Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
Breiðablik
2
0
Grindavík
Davíð Kristján Ólafsson '75 1-0
Guðmundur Pétursson '93 2-0
16.06.2012  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Glampandi sólskin og smá gola. Völlurinn frábær að venju. Topp fótboltaaðstæður.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 456
Maður leiksins: Guðmundur Pétursson
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('75)
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('59)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
15. Davíð Kristján Ólafsson ('75)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('87)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('42)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður leikur Breiðabliks og Grindavíkur í beinni textalýsingu.
Byrjunarliðin eru komin inn hérna til hliðanna og það er fátt sem kemur á óvart í liðsuppstillingum þjálfaranna.
Fyrir leik
Hér eru menn að hita upp í góða veðrinu. Nokkrir stuðningsmenn Breiðabliks eru mættir hér og slá þéttan trommutakt.

Hvet fólk til þess að láta í sér heyra á twitter á meðan á leik stendur, nota hashtagið #fotbolti og ég birti einhverjar skemmtilegar færslur.
Fyrir leik
Blikarnir sitja í 9. sæti deildarinnar með 7 stig rétt eins og Keflavík og Selfoss.
Grindvíkingar eru hinsvegar á botninum með þrjú stig og leita enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. Kemur hann í dag?
Fyrir leik
Áhorfendur hér í dag eru vægast sagt af skornum skammti, þrátt fyrir gott veður. Ætli það séu ekki margir bara að lepja sólina í sumarbústað í Grímsnesinu?
1. mín
Leikurinn er hafinn hér á Kópavogsvelli.
1. mín
Lúðrasveit Blikanna bætir upp fyrir fámennið hér á vellinum. Þvílík veisla.
5. mín
Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Hér fá Grindvíkingar hinsvegar aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
5. mín
Ólafur Örn Bjarnason tekur spyrnuna, hún er slök og fer í varnarvegg Blika, sem ná síðan að bægja hættunni frá.
8. mín
Hér kom hár bolti frá Ondo af miðjum vellinum sem virtist hættulaus en við nánari athugun komst Ingvar Kale að því að hann væri að lenda ofaná slánni og blakaði honum í horn, sem ekkert kom upp úr.
10. mín
Blikar bruna svo í sókn og Andri Rafn Yeoman kemst inn á teiginn og sendir lágan bolta fyrir á Rnkovic sem á skot sem er varið á línu af Grindvíkingum. Þarna hefði Petar Rnkovic átt að gera betur.
13. mín
Grindvíkingar áttu aukaspyrnu á miðjum vellinum. Boltinn kom inn á teiginn og Ameobi tók hann vel á kassann og lagði hann fyrir Ondo en skot hans fór framhjá.
15. mín
Hér bjarga Grindvíkingar aftur á línu eftir að Rnkovic vippar boltanum yfir Óskar Pétursson. Blikar eru meira með boltann og virka sterkari.
19. mín
Haukur Baldvinsson sýnir góða takta á hægri vængnum, snýr af sér tvo Grindvíkinga og sækir hornspyrnu.
21. mín
Tomi Ameobi setur pressu á Ingvar Kale sem lendir í bölvuðum vandræðum og setur boltann beint í innkast.
22. mín
22 mínútur liðnar og það er bara voða lítið að ske. Fyrir utan þessi tvö færi hjá Rnkovic hefur bara ekkert verið í gangi.
26. mín
Marko Valdimar Stefánsson á hérna skot rétt fyrir utan teig, en það fer yfir.
28. mín
Árni Vilhjálmsson sýnir hérna lipur tilþrif, leikur á Grindvíkinga og nær skoti sem Óskar Pétursson ver. Grindvíkingar ná síðan naumlega að koma boltanum í horn, sem ekkert verður úr.
35. mín
Rnkovic er tekinn niður hér rétt utan vítateigs hægra megin. Kristinn Jónsson gerir sig líklega til að að taka spyrnuna.
35. mín
Skot Kristins er hinsvegar arfaslakt og fer beint í vegginn.
42. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
Fyrir brot á Alexander Magnússyni.
43. mín
Grindvíkingar eiga hér aukaspyrnu á álitlegum stað eftir brot Sverris. Marko Valdimar tekur spyrnuna og hann skrúfar knöttinn rétt yfir markið! Góð tilraun.
45. mín
Blikar eiga hér hornspyrnu sem þeir taka stutt. Grindvíkingar ná svo að losa boltann í burtu, hátt og langt.
45. mín
Þá er kominn hálfleikur hér á Kópavogsvelli. Leikurinn er búinn að vera vægast sagt rólegur. Blikar hafa verið meira með boltann án þess þó að skapa sér eitthvað af viti.

Endilega látið heyra í ykkur á twitter með hashtaginu #fotbolti
45. mín
Nú fer þetta allt að rúlla af stað aftur. Mér sýnist Paul McShane vera að koma inná í fyrsta leik sínum á þessu tímabili.
45. mín
Inn:Paul McShane (Grindavík) Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Matthías var eitthvað aðeins meiddur.
46. mín
Allt komið í gang aftur hér á Kópavogsvelli. Við óskum eftir mörkum og góðum fótbolta, vinsamlegast.
48. mín
Hér liggur Óli Baldur eftir meiddur í vítateig Blika. Hann virðist líklega þurfa að fara af velli. Við sjáum hvað setur.
50. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Pape kemur inn fyrir Óla Baldur.
54. mín
Grindvíkingar eiga ágætis sókn sem endar með því að Ray Anthony Jónsson skýtur að marki fyrir utan vítateig, boltinn fer í Blika og afturfyrir. Hornspyrna Paul McShane var misheppnuð, lág með jörðinni á nærstöngina og það kemur ekkert út úr þessu.
58. mín Gult spjald: Loic Ondo (Grindavík)
Loic Ondo brýtur hérna á Kristni Jónssyni og fær gult spjald að launum. Blikar eiga aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
58. mín
Renee Troost tekur spyrnuna, hún stefnir upp í markhornið en Ólafur Örn Bjarnason er hrikalega klókur, dettur niður á línuna og skallar boltann í burtu af línunni. Þetta bragð hans Óla er vel þekkt í tölvuleiknum FIFA.
59. mín
Inn:Guðmundur Pétursson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
62. mín
Ótrúlegt en satt, gæði leiksins hafa dvínað í síðari hálfleik. Það vantar mark í þennan leik.
70. mín
Haukur Baldvins skýtur að marki af löngu færi. Ágætis skot, fer rétt framhjá en Óskar Pétursson var með þetta á hreinu allan tímann.
72. mín
Hér í stúkunni er verið að gæsa eina snót úr Grindavík, sem er í lukkudýrsbúning Grindvíkinga að láta stuðningsmenn Blika heyra það. Af leiknum er minna að frétta.
75. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
Rafn Andri kemur inn.
75. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
RAFN ANDRI SKORAR MEÐ SINNI FYRSTU SNERTINGU!

Kristinn Jónsson á góðan sprett inn á teiginn, leggur hann fyrir markið og boltinn siglir í gegnum hrúgu leikmanna og það er svo varamaðurinn Rafn Andri Haraldsson sem lúrir á fjærstönginni og setur boltann í netið! Hann var búinn að vera inni á vellinum í svona 10 sekúndur. Frábær innkoma hjá Rafni.
80. mín Gult spjald: Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík)
Ólafur Örn hendir sér í frekar háskalega tæklingu við hliðarlínuna. Er alltof seinn og tekur Kristinn Jónsson niður.
84. mín
Hér kemst Paul McShane í gott færi eftir stungusendingu frá Ameobi, Ingvar Kale þarf að taka á honum stóra sínum, síðan lenda hann og McShane saman og Ingvar liggur eftir. Hann virðist þó vera allur að koma til.
87. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
88. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Scott Ramsay fær nokkrar mínutur til að láta eitthvað gerast.
90. mín
Hér er venjulegur leiktími að renna út og Loic Ondo liggur sárþjáður á vellinum. Verið er að hlúa að honum, hann virtist lenda illa eftir skallaeinvígi og heldur um ökklann.
91. mín
Ondo er borinn af velli og inn í klefa. Því leika Grindvíkingar manni færri það sem eftir lifir leiks.
93. mín MARK!
Guðmundur Pétursson (Breiðablik)
Guðmundur Pétursson fær boltann í teignum, reynir fyrirgjöf en hún er skölluð út í teiginn og þar kemur hann askvaðandi og þrumar knettinum í fjærhornið. Glæsilegt mark hjá Guðmundi sem er búinn að vera sprækur síðan hann kom inná.
Leik lokið!
Þessum afar bragðdaufa leik er lokið með 2-0 sigri Blika. Grindavík enn án sigurs. Frekari umfjöllun og viðtöl birtast hér á síðunni síðar í dag.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason ('50)
Marko Valdimar Stefánsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('88)
9. Matthías Örn Friðriksson ('45)
11. Tomi Ameobi
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
8. Páll Guðmundsson
10. Scott Ramsay ('88)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Örn Bjarnason ('80)
Loic Ondo ('58)

Rauð spjöld: