Leik lokið!
Blikar taka 3 stig með sér heim í Kópavoginn! Þeir vörðust frábærlega í dag, eftir að hafa náð forystunni á 3. mínútu. Þeir eru komnir með 10 stig í deildinni, en KA menn hafa einungis 3 stig. Þeir verða súrir að hafa ekki allavega tekið stig úr þessu í dag.
94. mín
Almarr fær aukaspyrnu við miðjan vallarhelming Blika. Þetta er það síðasta sem KA gera í leiknum. Allir inní teig.
93. mín
Brynjólfur Darri fær aukaspyrnu og Blikar ná að róa þetta niður. Þetta hefur verið taugatrekkjandi síðustu mínútur fyrir Kópavogsmenn.
91. mín
KA MENN Í FÆRI!! Hallgrímur kemst upp að endamörkum og kemur honum út á Sæþór sem að setur hann í varnarmann! Enn vilja KA menn hendi en, það var ekki held ég!
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Nú fer hver að verða síðastur. KA hafa þrýst á Blika, en ekki skapað sér nægilega hættuleg færi í seinni hálfleiknum.
89. mín
Enn eitt hornið sem KA fær! Hallgrímur á skot í varnarmann og aftur fyrir.
89. mín
Hrannar og Arnar Sveinn fara í kapphlaup um boltann úti hægra megin og Hrannar fær mjög ódýra aukaspyrnu.
88. mín
Aukaspyrna Hallgríms fer í vegginn og aftur fyrir. Heimamenn öskra "hendi" hástöfum. Hornið var hættulegt, en endar með ANNARRI hornspyrnu.
87. mín
Inn:Sæþór Olgeirsson (KA)
Út:Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Það var það síðasta sem að Haukur gerði í leiknum.
87. mín
Haukur Heiðar missir boltann of langt frá sér rétt fyrir utan teig Blika, en nær að pota í boltann og er felldur. KA fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
86. mín
Groven með langt innkast sem skapar smá kraðak í vítateig Blika, en þeir koma boltanum í horn.
84. mín
Brynjólfur Darri sýnir flott tilþrif á vinstri kantinum, snýr Hauk Heiðar af sér en Daníel Hafsteins mætir og brýtur á honum.
83. mín
Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Fyrir litlar sakir. Felldi Almarr mjög sakleysislega.
81. mín
Hrannar á ágæta fyrirgjöf á Elfar Árna, sem er dæmdur rangstæður. Allt er gott sem endar vel þó fyrir Elfar, sem fær knús frá Gunnleifi.
81. mín
KA fær horn. Hvort sem þið trúið því eða ekki. Horn númer 3920.
80. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika. Kolbeinn var ekki mjög atkvæðamikill í dag.
79. mín
Almarr Ormarsson keyrir í gegnum miðjuna og kemur honum á Hallgrím. Hallgrímur setur hann út í breiddina á Groven, sem á fyrirgjöf sem er hreinsuð í horn. Dæmt er á KA fyrir brot á Gunnleifi í horninu.
77. mín
Arnar Sveinn hikaði eftir fyrirgjöf og Groven kemst á milli hans og Gunnleifs, en virðist ekki þora að gera alvöru atlögu að boltanum og Gunnleifur grípur hann.
76. mín
Hallgrímur á skot en Damir kemst fyrir það. Damir hefur verið mennskur veggur oft á tíðum hér. Gríðarlega öruggur.
75. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
Önnur skipting KA manna.
73. mín
KA fær horn. Hrannar og Andri spila vel saman og Hrannar reynir fastan lágan bolta fyrir. Damir hreinsar í horn. Ekki í fyrsta skipti!
70. mín
Gott færi hjá Blikum!! Höskuldur með sendinguna á Viktor Örn Margeirsson, en hann náði ekki að gera sér mat úr þessu!
66. mín
Inn:Alexander Groven (KA)
Út:Ýmir Már Geirsson (KA)
Fyrsta skipting KA manna. Kemur beint í vinstri bak.
64. mín
Andri Rafn kemst inní teig KA og á laust skot sem nær ekki að ógna af neinu ráði.
63. mín
Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Fær gult spjald fyrir dýfu fyrir utan vítateig KA manna!
61. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Andri Rafn kemur inná fyrir Viktor, sem að náði sér ekki á strik í dag.
59. mín
Gult spjald: Ýmir Már Geirsson (KA)
Kvittar fyrir brotið áðan og er alltof seinn í Arnar Svein.
59. mín
Torfi Tímóteus gerir vel í að snúa af sér varnarmann og koma boltanum fyrir, hann ratar á Almarr en fyrsta snertingin svíkur hann og boltanum skoppar aftur fyrir.
58. mín
KA menn fá enn eina hornspyrnuna. 8. hornspyrna þeirra í leiknum.
58. mín
Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik)
Groddaralegt brot á Ými! Alltof seinn í þessa tæklingu.
54. mín
Daníel Hafsteins á fyrirgjöf á Hrannar, virkaði rangstæður. Blikar hreinsa í horn.
53. mín
Þetta fer hægar af stað hér í seinni hálfleik. KA menn meira með boltann, en Blikar verjast vel og leita að tækifærum til þess að sækja hratt.
51. mín
Daníel Hafsteins tekur hornið á Torfa en skallinn er laflaus á Gunnleif í markinu.
50. mín
Flott samspil hjá Elfari Árna og Andra Fannari, endar með því að Andra leikur inní teig en missir aðeins of langt frá sér og Blikar hreinsa í horn...
46. mín
Leikur hafinn
Elfar Árni kemur þessu í gang.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik lýkur. Eftir frábæra byrjun hjá þeim grænklæddu tóku KA öll völd á vellinum. Blikar náðu svo aftur tökum um miðbik hálfleiksins og virtust líklegir til þess að tvöfalda forystuna. En KA liðið svaraði því með því að skapa nokkur ágætis færi eftir það. Þeir munu naga sig í handabökin að hafa ekki náð jöfnunarmarki fyrir hálfleiksflautið. Það kæmi mér gríðarlega á óvart ef að við fengjum ekki að sjá allavega eitt mark til viðbótar í þessum leik. Þó þau yrðu fleiri, það væri nákvæmlega ekkert að því!
45. mín
Tveimur mínútum bætt við. Blikar eiga aukaspyrnu við miðjuhringinn.
42. mín
Enn á ný fá KA aukaspyrnu. Hún er á fínum skotstað fyrir réttfættan Hallgrím Mar. Þetta er á Beckham svæðinu, en hann setur boltann í vegginn.
41. mín
Annað færi frá KA! Hallgrímur tekur aukaspyrnuna og boltinn ratar á kollinn á Hauki Heiðari. Hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
40. mín
KA fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Hrannar Björn sólaði upp allan völlinn og er hrint niður rétt fyrir utan vítateig. KA liðið vildi vítaspyrnu.
37. mín
Mark dæmt af KA! KA menn taka stutt horn, sem endar með því að Hallgrímur fær boltann úti vinstra megin og gefur hann fyrir og Elfar Árni kemur boltanum í netið. En Hallgrímur var dæmdur rangstæður, þegar hann fékk sendinguna á kantinum.
36. mín
Frábær sókn hjá KA!! Ýmir smellir honum inn fyrir á Elfar Árna, sem leggur hann út á Daníel. Daníel framlengir hann svo á Hrannar úti hægra megin í vítateignum, en í stað þess að skjóta leggur Hrannar hann á bróður sinn Hallgrím, sem á ágætt skot á Gunnleif sem ver og Blikar setja hann í horn!
33. mín
Gunnleifur grípur boltann í baráttu við Elfar Árna og KA menn brjálast, þeir vilja meina að Gunnleifur hafi tekið boltann fyrir utan teig. Ívar Orri hafði líklega rétt fyrir sér með því að dæma ekkert.
30. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik)
Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar kemur af velli og Guðmundur Böðvar kemur inn í miðja vörnina.
29. mín
Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Brýtur á Elfari Árna og biður síðan um skiptingu í kjölfarið. Hann er búinn að vera tæpur allan leikinn.
27. mín
Hrannar og Andri Fannar spila vel sín á milli útá hægri kantinum og Andri á fyrirgjöf sem að datt í gegnum vítateig Blika, en enginn KA maður náði að koma fæti í boltann. Sóknin rennur svo út í sandinn.
25. mín
Hallgrímur Mar í fínu færi! Fær boltann inní vítateig og leikur á Damir, á svo skot með vinstri sem fer beint á Gunnleif. Gunnleifur missir boltann frá sér og Blikar ná að pota boltanum í horn. Þessi leikur er í góðu jafnvægi.
21. mín
ÞARNA MÁTTI ENGU MUNA! Kolbeinn Þórðarson leikur inn af vinstri kantinum og leggur hann á Viktor Karl sem á bylmingsskot sem að fer rétt framhjá samskeytunum!
18. mín
Thomas Mikkelsen á svo skalla sem Aron kýlir yfir markið, eftir hornið. Blikar ógnandi þessa stundina.
17. mín
Flott varsla hjá Aroni! Höskuldur Gunnlaugs fær boltann í góðri skotstöðu fyrir framan miðjan vítateiginn, eftir gott spil Blika og á fínt skot en Aron er vel á tánum og blakar boltanum í horn!
15. mín
Hrannar Björn fær á sig aukaspyrnu út á vinstri kantinum, fór full geyst í Davíð Ingvars. Guðjón Pétur tekur spyrnuna, en ekkert kemur úr henni.
12. mín
KA liðið hefur tekið völdin á vellinum eftir þennan löðrung í byrjun, þeir eiga þó enn eftir að skapa sér færi. Liðið fær hornspyrnu eftir að Elfar Árni hafði fengið stungusendingu en runnið í móttökunni.
9. mín
Torfi Tímóteus á skalla nokkuð langt framhjá markinu, eftir sendingu frá Hallgrími Mar. Elfar Freyr lá eftir í stutta stund.
8. mín
KA menn eru staðráðnir í að kvitta strax fyrir þessa slæmu byrjun og fá hér aðra aukaspyrnu á vinstri kantinum, Hallgrímur Mar fær hana og ætlar að taka spyrnuna sjálfur.
7. mín
Elfar Freyr fær tiltal frá Ívari, eftir nokkuð glæfralega tæklingu á Elfari Árna.
5. mín
Ekkert kom úr spyrnunni, en KA halda boltanum. Þeir verða að ná áttum fljótt, enda refsar þetta Blikalið fyrir mistök.
4. mín
Andri Fannar gerir vel og vinnur aukaspyrnu við endalínuna, rétt við vítateiginn úta vinstri kanti! Ná KA að svara strax?
3. mín
Mark úr víti!Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
BLIKAR ERU KOMNIR YFIR!! Thomas Mikkelsen afar öruggur á punktinum og sendir Aron Dag í vitlaust horn. 1-0 fyrir Blikum!
2. mín
VÍTI DÆMT!! Hann dæmir á Daníel Hafsteinsson, fyrir að brjóta á Thomas Mikkelsen!
1. mín
Blikar fá hornspyrnu hér strax í upphafi leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar hefja leik!
Fyrir leik
KA liðið er óbreytt frá síðasta leik, enda spilaði liðið vel og var óheppið að fá ekki allavega stig gegn FH-ingum.
Fyrir leik
Völlurinn er í ágætis ásigkomulagi, sólin skín og það er svo gott sem blankalogn. Nú viljum við bara sjá góðan fótbolta og spennandi leik!
Fyrir leik
Það vekur athygli að Jonathan Hendrickx er ekki í hóp hjá Blikum, en Fótbolti.net greindi frá því í dag að hann vill yfirgefa félagið. Alexander Helgi Sigurðsson er sömuleiðis ekki í hóp og inn fyrir þá koma Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson.
Fyrir leik
Gluggadagsviðskipti hjá KA! Það bárust þær fréttir um hálf sex leytið að KA hefðu fengið Adam Örn Guðmundsson frá Fjarðabyggð. Adam er 18 ára miðjumaður og hefur verið mikilvægur hlekkur í Fjarðabyggðarliðinu síðastliðin 2 ár.
Fyrir leik
Gary Martin hefur verið mikið í fréttum þessa dagana eftir að Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals tjáði honum að hann passaði ekki inní leikstíl liðsins. KA menn höfðu samband við Gary, en hann hafnaði liðinu á þeim forsendum að kærasta hans væri væntanleg til landsins eftir nokkra daga. Það væri ekki hægt að bjóða henni uppá það að ferðast á milli Reykjavíkur og Akureyrar, með rútum og flugi í tíma og ótíma. Það er sannarlega vandlifað í veröldinni.
Fyrir leik
Blikar mæta kokhraustir á Akureyri, eftir 3-1 sigur á Víking R. þar sem að Kolbeinn Þórðarson skoraði tvívegis og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Kolbeinn var svo valinn leikmaður 3. umferðar af Fótbolta.net. Hinn 19 ára Kolbeinn hefur farið vel af stað í deildinni og er kominn með 3 mörk í 3 leikjum. Vonandi fyrir Blika, þá heldur Kolbeinn uppteknum hætti og heldur áfram að finna netmöskvana í sumar.
Fyrir leik
Það bárust þær fréttir í gær að KA hefðu samþykkt tilboð í Daníel Hafsteinsson frá félagi af Norðurlöndunum. Fyrr um daginn hafði Fótbolti.net greint frá því að Valur hefðu gert tilboð í hann, sem að KA hafnaði. Það er ljóst að KA þarf að gera einhverjar ráðstafanir ef að hann myndi fara, en það yrði ekki fyrr en 1. júlí. Daníel hefur verið lykilmaður í liðinu á undirbúningstímabilinu og í upphafi sumars, einnig hefur hann átt fast sæti hóp U-21 landsliðsins.
Fyrir leik
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Schiötarar og aðrir stuðningsmenn KA taka á móti Guðjóni Pétri Lýðssyni. Hann skipti yfir í KA frá Val eftir síðasta tímabil og tók þátt í góðu gengi KA manna á liðnu undirbúningstímabili. Tæpum tveimur vikum fyrir upphaf Pepsi Max deildarinnar er svo tilkynnt að GPL sé farinn af brekkunni, til Breiðabliks þar sem að hann er öllum hnútum kunnugur.
Fyrir leik
Góða kvöldið! Nú styttist í að leikur KA og Breiðabliks hefjist hér á Greifavelli í 4. umferð Pepsi Max deildar karla, á Akureyri. Í fyrstu þremur umferðunum hafa KA menn tapað útileikjum gegn FH og ÍA og unnið Valsara á heimavelli, á meðan Blikar gerðu jafntefli gegn HK á milli þess að vinna Grindvíkinga og Víking R.