem setti boltann í opið markið. Blikar komnar yfir!
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
Hildur og Karólínu áttu skemmtilegt þríhyrningsspil. Hildur komst upp að endalínu og setti boltann út í teig þar sem Berglind var mætt til að skila boltanum yfir línuna.
Alexandra fær boltann í fínni stöðu í teignum en neglir hátt yfir!
Þarna átti hún að jafna leikinn!
Það er spurning hvort það verði boðið upp á hárþurrkuna í Blikaklefanum. Blikar engan veginn að finna sig.
Gleymum því þó ekki að þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og Selfyssingar hafa spilað þennan fyrri hálfleik skynsamlega.
Alexandra kemst upp að endalínu vinstra megin, leggur boltann fyrir markið. Þar mætir engin önnur en Fjolla Shala og lætur vaða. Mér sýnist það aftur vera Allyson sem bjargar á línu. Boltinn dettur fyrir Karólínu Leu á fjær og hún á bara eftir að koma boltanum yfir línuna en boltinn fer í Hrafnhildi og Emma nær svo á einhvern óskiljanlegan hátt að slæma höndinni í boltann sem skoppar á línuna áður en Selfyssingar koma þessu frá.
Kristín Dís með fyrirgjöf frá vinstri, beint á kollinn á Alexöndru sem skallar boltann rétt framhjá fjærstönginni!
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
Grace Rapp er búin að koma Selfoss yfir!
Það hefur verið bras á þeim Heiðdísi og Kristínu vinstra megin í Blikavörninni og Selfyssingar nýta sér það.
Magdalena vann boltann eftir að Kristínu mistókst að hreinsa. Lagði boltann út við vítateigshornið þar sem Rapp kom á ferðinni og smellhitti boltann, setti hann beinustu leið í fjærhornið.
Alfreð gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu í síðustu umferð. Hrafnhildur Hauks kemur inn fyrir hina efnilegu Áslaugu Dóru sem er ekki í leikmannahópi Selfoss í dag og Emma Higgins fer í markið.
Fyrsti séns Selfoss. Anna María tekur hornið og setur boltann á fjær en hann er of nálægt Sonný sem þarf ekki að hafa mikið fyrir því að grípa hann.
Agla María er búin að vera mjög áberandi hér í byrjun. Nú átti hún flotta fyrirgjöf. Boltinn datt fyrir Berglindi í teignum. Hún setti boltann að marki en mér sýnist það vera Allyson sem bjargar á marklínu!
àsiðasta skipti ... söng FH ingurinn @FridrikDor en àdag er einmitt i siðasta skiptið sem við fáum tækifæri að sja Blikastelpurnar spila heimaleik á grasi og þar að auki er dolla àboði fyrir sigur þannig að mættu á svæðið #fotboltinet pic.twitter.com/IvgOxFGEO3
 magnus bodvarsson (@zicknut) September 17, 2018
Til að taka af allan vafa varðandi leiki kvöldsins à @Pepsideildin : Hefð er fyrir þvà að afhenda Ãslandsmeistarabikar à sÃðasta heimaleik félags sem vinnur titilinn þegar það á við. Ef úrslit Pepsi-deildar kvenna ráðast à kvöld, þá fer Ãslandsmeistarabikarinn á loft. pic.twitter.com/aufUqgwxvK
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 17, 2018
leikur á morgun á móti Breiðablik á Kópavogsvelli kl 17:00! hópumst á völlinn og styðjum stelpurnar okkar það eru ekki margir leikir eftir koma svo #ÃÂFRAMSELFOSS pic.twitter.com/VgNOx7ceh1
— SelfossPepsi (@selfossmflpepsi) September 16, 2018
Stórleikur á morgun við Selfoss!
— Blikar.is (@blikar_is) September 16, 2018
Með sigri lyfta stelpurnar Ãslandsmeistarbikarnum að leikslokum!
💚💚💚#blikarkoma #fotboltinet pic.twitter.com/cbeTIZxRxu
Breiðablik 3 - 1 Selfoss
Búið að vera frábært að sjá ungt lið Breiðbliks spila gríðarlega vel og klára sína leiki í sumar þó þær hafi misst mikilvæga leikmenn. Þær vilja tryggja titilinn heima og byrja þennan leik af krafti, komast í 2-0 í fyrrihálfleik með mörkum frá Berglindi og Fjollu. Selfoss nær að klóra í bakkann en nær komast þær ekki og Blikar vinna deildina.
Við skulum þó reikna með að Selfoss haldi áfram uppteknum hætti og gefi öllum liðum deildarinnar alvöru leik. Blikar þurftu aldeilis að hafa fyrir sigri á Selfyssingum í fyrri umferð. Unnu þá 1-0 sigur í baráttuleik þar sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði markið.
Liðin mættust síðast í efstu deild á Kópavogsvelli sumarið 2016 og gerðu þá markalaust jafntefli.
Leikurinn er afar mikilvægur og þá sérstaklega heimakonum sem geta tryggt sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri.
Selfyssingar tryggðu sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu eftir jafntefli við hina nýliðana í HK/Víking í síðustu umferð. Þær mæta því pressulausar til leiks.