Besta-deild karla
Vestri

LL
3
1
1

Besta-deild karla
Víkingur R.

LL
2
1
1


Tyrkland
0
0
Ísland

14.11.2019 - 17:00
Türk Telekom
Undankeppni EM
Aðstæður: Geggjaðar. Völlurinn upp á 10 og hitinn 17 gráður.
Dómari: Anthony Taylor
Áhorfendur: Uppselt og læti
Türk Telekom
Undankeppni EM
Aðstæður: Geggjaðar. Völlurinn upp á 10 og hitinn 17 gráður.
Dómari: Anthony Taylor
Áhorfendur: Uppselt og læti
Byrjunarlið:
2. Zeki Celik
3. Merih Demiral
4. Caglar Söyuncu
7. Cengiz Under
('81)

7. Okay Yokusulu

10. Hakan Calhanoglu
('87)

12. Mert Gunok
13. Cengiz Umut Meras
14. Mahmut Tekdemir
16. Ozan Tufan

17. Burak Yilmaz (c)
Varamenn:
1. Sinan Bolat (m)
23. Ugurcan Cakir (m)
3. Hasan Ali Kaldirim
5. Emre Belözoglu
11. Yusuf Yazici
('81)

17. Enes Unal
18. Nazim Sangaré
20. Deniz Turuc
22. Kaan Ayhan
('87)

Liðsstjórn:
Senol Günes (Þ)

Gul spjöld:
Ozan Tufan ('9)
Senol Günes ('56)
Okay Yokusulu ('82)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Því miður þá endar þetta með markalausu jafntefli. Ísland fékk tækifæri undir lokin, en inn vildi boltinn ekki.
Undir lok leiksins fékk starfsmaður á bekk Tyrklands að líta rauða spjaldið.
Næst er það Moldóva og svo umspil í mars.
Undir lok leiksins fékk starfsmaður á bekk Tyrklands að líta rauða spjaldið.
Næst er það Moldóva og svo umspil í mars.
92. mín
Hörður með fyrirgjöf og boltinn endar hjá Guðlaugi á fjærstönginni. Hann er aðeins of lengi að athafna sig Tyrkir komast fyrir skotið.
90. mín
Mikael vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað. Gylfi tekur, en Tyrkir koma frá. Jón Daði er brjálaður og vill fá vítaspyrnu.
87. mín

Inn:Kaan Ayhan (Tyrkland)
Út:Hakan Calhanoglu (Tyrkland)
Tyrkir bæta í varnarleikinn. Þeir verjast mjög aftarlega núna.
86. mín
Birkir með spyrnu inn á teiginn og Kolbeinn skallar hann inn á miðjan teiginn, en þar er enginn Íslendingur...
85. mín

Inn:Mikael Neville Anderson (Ísland)
Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Fyrsti keppnisleikur Mikaels með Íslandi. Nú geta Danir ekki stolið honum.
82. mín
HVERNIG FÓR ÞETTA EKKI INN? Gylfi tekur hornspyrnur og Hörður Björgvin nær flottum skalla á markið, en Tyrkir bjarga á línu... Gylfi átti í kjölfarið skot yfir markið.
Íslendingar óheppnir að ná ekki forystunni þarna. Langbesta tilraun Íslands í leiknum.
Íslendingar óheppnir að ná ekki forystunni þarna. Langbesta tilraun Íslands í leiknum.
81. mín

Inn:Yusuf Yazici (Tyrkland)
Út:Cengiz Under (Tyrkland)
Fyrsta breyting heimamanna.
80. mín
Íslendingar sækja núna. Gylfi komst í hættulegt skotfæri er Jón Daði lagði boltann út á hann inn í teignum Tyrkir komust hins vegar fyrir skotið. MEIRA SVONA!
78. mín
Verðum að taka áhættu og þrýsta á Tyrkina.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 14, 2019
73. mín
Tyrkirnir að spila vel í kringum vítateig Íslands, en enn og aftur er skotið laust og tiltöluglega beint á Hannes. Ozan Tufan með skotið í þetta sinn.
71. mín
Tyrkir með flotta sókn og það endar með því að Burak Yilmaz á skot sem rennur þægilega í greipar Hannesar. Under er ósáttur við liðsfélaga sinn, Yilmaz, að hafa tekið boltann.
70. mín
Ætla að henda lýsingu á lokakaflanum í hendur Guðmundar Aðalsteins Ásgeirssonar.
68. mín
Minni enn og aftur á að Tyrkir eru öruggir áfram með jafntefli, Ísland þarf sigur til að halda í vonina.
67. mín
VÁ!!! Tyrkir með stórhættulega fyrirgjöf en enginn nær að komast í boltann. Þarna munaði einhverjum millimetrum.
Þetta er ljómandi ágætt à Istanbúl og væri bara ljómandi gott ef jafntefli væri nóg. Svo er ekki. Kannski aðeins að reyna sækja núna?
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 14, 2019
64. mín

Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Arnór hélt um lærið áðan.
63. mín
SKOT AF LÖNGU FÆRI RÉTT YFIR!!! Góð tilraun hjá Tyrkjum. Þetta var fast skot frá Tufan.
61. mín
ARNÓR SIGURÐSSON í HÖRKUFÆRI! En skot hans í varnarmann!
Flott sókn. Jón Daði gerði vel í aðdragandanum og renndi boltanum á Arnór.
Flott sókn. Jón Daði gerði vel í aðdragandanum og renndi boltanum á Arnór.
58. mín
Tyrkir fá innkast eftir aukaspyrnuna. Kári skallaði boltann frá rétt áður en Söyuncu komst í hann.
Arnór Ingvi Traustason liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
Arnór Ingvi Traustason liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
56. mín
Gult spjald: Senol Günes (Tyrkland)

Þjálfari Tyrkja ósáttur og fær gula spjaldið.
52. mín
Jón Daði að sýna lipur tilþrif í teig Tyrkja en má ekki við margnum, er umkringdur og stöðvaður.
49. mín
Ísland tapar boltanum og Tyrkir geysast í skyndisókn. Eru brjálaðir yfir því að hafa ekki fengið aukaspyrnu en Arnór Ingvi fór í boltann. Skyndisóknin rennur út í sandinn.
47. mín
Ari hreinsar boltann í Kára og Tyrkir fá hornspyrnu. Sem betur fer fór boltinn ekki á ramman þarna.
Sóknarbrot svo dæmt eftir hornspyrnuna.
Sóknarbrot svo dæmt eftir hornspyrnuna.
46. mín
Það má ekki gleyma því að Ísland verður að vinna leikinn. Jafntefli innsiglar þátttökurétt Tyrkja á EM. Áhugaverður seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Besta færi fyrri hálfleiks fékk án nokkurs vafa Burak Yilmas, fyrirliði Tyrkja, en sem betur fer áttaði hann sig ekki nægilega vel á aðstæðum.
Það er frekar þögult hér á vellinum í hálfleik. Tyrkirnir hafa aðeins dottið úr partígírnum eftir þennan fyrri hálfleik.
Það er frekar þögult hér á vellinum í hálfleik. Tyrkirnir hafa aðeins dottið úr partígírnum eftir þennan fyrri hálfleik.
Þetta er einn allra leiðinlegasti hálfleikur sem ég hef séð. Besta við hann var almost no look pass hjá Ara með hægri #fotboltinet
— orri rafn (@OrriRafn) November 14, 2019
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik - Þremur mínútum var bætt við fyrri hálfleik en honum er nú lokið.
Tölfræði: 4-3 fyrir Tyrkland í marktilraunum og Ísland fengið allar þrjár hornspyrnurnar. Það er jafnræði í þessum leik.
Tölfræði: 4-3 fyrir Tyrkland í marktilraunum og Ísland fengið allar þrjár hornspyrnurnar. Það er jafnræði í þessum leik.
44. mín
Ef ég væri hlutlaus áhorfandi, og væri að horfa í sjónvarpinu en ekki á vellinum, væri ég líklega búinn að skipta um stöð. En sem Íslendingur þá er gaman að sjá okkar menn pirra heimamenn!
39. mín
Hörkubarátta á miðsvæðinu sem endar með því að Kolbeinn keyrir leikmann Tyrklands niður. Aukaspyrna.
36. mín
Gult spjald: Arnór Ingvi Traustason (Ísland)

Fyrir brot í sókninni á undan, þegar Taylor notaði hagnaðarregluna.
35. mín
Hætta í teignum eftir hornspyrnu Íslands en Tyrkir ná að lokum að koma hættunni frá.
31. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ TYRKJUM EN BOLTINN YFIR!!!
Íslenska vörnin klikkaði illilega þarna og Burak Yilmas var einn á auðum sjó í teignum en skallaði boltann yfir.
Hann hefði getað tekið boltann niður þarna.
Kári Árna skammar Birki Bjarna sem virðist ekki hafa klárað hlaupið.
Íslenska vörnin klikkaði illilega þarna og Burak Yilmas var einn á auðum sjó í teignum en skallaði boltann yfir.
Hann hefði getað tekið boltann niður þarna.
Kári Árna skammar Birki Bjarna sem virðist ekki hafa klárað hlaupið.
29. mín
Birkir brotlegur og Tyrkland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Ísland skallar frá.
Tilfærslur á leikkerfi Íslands eftir að Alfreð fór af velli. Jón Daði fer fremstur og Arnór á kantinn.
Tilfærslur á leikkerfi Íslands eftir að Alfreð fór af velli. Jón Daði fer fremstur og Arnór á kantinn.
24. mín

Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Skagamaðurinn ungi kemur inn.
22. mín
Alfreð Finnbogason liggur eftir á vellinum eftir viðskipti við Söyuncu. Virðist hafa lent illa á hendinni hann Alfreð. Sjúkrateymið mætt. Alfreð sárþjáður.
20. mín
Arnór Ingvi með marktilraun framhjá. Íslenska liðið hefur byrjað þennan leik vel.
15. mín
Þarna átti Ísland að fá horn en fékk ekki. Gylfi með skot sem hafði viðkomu af Söyuncu og fór afturfyrir.
14. mín
Sjálfur Erdogan, forseti Tyrklands, var að mæta. Hefur verið fastur í traffík. Heilsar Guðna Bergssyni áður en hann fær sér sæti.
12. mín
Ísland vinnur hornspyrnur eftir virkilega flott spil. Ari sem setur boltann í horn. Hér er möguleiki.
9. mín
Gult spjald: Ozan Tufan (Tyrkland)

Brýtur á Guðlaugi Victori við hliðarlínuna.
Gylfi með aukaspyrnuna, sendir boltann fyrir en Tyrkir koma allri hættu í burtu.
Gylfi með aukaspyrnuna, sendir boltann fyrir en Tyrkir koma allri hættu í burtu.
8. mín
Tyrkir með sína fyrstu marktilraun en Hannes ver auðveldlega. Cengiz Under með skotið rétt fyrir utan teig en það var laust meðfram jörðinni.
7. mín
Arnór Ingvi með fyrstu marktilraun leiksins, hann tók skotið í fyrsta, á lofti, fyrir utan teig. Skotið fór töluvert framhjá en Arnór gerði býsna vel í að hitta þennan bolta.
5. mín
Okay Yokuslu braut á Kolbeini rétt fyrir framan miðjubogann á vallarhelmingi Tyrkja. Gylfi tók aukaspyrnuna en markvörður heimamanna kom út og kýldi boltann í innkast við hornfánann.
4. mín
Ísland fékk aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi og það var baulað á ákvörðun Taylor svo um munaði. Já þið ættuð að vera búin að fatta að það er rosalegur hávaði hérna. Þá getum við einbeitt okkur að leiknum...
Ég hef aldrei verið jafn ánægður hvað þjóðsöngurinn okkar er langur og akkúrat núna. #fotboltinet
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) November 14, 2019
Fyrir leik
Varla hægt að heyra í íslenska þjóðsöngnum fyrir bauli.. baulað samfleytt á meðan okkar söngur var spilaður.
Svo kom sá tyrkneski og allir sungu að sjálfsögðu hástöfum með.
Svo kom sá tyrkneski og allir sungu að sjálfsögðu hástöfum með.
Fyrir leik
JÆJA JÆJA JÆJA!!! Liðin ganga inn á völlinn. Ísland í hvítum treyjum í leik dagsins. Nú fer partíið að byrja! Þjóðsöngvar framundan og svo flautar Taylor til leiks.
Fyrir leik
Völlurinn er talsvert frá því að vera fullur þegar tíu mínútur eru í leik. Ástæðan er víst biluð umferðarteppa í kringum leikvanginn.
Fyrir leik
Stúkurnar fyrir aftan mörkin farin að kallast á. Ég veit að minnsta kosti einn úr íslenska fjölmiðlahópnum mætti með eyrnatappa á völlinn. Gef ekkert upp um það hver það er!
Baulað hressilega á okkar menn þegar þeir mæta à upphitun. #fotboltinet pic.twitter.com/neaFVsY3OI
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 14, 2019
Fyrir leik
Einhverjir sem telja að Erik Hamren sé að tefla fram full sókndjörfu byrjunarliði í dag. Það er allavega ljóst að Ísland verður að taka öll stigin til að eiga enn möguleika á að komast beint í gegnum riðilinn. Hamren lætur bara vaða á þetta!
Fyrir leik
Það er smávægileg bilun í kerfinu okkar, ekkert sem ætti þó að hafa teljandi áhrif á þessa textalýsingu hjá okkur en það koma ekki allir leikmenn Tyrklands fram í byrjunarliðinu til hliðar.
Við látum það svo sannarlega ekki trufla okkur neitt!
Við látum það svo sannarlega ekki trufla okkur neitt!
Fyrir leik
Freyr Alexandersson mætti út á völlinn til að raða keilum en fékk mikið baul. Freysi ekki vinsæll hérna greinilega en Breiðhyltingurinn hafði gaman að viðbrögðum áhorfenda og svaraði með því að reka hnefann upp í átt að stúkunni!
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur verið staðfest!
Ísland byrjar í 4-4-2 í dag með Alfreð og Kolbein sem fremstu menn. Jón Daði byrjar á kantinum. Hægt er að sjá liðið í grafík hér að neðan.
Annars hvet ég fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter fyrir færslur um leikinn.
Ísland byrjar í 4-4-2 í dag með Alfreð og Kolbein sem fremstu menn. Jón Daði byrjar á kantinum. Hægt er að sjá liðið í grafík hér að neðan.
Annars hvet ég fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter fyrir færslur um leikinn.
Fyrir leik
Enskur úrvalsdeildardómari
Anthony Taylor, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, dæmir leikinn í dag. Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar og fjórði dómari verður Stuart Atwell. Taylor er vanur því að dæma stóra leiki.
Anthony Taylor, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, dæmir leikinn í dag. Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar og fjórði dómari verður Stuart Atwell. Taylor er vanur því að dæma stóra leiki.
Fyrir leik
Háværasti völlur heims
Leikurinn í dag fer fram á Turk Telekom leikvanginum í Istanbúl. Um er að ræða heimavöll Galatasaray.
Árið 2011 var slegið met á leikvanginum en þá mældist hávaðinn þar 131.76 decibel í grannaslag Galatasaray og Fenerbache. Það met fór í heimsmetabók Guinness en ógnvænlegur hávaði hefur einnig mælst á landsleikjum hjá Tyrkjum þar í gegnum tíðina.
Leikurinn í dag fer fram á Turk Telekom leikvanginum í Istanbúl. Um er að ræða heimavöll Galatasaray.
Árið 2011 var slegið met á leikvanginum en þá mældist hávaðinn þar 131.76 decibel í grannaslag Galatasaray og Fenerbache. Það met fór í heimsmetabók Guinness en ógnvænlegur hávaði hefur einnig mælst á landsleikjum hjá Tyrkjum þar í gegnum tíðina.
Fyrir leik
Vegnað vel gegn Tyrkjum
Tyrkland hefur verið á flottu skriði, mikil bæting hefur verið á liðinu, og eru heimamenn töluvert sigurstranglegra liðið í dag. Ísland hefur þó haft ótrúlega gott tak á Tyrkjunum í gegnum árin.
Einhverra hluta vegna virðist íslenska liðið alls ekki henta því tyrkneska. Liðin hafa tólf sinnum mæst í A-landsleikjum og Ísland hefur unnið átta af þeim leikjum, Tyrkir tvo.
Tyrkland hefur verið á flottu skriði, mikil bæting hefur verið á liðinu, og eru heimamenn töluvert sigurstranglegra liðið í dag. Ísland hefur þó haft ótrúlega gott tak á Tyrkjunum í gegnum árin.
Einhverra hluta vegna virðist íslenska liðið alls ekki henta því tyrkneska. Liðin hafa tólf sinnum mæst í A-landsleikjum og Ísland hefur unnið átta af þeim leikjum, Tyrkir tvo.
Fyrir leik
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl í dag og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.
Flestir búast við því að umspil í mars verði raunin hjá íslenska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk þá spurningu í vikunni hvað Ísland þyrfti að gera til að vinna Tyrki í Istanbúl?
"Við þurfum bara að spila á mjög svipaðan hátt og við höfum gert í síðustu skipti," segir Gylfi en Íslandi hefur gengið vel í leikjum gegn Tyrklandi.
"Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega, sérstaklega á útivelli. Það má búast við því að þeir vilji vera mikið með boltann. Það hefur gengið ágætlega á móti þeim upp á síðkastið. Við þurfum að vera mjög sterkir á móti þeim í föstum leikatriðum og skyndisóknirnar verða að skila sínu."
Ísland stefnir á sigur í dag til að eiga veika von fyrir lokaumferðina.
"Það er auðvitað markmiðið þó það sé mjög lítill séns (á að komast áfram í gegnum riðilinn). Ef við náum í góð úrslit hérna þá er gríðarleg pressa á þeim. Það er ekki mikill möguleiki en þetta er ekki búið enn. Við gerum okkar besta á fimmtudag og reynum að koma Tyrkjum í þá stöðu að það sé gríðarleg pressa á þeim þegar þeir fara til Andorra," segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Flestir búast við því að umspil í mars verði raunin hjá íslenska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk þá spurningu í vikunni hvað Ísland þyrfti að gera til að vinna Tyrki í Istanbúl?
"Við þurfum bara að spila á mjög svipaðan hátt og við höfum gert í síðustu skipti," segir Gylfi en Íslandi hefur gengið vel í leikjum gegn Tyrklandi.
"Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega, sérstaklega á útivelli. Það má búast við því að þeir vilji vera mikið með boltann. Það hefur gengið ágætlega á móti þeim upp á síðkastið. Við þurfum að vera mjög sterkir á móti þeim í föstum leikatriðum og skyndisóknirnar verða að skila sínu."
Ísland stefnir á sigur í dag til að eiga veika von fyrir lokaumferðina.
"Það er auðvitað markmiðið þó það sé mjög lítill séns (á að komast áfram í gegnum riðilinn). Ef við náum í góð úrslit hérna þá er gríðarleg pressa á þeim. Það er ekki mikill möguleiki en þetta er ekki búið enn. Við gerum okkar besta á fimmtudag og reynum að koma Tyrkjum í þá stöðu að það sé gríðarleg pressa á þeim þegar þeir fara til Andorra," segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson

10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
('24)

14. Kári Árnason
21. Arnór Ingvi Traustason
('64)


22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason
('85)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
3. Jón Guðni Fjóluson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
6. Samúel Kári Friðjónsson
8. Arnór Sigurðsson
('24)

15. Aron Elís Þrándarson
18. Mikael Neville Anderson
('85)

23. Hörður Björgvin Magnússon
('64)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)
Gul spjöld:
Arnór Ingvi Traustason ('36)
Kolbeinn Sigþórsson ('83)
Rauð spjöld: