Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Víkingur R.
3
1
Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen '35 , víti
Óttar Magnús Karlsson '40 1-1
Nikolaj Hansen '45 2-1
Guðmundur Andri Tryggvason '69 3-1
Elfar Freyr Helgason '83
15.08.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Gervigrasið nývökvað og allt glæsilegt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1848 - Vallarmet
Maður leiksins: Kári Árnason - Víkingur
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f) ('63)
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('75)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('51)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. Erlingur Agnarsson ('51)
8. Viktor Örlygur Andrason
18. Örvar Eggertsson ('63)
77. Atli Hrafn Andrason ('75)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Óttar Magnús Karlsson ('46)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LAUGARDALSVÖLLUR 14. SEPTEMBER!!! BIKARÚRSLIT! VÍKINGUR - FH!

Takk fyrir samfylgdina! Viðtöl og fleira gúmmelaði á leiðinni.
94. mín
Víkingar í stúkunni byrjaðir að fagna en Blikar eru að yfirgefa svæðið. Víkingur á leið í bikarúrslit í fyrsta sinn síðan 1971.
91. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti sex mínútur.
89. mín
Óttar Magnús fékk höfuðhögg og þarf aðhlynningu utan vallar.
88. mín
ROSALEG VARSLA!!! ÞÓRÐUR INGASON! Ver frá Andra Rafni Yeoman.
83. mín Rautt spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar missir stjórn á sér og fær rautt fyrir tæklingu á Ágústi! Hann hafði tekið annað brot á undan.

Tekur svo rauða spjaldið af Þorvaldi og hendir því í jörðina. Hvað er maðurinn að pæla???
83. mín
"Ekkert mark er nógu stórt til þess að þessi fari inn!" syngja stuðningsmenn Blika þegar Alfons á skot himinhátt yfir.
81. mín
Viktor Karl í flottu færi í teignum eftir horn en hitti boltann herfilega illa. Átti að gera betur.
80. mín
Óttar Magnús við það að sleppa í gegn en móttakan svíkur hann og Viktor nær boltanum.
78. mín
Sölvi Geir Ottesen liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu. Víkingar eru búnir með skiptingarnar sínar.
77. mín
VÁ ÞVÍLÍKT FIMBULFAMB Í TEIGNUM HJÁ VÍKINGUM!!! Þeir ná að koma hættunni frá...
75. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Guðmundur Andri varð fyrir einhverjum meiðslum.
74. mín
Blikar 3-1 undir og Þórir Guðjónsson er ónotaður varamaður á bekknum. Ekki jákvæð skilaboð sem hann fær!
73. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
71. mín
Stórhættuleg sending á Mikkelsen en Þórður kom á ógnarhraða úr marki sínu og tæklaði boltann í innkast.
69. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
FRÁBÆRT SKALLAMARK!!!!

Davíð Örn Atlason með svakalega fyrirgjöf frá hægri og GALDRI svífur rosaaaaaalega í teignum! Þvílíkur stökkraftur og þvílíkur skalli.
67. mín
Þrumubombuskot frá Kára. Alveg ofboðslega fast en því miður framjá.
64. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Brynjólfur skaut Blikum í úrslitaleikinn í fyrra. Því má ekki gleyma. Sigurmark gegn öðrum Víkingum, frá Ólafsvík.
63. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Júlíus búinn að vera fínn. Hástökvarinn Örvar birtist hér.
61. mín
VALLARMET Í VÍKINNI!!! 1848 áhorfendur eru hér staddir og er það vel. Fullt af góðum mönnum og konum hér. Skál í boðinu.
60. mín
Guðmunur Andri lendir eitthvað skringilega eftir skallaeinvígi. Heldur um lærið. Giska að hann biðji um skiptingu eftir þrjár mínútur.
58. mín
Ágúst Eðvald missir boltan ákaflega klaufalega rétt við markteiginn. Viktor hirti hann bara af Ágúst og lét vaða en skotið rétt framhjá. Ágúst tekur alltaf fimm snertingar, hvar sem er á vellinum - sem er spes og ekki vænlegt til árangurs.
57. mín
Þá kemur Gísli Eyjólfsson með skot fyrir utan teig. Framhjá.
56. mín
Viktor Karl með ágætis skottilraun framhjá.
55. mín
Kári með skot af löngu færi, ekki mikill kraftur í þessu og þetta auðvelt fyrir Gunnleif.
54. mín
Ágúst Eðvald reynir að koma boltanum á Guðmund Andra en Gunnleifur kemur á réttum tíma út úr marki sínu.
53. mín
Alfons með fyrirgjöf sem Mikkelsen nær ekki til.
51. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
46. mín Gult spjald: Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Fyrir brot. Sparkaði Damir niður.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað - Vonandi heldur fjörið áfram á þessari braut!
45. mín
Hálfleikur
ÞVÍLÍKUR FYRRI HÁLFLEIKUR!
45. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Júlíus Magnússon
HANN SLEPPUR Í GEGN OG KLÁRAR SNILLDARLEGA!!! Snéri boltanum framhjá Gunnleifi!

Það var Júlíus Magnússon sem stakk boltanum inn á Nikolaj!
45. mín
Nikolaj Hansen með skot, voðalega hátt yfir mark Breiðabliks!
43. mín
Það hefur verið sól og blíða en nú er farið að rigna nokkuð duglega! Það er bara hressandi!
41. mín Gult spjald: Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Fékk gult spjald fyrir að gera athugasemd við aukaspyrnudóminn.
40. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
STUUUUURLAÐ MARK!!!! BEINT ÚR AUKASPYRNU!!!

Aukaspyrna rétt fyrir utan teiginn hægra meginn. ÓMK setur boltann í slá og inn, þéttingsfast. Algjörlega sturlað mark.

Fjórða mark Óttars í þremur leikjum síðan hann kom heim.
39. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur ætlaði að sparka boltanum í burtu en endaði í því að sparka í andlitið á Júlíusi. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
38. mín
Umdeild vítaspyrnan áðan og menn að tala um að Mikkelsen hafi verið rangstæður þegar boltinn barst til hans! Var Oddur aðstoðardómari að klikka þarna?

Uppfært: Var að sjá mynd af þessu. Mikkelsen vel fyrir innan. Klúður hjá dómaratríóinu!
37. mín
GUÐMUNDUR ANDRI Í DAAUUUUÐAAAAAFÆÆÆRIII EFTIR ROSALEGA SÓKN!!

Kom sér í gegnum vörn Blika og var einn á móti Gunnleifi, reyndi að komast framhjá gamla manninum en hann náði að fálma hendi í knöttinn!
35. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
VÁÁÁ!!! Þórður var svooooo nálægt því að verja þetta! Fór í rétt horn og var í boltanum en inn fór hann!
34. mín
VÍTI!!!! Halldór Smári braut á Thomas Mikkelsen. Ýtti á þann danska sem var í dauðafæri. Blikar fá víti!
33. mín
Davíð Ingvars hefur verið hrikalega öflugur í bakverði Blika hér í upphafi leiks, bæði varnarlega og sóknarlega.
31. mín
ÓTTAR MAGNÚS að ógna en á síðustu stundu kemst Damir í boltann og bjargar þessu. Virkilega öflug vörn hjá Damir Muminovic!
30. mín
STÓRHÆTTULEG sending inná teiginn... Thomas Mikkelsen nálægt því að ná til knattarins en það gekk ekki!
28. mín
Damir með marktilraun eftir hornspyrnuna en var ekki í jafnvægi og boltinn vel framhjá.
27. mín
Davíð Ingvarsson vinnur hornspyrnu. Boltinn af Davíð Atla. Gaui Lýðs með hornið. Úr því kemur annað horn...
22. mín
Davíð Atla með geggjaða móttöku á hægri kantinum! Fyrirgjöf en Höskuldur kastar sér fyrir... hornspyrna. ÓMK tekur hornið. Boltinn á Halldór Smára sem er við fjærstöngina og skallar boltann í markteiginn þar sem Gunnleifur ræður ríkjum og grípur knöttinn.
17. mín
Viktor Karl fer illa með Dofra og á fyrirgjöf, Þórður Inga nær að kýla boltann frá en hann dettur á Davíð Ingvarsson sem á skot fyrir utan teig. Langt framhjá.
16. mín
Blikar eru öflugri, í þessum skrifuðu orðum lætur Guðmundur Andri vaða fyrir utan teig en skýtur í varnarmann.
12. mín
Kári sleppur við gult!

Kári Árnason braut á Gísla Eyjólfssyni á miðlínunni. Fær tiltal frá Þorvaldi dómara. Flestir leikmenn deildarinnar hefðu líklega fengið gult þarna en þeir hafa ekki verið að skila sigrum hjá landsliðinu á stórmótum! Jón og séra Jón.
10. mín
Víkingar með hættulega sókn sem ekki nýtist. Júlíus Magnússon var arkitektinn að þessu.
9. mín
Ágúst Eðvald með stungusendingu ætlaða Guðmundi Andra Tryggvasyni, en aðeins of föst. Víkingarnir að spila með tígulmiðju í þessum leik. Áhugavert.
7. mín
Blikar með fyrirgjöf inn í teiginn, Thomas Mikkelsen fellur í baráttu við Sölva og kallar eftir vítaspyrnu! Sölvi horfir á þann danska með hneykslunarsvip. Ekkert dæmt.
5. mín
Gísli Eyjólfsson með boltann fyrir utan teig en veit ekki alveg hvaða ákvörðun hann á að taka, þá mætir Kári og hirðir boltann af honum. Leggur línurnar strax.
2. mín
Óttar Magnús lætur til sín taka strax í upphafi, reynir að vippa boltanum á Nikolaj Hansen í teignum en Gunnleifur Gunnleifsson handsamar knöttinn.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar hefja leik. Góóóóða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og allt til reiðu. Liðin í sínum hefðbundnu búningum. Það er allt troðið í stúkunni, gjörsamlega troðið!
Fyrir leik
Hverjir eru hér?
Þá er það selebb vaktin. Nóg af frægu fólki mætt í stúkuna. Stjörnublaðamaðurinn Benedikt Bóas, okkar eini sanni Gaupi, handboltagoðsögnin Atli Hilmarsson, TG9, Hilmar Jökull ofurBliki, Haffi Tomm, Þorkell Gunnar RÚVari, Helgi Mikael dómari, Gummi Torfa og sóknarmaðurinn skeinuhætti Sævar Atli úr Breiðholtinu eru meðal vallargesta.
Fyrir leik
Vallarþulur í kvöld er Tómas Þór Þórðarson, þið kannist við hann. Búinn að henda hverjum smellinum á fætur öðrum á fóninn.

Hann var að biðja fólk um að þétta raðirnar í stúkunni enda er svakaleg mæting og langar raðir fyrir utan Víkingsheimilið. Þetta verður þrumustuð!
Fyrir leik
Við fengum sjálfan Tryggva Guðmundsson til að koma með spá fyrir leikinn. Svo eru það spámennirnir þrír í Mjólkurbikarnum sem láta einnig að sér kveða.

Tryggvi Guðmundsson:
2-1 sigur Vikes.

Runólfur Trausti, Vísi:
2-1 sigur Breiðabliks eftir framlengingu.

Jóhann Leeds, Morgunblaðið:
2-2 eftir 90 mín og framlengingu. Víkingar vinna eftir framlengingu.

Elvar Geir Magnússon, Fótbolta.net:
Ég spái því að Breiðablik vinni 2-1 sigur.
Fyrir leik
Víkingar vonast til að slá aðsóknarmet á leiknum í kvöld, verið er að vígja ný flóðljós og byrjað að grilla borgara. Það er verið að vökva gervigrasið og menn byrjaðir að mæta út að hita.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN ERU KOMIN INN!

Kári Árnason er á miðjunni hjá Víkingum í þessum leik í kvöld en hann var einnig á miðjunni gegn ÍBV á dögunum. Guðmundur Andri Tryggvason og Óttar Magnús Karlsson eru í sókninni.

Júlíus Magnússon kemur úr meiðslum og fer beint í byrjunarliðið.

Hjá Blikum eru Damir Muminovic og Elfar Freyr Helgason í miðverðinum. Ekkert sem kemur á óvart.
Fyrir leik
Yfir 2 þúsund manns tóku þátt í skoðanakönnun á forsíðu Fótbolta.net. Miðað við niðurstöðuna er Breiðablik sigurstranglegra liðið í kvöld.

Hvort liðið fer í bikarúrslitaleikinn?
Víkingur R. 45%
Breiðablik 55%
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason dæmir leikinn í kvöld en Oddur Helgi Guðmundsson og Andri Vigfússon er aðstoðardómarar. Jóhann Ingi Jónsson er fjórði dómari.
Fyrir leik
Þessi tvö lið mættust í lok júlí á þessum velli í Pepsi Max-deildinni. Úr varð hágæða skemmtun og 3-2 sigur Víkinga. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði tvívegis í þeim leik fyrir heimamenn.

Þegar liðin áttust við í Kópavogi í 3. umferð unnu Blikar 3-1. Þá skoraði Kolbeinn Þórðarson, sem nú er kominn til Lommel í Belgíu, tvö mörk.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin með okkur á heimavöll hamingjunnar þar sem Víkingur og Breiðablik berjast um að komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Tvö stórskemmtileg lið sem ættu að bjóða okkur upp á 'epískan' fótboltaleik! Leikið til þrautar!

Úrslitaleikurinn sjálfur verður 14. september.

Breiðablik komst í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði þar fyrir Stjörnunni. Víkingur hefur ekki komist í úrslitaleik síðan 1971! Bæði lið hafa unnið bikarkeppnina einu sinni. Það verður karnival stemning í Víkinni í kvöld.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('73)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('64)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson ('73)
18. Davíð Ingvarsson
26. Alfons Sampsted
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('73)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('73)
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('64)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('39)
Gunnleifur Gunnleifsson ('41)

Rauð spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('83)