Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Njarðvík
2
1
Magni
Sveinn Óli Birgisson '50
Atli Geir Gunnarsson '71 1-0
1-1 Jakob Hafsteinsson '81
Ari Már Andrésson '83 2-1
24.08.2019  -  16:00
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Blússandi sól og sumar
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Atli Geir Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason ('65)
17. Toni Tipuric
20. Aliu Djalo
21. Ivan Prskalo ('76)
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
31. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
11. Krystian Wiktorowicz
14. Andri Gíslason
14. Hilmar Andrew McShane ('65)
15. Ari Már Andrésson ('76)
16. Jökull Örn Ingólfsson
18. Victor Lucien Da Costa

Liðsstjórn:
Árni Þór Ármannsson
Rafn Markús Vilbergsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Ari Már Andrésson ('80)
Andri Fannar Freysson ('85)
Aliu Djalo ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Njarðvíkinga en Magnamenn eru allt annað en sáttir.
Botnbaráttan er GALOPIN! eftir þessi úrslit.
93. mín
Magnamenn eru orðnir pirraðir og farnir að ýta og sparka frá sér.
91. mín
GUNNAR ÖRVAR!!!
Klúðrar hér algjörum sitter! frábær bolti fyrir markið sem Gunnar nær að kassa niður fyrir sig og á bara Brynjar eftir en reynir að vippa yfir hann en alltof mikill kraftur í þessu hjá honum og boltinn fer hátt yfir!
90. mín Gult spjald: Aliu Djalo (Njarðvík)
85. mín Gult spjald: Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
klaufalegt hjá Andra.
83. mín MARK!
Ari Már Andrésson (Njarðvík)
NJARÐVIKINGAR SVARA STRAX!
Stefán Birgir með frábæra aukaspyrnu inn á teig þar sem Ari fær hann fyrst í sig og stöngina áður en hann fær boltan aftur og HAMRAR! honum inn!
81. mín MARK!
Jakob Hafsteinsson (Magni)
Stoðsending: Ólafur Aron Pétursson
MAGNI JAFNA EINUM FÆRRI!
Fá aukaspyrnu út á miðjum velli sem þeir flengja bara fyrir og Brynjar Atli fer í skógarferð út úr markinu svo Jakob nær að skalla þennan nokkuð þægilega inn.
80. mín Gult spjald: Ari Már Andrésson (Njarðvík)
78. mín
Inn:Jordan William Blinco (Magni) Út:Kian Williams (Magni)
76. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Ivan Prskalo (Njarðvík)
71. mín MARK!
Atli Geir Gunnarsson (Njarðvík)
Stoðsending: Stefán Birgir Jóhannesson
HEIMAMENN KOMAST YFIR!
Frábær fyrirgjöf fyrir markið þar sem Atli Geir mætir á fjær og stangar boltann sláin inn!
69. mín
Boltinn berst inn í teig Magna og Ivan Prskalo reynir hjólhest en hann er laus og beint á Steinþór í marki Magna.
65. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
64. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Guðni Sigþórsson (Magni)
63. mín
Aliu Djalo með flott skot fyrir utan teig en rétt yfir markið.
61. mín
Aðeins róast síðustu mínútur eftir ansi heitar mínútur í kringum rauða spjaldið.
55. mín
Inn:Jakob Hafsteinsson (Magni) Út:Louis Aaron Wardle (Magni)
55. mín
Magnamenn eru ÆFIR!!!
Áki liggur eftir eftir samskipti við Atla Geir og ekkert dæmt. Allt við það að sjóða uppúr bæði í stúku og inn á velli.
50. mín Rautt spjald: Sveinn Óli Birgisson (Magni)
Sá ekki hvað gerðist en allt í einu ærðist Njarðvíkurstúkan og Ivan Prskalo liggur eftir.
Sveinn Óli fær beint rautt en fyrir hvað nákvæmlega er ég ekki viss.
Magnastúkan er trítilóð !
47. mín
Njarðvíkingar með frábærlega útfærða sókn sem endar með að Kenneth Hogg kemur boltanum í netið en upp fór flaggið.
46. mín
Njarðvíkingar sparka þessum leik aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
+1
41. mín
Njarðvík verið meira með boltann hingað til en þó ekki gert mikið með hann.
34. mín
Wardle fær smá sprey á hliðarlínunni og joggar svo inná aftur.
33. mín
Louis Wardle liggur eitthvað eftir og leikurinn er stopp.
32. mín
Bæði lið verið að spila ágætlega á köflum en vantar að klára á síðasta þriðjung.
26. mín
Áki Sölvason með hörkuskot í slánna! flott spil frá Magna upp vinstri þar sem Kian Williams átti svo flottan bolta fyrir sem var battaður út á Áka en þversláin var fyrir!
22. mín
Njarðvíkingar eru heldur grimmari en Magni það sem af er.
20. mín
Njarðvíkingar ógnað meira það sem af er en tilraunir Magna verið hættulegri.
13. mín
Ólafur Aron tekur spyrnuna en Njarðvíkingar ná að skalla frá.
12. mín
Magni fær aukaspyrnu á flottum stað rétt úti hægra.
10. mín
Njarðvík fær aukaspyrnu á miðjunni, boltinn berst til Bergþórs Inga sem á lúmska fyrirgjöf fyrir mark Magna sem Kenneth Hogg flikkar áfram en aðeins of langt fyrir Ivan Prskalo sem kom á ferðinni á fjær.
8. mín
Andri Fannar með frábæran bolta innfyrir á Pawel Grudzinski en Pawel bregst bogalistinn og á slakt skot í hliðarnetið.
4. mín
Magnamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins en hún er arfaslök og Aliu Djalo þrumar boltanum frá.
2. mín
Aliu Djalo brýtur á Kian Williams og út frá aukaspyrnu kom gott skot sem flaut rétt yfir.
1. mín
Það eru Magnamenn sem byrja þennan leik.
Fyrir leik
Fyrir leik
Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður Leiknis fékk það hlutverk að spá fyrir um 18. umferðina í Inkasso og þetta er það sem hann hafði um málið að segja.

Undirritaður vonar þó innilega að þessi spádómur heyrir sögunni til og við fáum mörk í þennan leik.

Njarðvík 0 - 0 Magni
Jafntefli í mikilvægum leik, bæði lið svekkt.
Fyrir leik
Magnaðir Magnamenn hafa verið í fanta formi í Ágúst mánuði og náð að tengja saman tvo sigra í síðustu tveimur leikjum þannig þrátt fyrir allar spár og brösulega byrjun er ekki hægt að afskrifa Magna í þessari deild.
Þeir eiga þó eftir þennan leik heldur erfitt prógram eftir þannig þeir vilja eflaust sækja þessi þrjú stig í dag og eiga lítið "öryggisnet" ef svo má segja fyrir síðustu umferðir mótsins þegar þeir etja kappi við lið eins og Gróttu, Víking Ó og Þór Akureyri.
Fyrir leik
Njarðvíkingar hafa ekki verið að sækja mörg stig í sumar en þeir sóttu 7 stig í fyrstu 4 leikjum sínum í sumar en síðan hafa þeir aðeins fengið 4 stig í síðustu 13 leikjum.
Þeir fá Magnamenn í heimsókn í dag en síðan eiga þeir liðin í kringum sig Aftureldingu og Hauka í næstu umferðum og því er möguleikinn svo sannarlega til staðar fyrir þá að rífa sig upp af botninum svo það verður áhugavert að sjá hversu vel stemmdir þeir koma til leiks.
Fyrir leik
Þessi leikur er RISA STÓR! fyrir bæði lið.
Fyrir botnlið Njarðvíkinga er lífsnauðsynlegt að ná í þrjú stig og halda baráttunni um sæti í Inkasso að ári á lífi en jafntefli gerir lítið sem ekkert fyrir þá.
Magnamenn eru í aðeins betri málum en eru þó undir rauðu línunni með Njarðvíkingum og þurfa því a.m.k. stig til að lyfta sér yfir rauðu línuna.
Fyrir leik
Komið sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Magna í 18.Umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Gauti Gautason
Áki Sölvason
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Guðni Sigþórsson ('64)
14. Ólafur Aron Pétursson
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Kian Williams ('78)
30. Agnar Darri Sverrisson
99. Louis Aaron Wardle ('55)

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
7. Jordan William Blinco ('78)
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('64)
10. Lars Óli Jessen
11. Patrekur Hafliði Búason
18. Jakob Hafsteinsson ('55)
26. Viktor Már Heiðarsson
99. Angantýr Máni Gautason

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Baldvin Ólafsson
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Sveinn Óli Birgisson ('50)