
Fjölnir
0
0
Grótta

16.08.2019 - 18:00
Extra völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fullkomið veður, sól og blíða
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 497
Maður leiksins: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Extra völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fullkomið veður, sól og blíða
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 497
Maður leiksins: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson

8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Jón Gísli Ström
('64)

14. Albert Brynjar Ingason
23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson
('73)

Varamenn:
10. Viktor Andri Hafþórsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
('64)

16. Orri Þórhallsson
('73)


17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Helgi Snær Agnarsson
27. Krystian Grzegorz Szopa
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Gul spjöld:
Ingibergur Kort Sigurðsson ('88)
Orri Þórhallsson ('90)
Rauð spjöld:
90. mín
Gult spjald: Orri Þórhallsson (Fjölnir)

Ástbjörn fer framhjá Orra sem ákveður að stimpla drenginn allrækilega og uppsker réttilega gult spjald fyrir vikið.
88. mín
Gult spjald: Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)

Fyrir kjaftbrúk að mér sýndist.
88. mín
Halldór Jón fær boltann í sig eftir skot/sendingu frá Pétri Theodór en Atli Gunnar grípur boltann.
85. mín

Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Grótta)
Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
83. mín
Hákon Rafn, þvílík hetja. Ver hér í tvígang frá Fjölnismönnum glæsilega. Fyrst frá Ingiberg og svo sá ég ekki hver átti seinna skotið.
80. mín
Guðmundur Karl tekur hornspyrnu á fjærstöngina sem Rasmus skallar en framhjá markinu fer boltinn.
77. mín
Gult spjald: Sölvi Björnsson (Grótta)

Atgangur! Gróttumenn heimta víti, fyrir ekkert og Fjölnir brunar í sókn þar sem Sölvi ákveður bara að stoppa þá sókn í fæðingu með því að tækla Gróttumann aftan frá.
76. mín
Kristófer Orri tekur spyrnuna og boltinn fer svona meter yfir markið. Aldrei hætta.
64. mín

Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir)
Út:Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Ási Arnars ákveður að drepa á Ström-vélinni á 64. mínútu.
58. mín
Arnór Breki fer illa með varnarmann Gróttu og kemst í ágætis færi en skotið framhjá markinu.
51. mín
Sérstakt shoutout á Alexander Huga vin undirritaðs og mikinn Fjölnismann, sem er í boxinu gegnt fréttamannaboxinu að lýsa leiknum á vegum Fjölnis. Hann sendi litla bróður sinn með hamborgara hingað handa undirrituðum. Alvöru gestrisni. Takk fyrir mig.
50. mín
Hákon Rafn með hörkuvörslu! Ingibergur næstum búinn að pota boltanum framhjá Hákoni sem gerir vel í að handsaman boltann. Fjölnir líklegri þessa stundina.
47. mín
Albert Brynjar Ingason með deddara. Kemst í gegn í dauðafæri en skotið svo hátt yfir markið að boltinn endaði líklega í Árbænum.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað. Má til með að hrósa Fjölnismönnum fyrir gestrisnina. Undirritaður fékk pizzu frá Shake&Pizza og Pepsi max dós fyrir leik og svo kaffi og með því í hálfleik. Takk fyrir Fjölnir.
39. mín
Pétur Theodór skallar boltann í Bergsvein og Hákon Rafn rétt nær að blaka boltanum yfir í horn. Ekkert verður úr horninu.
32. mín
RASMUUUS ... þarf aðeins stærri krullur. Hársbreidd frá því að skora eftir að Hans Viktor tekur góða aukaspyrnu inn á markteiginn.
31. mín
Gult spjald: Bjarki Leósson (Grótta)

Ström-vélin fer framhjá Bjarka sem straujar hann og fær réttilega gult spjald.
29. mín
Þriðja hornspyrnan lendir svo ofan á þaknetinu og Fjölnir heldur af stað í sókn.
28. mín
Þriðja hornspyrnan í röð. Atli Gunnar kýlir boltann út í teiginn og Gróttumaður er fyrstur á boltann en Fjölnismenn henda sér fyrir skotið og aftur fyrir fer það.
26. mín
Atli Gunnar gefur Gróttu annan séns með því að setja boltann út af við hliðarlínu. Kvittar fyrir mistökin hjá Hákoni áðan. Hornspyrna sem Grótta vinnur í kjölfarið leiðir af sér aðra hornspyrnu þegar Atli Gunnar slær boltann aftur fyrir.
11. mín
Hákon Rafn með sendingu sem átti væntanlega að fara á Kristófer en hún fer beint út af. Ekkert verður úr þessari stöðu sem Fjölnismenn fá.
9. mín
Guðmundur Karl leggur boltann á Ingiberg Kort í flottu færi en hann setur boltann yfir. Leikurinn að vakna til lífsins.
8. mín
Hans Viktor hittir ekki boltann. Skallafæri sem hann fær eftir flotta aukaspyrnu Fjölnismanna en boltinn lendir ekki á pönnunni á honum.
6. mín
Fyrsta færi leiksins! Pétur Theodór með flottan skalla í teignum og Kristófer Orri þrumar boltanum yfir markið. Hefði átt að gera betur þarna!
Fyrir leik
Varamennirnir lúðra boltum á markið, nú fer að styttast í að liðin láti sjá sig og undirritaður iðar á skinninu, þetta verður eitthvað!
Fyrir leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var að enda við að stilla upp glæsilegri Canon upptökuvél á svölunum hliðina á undirrituðum. Geri ráð fyrir að Hrafninn sitji sveittur yfir leikgreiningu í kvöld, hvernig sem leikurinn fer.
Fyrir leik
Gaman að segja frá því að undirritaður mætti með pakka af Extra tyggjói á Extra völlinn í kvöld. Fyndin tilviljun.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl í veðurblíðunni í Grafarvoginum. Ég er nokkuð viss um að það væru 300 gráður inni í fréttamannaboxinu ef það væri ekki opið í kringum hurðina en veðrið úti er öllu bærilegra. 16 gráður og glampandi sól.
Fyrir leik
Liðin eru eins og staðan er þessa stundina í 1. og 3. sæti deildarinnar þar sem Fjölnir er með 34 stig á toppnum á meðan að Grótta situr í 3. sæti með 30 stig. Þar á milli er Þór með 31 stig þannig að þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði Gróttu og Fjölni í baráttunni um að komast upp í Pepsi-Max deildina.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Valtýr Már Michaelsson
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson

6. Sigurvin Reynisson (f)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
('85)

11. Sölvi Björnsson

16. Kristófer Scheving
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Óliver Dagur Thorlacius
77. Pétur Theódór Árnason
Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
8. Júlí Karlsson
17. Agnar Guðjónsson
Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Halldór Kristján Baldursson
Halldór Árnason
Leifur Auðunsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Gul spjöld:
Bjarki Leósson ('31)
Sölvi Björnsson ('77)
Rauð spjöld: