Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Njarðvík
3
0
Víkingur Ó.
Ivan Prskalo '40 1-0
Kenneth Hogg '45 2-0
Emmanuel Eli Keke '49
Kenneth Hogg '58 3-0
11.07.2019  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skýjað en gott veður
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Kenneth Hogg
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Atli Geir Gunnarsson ('15)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
14. Hilmar Andrew McShane ('77)
17. Toni Tipuric
20. Aliu Djalo
21. Ivan Prskalo ('79)
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
31. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
1. Árni Ásbjarnarson
5. Arnar Helgi Magnússon ('77)
10. Bergþór Ingi Smárason
14. Andri Gíslason ('79)
15. Ari Már Andrésson
16. Jökull Örn Ingólfsson
25. Denis Hoda

Liðsstjórn:
Árni Þór Ármannsson
Rafn Markús Vilbergsson
Brynjar Freyr Garðarsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Brynjar Freyr Garðarsson ('28)
Hilmar Andrew McShane ('37)
Kenneth Hogg ('51)
Ivan Prskalo ('62)
Stefán Birgir Jóhannesson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvíkingar sigra sinn fyrsta leik í langan tíma!
93. mín Gult spjald: Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Fyrir klaufalegt brot á Ívari Erni.
89. mín
Njarðvíkingar eru að stjórna spilinu og sigla þessu þæginlega heim.
84. mín
Arnar Helgi með frábæran bolta fyrir markið en Andri Gísla skallar hann með hnakkanum virðist vera og hátt yfir.
83. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Sallieu Capay Tarawallie (Víkingur Ó.)
80. mín
Grétar Snær með skot tilraun en framhjá.
79. mín
Inn:Andri Gíslason (Njarðvík) Út:Ivan Prskalo (Njarðvík)
Ivan verið frábær í þessum leik.
77. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Hilmar Andrew McShane (Njarðvík)
76. mín Gult spjald: Ejub Purisevic (Víkingur Ó.)
Ejub notar tækifærið á meðan leikurinn er stopp og segir eitthvað sem dómaranum mislíkar.
75. mín
Brynjar Atli hoppar upp í bolta og liggur svo eftir.
73. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Víkingur Ó.) Út:James Dale (Víkingur Ó.)
69. mín
Ólafsvíkingar líta ekki vel út í þessum leik en Njarðvíkingar hafa verið að sundurspila þá.
67. mín Gult spjald: Vidmar Miha (Víkingur Ó.)
64. mín
Pawel fíflar Newberry og á flottan bolta fyrir markið sem Ivan nær að koma með hörku skalla en framhjá markinu.
62. mín Gult spjald: Ivan Prskalo (Njarðvík)
Klippir Emir Dokara niður.
58. mín MARK!
Kenneth Hogg (Njarðvík)
Stoðsending: Ivan Prskalo
Ivan þræðir boltann innfyrir á Kenneth Hogg sem hleypur framhjá markmanninum áður en hann leggur hann svo í autt markið

Þulurinn kynnir markaskorarann sem Kenneth Mána Hogg við mikinn fögnuð stuðningsmanna Njarðvíkur.
57. mín
Pawel með flottan sprett upp að endalínu og sendir á Stefán Birgir sem á skot rétt framhjá nærstöng.
54. mín
Það er pirringur í mönnum inni á velli og kæmi mér ekki á óvart þó Emmanuel Keke verði ekki sá eini sem verður sendur í sturtu.
51. mín Gult spjald: Kenneth Hogg (Njarðvík)
49. mín
Róðurinn var ágætlega erfiður fyrir Víkingana frá Ólafsvík fyrir og þetta spjald er ekkert til að létta á þeirri brekku.
49. mín Rautt spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
BEINT RAUTT!
Ivan Prskalo að sleppa einn innfyrir og Keke brýtur á honum sem aftasti maður.
48. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á hættulegums stað og ÞVÍLÍK MARKVARSLA! frá Brynjari Atla.
boltinn á leið í samskeytin en Brynjar Atli nær að skutla sér á hann og slá upp í slánna.
46. mín
Inn:Vidmar Miha (Víkingur Ó.) Út:Sorie Barrie (Víkingur Ó.)
46. mín
Þetta er farið af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
+5

Ólafsvíkingar fá að taka miðjuna en stuttu eftir það er flautað til leikhlés.
45. mín MARK!
Kenneth Hogg (Njarðvík)
Stoðsending: Hilmar Andrew McShane
+4
Njarðvíkingar tvöfalda!

Hilmar með flotta sendingu innfyrir á Kenny sem er kominn í heldur þröngt færi en hamrar boltanum upp í þaknet.
45. mín
+1
Það er ágætis pirringur inni á vellium en Gunnþór stoppar leikinn til að ræða við Kenny og Emmanuel Keke
40. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Sýndist það vera Vignir sem fær spjald fyrir mótmælin í kjölfarið
40. mín MARK!
Ivan Prskalo (Njarðvík)
Njarðvíkingar taka forystuna!

Njarðvíkingar fá hornspyrnu sem endar á að Njarðvíkingar eiga skothríð að marki Víkinga en áður en Ivan potaði boltanum yfir línuna áttu allavega Gísli Martin, Aliu Djalo o.fl skot á markið áður en Ivan potaði honum svo yfir línuna eftir allan atganginn og Vikingar æfir yfir að ekki hafi verið dæmd rangstaða en flaggið fór ekki upp og Njarðvíkingar leiða!
37. mín Gult spjald: Hilmar Andrew McShane (Njarðvík)
Rífur aftan í Grétar Snæ.
34. mín
Njarðvíkingar komast í frábært marktæki en þeir ná að prjóna Stefán Birgi einn á markmann en skotið HÁTT yfir. Þarna átti Stefán Birgir að gera miklu, miklu betur!
33. mín
Ivan Prskalo með frábæra tilraun rétt framhjá markinu. Franko stóð frosinn á línunni þegar Ivan tók skotið.
31. mín
Andri Fannar með sjaldséð mistök í öftustu línu Njarðvíkur en hann á slaka sendingu tilbaka sem Sallieu Tarawallie kemst inn í og er kominn einn innfyrir en Brynjar Atli var vandanum vaxinn og bjargaði fyrirliðanum sínum þarna.
29. mín
Brynjar Atli blakar boltanum yfir markið úr spyrnunni og ekkert kemur úr horninu í kjölfarið.
28. mín Gult spjald: Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík)
fyrir brotið.
28. mín
Víkingur Ó fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
24. mín
Stefán Birgir með frábæra aukaspyrnu af 30 metrum sem Franko þarf að hafa sig allan við að verja. Gísli Martin nær frákastinu en skotið í hliðarnetið.
18. mín
Kenny með flottan bolta inn á Ivan Prskalo en skotið beint í fangið á Franko.
17. mín
Ívar Örn með langt innkast sem skapar ursla í vörn Njarðvíkur en Brynjar Atli kemst fyrir það.
15. mín
Inn:Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík) Út:Atli Geir Gunnarsson (Njarðvík)
Hér er það staðfest.
14. mín
Börurnar ræstar út og Atli Geir borinn af velli. Óskum honum að sjálfssögðu skjóts bata.
12. mín
Leikurinn stopp.
Atli Geir og Sallieu Tarawallie lenda í samstuði og liggja báðir eftir. Vonandi ekkert alvarlegt.
9. mín
Njarðvíkingar eru mjög sprækir þessar fyrstu mínútur og láta Ólafsvíkingana alveg vita af sér, það er ekki að sjá á þessu Njarðvíkurliði að þeir séu búnir að vera í ströggli síðustu vikur.
7. mín
Skemmtilega útfærð hornspyrna en skotið frá Pawel svífur í fangið á Franko í marki Víkinga.
6. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta horn leiksins.
1. mín
Það er Víkingur Ólafsvík sem byrjar þennan leik.
Fyrir leik
Minni lesendur á að leikurinn er sýndur beint á Njarðvíktv á youtube.
Fyrir leik
Alex Þór Hauksson leikmaður Stjörnunnar er spámaður umferðarinnar og þetta er hans spá fyrir þennan leik.

Njarðvík 0 - 3 Víkingur Ó.
Sýning hjá Ejub og hans her þar sem þeir vinna þennan leik örugglega.
Fyrir leik
Víkingur Ó er í baráttunni um laust sæti í Pepsi Max að ári en þeir hafa verið að misstíga sig svolítið í baráttunni síðustu vikur en náðu þó góðum sigri í síðustu umferð þegar þeir fengu Mosfellinga frá Aftureldingu í heimsókn og spurning hvort það hafi komið þeim aftur á bragðið.
Fyrir leik
Njarðvíkingum hefur ekki vegnað vel síðustu vikur en þeir vonast til að binda enda á 7 leikja taphrinu hér í kvöld þegar Víkingarnir frá Ólafsvík heimsækja þá.
Auk þess að hafa tapað 7 leikjum í röð er heimavallarárangurinn þeirra alls ekkert til að ýta undir vonir og væntingar en þeir eru með 1 stig af 7 frá heimavellinum í sumar og markatöluna 1-10.
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin/nn að skjánum. Í Dag ætlum við að bjóða upp á beina textalýsingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem heimamenn etja kappi við Víkinga frá Ólafsvík í 11.Umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic
2. Ívar Örn Árnason
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
6. James Dale (f) ('73)
7. Grétar Snær Gunnarsson
10. Sorie Barrie ('46)
11. Harley Willard
13. Emir Dokara
14. Sallieu Capay Tarawallie ('83)
22. Vignir Snær Stefánsson

Varamenn:
12. Baldur Olsen (m)
7. Ívar Reynir Antonsson ('83)
8. Martin Cristian Kuittinen
9. Jacob Andersen
17. Kristófer Jacobson Reyes ('73)
23. Vidmar Miha ('46)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson
Kristmundur Sumarliðason

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('40)
Vidmar Miha ('67)
Ejub Purisevic ('76)

Rauð spjöld:
Emmanuel Eli Keke ('49)