
Arsenal ætlar að styrkja sig fyrir næsta tímabil, njósnarar Liverpool fylgjast með hollensku ungstirni og Manchester United gerði tilboð í De Jong. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.
Arsenal hefur áhuga á að fá þýska kantmanninn Leroy Sane (29) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Bayern München rennur út í sumar. (Christian Falk)
Andrea Berta, nýr yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, vill gera Bruno Guimaraes (27), brasilískan miðjumann Newcastle, og Martin Zubimendi (26), spænskan miðjumann Real Sociedad, að fyrstu kaupum sínum. (AS)
Barcelona er einnig með Bruno Guimaraes ofarlega á óskalista sínum fyrir sumarið. (Football-Espana)
Liverpool hefur sent útsendara til að horfa á Jorrel Hato (19), hinn fjölhæfa vinstri kantmann Ajax. Hann á þegar fimm landsleiki fyrir Holland. (Mail)
Manchester City, Manchester United, Barcelona og Real Madrid hafa áhuga á hollenska kantmanninum Jeremie Frimpong (24) hjá Bayer Leverkusen. (Teamtalk)
Barcelona hefur hafnað 57,8 milljóna punda tilboði Manchester United í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (27). (Fichajes)
Hansi Flick, stjóri Barcelona, ??vill halda De Jong hvað sem það kostar og katalónska félagið hefur hafið viðræður við leikmmanninn um nýjan samning. (Sport)
Everton fylgist með gangi mála hjá Manor Solomon (25), ísraelskum sóknarmiðjumanni Tottenham sem er á láni hjá Leeds. (Teamtalk)
Bayer Leverkusen telur enn að þýski sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz (21) árs, muni framlengja samning sinn við félagið. Wirtz hefur verið orðaður við Bayern München og Manchester City. (Bild)
Everton hefur áhuga á að fá enska miðjumanninn Sean Longstaff (27) frá Newcastle í sumar. (Talksport)
Athugasemdir