Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Fram
1
2
Víkingur Ó.
Guðmundur Magnússon '25 1-0
1-1 Ástbjörn Þórðarson '39
1-2 Kwame Quee '82 , víti
22.09.2018  -  14:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Maður leiksins: Kwame Quee - Víkingur Ó
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Karl Brynjar Björnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Mihajlo Jakimoski ('70)
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva ('77)
11. Jökull Steinn Ólafsson ('45)
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
24. Dino Gavric

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson
9. Helgi Guðjónsson ('45)
11. Magnús Þórðarson ('77)
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Óli Anton Bieltvedt
23. Már Ægisson ('70)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Mihajlo Jakimoski ('60)
Unnar Steinn Ingvarsson ('69)
Már Ægisson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Víkings Ólafsvíkur.
90. mín
+2

Helgi Guðjóns nálægt því að búa eitthvað til uppúr engu. Kristófer James ætlaði að skýla boltanum útaf en Helgi var klókur og náði boltanum. Tóks hins vegar ekki að finna samherja í teignum
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn og ég býst ekki við mikið meira en 2-3 mínútum í uppbót. Virkilega daufur síðari hálfleikur
89. mín
Gummi Magg nálægt því að sleppa í gegn eftir smávægileg mistök hjá Nacho Heras. Náði hins vegar að bjarga sér með því að renna sér fyrir skotið hans Gumma
89. mín
Víkingar halda boltanum innan liðsins áður en Dino hirðir af þeim boltann
87. mín
Pétur Steinar virðist vera svolítið áttaviltur til að byrja með. Ejub kallar á hann að færa sig framar á völlinn
85. mín
Inn:Pétur Steinar Jóhannsson (Víkingur Ó.) Út:Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Víkingar gera síðustu breytingu leiksins. Gonzalo Zamorano fer af velli fyrir formanns soninn, Pétur Steinar
83. mín
Virkilega spennandi leikur í gangi í Breiðholtinu. ÍR komst 2-0 yfir gegn Magna en nú eru strákarnir frá Grenivík komnir 3-2 yfir. Magni þarf sigur til að halda sér uppi
82. mín Mark úr víti!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Öruggt hjá Kwame. Víkingar komnir yfir
81. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
Braut klaufalega á Emir Dokara
81. mín
VÍTASPYRNA! Víkingar fá Víti
79. mín
Gonzalo með skot frá kantinum en beint á Atla.
77. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
Síðasta breyting heimamanna í leiknum
76. mín
Kristófer James með stórhættulega sendingu til baka á Michael sem fékk strax pressu á sig frá Fred. Fred geystist upp en skot hans hátt yfir markið. Kristófer stálheppinn þarna
75. mín
Gummi Magg er farinn að hitna ansi mikið. Michael skýldi boltanum vel frá honum og skilaði honum á samherja en Gummi ákvað að ýta í bakið á honum löngu eftir að boltinn var farinn frá þeim
72. mín
Sóknir Víkinga upp vinstri kantinn hafa ekki verið að skapa mikla hættu í leiknum. Kristófer Reyes hefur átt afbragðsleik hægra megin í vörn Framara þó hann hafi einstaka sinnum lent í veseni þegar Unnar er dreginn upp völlinn og Víkingar ná að tvöfalda á hann. Kristófer og Dino eiga mikið hrós skilið fyrir leik sinn í dag
70. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Mihajlo Jakimoski (Fram)
Mihajlo var kominn í smá bull gír áðan. Pedro klókur að taka hann af velli áður en skapið færi með hann
69. mín Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)
Togaði Gonzalo niður
68. mín
Kominn smá hiti í Fram liðið og þá sérstaklega bekkinn hjá Fram. Duglegir að láta Óla heyra það
65. mín
Gummi Magg stálheppinn að sleppa við spjald, ef ekki bara rautt. Tapaði boltanum og tók sprettinn á eftir Gonzalo og reyndi að sparka hann niður. Hefði tekist það hefði hann ekki runnið. Vita allir að Gummi er skapstór á vellinum og þarna lét skapið hans sjá sig
64. mín
Inn:Kristófer James Eggertsson (Víkingur Ó.) Út:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
Ívar var það sem fór útaf en ekki Ástbjörn
64. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.)
Vignir inn í bakvörðinn og mér sýnist víkingar vera komnir í 5 manna vörn
63. mín
Helgi Guðjóns fellur í teignum og heimtar vítaspyrnu en fær ekkert fyrir sinn snúð
60. mín Gult spjald: Mihajlo Jakimoski (Fram)
Enn heldur Mihajlo áfram að stela athyglinni. Boltinn var ekki í leik en Mihajlo virtist sparka boltanum í burtu. Sá þetta ekki nægilega vel
59. mín
Sá ekki hvað skeði þarna en Mihajlo féll eins og hann hefði verið skotinn í fótinn. Nýbúið að dæma á hann rangstöðu og allir byrjaðir að undirbúa sig undir að sú spyrna yrði tekin. Þá féll Mihajlo kylliflatur og Emmanuel fékk smá orð í eyra frá Óla dómara
58. mín
Gummi Magg með góðan skalla eftir horn. Kom á nærstöngina en Fran var vel staðsettur
57. mín
Framarar byrjaðir að færa sig ofar á völlinn og eru líklegri til að skora eins og er
53. mín
Emmanuel og Gummi liggja báðir eftir eftir samtuð. Leikurinn hélt áfram en Mihajlo ákvað að reyna prjóna sig í gegn en gaf Víkingum bara boltann þar sem þeir settu boltann beint útaf þegar þeir náði taki á honum.
Ívar Reynir vinur beggja manna var fyrstur á staðinn og hjálpaði báðum mönnum á lappir. Sýndist hann segja við þá "þetta var ekkert svona vont. Á lappir með ykkur"
51. mín
Gonzalo með skot framhjá úr erfiðu færi
49. mín
Ívar Reynir með flotta pressu á Unnari og hirti af honum boltann. Kom honum á Gonzalo sem sneri Dino af sér léttilega. Karl Brynjar knúsaði hann svo aftanfrá og ríghélt í hann. Einhverra hluta vegna ákvað Óli að það væri fullkomlega löglegt við litla hrifningu Gonzalo
47. mín
Víkingar fá aukaspyrnu strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en Atli Gunnar mætir út og kýlir boltann frá
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Helgi inn fyrir Jökul
45. mín
*Hálfleikur*

Fram gerir breytingu í hálfleik sýnist mér. Veit ekki enn hver fer af velli
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik
45. mín
Kristófer Reyes með frábæra takta. Kom hár bolti ætlaður Gonzalo sem Kristófer tók niður á kassan og í næstu snertingu tók hann boltann frá Gonzalo
44. mín
Víkingar fá tvær hornspyrnur í röð. Sú fyrri var beint á fyrsta mann og sú síðari yfir allan pakkann. Sorglegar fyrirgjafir hjá gestunum hingað til
41. mín
Ívar Reynir fær að finna fyrir því hérna í dag. Tekinn niður í þriðja skipti í leiknum. Unnar Steinn brýtur á honum í þetta skipti og fær tiltal
39. mín MARK!
Ástbjörn Þórðarson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
Víkingar jafna leikinn

Fyrsta skot þeirra á markið. Kwame Quee gerði vel á vinstri kantum og kom boltanum á Gonzalo sem átti virkilega netta sendingu innfyrir vörn Fram þar sem Ástbjörn hafði betur í baráttu við Karl Brynjar og kom boltanum framhjá Atla Gunnari
37. mín
Fran marmolejo að leika sér að eldninum hérna. Heppinn að Gummi hafi ekki náð boltanum af honum
35. mín
Víkingar hafa enn ekki ógnað marki Fram þrátt fyrir að vera mun meira með boltann sem af er leiks. Komast ekki í gegnum vörn Fram sem hefur verið mjög þétt. Kristófer og Dino sérstaklega hafa staðið uppúr í liði Fram að þessu
30. mín
Það er nokkuð ljóst að Emir Dokara og Gummi Magg eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að vera fyrrum liðsfélagar. Gummi fékk rautt þegar liðin mættust í bikarnum fyrir hrottalegt brot á Emir. Aftur mættust þeir í Ólafsvík í sumar og aftur blés köldu á milli þeirra.
Nú rétt í þessu varð Emir alveg brjálaður út í Gumma sem virtist bara með olnbogann í Emir í skallabaráttu. Gummi stóð svo yfir Emir og lés yfir honum
28. mín
Víkingar sækja og reyna að svara en Ólsarinn í liði Fram, Kristófer Reyes stöðvar sókn þeirra í tvígang
25. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
HVER ANNAR?

Sá ekki hver átti sendinguna innfyrir en vörn Víkings var algjörlega sofandi. Emir var langt frá miðvörðunum og þeir báðir hægra megin. Gummi einn og það var bara að fara vera ein niðurstaða úr þessu færi
25. mín
Víkingar hafa farið upp hægri kantinn 6 sinnum núna en alltaf hefur fyrirgjöfin verið afleit
22. mín
Óli dómari með mjög furðulegan dóm hérna. Fred fór í tæklingu þar sem hann náði boltanum. Bjartur virtist sparka í hann þar sem hann ætlaði að sparka í boltann. Fred dæmdur brotlegur
17. mín
Tveir leikmenn í liði Fram hafa spilað fyrir Víkinga. Gummi Magg lék með liðinu í 2 ár þar sem hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. Hann fór frá liðinu þegar liðið féll aftur árið eftir. Kristófer Reyes er uppalinn í Ólafsvík og lék hann með Víking upp alla yngri flokkana.

Ívar Reynir kom til Víkings fyrir sumarið frá Fram þar sem hann hafði verið í tvö ár í yngri flokkum liðsins
15. mín
Jökull með hressilega tæklingu á Bjart Bjarma. Heppinn að sleppa við spjald að mínu mati en báðir menn standa strax upp og fara í sínar stöður. Enginn sem nennti einusinni að röfla um þetta
12. mín
Afskaplega dapur leikur fram að þessu. Hvorugt liðið að berjast um eitthvað og það sést á vellinum
9. mín
Jökull í fyrsta færi leiksins. Virtist eins og Orri hafi komið með misheppnaða sendingu á Gumma en Jökull var öskufljótur í gegnum vörn Víkinga. Tók afleitt skot og ákvað að biðja um vítaspyrnu í kjölfarið en hann var aldrei að fara fá víti á þetta
7. mín
Bæði lið byrja þétt til baka og ná sóknir liðanna ekki að skapa hættu eins og er
4. mín
Fram er áfram í 3-4-3 líkt og liðið hefur spilað í sumar. Dino, Karl og Kristófer Reyes eru hafsent. Mihajlo og Unnar eru vængbakverðir og Orri og Tiago á miðri miðjunni. Jökull og Fred eru svo sitthvorum megin við fremsta mann Framara Guðmund Magnússon
2. mín
Víkingar stilla upp í 4-1-4-1 með Emir og Nacho í bakvörðum. Michael og Eli Keke eru miðverðir og Sorie Barrie er varnartengiliður. Kwame Quee og Ástbjörn eru á miðri miðjunni og Ívar Reynir og Bjartur á köntunum með Gonzalo framstann
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Víkingar sem hefja leik og sækja þeir í átt að Sundlauginni í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Ef og hefði spilar stórt hjá Víkingum en liðið fékk aðeins 1 stig gegn Njarðvík og Selfossi sem bæði eru hinum megin í deildinni. Einnig tapaði liðið stigum gegn Magna en liðið HEFÐI verið í efstu tveimur sætum deildarinnar með sigri úr þeim leikjum en svo er ekki og mun liðið berjast áfram á næsta sumri um sæti í Pepsi-deildinni
Fyrir leik
Pedro Hipólito gerir ejna breytingu á sínu liði frá tapleiknum gegn Magna í síðustu umferð en Unnar Steinn kemur inn í byrjunarliðið fyrir Alex Frey Elísson. Fram liðið er í 7 sæti deildarinnar og er öruggt með sæti sitt í deildinni. Liðið getur farið upp um 1 sæti og niður um 2 sæti en það fer allt eftir öðrum leikjum hvernig þetta endar allt saman fyrir Framara.

HK og ÍA eru örugg upp í Pepsi-deildina og Selfoss er komið niður í 2. deildina. Magni og ÍR mætast í Breiðholtinu og berjast um að halda lífi í deildinni. ÍR nægir jafntefli en strákarnir frá Grenivík þurfa sigur til að halda sæti sínu í deildinni.
Fyrir leik
Það vekur athygli að Bjartur Bjarmi Barkarson, strákur fæddur árið 2002 fær sénsinn í byrjunarliði Víkings Ólafsvíkur í dag. Hann kemur inn fyrir Vigni Snæ Stefánsson sem hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en ætti að vera leikfær í dag. Einnig kemur Kwame Quee inn í byrjunarliðið fyrir Sasha Litwin. Víkingar töpuðu illa fyrir Njarðvík í síðustu umferð í Ólafsvík sem gerði algjörlega út um möguleika þeirra að komast upp í deild þeirra bestu. Liðið er öruggt með 4 sætið en gæti farið upp í það þriðja skyldu Þórsarar tapa
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fram og Víkings Ólafsvíkur.

Leikurinn sem er í lokaumferð Inkasso-deildar karla hefst á Laugardalsvelli klukkan 14:00 í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
6. Ástbjörn Þórðarson
7. Ívar Reynir Antonsson ('64)
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
13. Emir Dokara
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('64)
19. Gonzalo Zamorano ('85)

Varamenn:
4. Kristófer James Eggertsson ('64)
7. Sasha Litwin
11. Jesus Alvarez Marin
17. Brynjar Vilhjálmsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson ('85)
22. Vignir Snær Stefánsson ('64)
27. Guyon Philips

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: