Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Magni
1
10
Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson '2
Sveinn Óli Birgisson '4
0-2 Thomas Mikkelsen '4
Kristinn Þór Rósbergsson '16 1-2
1-3 Thomas Mikkelsen '28
1-4 Aron Bjarnason '39
1-5 Höskuldur Gunnlaugsson '51
1-6 Höskuldur Gunnlaugsson '54
1-7 Þórir Guðjónsson '70
1-8 Þórir Guðjónsson '73
1-9 Thomas Mikkelsen '76
1-10 Thomas Mikkelsen '84
Arnar Geir Halldórsson '88
01.05.2019  -  16:00
Boginn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Thomas Mikkelsen
Byrjunarlið:
23. Aron Elí Gíslason (m)
Bergvin Jóhannsson ('64)
Frosti Brynjólfsson
Gauti Gautason ('64)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson
10. Lars Óli Jessen
11. Tómas Veigar Eiríksson
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('64)
18. Jakob Hafsteinsson (f)
18. Ívar Sigurbjörnsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('64)
11. Patrekur Hafliði Búason
19. Marinó Snær Birgisson
21. Oddgeir Logi Gíslason
26. Viktor Már Heiðarsson ('64)
99. Angantýr Máni Gautason ('64)

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Andrés Vilhjálmsson
Gísli Gunnar Oddgeirsson
Atli Már Rúnarsson
Áki Sölvason
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Gauti Gautason ('10)
Kristinn Þór Rósbergsson ('27)

Rauð spjöld:
Sveinn Óli Birgisson ('4)
Arnar Geir Halldórsson ('88)
Leik lokið!
90 á klukkunni og Sigurður endar þjáningar Magna á sekúndinni.

Breiðablik er komið áfram!
89. mín
Geggjuð markvarsla frá Aron Elí. Frábær bolti frá Guðjón Pétri úr aukaspyrnu sem berst á fjær, ég sé ekki hver tekur skotið nánast á marklínu en Aron gerir sig breiðan og kemur í veg fyrir 11. markið.
88. mín Rautt spjald: Arnar Geir Halldórsson (Magni)
Arnar Geir brýtur á Brynjólfi fyrir utan teig. Hefði nú talið að þetta verðskuldaði einungis gult en Sigurður lyftir rauða spjaldinu. Magnamenn tveimur færri, ekki batnar það!
84. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Ég skal segja ykkur það! Þessi markaveisla tekur engan enda, eftir krafs í teignum endar boltinn hjá Thomas sem á ekki í erfiðleikum með að koma honum yfir línuna. Ferna hjá honum!
83. mín
Magni vinna hér horn og líklega fegnir að vera komnir hinum meginn á völlinn eftir ansi erfiðar mínútur. Það verður hins vegar ekkert úr henni.
81. mín
Guðjón Pétur með skot inn í teig en Angantýr kastar sér fyrir það. Hornspyrna sem Aron Elí í markinu grípur.
79. mín
Breiðablik er með sýningu hér í Boganum!
76. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Brynjólfur Darri Willumsson
VÁÁÁÁ!! Þetta var geðveikt! Kominn þrenna hjá Thomas og þetta mark var ekki af verri endanum!

Brynjólfur með flottann bolta inn fyrir vörnina sem Thomas eltir og skorar eitt stykki mark með hælnum aftur fyrir sig. Á góðri íslensku myndi þetta heita sporðdrekamark.
75. mín
Breiðablik komnir með átta mörk í þessum leik og eru ekki að gefa neitt eftir. Þessar lokamínútur gætu orðið ansi erfiðar þar sem Magni virka ofan á allt annað þreyttir.
73. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
Gæðamunurinn er svakalegur! Guðjón kemur með góðan boltann fyrir sem Thomas skallar að marki en boltinn berst til Þóris sem setur sitt annað mark.
70. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Breiðablik)
Háspenna lífshætta við mark Magna sem endar með lélegri hreinsun. Boltinn endar hjá Þórir sem nýtir sér það með fínasta skoti fyrir utan teig. Góð innkoma hjá honum!
69. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
67. mín
Þreföld skipting hjá Magna. Kemur smá aukakraftur hjá þeim og þeir hafa náð að halda aðeins í boltann.
64. mín
Inn:Viktor Már Heiðarsson (Magni) Út:Bergvin Jóhannsson (Magni)
64. mín
Inn:Angantýr Máni Gautason (Magni) Út:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
64. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Gauti Gautason (Magni)
64. mín
Stórhættulegt! Damir með skalla eftir hornspyrnuna sem Aron Elí blakkar í slánna. Boltinn út í teig en Magni nær að bjarga sér frá frekari hættu.
63. mín
Magnamenn vilja augljóslega ekki fá á sig fleiri mörk og leikurinn ber þessi merki. Breiðablik hefur samt ekki lokið sinni pressu og eiga hornspyrnu núna.
59. mín
Magni fær aukaspyrnu inn á vallarhelming Breiðabliks. Jakob með boltann inn í teig en þetta ratar ekki á samherja.
57. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur búinn að setja þrennu í dag og vera geggjaður! Verðskulduð hvíld.
55. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Jonathan búinn að eiga góðan leik fyrir Blika
54. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
LAGLEGT! Höskuldur setur hann beint úr aukaspyrnunni upp í nærhornið þar sem Aron átti aldrei séns í. Þrenna hjá honum!
54. mín
Þetta er algjör einstefna. Tómas Veigar brýtur á Jonathan rétt fyrir utan teig. Aukaspyrna á hættulegum stað!
51. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Misskilningur í vörn Magna sem gerir það að verkum að boltinn rúllar í gegnum hana og Höskuldur á ekki í vandræðum með að klára sitt. Fylgdi vel á eftir boltanum í gegnum vörnina.
50. mín
Jonathan með hörkuskot fyrir utan teig, ekki vitlaus hugmynd en Aron sem hefur verið á yfirvinnu í upphafi seinni ver.
48. mín
Höskuldur með frábæran bolta inn á Thomas sem á hörkuskalla en Aron Elí gerir ótrúlega vel í markinu!
47. mín
Breiðablik mikið sterkari og ætla greinilega bara að bæta í.
45. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað. Heimamenn sparka honum í gang. Spurning hvort byrjunin á þessum hálfleik verði eins svakaleg og á þeim fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Það var ekki einni sekúndu bætt við þennan hálfleik. Svakalegur hálfleikur á baki!
43. mín
Hér mátti engu muna. Guðjón Pétur kemst upp að endamörkum og kemur boltanum fyrir það er hins vegar enginn til að taka við sendingunni.
39. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Örn Margeirsson
Þetta er búið að liggja í loftinu. Frábær sending frá Viktor inn í teig þar sem Aron er mættur og lætur vaða á markið.
38. mín
Aron Elí er að eiga erfitt með að sparka boltanum út og hann fer ítrekað upp í þakið. Dýrt fyrir Magna því Breiðablik fær alltaf boltann í kjölfarið.
38. mín
Ekkert verður úr fyrri hornspyrnunni en Breiðablik fær aðra. Guðjón rennir boltanum út á Kolbeinn sem er einn á auðum sjó inn í teignum. Á fínt skot en beint á Aron.
37. mín
Þá erum við mætt hinum meginn þar sem Thomas á hörkuskot sem Aron ver í hornspyrnu. Þessi leikur er eins og tennis eins og staðan er núna.
35. mín
Elfar Freyr með agalegan bolta niður á Gulla sem þarf að hafa sig allan við til að ná til boltans.
35. mín
Magni nælir í hornspyrnu sem verður ekkert úr.
33. mín
Breiðablik fær hornspyrnu. Höskuldur fær boltann utarlega í teignum og með frábæran bolta á fjærstöngina en af einhverjum ástæðum lætur Thomas hausinn ekki vaða í þennan bolta og hann siglir framhjá markinu. Dauðafæri.
30. mín
Kolbeinn reynir skot fyrir utan teig en það fer vel yfir markið.
28. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Thomas fer aftur á punktinn og er hrikalega öruggur, setur hann upp í þaknetið.
27. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Fyrir brotið á Kolbeini.
27. mín
VÍTI!!! Kristinn brýtur á Kolbeini innan teigs eftir hornspyrnu.

Þriðja vítið í þessum leik. Áhorfendur eru heldur betur að fá skemmtilegan leik!
26. mín
Magni að gera vel þessa stundina. Verjast vel og hafa náð nokkrum góðum sprettum upp völlinn sem hefur hins vegar orðið lítið úr.
23. mín
Thomas með lúmskt skot úr teignum en Aron Elí ver vel.
20. mín
Leikurinn hefur aðeins jafnast og Magni nær að halda boltanum betur innan liðsins. Breiðablik er hins vegar að ná að skapa meira. Rétt í þessu átti Guðjón Pétur skot fyrir utan teig sem fer yfir markið - fínasta tilraun.
17. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Sé ekki alveg hvað gerist hér en Jonathan er eitthvað ósáttur sem endar með spjaldi frá Sigurði.
16. mín MARK!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Þessi leikur!! Magni með fínt spil sem endar inn í teig Breiðabliks. Damir fer í heimskulega tæklingu og réttilega dæmt víti.

Kristinn fer á punktinn og sendir Gulla í vitlaust horn.
14. mín
Fyrsta skot Magna er utan af kanti og Gulli í markinu átti í engum vandræðum með að handsama boltann.
13. mín
Höskuldur með fínan bolta inn fyrir vörn Magna en Thomas nær ekki að taka boltann með sér. Vörnin galopinn.
11. mín
Guðjón Pétur tekur spyrnuna en setur boltann framhjá markinu.
10. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Magni)
Thomas enn og aftur að sleppa í gegn. Gauti tekur hann niður og hefði hæglega geta verið annar litur á þessu spjaldi. Breiðablik fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
6. mín
Ég held ég hafi aldrei lent í annarri eins byrjun á leik. Þetta verða ansi langar 90 mínútur fyrir Magnamenn sem hafa ekki komist yfir miðju. Breiðablik grimmir og pressa mjög hátt.
4. mín
Það er allt að gerast hér á fyrstu mínútunum!!
4. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Örugg hjá Thomas úr vítinu.
4. mín Rautt spjald: Sveinn Óli Birgisson (Magni)
Í kjölfarið fékk Sveinn Óli rautt fyrir þetta brot. Klaufalegt og dýrt. Hefði líklega átt að leyfa honum að fara.
3. mín
Breiðablik fær víti! Thomas kominn einn í gegn en Sveinn Óli tekur hann niður.
2. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Það er strax komið mark í þennan leik. Þetta var ekki lengi gert. Fínt spil hjá Breiðablik sem endar með skoti frá Höskuldi.
1. mín
Höskuldur kemst hér í hörkufæri strax á fyrstu mínútur en Aron Elí gerir vel í markinu. Hefði hæglega geta orðið 1-0 þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Gestirnir hefja leikinn.
Fyrir leik
Liðin að hita upp og áhorfendur farnir að láta sjá sig. Allt eins og það á að vera.
Fyrir leik
Aron Elí sem kom á láni frá KA fyrir stuttu spilar sinn fyrsta leik í dag fyrir Magna. Sömuleiðis byrja Tómas Veigar og Bergvin Jóhannsson en Viktor Már og Marinó Snær fara báðir á bekkinn síðan í leiknum gegn KF.
Fyrir leik
Byrjunarliðin er klár og má sjá hér til hliðar.

Breiðablik er með öflugt byrjurnarlið en hafa gert tvær breytingar frá leiknum á móti Grindavík. Elfar Freyr og Kolbeinn koma inn í lið Breiðabliks. Alexander og Arnar Sveinn sem báðir byrjuðu á móti Grindavík eru ekki í hópnum í dag.
Fyrir leik
Þessi lið hafa aðeins einu sinni spilað gegn hvort öðru og var það í Lengjubikarnum 2018. Breiðablik sigraði þá 3-0 með mörkum frá Elfari Freyr, Andra Rafn og Aroni Bjarnasyni.
Fyrir leik
Breiðablik fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra og spilaði við Stjörnuna. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Stjarnan kláraði vítaspyrnukeppnina 4-1 og hampaði titlinum eftirsóknaverða.
Fyrir leik
Breiðablik hóf keppni í Pepsí Max deildinni um síðustu helgi þegar þeir spiluðu gegn Grindavík og sóttu sín fyrstu 3 stig suður með sjó.

Þeim er öfugt við Magna spáð fínu gengi í sumar en sérfræðingar .net spá þeim fjórða sæti í deild þeirra bestu.
Fyrir leik
Magni er á sínu öðru ári í Inkasso eftir að hafa bjargað sér ævintýralega frá falli í fyrra. Þeim er hins vegar spáð niður þetta árið af þjálfurum og fyrirliðum liða í Inkasso deildinni.

Þeir hefja leik í deild um næsti helgi þegar þeir heimsækja Leiknir Reykjavík.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Velkominn í beina textalýsingu frá Boganum á Akureyri.

Heimamenn í Magna bíður ærið verkefni er þeir mæta Breiðablik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins núna kl 16:00. Magnamenn unnu KF í síðustu umferð bikarsins 0-4.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('57)
7. Jonathan Hendrickx ('55)
9. Thomas Mikkelsen
11. Aron Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('69)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('55)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson ('57)
18. Davíð Ingvarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('69)
77. Kwame Quee

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Jonathan Hendrickx ('17)

Rauð spjöld: