Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
0
1
ÍA
0-1 Einar Logi Einarsson '90
19.05.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 2152
Maður leiksins: Einar Logi Einarsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
7. Jonathan Hendrickx ('74)
9. Thomas Mikkelsen
18. Arnar Sveinn Geirsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('65)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason ('85)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Davíð Ingvarsson ('74)
45. Brynjólfur Darri Willumsson
77. Kwame Quee ('65)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Kolbeinn Þórðarson ('33)
Thomas Mikkelsen ('49)
Guðjón Pétur Lýðsson ('59)
Guðmundur Steinarsson ('66)
Kwame Quee ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Jóhann Ingi til leiksloka og Skagamenn vinna dramatískan sigur. Það virðist ekkert stöðva þá þessa stundina.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
90. mín MARK!
Einar Logi Einarsson (ÍA)
Stoðsending: Stefán Teitur Þórðarson
ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!!!!

Stefán Teitur á hér skot fyrir utan teig eftir hornspyrnu sem að Einar Logi nær að setja tánna í. Skagamenn að stela öllum stigunum hér í lokin.
90. mín Gult spjald: Sigurður Jónsson (ÍA)
Mikkelsen stoppar hér sókn og Skagamenn vilja sjá hann fá seinna gula. Siggi Jóns fær það hins vegar bara í staðinn.
90. mín
Thomas Mikkelsen fellur hér í teignum eftir hornspyrnuna. Það var dýfufnykur af þessu.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Blikar eiga hornspyrnu.
86. mín
Aron Bjarnason kemur inn með krafti. Á hér góða fyrirgjöf sem að fer í hendi Kwame Quee. Hefði getað orðið hættulegt þarna.
85. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
84. mín
Hörður Ingi reynir hér skot lengst utan af velli en það er alveg vonalust og fer hátt yfir.
81. mín
Vá Árni Snær kærulaus þarna. Er eitthvað að dóla með boltann og fær Mikkelsen í pressuna. Það endar með að hann neglir í Danann og nær svo að handsama boltann inná teig. Þarna hefði getað farið verr.
80. mín
Þarna kom fínt færi. Tryggvi nær einhvernveginn að komast í gegn en Gulli er fljótur úr markinu og ver vel.
79. mín Gult spjald: Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Enn eitt gula spjaldið á loft.
78. mín Gult spjald: Kwame Quee (Breiðablik)
77. mín
2152 manns á vellinum. Frábært. Gjörsamlega magnað. Verst bara hvað leikurinn er leiðinlegur.
74. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Hendrickx meiddi sig eitthvað áðan. Engir sénsar teknir.
71. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
ÞÞÞ kominn inná.
69. mín
Aukaspyrna Guðjóns Péturs er alveg vonlaus og fer beint í vegginn.
67. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Brýtur á Höskuldi á stórhættulegum stað.
66. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Gonzalo Zamorano (ÍA)
66. mín Gult spjald: Guðmundur Steinarsson (Breiðablik)
Heldur boltanum frá Óttari sem að er að reyna að taka innkast.
65. mín
Inn:Kwame Quee (Breiðablik) Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Kolbeinn búinn að láta lítið á sér bera.
64. mín
Kolbeinn Þórðar skorar hér en markið er dæmt af. Keyrt inní Árna þarna sem að var með vald á boltanum. Hárréttur dómur.
63. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (ÍA)
59. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoppar skyndisókn Skagamanna. Hárrétt.
57. mín
Tryggvi tekur aukaspyrnuna og endar hún ofan á slánni. Góð tilraun.
56. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir brot Damirs.
55. mín
Skemmtileg tilraun frá Hendrickx. Sér að Árni stendur framarlega og reynir að lyfta honum í hornið lengst utan af kanti. Árni er hins vegar fljótur að átta sig og slær boltann frá.
53. mín
Arnar Már missir hér boltann klaufalega til Andra Rafns sem að kemur á fullri ferð í átt að teig Skagamanna en nær ekki að gera sér mat úr því.
49. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
49. mín
Arnar Már með tilraun hér fyrir utan teig en Gulli er vel staðsettur og þarf að hafa sig lítið við.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Köllum eftir nokkrum mörkum í þessum síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Jóhann Ingi til hálfleiks í þessum toppslag. Staðan markalaus.
40. mín
Arnar Sveinn með góða fyrirgjöf sem að Árni Snær nær að grípa. Hann fær síðan Thomas Mikkelsen á fleygiferð á sig og aukaspyrna dæmd. Árni lét svo einhver vel valin orð falla til Danans. Mögulega að skamma hann fyrir stigagjöfina í Eurovision í gær.
35. mín
Gulli í tómu bulli. Fær boltann tilbaka og hann þvælir síðan Tryggva sem að kom í pressuna. Það endar með því að Tryggvi brýtur á honum og aukaspyrna dæmd.
33. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Sparkar hér bolta inná sem að átti ekki að vera þar. Stoppaði þarna sókn hjá ÍA.
29. mín
Hér hinum meginn á Guðjón Pétur stórhættulega sendingu úr aukaspyrnu en Óttar Bjarni er vel staðsettur og kemur boltanum í horn. Ekkert verður úr þeirri spyrnu.
28. mín
Tryggi Hrafn reynir hér skot úr aukaspyrnu en boltinn lekur framhjá markinu.
27. mín
Enn sækja Skagamenn. Gonzalo að mér sýndist átti hér lága fyrirgjöf en allir Skagamenn missa af boltanum.
26. mín
Spyrnan er fín en skalli Mikkelsen ratar beint í fangið á Árna Snæ.
25. mín
Þá fá Blikar hornspyrnu sem að Guðjón Pétur ætlar að taka.
24. mín
Bjarki Steinn hér með fína tilraun eftir góðan sprett en skot hans fer yfir markið. Gestirnir líklegri þessa stundina.
23. mín
Skagamenn pressa Blikanna stíft og eiga þeir í bölvuðu basli með að spila sig útúr því. Stefán Teitur svo með enn eitt langa innkastið og hrekkur boltinn af Arnóri Snæ og aftur fyrir endamörk.
18. mín
Lítið að gerast þessa stundina en góðu fréttirnar eru að ég er kominn með hamborgara. Þakka Blikunum kærlega fyrir það.
14. mín
Thomas Mikkelsen við það að sleppa í gegn en Marcus Johansson tekur hann niður. Jóhann dómari sér hins vegar enga ástæðu til að dæma. Röng ákvörðun imo.
13. mín
Höskuldur með skot lengst utan af velli en það fer hátt yfir markið.
8. mín
Hér reynir Arnar Már hjólhestaspyrnu eftir horn en skotið er laust og Gunnleifur ver. Hinum megin á svo Höskuldur skot fyrir utan teig sem að Árni Snær ver í horn. Ekkert verður uppúr henni.
7. mín
VÁ ÞARNA MÁTTI EKKI MIKLU MUNA!!!

Stefán Teitur tekur hér langt innkast sem að Marcus Johansson fleytir lengra í teiginn. Þar lúrir Gonzalo Zamorano en Gunnleifur með geggjaða vörslu. Minnti á David Seaman þarna.
4. mín
Þetta fer hægt af stað. Arnar Már brýtur hér á Andra Rafni á miðjum vellinum. Blikar taka hana stutt og sóknin rennur svo út í sandinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Jóhann Ingi þennan stórleik á. Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Búið að opna í gömlu stúkunni enda allt orðið gjörsamlega troðið. Þetta fer að hefjast.
Fyrir leik
Hálftími í leik og fólk er mætt í stúkuna. Þetta er metnaður. Hér verður rífandi stemmning. Ég lofa.
Fyrir leik
Það verður nú bara að segjast að teppið er bara stórglæsilegt hér á Kópavogsvellinum. Ég peppa þetta.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. Blikar gera tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn KA. Þeir Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson koma útúr liðinu og í þeirra stað koma þeir Jonathan Hendrickx og Andri Rafn Yeoman. Hjá gestunum kemur Hallur Flosason út en hann meiddist í síðasta leik. í hans stað kemur Arnór Snær Guðmundsson.
Fyrir leik
Ég hitti unga Blikastráka hérna fyrir utan völlinn og þeir báðu mig að Photoshoppa Blikamark ef að Skaginn myndi skora. Þannig að ég myndi taka öllu með fyrirvara hér í dag.
Fyrir leik
Heimamenn í Blikum gerðu sér góða ferð norður á Akureyri þar sem að þeir unnu KA 1-0 í síðustu umferð. Daninn Thomas Mikkelsen skoraði mark Breiðabliks úr vítaspyrnu.

Skagamenn fengu FH í heimsókn og endaði sá leikur með 2-0 sigri ÍA. Það var hinn ungi og efnilegi Bjarki Steinn Bjarkason sem að skoraði bæði mörk Skagamanna.
Fyrir leik
Um sannkallaðan toppslag er að ræða í dag. Bæði lið hafa byrjað mótið vel og eru með 10 stig í fyrsta og öðru sæti.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en þetta er fyrsti leikurinn á glænýju gervigrasinu. Óskum Blikunum til hamingju með það.
Fyrir leik
Jú komiði hjartanlega sæl og blessuð og veriði velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Breiðabliks og ÍA í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Gonzalo Zamorano ('66)
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('71)
93. Marcus Johansson

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('71)
10. Steinar Þorsteinsson ('66)
16. Brynjar Snær Pálsson
24. Hákon Arnar Haraldsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Albert Hafsteinsson
Hlini Baldursson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson

Gul spjöld:
Gonzalo Zamorano ('63)
Arnar Már Guðjónsson ('67)
Arnór Snær Guðmundsson ('79)
Sigurður Jónsson ('90)

Rauð spjöld: