Víkingsvöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Gervigrasið nývökvað og allt glæsilegt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1848 - Vallarmet
Maður leiksins: Kári Árnason - Víkingur
Takk fyrir samfylgdina! Viðtöl og fleira gúmmelaði á leiðinni.
Elfar freyr er heimskasti leikmaður pepsi #staðfest alltaf fyrsti leikmaðurinn i þessu blikaliði til að missa hausinn ! 30 ára og hefur ekkert þroskast.
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) August 15, 2019
Ef KSI gefur honum ekki bann út tÃmabilið, þá ættu blikar að gera það #mjólkurbikarinn #fotboltinet
Já Gummi þetta er eins heimskulegt og það verður. Þetta atvik hlýtur að fara à skýrsluna og amk 1-2 viðbótar leikir à bann ofan á beina rauða spjaldið. #fotboltinet pic.twitter.com/in55qLMfk5
— Halldór Gröndal (@halldorgrondal) August 15, 2019
Kassim Doumbia fékk þriggja leikja bann fyrir að taka rauða spjaldið af Þorvaldi Ãrnasyni. Elfar reif svo spjaldið úr höndum Þorvaldar áðan en bannið, hvað sem hann fær, gildir bara à bikarleikjum næsta árs. #fotboltinet
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 15, 2019
Elfar Freyr er þvà miður búinn að vera hausinn vitlaust skrúfaðan á à allt sumar. Hversu galið rautt spjald var þetta... 🤯 #fotboltinet
— Guðmundur Egill (@gudmegill) August 15, 2019
Tekur svo rauða spjaldið af Þorvaldi og hendir því í jörðina. Hvað er maðurinn að pæla???
Galdri!!!!!! Toppurinn á ferli Tryggva Guðmunds! (Staðfest) #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) August 15, 2019
Enn eitt frábæra markið hjá Guðmundi Andra à sumar. Flott þetta VÃkingslið.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) August 15, 2019
Ég elska þetta VÃkingslið!!! 🔴⚫ï¸ðŸ”´âš«ï¸
— Hrannar Már (@HrannarEmm) August 15, 2019
Davíð Örn Atlason með svakalega fyrirgjöf frá hægri og GALDRI svífur rosaaaaaalega í teignum! Þvílíkur stökkraftur og þvílíkur skalli.
Rangur vÃtadómur, aukaspyrnumark sláinn inn og the underdog leiðir à hálfleik. Vinsælasta Ãþrótt à heimi af ástæðu! #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) August 15, 2019
Blikar þurfa meira input frá GÃÂsla Eyjólfs.
— Hafsteinn ÃÂrnason (@h_arnason) August 15, 2019
#ÓttarMagnús segja bless við #Pepsimax #Fotboltinet
— Magnús (@muggsson) August 15, 2019
Stoðsending: Júlíus Magnússon
Það var Júlíus Magnússon sem stakk boltanum inn á Nikolaj!
1-0 à raunheimum en áfram gakk. pic.twitter.com/ydHsV9fIf4
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 15, 2019
Boooooom Óttar Magnús Karlsson (@ottar7) âš½ï¸ðŸ‡®ðŸ‡¸ðŸ‘Œ #TeamTotalFootball pic.twitter.com/1uL1HApSP6
— Total Football (@totalfl) August 15, 2019
Aukaspyrna rétt fyrir utan teiginn hægra meginn. ÓMK setur boltann í slá og inn, þéttingsfast. Algjörlega sturlað mark.
Fjórða mark Óttars í þremur leikjum síðan hann kom heim.
RangstöðuOddur að gera sitt besta eins og alltaf , það er ekki hægt að sjá allt. #fotboltinet
— GÃÂsli Þorkelsson (@gislithorkels) August 15, 2019
Uppfært: Var að sjá mynd af þessu. Mikkelsen vel fyrir innan. Klúður hjá dómaratríóinu!
Kom sér í gegnum vörn Blika og var einn á móti Gunnleifi, reyndi að komast framhjá gamla manninum en hann náði að fálma hendi í knöttinn!
Kári Árnason braut á Gísla Eyjólfssyni á miðlínunni. Fær tiltal frá Þorvaldi dómara. Flestir leikmenn deildarinnar hefðu líklega fengið gult þarna en þeir hafa ekki verið að skila sigrum hjá landsliðinu á stórmótum! Jón og séra Jón.
Alvöru sýnikennsla àumgjörð hjá @vikingurfc .
— Snorri Valsson (@snorval) August 15, 2019
Vonandi er sýning á vellinum lÃÂka.
Með kveðju, #Hlutlaus#fotboltinet pic.twitter.com/sa5qZupRRG
Þá er það selebb vaktin. Nóg af frægu fólki mætt í stúkuna. Stjörnublaðamaðurinn Benedikt Bóas, okkar eini sanni Gaupi, handboltagoðsögnin Atli Hilmarsson, TG9, Hilmar Jökull ofurBliki, Haffi Tomm, Þorkell Gunnar RÚVari, Helgi Mikael dómari, Gummi Torfa og sóknarmaðurinn skeinuhætti Sævar Atli úr Breiðholtinu eru meðal vallargesta.
Hann var að biðja fólk um að þétta raðirnar í stúkunni enda er svakaleg mæting og langar raðir fyrir utan Víkingsheimilið. Þetta verður þrumustuð!
Tryggvi Guðmundsson:
2-1 sigur Vikes.
Runólfur Trausti, Vísi:
2-1 sigur Breiðabliks eftir framlengingu.
Jóhann Leeds, Morgunblaðið:
2-2 eftir 90 mín og framlengingu. Víkingar vinna eftir framlengingu.
Elvar Geir Magnússon, Fótbolta.net:
Ég spái því að Breiðablik vinni 2-1 sigur.
Byrjunarliðið tilbúið à bikarslaginn à VÃkinni #BlikarKoma #Mjolkurbikarinn pic.twitter.com/COjL4oTKy4
— Blikar.is (@blikar_is) August 15, 2019
Kári Árnason er á miðjunni hjá Víkingum í þessum leik í kvöld en hann var einnig á miðjunni gegn ÍBV á dögunum. Guðmundur Andri Tryggvason og Óttar Magnús Karlsson eru í sókninni.
Júlíus Magnússon kemur úr meiðslum og fer beint í byrjunarliðið.
Hjá Blikum eru Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason í miðverðinum. Ekkert sem kemur á óvart.
Hvort liðið fer í bikarúrslitaleikinn?
Víkingur R. 45%
Breiðablik 55%
Arnar Gunnlaugs býst við epÃskum undanúrslitaleik milli VÃkings og Breiðabliks #fotboltinet pic.twitter.com/QhavjKYpLx
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 15, 2019
VÃkingur - Breiðablik à @mjolkurbikarinn 19:15. Gústi Gylfa býst við 50/50 skemmtilegum fótboltaleik #fotboltinet pic.twitter.com/gKedkBc8Xp
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 15, 2019
Þegar liðin áttust við í Kópavogi í 3. umferð unnu Blikar 3-1. Þá skoraði Kolbeinn Þórðarson, sem nú er kominn til Lommel í Belgíu, tvö mörk.
Úrslitaleikurinn sjálfur verður 14. september.
Breiðablik komst í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði þar fyrir Stjörnunni. Víkingur hefur ekki komist í úrslitaleik síðan 1971! Bæði lið hafa unnið bikarkeppnina einu sinni. Það verður karnival stemning í Víkinni í kvöld.