Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   mið 10. október 2018 12:16
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi
Icelandair
Frá æfingu Íslands í Guingamp í morgun.
Frá æfingu Íslands í Guingamp í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Á fréttamannafundi í dag var staðfest að Emil Hallfreðsson muni ekki spila vináttulandsleikinn gegn Frakklandi á morgun en hann er að glíma við meiðsli í hné.

Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason og Rúrik Gíslason eru tæpir.

Á mánudaginn er leikur gegn Sviss og spurning hvort einhver áhætta verði tekin með tæpu mennina í leiknum á morgun. Hvernig verður byrjunarliðið á morgun ef þeir verða allir fjarverandi?



Reikna má með því að Hamren haldi sig við 4-4-1-1. Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson fái þennan leik í markinu eða komi inn í hálfleik.

Kári Árnason gæti komið inn í miðvörðinn og Rúnar Már Sigurjónsson haldið stöðunni á miðjunni eftir fína frammistöðu gegn Belgíu í síðasta leik.

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason koma væntanlega aftur inn í byrjunarliðið. Arnór Ingvi Traustason gæti fengið tækifærið en líka er möguleiki á að Alberti Guðmundssyni verði kastað inn eftir góða frammistöðu með AZ Alkmaar að undanförnu.

Staðan á okkar mönnum:
Staðan á okkar mönnum - Erfiðir leikir framundan
Athugasemdir
banner
banner