Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 22. apríl 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 12. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Magni 27 stig

12. Magni
Lokastaða í fyrra: Eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki tímabilsins rétt slapp Magni við fall og endaði stigi ofar en ÍR sem féll. Magni endaði með 19 stig sem nýliðar í Inkasso-deildinni.

Þjálfarinn: Páll Viðar Gíslason kom Magna upp um deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins í 2. deildinni, sumarið 2017. Í fyrra hélt hann liðinu síðan uppi á ævintýralegan hátt. Palli var þjálfari Þórs í áraraðir auk þess að hafa þjálfað Völsung.

Styrkleikar: Heimavöllurinn er algjör lykill í því að Magni nái einhverjum árangri í sumar. Liðið náði í 15 af 19 stigum liðsins á heimavelli í fyrra og þeir þurfa að treysta á stig á heimavelli í sumar. Þrátt fyrir miklar breytingar er kjarni í liðinu sem hefur spilað lengi saman.

Veikleikar: Liðið fékk á sig 48 mörk í deildinni í fyrra sem var í mesta móti. Þeir þurfa að múra betur fyrir markið sitt og þá þarf liðið að sækja í fleiri stig á útivelli. Magni vann aðeins einn útileik í fyrra og það var í lokaumferðinni í úrslitaleik gegn ÍR. Miklar breytingar á liðinu og það gæti tekið sinn tíma að púsla saman liðinu.

Lykilmenn: Steinþór Már Auðunsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Sveinn Óli Birgisson.

Gaman að fylgjast með: Áki Sölvason. 19 ára lánsmaður frá KA sem fékk nokkur tækifæri með KA í Pepsi-deildinni í fyrra. Hann gæti tekið stórt skref á sínum knattspyrnuferli með Magna í sumar.

Komnir:
Angantýr Máni Gautason frá KA
Frosti Brynjólfsson frá KA (Á láni)
Gauti Gautason frá Þór
Ingólfur Birnir Þórarinsson frá KA
Patrekur Hafliði Búason frá KA
Tómas Veigar Eiríksson frá KA (Á láni)
Viktor Már Heiðarsson frá KA
Þorsteinn Ágúst Jónsson frá KA
Björn Andri Ingólfsson frá KF
Birkir Már Hauksson frá Þór
Áki Sölvason frá KA (á láni)

Farnir:
Bjarni Aðalsteinsson í KA (var á láni)
Brynjar Ingi Bjarnason í KA (var á láni)
Ívar Örn Árnason í KA (var á láni)
Jón Alfreð Sigurðsson í Stjörnuna (var á láni)
Ólafur Aron Pétursson í KA (var á láni)
Sigurður Marinó Kristjánsson í Þór
Davíð Rúnar Bjarnason í Nökkva
Baldvin Ólafsson í KA
Pétur Heiðar Kristjánsson í Nökkva

Fyrstu þrír leikir Magna
4. maí Leiknir R. - Magni
11. maí Magni - Keflavík
18. maí Fjölnir - Magni
Athugasemdir
banner
banner