Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frakkland
2
2
Ísland
0-1 Birkir Bjarnason '30
0-2 Kári Árnason '58
1-2 Hólmar Örn Eyjólfsson '86 , sjálfsmark
Kylian Mbappe '90 , víti 2-2
11.10.2018  -  19:05
Guingamp
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 14 gráður og skýjað
Dómari: Tiago Martins (Port)
Byrjunarlið:
1. Hugo Lloris (f) (m)
2. Benjamin Pavard
3. Presnel Kimpembe
4. Raphael Varane ('46)
6. Paul Pogba ('66)
7. Antoine Griezmann ('60)
11. Ousmane Dembele ('66)
12. Lucas Digne
15. Steven Nzonzi
20. Florian Thauvin ('59)

Varamenn:
16. Steve Mandanda (m)
23. Alphonse Areola (m)
5. Mamadou Sakho
8. Dimitri Payet ('66)
8. Thomas Lemar ('59)
10. Kylian Mbappe ('60)
13. N'Golo Kante
14. Blaise Matuidi
15. Kurt Zouma ('46)
17. Tanguy Ndombele ('66)
19. Djibril Sidibe
21. Lucas Hernandez

Liðsstjórn:
Didier Deschamps (Þ)

Gul spjöld:
Olivier Giroud ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2 - 2 jafntefli, því miður. Við vorum svo nálægt því að vinna Heimsmeistarana og það ekki í fyrsta sinn. Muniði eftir auglýsingunni. ,,We played France when they were World Champions and we almost won them. I mean... we lost, but we almost won." Jæja við náðum þó allavega jafntefli og áttum frábæran leik. Viðtöl, einkunnir, Twitter pakki og fleira á Fótbolta.net í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð
94. mín
Því miður náðum við ekki að skapa okkur færi úr aukaspyrnunni. Þetta er að fjara út.
Hafliði Breiðfjörð
94. mín
Lokamínútan og Íslands á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Frakka.
Hafliði Breiðfjörð
92. mín Gult spjald: Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Rúnar Már straujar Mbappe og rennur á franska varamannabekkinn. Það er allt vitlaust á vellinum, Frakkar mjög ósáttir við þessa tæklingu og þar lætur Paul Pogba manna verst.
Hafliði Breiðfjörð
91. mín
Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
Hafliði Breiðfjörð
90. mín Mark úr víti!
Kylian Mbappe (Frakkland)
Ohhhh.... Mbappe skorar af öryggi úr vítinu.
Hafliði Breiðfjörð
89. mín Gult spjald: Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Frakkar fá víti... Kolli fékk boltann í hendina!
Hafliði Breiðfjörð
89. mín Gult spjald: Olivier Giroud (Frakkland)
Hafliði Breiðfjörð
89. mín Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland)
Hafliði Breiðfjörð
86. mín SJÁLFSMARK!
Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland)
Stoðsending: Kylian Mbappe
Æ æ, Frakkar voru að minnka muninnn. Mbappe sneri laglega á Ragga Sig og skaut að marki, Hannes varði en í Hólmar Örn og þaðan í markið.
Hafliði Breiðfjörð
82. mín
Mbappe nær að skora en var rangstæður og markið telur því ekkert.
Hafliði Breiðfjörð
81. mín
Fyrsta snerting Rúriks er viðstöðulaust skot sem fer rétt yfir markið.
Hafliði Breiðfjörð
80. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Birkir fer meiddur af velli.
Hafliði Breiðfjörð
80. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Fyrirliðinn fær að hvíla síðustu tíu mínúturnar. Kári tekur við bandinu.
Hafliði Breiðfjörð
79. mín
Frábær tækling hjá Kára í teignum þegar Ndombele var að komast í gott skotfæri í teignum. Henti sér fyrir boltann. Geggjaður leikur hjá Kára.
Hafliði Breiðfjörð
78. mín
Raggi varði skot frá Mbappe. Frakkarnir liggja þétt á okkur þessar mínúturnar.
Hafliði Breiðfjörð
75. mín
Lemar með skot í teignum en í grasið og þaðan beint í fangið á Hannesi.
Hafliði Breiðfjörð
74. mín
Albert með skot fyrir utan teig en frekar laust og Lloris átti auðvelt með að verja.
Hafliði Breiðfjörð
71. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Hafliði Breiðfjörð
70. mín
Sálin er að nærast vel hér í Guingamp! Frábær frammistaða hjá Íslandi í kvöld!
66. mín
Inn:Dimitri Payet (Frakkland) Út:Ousmane Dembele (Frakkland)
66. mín
Inn:Tanguy Ndombele (Frakkland) Út:Paul Pogba (Frakkland)
64. mín
Frakkar tapa boltanum og Gylfi ræðst að markinu, skýtur en Lloris ver í hornspyrnu!
60. mín
Inn:Kylian Mbappe (Frakkland) Út:Antoine Griezmann (Frakkland)
60. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
59. mín
Inn:Thomas Lemar (Frakkland) Út:Florian Thauvin (Frakkland)
Hafliði Breiðfjörð
58. mín MARK!
Kári Árnason (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
ÞARNAAAAAA!!!!!!

Gylfi með magnaða hornspyrnu og Kári með geggjaðan skalla. Sláin inn!
57. mín
Jóhann Berg með skot í varnarmann og afturfyrir. Hornspyrna sem Ísland fær. Jói tekur hornið og boltinn fer af Frakka og útaf. Önnur hornspyrna, núna vinstra megin.
54. mín
Hannes með rosalega vörslu!

Griezmann með skalla eftir fyrirgjöf Dembele en Hannes ver með tilþrifum í horn!
52. mín
Thauvin með hættulegt skot. Ekki langt framhjá markinu.
51. mín
Dembele sólar í teig Íslands og á skot en hittir boltann herfilega illa! Sem er jákvætt! Langt framhjá.
49. mín
Albert með hörkusprett upp völlinn og lætur vita að hann sé mættur til leiks. Endar samt á því að hann tapar boltanum.
46. mín
Inn:Kurt Zouma (Frakkland) Út:Raphael Varane (Frakkland)
Hafliði Breiðfjörð
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Hannes Þór Halldórsson (Ísland) Út:Rúnar Alex Rúnarsson (Ísland)
46. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
45. mín
Hálfleikur
Alvöru frammistaða í fyrri hálfleik!

Ég gæti trúað því að Hamren endurskoði aðeins áætlanir sínar varðandi skiptingar og reyni að halda þessu liði lengur á vellinum.
44. mín
Nzonzi með hörkuskot fyrir utan teig! Rúnar Alex ver með tilþrifum í horn. Frakkar ná ekki að ógna neitt úr hornspyrnunni.
41. mín
Mæli svo með heimasíðunni tix.is í hálfleik. Þetta lið hefur gefið okkur svo mikið að það á ekkert annað skilið en fullan völl á mánudag!
40. mín
Rúnar Alex ver frá Thauvin sem var í dauðafæri!... búið að flagga rangstöðu. Hefði ekki talið.
39. mín
VÁÁÁ!!!! ÍSLAND SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ BÆTA VIÐ MARKI!

Raggi með skalla eftir horn sem Lloris ver frábærlega! Birkir Bjarnason fær svo frákastið en hittir ekki boltann. Mikill darraðadans í teignum sem endar með því að aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu!
36. mín
Frakkland fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Griezmann tók spyrnuna en hitti ekki á rammann.
35. mín
Dembele í svakalegu færi en Rúnar Alex gerir frábærlega! Fer á hárréttum tíma út úr markinu og ver.
30. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Alfreð Finnbogason
JÁÁÁÁÁ!!!! FYRSTA ÍSLENSKA MARKIÐ UNDIR STJÓRN HAMREN ER KOMIÐ!

Alfreð gerði vel í baráttu við Kimpembe við hornfánann, losaði sig frá honum og renndi boltanum á Birki sem kom á siglingunni og lét vaða frá vítateigsboganum. Alveg út við stöng!

ÞARNA! Áhorfendur baula.
30. mín
Frakkar með hættulega sókn sem endar með því að Thauvin skýtur yfir markið. Þetta var nánast dauðafæri.
29. mín
Jói Berg með skot en hitti boltann ekki vel, laust skot og auðvelt fyrir Lloris.
26. mín
Á þessum tímapunkti var Ísland 2-0 undir gegn Sviss...
25. mín
Ísland með flott samspil við vítateig Frakka. Erum að halda boltanum ágætlega. Allt annað að sjá til liðsins frá síðasta glugga.

Fyrirgjöf frá Birki Má sem Jói Berg skallar, beint á Lloris.
22. mín
Kári og Hólmar með mistök og Frakkar eiga skot framhjá, Pogba með skotið.
20. mín
Arnór Ingvi krækir í aukaspyrnu rétt við hornfánann vinstra megin. Pavard brotlegur. Gylfi að fara að koma boltanum fyrir.

Spyrnan ekki nægilega góð.
19. mín
Vó! Griezmann með skalla naumlega framhjá fjærstönginni. Ég hélt í sekúndubrot að þessi bolti væri að fara inn.
18. mín
Paul Pogba með skæri og svo skot fyrir utan teig. Alveg ömurlegt skot langt framhjá. Var ekki alveg í jafnvægi.
16. mín
Eftir gott spil Frakka kom Birkir Már boltanum í horn. Frakkar náðu ekkert að gera úr hornspyrnunni.
11. mín
Stórhættuleg sókn Íslands! Alfreð Finnbogason með skottilraun úr smá þröngu færi. Lloris ver, missir boltann frá sér en nær að handsama hann í annarri tilraun.

Þetta fer bara býsna vel af stað.
8. mín
Florian Thauvin, leikmaður Marseille, með fyrstu skottilraun Frakka en boltinn vel framhjá.
7. mín
Ísland á fyrstu skottilraun leiksins! Frakkar tapa boltanum á miðjunni og Arnór Ingvi nær að komast upp að vítateignum og tekur skotið. Lloris ver af miklu öryggi.
5. mín
Frakkar einoka boltann að mestu leyti þessar fyrstu mínútur en ekkert fréttnæmt hefur átt sér stað.
2. mín
Áhorfendur hentu strax í Víkingaklappið. Auðvitað.
1. mín
Leikur hafinn
Lítill rafmagnsbíll keyrði með boltann út á völlinn til portúgalska dómarans sem nú hefur flautað leikinn á. Frakkar eru hvítklæddir en við Íslendingar í okkar hefðbundnu báu búningum. Frakkar hófu leikinn.
Fyrir leik
Það er risastór borði mættur á völlinn sem á stendur Champions du Monde. Heimsmeistarabikarinn einnig mættur út á miðjan völlinn á meðan lúðrasveit leikur þjóðsöngvana. Liðin mætt út á völl.
Fyrir leik
Hamren sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að aðaláherslan á æfingum í aðdraganda leiksins hefði verið á varnarleikinn. Skiljanlegt eftir síðasta glugga.
Fyrir leik
Vallarþulurinn búinn að kynna byrjunarlið Frakka og allur völlurinn tók undir og kallaði eftirnöfnin. Það er búið að gera stæði fyrir aftan bæði mörkin til að koma enn fleiri áhorfendum að. Verður spennandi að sjá áhorfendatölurnar á eftir.
Fyrir leik
Völlurinn orðinn fullur, það er setið í hverju einasta sæti enda heimsmeistararnir hrikalega vinsælir. Í hverju sæti var franski fáninn og það setur skemmtilegan blæ á stúkuna.
Fyrir leik
Sverrir Ingi Ingason er ekki í leikmannahópi Íslands í kvöld vegna veikinda.

Fyrir leik
Þetta er byrjunarlið Frakka: Lloris, D. Sidibé, Varane, Kimpembe, Digne, Nzonzi, Pogba, O. Dembélé, Griezmann, Thauvin, Giroud.
Fyrir leik
Það voru að berast fréttir þess efnis að Kylian Mbappe sé að glíma við einhver meiðsli í læri og verði ekki í byrjunarliði Frakklands. Olivier Giroud kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Áhugavert byrjunarlið Íslands.

Rúnar Alex Rúnarsson fær tækifæri í markinu og þá spilar Hólmar Örn Eyjólfsson sem hægri bakvörður en Birkir Már Sævarsson er í vinstri bakverði.
Fyrir leik
Fyrir leik
Erik Hamren landsliðsþjálfari lýsti yfir dálæti sínu á Kylian Mbappe á fréttamannafundi í gær.

"Mbappe er þegar orðinn stórkostlegur leikmaður en getur orðið enn betri. Ég óska Frökkum til hamingju með að eiga svona leikmann. Það er frábært fyrir Frakka að hafa hann í svona liði og frábært fyrir fótboltaunnendur að fylgjast með honum," segir Hamren.

"Á HM spilaði Ísland gegn Argentínu í fyrsta leik, þeir voru einnig með góða leikmenn. Allt liðið verður að vinna vel gegn svona sterkum einstaklingum. Ef liðið er sem ein heild eigum við möguleika þó mótherjarnir hafi sterkari einstaklinga en við."
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson fékk spurningu á fréttamannafundi um hversu gott væri að endurheimta Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason en þeir voru ekki með í síðasta landsleikjaglugga vegna meiðsla.

"Fyrir liðið er frábært að fá þá aftur. Það er gott fyrir þá að vera heilir og þeir hafa verið að spila mjög vel," sagði Gylfi.

"Þeir koma með mikið sjálfstraust og reynslu inn í liðið. Fyrir hópinn er frábært að vera með tvo leikmenn sem hafa þetta mikla reynslu og hæfileika eins og þeir eru með."
Fyrir leik
Þetta er fyrri landsleikur Íslands í landsleikjaglugganum en á mánudag verður heimaleikur gegn Sviss á Laugardalsvelli, í Þjóðadeildinni bráðskemmtilegu.
Fyrir leik
Emil Hallfreðsson er meiddur og spilar ekki en Erik Hamren landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi að Hörður Björgvin, Sverrir Ingi og Rúrik væru allir tæpir fyrir leikinn.

Með því að smella hérna má sjá mögulegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin með Fótbolta.net til Guingamp í Frakklandi þar sem íslenska landsliðið mætir heimsmeisturunum í vináttulandsleik.
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m) ('46)
2. Birkir Már Sævarsson ('80)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('71)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('80)
11. Alfreð Finnbogason ('46)
14. Kári Árnason
16. Rúnar Már Sigurjónsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('60)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Hannes Þór Halldórsson (m) ('46)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('60)
11. Jón Dagur Þorsteinsson
19. Rúrik Gíslason ('80)
20. Albert Guðmundsson ('46)
23. Ari Freyr Skúlason
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Kolbeinn Sigþórsson ('89)
Hólmar Örn Eyjólfsson ('89)
Rúnar Már Sigurjónsson ('92)

Rauð spjöld: