Breiðablik
4
2
Fylkir
0-1
Valdimar Þór Ingimundarson
'12
Thomas Mikkelsen
'33
, víti
1-1
Thomas Mikkelsen
'59
, víti
2-1
2-2
Valdimar Þór Ingimundarson
'60
Höskuldur Gunnlaugsson
'104
3-2
Höskuldur Gunnlaugsson
'106
4-2
27.06.2019 - 19:15
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 14 stiga hiti, næstum logn og lítilsháttar rigning. Hið fullkomna fótboltaveður á rennisléttum gervigrasvellinum.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 789
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 14 stiga hiti, næstum logn og lítilsháttar rigning. Hið fullkomna fótboltaveður á rennisléttum gervigrasvellinum.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 789
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
('69)
9. Thomas Mikkelsen
11. Aron Bjarnason
('106)
18. Davíð Ingvarsson
18. Arnar Sveinn Geirsson
('78)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson
('69)
Varamenn:
50. Sindri Snær Vilhjálmsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
('106)
17. Þórir Guðjónsson
20. Kolbeinn Þórðarson
('69)
21. Viktor Örn Margeirsson
('78)
30. Andri Rafn Yeoman
('69)
Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford
Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('49)
Elfar Freyr Helgason ('56)
Rauð spjöld:
120. mín
Blikar að klára þetta en af myndefninu sem ég er að fá sent þá má vera ljóst að mark Blika númer 3 var einfaldlega ólöglegt.
115. mín
Blikar eru klókir hérna, sitja aftarlega og taka tíma í allt.
Þeir eru á leið í "final four" með KR, FH og Víkingi.
Þeir eru á leið í "final four" með KR, FH og Víkingi.
111. mín
Boltinn í marki Blika en rangstöðuflaggið uppi.
Guðjón á skot úr aukaspurnu á markið, Aron ver en missir hann frá sér og Damir er fyrstur til og skorar frákastið. Flaggið bjargar Aroni þarna.
Guðjón á skot úr aukaspurnu á markið, Aron ver en missir hann frá sér og Damir er fyrstur til og skorar frákastið. Flaggið bjargar Aroni þarna.
108. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Fylkir)
Út:Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Aukinn sóknarþungi.
106. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
Game over.
Sending upp vinstri væng, Aron kemur langt út úr teignum til að sópa en hættir við á síðustu stundu og bakkar, Mikkelsen er á undan Orra í boltann og leggur á Höskuld sem neglir í autt markið af 35 metrum.
Sending upp vinstri væng, Aron kemur langt út úr teignum til að sópa en hættir við á síðustu stundu og bakkar, Mikkelsen er á undan Orra í boltann og leggur á Höskuld sem neglir í autt markið af 35 metrum.
106. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik)
Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Fjórða skiptingin er leyfileg í framlengingu og Blikar nota sína til að loka leiknum.
Sjáum hvort það tekst.
Sjáum hvort það tekst.
104. mín
MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
Blikar komnir yfir.
Fylkismenn virðast búnir að losa pressu eftir horn fram á miðjan völlinn en Davíð neglir boltann inn í teiginn, Ari skallar hann en eftir truflun Höskuldar fer boltinn beint upp í loftið og endar hjá Höskuldi sem neglir hann í markið rétt innan vítapunkts. Snerting Höskuldar á Ara er töluverð en dómarinn dæmdi ekkert.
Fylkismenn fara líka í línuvörðinn og vilja meina að dæma ætti rangstöðu auk brots, þeir hafa klárlega eitthvað til síns máls hér.
Fylkismenn virðast búnir að losa pressu eftir horn fram á miðjan völlinn en Davíð neglir boltann inn í teiginn, Ari skallar hann en eftir truflun Höskuldar fer boltinn beint upp í loftið og endar hjá Höskuldi sem neglir hann í markið rétt innan vítapunkts. Snerting Höskuldar á Ara er töluverð en dómarinn dæmdi ekkert.
Fylkismenn fara líka í línuvörðinn og vilja meina að dæma ætti rangstöðu auk brots, þeir hafa klárlega eitthvað til síns máls hér.
99. mín
Og hér þarf Gulli að taka blaðamannaskutlu!
Ragnar Bragi tékkar sig inn á hægri löppina og snýr á fjær en tæknin hjá Gulla frábær og hann tekur skutlu og sterka hendi, slær boltann langt út í teig.
Ragnar Bragi tékkar sig inn á hægri löppina og snýr á fjær en tæknin hjá Gulla frábær og hann tekur skutlu og sterka hendi, slær boltann langt út í teig.
98. mín
Þessi fyrri hálfleikur er að standa algerlega undir nafni, engir sénsar teknir.
Þó þarf Gulli hér að verja skot Hewson utan teigs.
Þó þarf Gulli hér að verja skot Hewson utan teigs.
95. mín
Blikar með aukaspyrnu utan teigsins...
...sem endar á rangstöðu á Viktor hægri bak Blika.
...sem endar á rangstöðu á Viktor hægri bak Blika.
92. mín
Þá erum við að sjá hinn klassíska fyrri hálfleik framlengingar þar sem að bæði lið fara frekar varfærið inn í leikinn...þar sem þreytan fer svo að detta inn líka.
90. mín
+2
Aron með hörkusprett og skot sem fer töluvert framhjá...styttist í framlenginguna.
Aron með hörkusprett og skot sem fer töluvert framhjá...styttist í framlenginguna.
84. mín
Þá koma Blikar. Þung pressa þeirra hér að undanförnu...fá horn sem Damir skallar yfir á nærsvæðinu.
Hvorugt liðið ætlar í framlengingu sýnist mér.
Hvorugt liðið ætlar í framlengingu sýnist mér.
82. mín
Aron kemst framhjá Orra og á fasta sendingu sem fer í gegnum markteiginn án þess að nokkur snerti boltann...hér vantaði smá grimmd.
81. mín
Castillion kemst í skotfæri en setur hann framhjá.
Fylkismenn eru að ná taki á þessum leik.
Fylkismenn eru að ná taki á þessum leik.
79. mín
Hérna átti Valdimar að fullkomna þrennuna.
Sending á vítapunktinn þar sem hann er óvaldaður en lúðrar þessum yfir.
Sending á vítapunktinn þar sem hann er óvaldaður en lúðrar þessum yfir.
78. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Út:Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik)
Arnar verður að hætta leik hér...Viktor kemur beint í hans stöðu.
77. mín
Inn:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
Orri fer í hægri bakvörð og Andrés í þann vinstri.
76. mín
Gult spjald: Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir)
Bakkar inn í Arnar sem er að fara upp í skallabolta. Arnar skellur illa í jörðinni og liggur eftir.
73. mín
Góð skyndisókn Blika og Aron við það að sleppa í gegn en Ari nær að bjarga á síðustu stundu.
71. mín
Það er ekki einfalt að sjá hver á næsta mark í leiknum núna, það er bara allt að því fullkomið jafnræði milli liðanna sem sækja á fullri ferð.
70. mín
Andri er með Guðjóni á miðjunni, Kolbeinn tekur "fölsku níuna" sem Brynjólfur var og Ragnar Bragi fer á kantinn í stað Arnórs.
68. mín
Tvöföld skipting á leiðinni hjá Blikum.
Kolbeinn og Andri standa á hliðarlínunni.
Kolbeinn og Andri standa á hliðarlínunni.
64. mín
End to end stuff hér í seinni hálfleik, varnarmenn Blika komast naumlega inn í sendingu Kolbeins og hreinsa, fara í fína sókn þar sem að Höskuldur á skot í varnarmann úr góðu færi í horn.
Upp úr horninu fær Brynjólfur þokkalegt skallafæri sem fer yfir.
Upp úr horninu fær Brynjólfur þokkalegt skallafæri sem fer yfir.
63. mín
Stórt móment hér.
Damir fer í Kolbein inni í teignum og sá fellur við og vill víti en fær enga hlustun hjá tríóinu. Fékk þó horn sem ekkert varð úr.
Damir fer í Kolbein inni í teignum og sá fellur við og vill víti en fær enga hlustun hjá tríóinu. Fékk þó horn sem ekkert varð úr.
60. mín
MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Hvað gerðist hér!!!
Langur bolti upp úr miðjunni skallaður inn í teig, Gulli hikar í úthlaupinu og Castillion kemur tánni í boltann og klobbar markmanninn.
Boltinn er líklega á leið í markið en Valdimar fer og tryggir það að boltinn fari inn!
Langur bolti upp úr miðjunni skallaður inn í teig, Gulli hikar í úthlaupinu og Castillion kemur tánni í boltann og klobbar markmanninn.
Boltinn er líklega á leið í markið en Valdimar fer og tryggir það að boltinn fari inn!
59. mín
Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Neglir þennan niðri, hægra megin við Aron sem nær snertingu en boltinn alltof fastur.
58. mín
Víti - Breiðablik!
Ásgeir fer í Mikkelsen sem fellur og Einar bendir á punktinn.
Ásgeir fer í Mikkelsen sem fellur og Einar bendir á punktinn.
56. mín
Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Appelsínugult spjald hérna!
Fer svakalega í Arnór Gauta, dómarinn lætur hagnaðarregluna gilda og Fylkir fá lofandi sókn sem ekkert verður þó úr.
Fer svakalega í Arnór Gauta, dómarinn lætur hagnaðarregluna gilda og Fylkir fá lofandi sókn sem ekkert verður þó úr.
54. mín
Blikarnir eru eiginlega komnir í 4-4-1-1
Brynjólfur Darri er langt ofan við miðjulinu Blikanna og allt að því senter á löngum köflum.
Brynjólfur Darri er langt ofan við miðjulinu Blikanna og allt að því senter á löngum köflum.
52. mín
Fullt af "litlum" leikbrotum í gangi og Einar er að leyfa þeim að fljóta.
Pirringur að gera vart við sig sökum þessa á meðal leikmanna.
Pirringur að gera vart við sig sökum þessa á meðal leikmanna.
48. mín
Nú er Aron vel á verði, Guðjón fær fínt skotfæri en þarna var hanskagaurinn klár í slaginn.
45. mín
Og Fylkir fá dauðafæri!
Elfar missir boltann og Blikar vildu brot, Castillion hirðir hann og veður upp völlinn og í gegn og á skot rétt framhjá á fjær. Lendir á Gulla sem haltrar í hálfleikinn sem flautaður var á um leið og boltinn fór útaf.
Elfar missir boltann og Blikar vildu brot, Castillion hirðir hann og veður upp völlinn og í gegn og á skot rétt framhjá á fjær. Lendir á Gulla sem haltrar í hálfleikinn sem flautaður var á um leið og boltinn fór útaf.
43. mín
Naumlega bjargað!
Mikkelsen fær frían skalla eftir horn en Ari hnéar hann í annað horn sem er svo skallað framhjá.
Blikar algerlega tekið leikinn yfir síðasta kortérið.
Mikkelsen fær frían skalla eftir horn en Ari hnéar hann í annað horn sem er svo skallað framhjá.
Blikar algerlega tekið leikinn yfir síðasta kortérið.
41. mín
Guðjón ansi nálægt því að koma Blikum yfir úr aukaspyrnu sem olli mikilli gremju hjá gestunum að var dæmd.
Rétt utan teigs og Aron grjótfastur á línunni en skotið framhjá á nær...naumlega.
Rétt utan teigs og Aron grjótfastur á línunni en skotið framhjá á nær...naumlega.
40. mín
Sjá tíst hér að neðan.
Töluverð reikistefna varð hérna upp úr umræddu innkasti og mikið havarí...en engin spjöld.
Töluverð reikistefna varð hérna upp úr umræddu innkasti og mikið havarí...en engin spjöld.
Kolbeinn Finns hjá #fylkir að öskra á lÃnuvörðinn "ertu þroskaheftur" lÃnuvörðurinn þorði ekkert að gera, skömm. #fotboltinet
— Hlöðver Sigurðsson (@hlodversig) June 27, 2019
35. mín
Blikar eru mjög grimmir hérna og ég er viss um að Helgi Sig vill fá hálfleikinn bara fljótlega.
33. mín
Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Aron leggur af stað í hornið og Mikkelsen neglir hann í mitt markið uppi.
Öruggt.
Öruggt.
31. mín
Víti!
Daði fer hér í Höskuld Gunnlaugs eftir hornspyrnu og heimamenn eiga víti sem Mikkelsen tekur.
Hárrétt.
Daði fer hér í Höskuld Gunnlaugs eftir hornspyrnu og heimamenn eiga víti sem Mikkelsen tekur.
Hárrétt.
28. mín
Blikar nálægt því að jafna, fengu ódýrt horn sem Fylkismenn mótmæltu á meðan Aron og Guðjón tóku það hratt, Aron negldi á fjær en þar var enginn og boltinn sigldi framhjá á fjærstöng, naumlega.
24. mín
Nú eru Blikar komnir í bílstjórasætið og hafa sett pressu á heimamenn, án þess þo að skapa sér færi.
Að FH geti ekki notað Castillion og aðlagað sig aðeins að hans hæfileikum er magnað #takkfh #fotboltinet
— Hreinn Gústavsson (@hreinngu) June 27, 2019
18. mín
Markið hefur vakið heimamenn sem hafa komist ofar á völlinn og eru aðeins farnir að bíta frá sér.
15. mín
Gestirnir spegla leikkerfið.
Aron
Andrés - Ari - Ásgeir - Daði
Ólafur - Hewson
Arnór - Kolbeinn - Valdimar
Castillion
Aron
Andrés - Ari - Ásgeir - Daði
Ólafur - Hewson
Arnór - Kolbeinn - Valdimar
Castillion
12. mín
MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Stoðsending: Geoffrey Castillion
Stoðsending: Geoffrey Castillion
Sanngjarnt.
Kolbeinn vinnur boltann á varnarhelmingnum, á magnaða sendingu bakvið Davíð inn í hlaup Castillion sem á flotta sendingu á Valdimar sem klárar þetta fagmannlega.
Frábær byrjun gestanna sem þeir hafa nú nýtt til þess að skora!
Kolbeinn vinnur boltann á varnarhelmingnum, á magnaða sendingu bakvið Davíð inn í hlaup Castillion sem á flotta sendingu á Valdimar sem klárar þetta fagmannlega.
Frábær byrjun gestanna sem þeir hafa nú nýtt til þess að skora!
11. mín
Blikar eru í 4-2-3-1
Gulli
Arnar - Elfar - Damir - Davíð.
Guðjón - Viktor
Ernir - Brynjólfur - Höskuldur.
Mikkelsen.
Gulli
Arnar - Elfar - Damir - Davíð.
Guðjón - Viktor
Ernir - Brynjólfur - Höskuldur.
Mikkelsen.
8. mín
Blikar að vakna.
Aron þarf að slá boltann út úr teignum eftir aukaspyrnu, hann kemur aftur í teiginn þar sem Brynjólfur er í skotfæri en Fylkismenn komast fyrir skotið og bjarga í horn sem ekkert verður úr.
Aron þarf að slá boltann út úr teignum eftir aukaspyrnu, hann kemur aftur í teiginn þar sem Brynjólfur er í skotfæri en Fylkismenn komast fyrir skotið og bjarga í horn sem ekkert verður úr.
6. mín
Enn eitt færi Fylkis.
Arnór vinnur sig framhjá Davíð og á sendingu inn í markteiginn þar sem Castillion neglir framhjá á nær.
Arnór vinnur sig framhjá Davíð og á sendingu inn í markteiginn þar sem Castillion neglir framhjá á nær.
4. mín
Fylkismenn hafa beinlínis verið í sókn þessar fyrstu 4 mínútur.
Ansi grimmir hér í byrjun og skeinuhættir.
Ansi grimmir hér í byrjun og skeinuhættir.
3. mín
Blikar með 2 skotfæri á stuttum tíma.
Fyrst á Hewson skot rétt framhjá upp úr horni. Markspyrnan er illa framkvæmd, Castillion kemst inn í sendingu og sendir líka rétt framhjá af vítateigslínunni.
Fyrst á Hewson skot rétt framhjá upp úr horni. Markspyrnan er illa framkvæmd, Castillion kemst inn í sendingu og sendir líka rétt framhjá af vítateigslínunni.
2. mín
Arnór Gauti með haus úr stáli.
Brotið á honum en um leið og er flautað ætlar Elfar að lúðra boltanum fram og lendir boltinn í liggjandi Arnóri...sem hristir þetta af sér. Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
Brotið á honum en um leið og er flautað ætlar Elfar að lúðra boltanum fram og lendir boltinn í liggjandi Arnóri...sem hristir þetta af sér. Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn, Blikar völdu að sækja í átt að Sporthúsinu og verja Smárann.
Fylkismenn hófu leik.
Fylkismenn hófu leik.
Fyrir leik
Verið að verðlauna Elfar Frey Helgason, hann náði sínum 200. leik gegn ÍBV um helgina.
Til hamingju með það Elfar!
Til hamingju með það Elfar!
Fyrir leik
KSÍ gefur Mjólkurbikarbolta fyrir hvern leik þegar svo langt er komið og hér verður allt vitlaust þegar boltum er dælt í stúkuna.
50 gaurar fara kátir heim með bolta.
50 gaurar fara kátir heim með bolta.
Fyrir leik
Vallarþulurinn að klára sitt verk vel og liðin hljóma.
Hér var Hvammstanga-ofurmennið Hörður Guðbjörnsson að ljúka við nett axlarnudd svo maður verði nú upplagður í verkið og fórst honum það vel úr hendi líkt og flest annað.
Við deilum þeirri skoðun að það hefði verið töluvert rokk að kveikja á þessum flottu fljóðljósum sem eru í kringum völlinn, það er skuggsýnt og til þess eru ljósin að kveikja á þeim sko!!!
Hér var Hvammstanga-ofurmennið Hörður Guðbjörnsson að ljúka við nett axlarnudd svo maður verði nú upplagður í verkið og fórst honum það vel úr hendi líkt og flest annað.
Við deilum þeirri skoðun að það hefði verið töluvert rokk að kveikja á þessum flottu fljóðljósum sem eru í kringum völlinn, það er skuggsýnt og til þess eru ljósin að kveikja á þeim sko!!!
Fyrir leik
Hér eru annars leikmenn að hamast við upphitunina en einhverjir farnir að tínast inn.
Gulli gamli fór fyrstur inn eftir upphitun, ætli sé pottur í klefanum?
Gulli gamli fór fyrstur inn eftir upphitun, ætli sé pottur í klefanum?
Fyrir leik
DJ-inn í Kópavogi hendir sér í "Tótasonbræður" eftir hið raunverulega sigurlag Eurovision, það norska.
Ætli sé ball á Spot sem Breiðhyltingur getur kíkt á svona á heimleiðinni. Argandi stuð sem maður er að komast í hérna...nú eða Trúbbi á Katalínu.
Svör óskast....
Ætli sé ball á Spot sem Breiðhyltingur getur kíkt á svona á heimleiðinni. Argandi stuð sem maður er að komast í hérna...nú eða Trúbbi á Katalínu.
Svör óskast....
Fyrir leik
Twitter semsagt að vakna, ef einhver vill henda inn aðstoðarmolum í lýsinguna hérna eða kommenta þá er að setja myllumerkið #fotboltinet í tístið og hver veit nema að það detti hér inn í lýsingu!
Bikarslagur að detta á à Kópavoginum à kveld. 8 liða úrslit. Allir á völlinn!!! #fotboltinet pic.twitter.com/vaKgJXaxhs
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) June 27, 2019
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús.
Blikar hreyfa til liðið og gera fjórar breytingar frá sigrinum gegn ÍBV og Fylkismenn kalla þrjá nýja inn í byrjunarliðið eftir skellinn stóra í Garðabæ.
Nánar hér:
https://fotbolti.net/news/27-06-2019/byrjunarlid-i-kopavogi-ny-midja-inn-hja-heimalidinu
Blikar hreyfa til liðið og gera fjórar breytingar frá sigrinum gegn ÍBV og Fylkismenn kalla þrjá nýja inn í byrjunarliðið eftir skellinn stóra í Garðabæ.
Nánar hér:
https://fotbolti.net/news/27-06-2019/byrjunarlid-i-kopavogi-ny-midja-inn-hja-heimalidinu
Fyrir leik
Dómarateymið í kvöld er klárt.
Einar Ingi Jóhannsson er flautuleikar, honum til aðstoðar með flögg og míkrófón eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðssson.
Til vara er Gunnþór Steinar Jónsson og með störfum þeirra fylgist af athygli Þórarinn Dúi Gunnarsson. Ekkert fát á för þar!
Einar Ingi Jóhannsson er flautuleikar, honum til aðstoðar með flögg og míkrófón eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðssson.
Til vara er Gunnþór Steinar Jónsson og með störfum þeirra fylgist af athygli Þórarinn Dúi Gunnarsson. Ekkert fát á för þar!
Fyrir leik
Það verður ljóst í kvöld hvaða lið fylgja Víkingum í undanúrslit þetta árið. Í hinum leikjum dagsins takast KR á við Inkassolið Njarðvíkur og FH taka á móti Grindavík.
Undanúrslitaleikirnir verða svo leiknir 14. og 15.ágúst.
Undanúrslitaleikirnir verða svo leiknir 14. og 15.ágúst.
Fyrir leik
Mér finnst gaman að leika mér að eldinum með það að rifja upp leikmenn sem leikið hafa fyrir bæði félög.
Að þessu sinni er fátt um drætti, fína eða ekki, þar að finna. Enginn Bliki á leik í appelsínugulu en Fylkismenn hafa verið í Kópavoginum. Markvörðurinn Aron Snær kom til Fylkis frá Breiðablik 2017 og í vetur fór Arnór Gauti Ragnarsson sömu leið. Svo að þeir takast á við gamla félaga.
Að þessu sinni er fátt um drætti, fína eða ekki, þar að finna. Enginn Bliki á leik í appelsínugulu en Fylkismenn hafa verið í Kópavoginum. Markvörðurinn Aron Snær kom til Fylkis frá Breiðablik 2017 og í vetur fór Arnór Gauti Ragnarsson sömu leið. Svo að þeir takast á við gamla félaga.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa átt hreint ágætu gengi að fagna á Kópavogsvelli undanfarin ár.
Í síðustu tíu leikjum liðanna í voginum er staðan þannig að Blikar hafa unnið 2 leiki og Fylkismenn 5 en jafnteflin eru 3.
Annar þessara sigurleikja Blika var þó þegar Fylkismenn komu síðast í heimsókn, það var í fyrra og úrslitin þá 2-0.
Í síðustu tíu leikjum liðanna í voginum er staðan þannig að Blikar hafa unnið 2 leiki og Fylkismenn 5 en jafnteflin eru 3.
Annar þessara sigurleikja Blika var þó þegar Fylkismenn komu síðast í heimsókn, það var í fyrra og úrslitin þá 2-0.
Fyrir leik
Það eru einungis 13 dagar síðan þessi lið mættust í leik í PepsiMax deildinni.
Þá unnu Fylkismenn 4-3 sigur í allrosalegum leik sem hafði allt sem maður vill sjá í fótboltaleik. Vonandi verður það sama uppi á teningnum í kvöld.
Þá unnu Fylkismenn 4-3 sigur í allrosalegum leik sem hafði allt sem maður vill sjá í fótboltaleik. Vonandi verður það sama uppi á teningnum í kvöld.
Fyrir leik
Þetta er í sjötta sinn sem þessi lið mætast í bikarkeppni KSÍ.
Staðan milli liðanna þar er jöfn, hvort lið hefur þrisvar sinnum unnið viðuregnina og haldið áfram í næstu umferð.
Síðasta viðureign í bikarnum var árið 2017 þegar Fylkismenn sem voru þá B-deildarlið slógu Blika út og þar á undan var leikur milli þeirra í keppninni árið 2000. Þann leik unnu Fylkismenn líka og við þurfum að fara aftur til ársins 1998 til að finna leik þar sem Blikar unnu þessa viðureign í bikarkeppni.
Þá unnu þeir 1-3 og síðasta mark þeirra í þeim leik setti núverandi framkvæmdastjóri KA, Sævar nokkur Pétursson!!!
Staðan milli liðanna þar er jöfn, hvort lið hefur þrisvar sinnum unnið viðuregnina og haldið áfram í næstu umferð.
Síðasta viðureign í bikarnum var árið 2017 þegar Fylkismenn sem voru þá B-deildarlið slógu Blika út og þar á undan var leikur milli þeirra í keppninni árið 2000. Þann leik unnu Fylkismenn líka og við þurfum að fara aftur til ársins 1998 til að finna leik þar sem Blikar unnu þessa viðureign í bikarkeppni.
Þá unnu þeir 1-3 og síðasta mark þeirra í þeim leik setti núverandi framkvæmdastjóri KA, Sævar nokkur Pétursson!!!
Fyrir leik
Leið liðanna í þennan leik er sem hér segir:
Breiðablik:
32ja liða úrlit: Magni 1 - Breiðablik 10
16 liða úrslit: Breiðablik 3 - HK 1
Fylkir:
32ja liða úrslit: Fylkir 2 - Grótta 1
16 liða úrslit: Þróttur 1 - Fylkir 3
Breiðablik:
32ja liða úrlit: Magni 1 - Breiðablik 10
16 liða úrslit: Breiðablik 3 - HK 1
Fylkir:
32ja liða úrslit: Fylkir 2 - Grótta 1
16 liða úrslit: Þróttur 1 - Fylkir 3
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og allhjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Í dag er það sjálfur Mjólkurbikarinn og við erum komin í 8 liða úrslit.
Lið Breiðabliks sem situr nú í 2.sæti í PepsiMax-deildinni tekur hér á móti Fylkismönnum sem sitja í 6.sæti sömu deildar.
Lið Breiðabliks sem situr nú í 2.sæti í PepsiMax-deildinni tekur hér á móti Fylkismönnum sem sitja í 6.sæti sömu deildar.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
('77)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
6. Sam Hewson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
('69)
16. Ólafur Ingi Skúlason
('108)
20. Geoffrey Castillion
('87)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson
Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
('77)
8. Ragnar Bragi Sveinsson
('69)
9. Hákon Ingi Jónsson
('87)
22. Leonard Sigurðsson
('108)
28. Helgi Valur Daníelsson
Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon
Gul spjöld:
Kolbeinn Birgir Finnsson ('76)
Ragnar Bragi Sveinsson ('115)
Rauð spjöld: