

Samsung völlurinn
Evrópudeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
Aðstæður: Örlítil gola og þurrt. Gervigrasið vel slegið venju samkvæmt.
Dómari: Dzianis Shcharbakou (BEL)
Áhorfendur: 876
Maður leiksins: Þorsteinn Már Ragnarsson
('62)
('45)
('90)
('90)
('45)
('62)
Fínn leikur Stjörnunnar en fá óþarfa útivallarmark á sig. Þið þekkið síðan restina. Skýrslur og viðtöl á leiðinni von bráðar.
Fá síðan hornspyrnu hérna í restina. Dettur þriðja markið í restina?
Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Skömmu áður var ótrúlega greinilegt brot. Línuvörðurinn flaggar en dómari leiksins er ekki á því að flauta. Skil ekkert.
MARK!Levadia ná hér smá pressu. Sending kemur frá hægri inn á markteig og skapar mikla hættu. Rauschenberg réttur maður á réttum stað og kemur í veg fyrir mark.
MARK!Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Það var ekkert í gangi og heimamenn bara að dóla á miðjum vellinum með boltann. Hilmar Árni fær boltann, lyftir honum yfir vörnina og Þorsteinn er aftur einn í gegn. Gerir allt rétt, lyftir boltanum yfir markvörðinn og í stöngina fjær og inn.
Hilmar Árni fær að snúa í teignum, gefur út á Ævar sem sendir áfram á Alex hægra megin í teignum. Skot hans hefði mátt vera betra. Fer fram hjá markmanni en varnarmaður bjargar á línu.
Þorsteinn Már með boltann úti hægra megin, þræðir boltann milli tveggja varnarmanna á Ævar. Hann sér Hilmar í kjörstöðu, gefur í miðjan teiginn en skot Hilmars hátt yfir.
Þorsteinn Már með kross frá vinstri sem er skallaður í horn áður en Guðmundur Steinn nær skalla. Hornið fer yfir allan pakkann og ekkert verður úr því.
Misnotað víti!Fast niðri hægra megin en Lepmets ver! Stjarnan nær ekki að fylgja á eftir. Gando kemur boltanum í horn en úr henni verður ekkert.
Gult spjald: Sergi Lepmets (Levadia)
Langur bolti fram frá vinstri bakverðinum Daníeli. Ævar eltir boltan en Lepmets nær boltanum. Í stað þess að sparka beint fram danglar hann smá í Ævar. Víti dæmt.
Svona á öðrum nótum. Reynið að segja Dzianis Shcharbakou sjö sinnum hratt.
Kross frá hægri sem Peetson skallar að nærstönginni en Halli snöggur og ver í horn. Það skapar líka hættu og gestirnir vilja víti en fá ekki. Sýndist ekkert réttlæta slíkt miðað við klúðrið í fyrri hjá Shcharbakou dómara.
Boltinn byrjaður að rúlla á ný. Sýnist Heiðar fara í vinstri bak við þessa skiptingu og Ævar út á hægri vænginn.
Stjarnan óheppnir með dómara. Tallinn bjarga á lÃnu með hendi og sleppa svo með tiltal eftir tæklingu sem gæti verið rautt
— Einar Gudnason (@EinarGudna) July 11, 2019
Llevo 2 minutos viendo el Stjarnan - Levadia y parece un partido de solteros contra casados
— Javi FV (@javifv1993) July 11, 2019
Flott sókn hjá Star. Brynjar Gauti vinnur boltann og ber hann upp. Kemur honum út til hægri á Heiðar sem skilar honum til vinstri á Jósef. Væri hann með hægri fót hefði þetta verið kjörið skotfæri en hann ákveður að senda á Guðmund Stein í markteignum. Ekkert verður úr þessu.
Levadia á síðan aukaspyrnu á hættulegum stað.
Gult spjald: Maksim Podholjuzin (Levadia)
Hornið kemur inn og fyrirliðin Rauschenberg skallar að marki. Boltinn fer í varnarmann og þaðan í stöngina. Heimamenn vilja víti og meina að varið hafi verið á línu með hendi. Þeir höfðu nokkuð til sín máls. 100% hendi, víti og rautt.
Eftir það er annað færi frá Þorsteini Má á markteig sem fer í varnarmann og þaðan í horn. Ekkert varð úr því.
Góð spyrna frá Morelli sem Halli kýlir burt.
When you don't take your chances others will. Levadia had an great opportunity to make it 0-1 after great press by Andrejev but Morelli couldn't hit the target.
— Mattis (@MM_Mattis) July 11, 2019
Few minutes later Stjarnan scores after awful defending by Podholjuzin.
1-0 Stjarnan #EuropaLeague
Ég hafði varla sleppt orðinu þegar Morelli var einn á auðum sjó í D-boganum. Halli kom út á móti og varði fáránlega. Bjargar Stjörnunni þarna.
Jósef fær boltann í D-boganum, skot með hægri í varnarmann. Frákastið á Guðmund Stein sem nær ágætu skoti sem Lepmets ver í horn. Það er síðan skallað frá.
MARK!Stoðsending: Daníel Laxdal
Geggjuð sending frá Danna Lax.
Halli fær boltann aftastur og ætlar að hreinsa. Roosnupp er mættur í pressuna og Halli neglir í hann. Þaðan fer boltinn aftur í Halla og svo aftur í Roosnupp sem nær ekki stjórn á honum.
Rauschenberg fær þá boltann en er kærulaus og fær Andreev í pressuna. Hann nær skoti sem fer í varnarmann. Þar dettur boltinn fyrir Morelli sem er í dauðafæri en rennur á teppinu og ömurlegt skot hans endar í hliðarnetinu.
Um leið og ég hafði klárað að drita þessu niður dúndrar liðið boltanum í innkast eftir pressu bláhvítra.
Síðan er bara vonandi að það verði góð stemning. Söngvatnið ætti að hjálpa þar til.
Eftirlitsmaður UEFA er síðan frá Grikklandi en han heitir Georgios Bikas.
Brasilíumaðurinn Joao Morelli kemur næstur með átta, Kamerúninn Marcellin Gando er með sjö og Rússinn Nikita Andreev hefur sett sex.
Öpdeit: Iggy Pop breyttist í Scooter en bandið er að syngja um fiska.
Frá leiknum gegn Flora eru gerðar tvær breytingar. Inn koma þeir Marek Kaljumäe og Mark Oliver Roosnupp en á móti dettur Rússinn Kirill Nesterov á bekkinn. Úkraínumaðurinn Yuriy Tkakchuk er ekki í hóp eftir að hafa byrjað síðasta leik.
Ég vona þið fyrirgefið mér það að vera ekki alveg með það á takteinunum hvaða breytingar Eistarnir eru búnir að gera.
🎶Við viljum evrópu, þar er draumurinn...🎶
— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) July 11, 2019
Dagskráin:
14.00* - For-upphitun hefst á Asian Fusion
18.00 - Svæðið á Samsung opnar þ.m.t. Dúllubarinn
20.00 - Stjarnan - Levadia Tallinn
22.00 - Eftir atvikum eftiratvik
*Menn ráða klukkan hvað. Veislan byrjar með fyrsta gest. https://t.co/Z94oLNaCGV
Þegar er búið að draga og ljóst að það lið sem vinnur viðureignina mætir spænska liðinu Espanyol frá Barcelona í næstu umferð. Katalónska liðið hafnaði í 7. sæti í spænsku La Liga á síðustu leiktíð.
Þetta er annað árið í röð sem Stjarnan mætir liði frá Eistlandi. Í fyrra sló liðið út Nömme Kalju samtals 3-1
('78)
('72)
('40)
('40)
('72)
('78)
