Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KR
3
0
Breiðablik
1-0 Kristinn Jónsson '18 , sjálfsmark
Kjartan Henry Finnbogason '86 2-0
Ingvar Þór Kale '87
Þorsteinn Már Ragnarsson '94 3-0
26.06.2012  -  19:15
KR-völlur
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('89)
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('89)

Varamenn:
5. Egill Jónsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('33)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('89)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rhys Weston ('83)
Kjartan Henry Finnbogason ('67)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('43)
Óskar Örn Hauksson ('37)
Baldur Sigurðsson ('17)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl, það er komið að stærsta leik 16-liða úrslita Borgunarbikarsins. KR mætir Breiðabliki á KR-vellinum.

KR-ingar töpuðu 2-1 þegar þessi lið mættust í deildinni í síðustu viku. Vesturbæjarliðið var langt frá sínu besta en það ber að hrósa Blikaliðinu sem hefur sýnt mikinn stíganda í sumar.

Það verður að sjálfsögðu leikið til þrautar og Fótbolti.net mun fylgjast með hverju skrefi hjá mönnum í kvöld allt til loka.

Dómari leiksins er Þóroddur Hjaltalín Jr. en hann dæmir fyrir Þór Akureyri.
Fyrir leik
Dr. Sigurður Schram, vallarstjóri KR, er að vökva völlinn. Það er ekkert annað en hágæðavökvun í boði á KR-vellinum. Sólin skín og engin afsökun til að fara ekki á völlinn!
Fyrir leik
Þá er skýrslan komin fyrir leikinn. Hægt er að sjá byrjunarliðin hér til hliðar.
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði KR frá síðasta leik. Emil Atlason kemur inn fyrir Þorstein Má Ragnarsson og Gunnar Þór Gunnarsson fyrir Guðmund Reyni Gunnarsson.
Fyrir leik
Óbreytt byrjunarlið hjá Breiðabliki frá sigrinum síðasta miðvikudag.
Fyrir leik
Bæði lið eru að hita upp við taktvísa tónlist vallarþulsins. Atli Sigurjónsson er ekki með KR í kvöld. Væntanlega meiddur. Bókum það allavega þar til annað kemur í ljós.
Fyrir leik
Endilega takið þátt á Twitter. Notið hashtagið #fótbolti og valdar færslur verða birtar í þessari textalýsinu.
Fyrir leik
Stundarfjórðungur í leik og allt að verða klárt. Sindri Sverrisson á Mogganum er búinn að gæða sér á KR-borgara og gaf honum 7,5 í einkunn. Ekki amalegt það. Kristján Óli skrifar um leikinn fyrir Vísi og Fréttablaðið, hann spáir leiknum í kvöld 1-2, að Blikar vinni aftur.
Fyrir leik
Njósnari frá AZ Alkmaar á vellinum í kvöld. Spurning hvort hann sjái einhverja spennandi leikmenn.
1. mín
Leikurinn er hafinn Blikar sækja í átt að félagsheimili KR. Heimamenn byrja af krafti og vinna hornspyrnu eftir aðeins 20 sekúndur.
5. mín
Kraftur í KR-ingum hér í byrjun og greinilegt að leikmenn eru æstir í að gera betur en í síðasta leik.
8. mín
Sverrir Ingi í skallafæri eftir horn en hitti ekki markið. Sverrir skoraði sigurmarkið þegar þessi lið áttust við á miðvikudaginn í síðustu viku.
10. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
Áminntur fyrir tæklingu.
13. mín
Blikar eru greinilega fullir sjálfstrausts. Eru að byrja leikinn vel og óhræddir við að spila sín á milli. Eru meira með boltann og þetta er mikið að fara í gegnum Andra Rafn Yeoman á miðjunni.
17. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (KR)
Smalinn tæklaði Andra Rafn Yeoman niður og fékk réttilega áminningu.
18. mín SJÁLFSMARK!
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
KR-ingar komnir yfir eftir góða sókn. Gunnar Þór Gunnarsson lét vaða fyrir utan teig, fastur boltinn fór meðfram jörðinni og Kristinn Jónsson skoraði slysalegt sjálfsmark, óverjandi fyrir Ingvar Kale í markinu.
21. mín
Kjartan Henry kom á siglingunni og skaut á markið. Ingvar Kale varði.
22. mín
Pirrandi fyrir Blikana að vera lentir undir. Hafa verið að spila prýðisvel. Þeir þurfa þó ekkert að örvænta, þeir lentu líka undir í síðustu viku en hirtu þá öll stigin.
25. mín
Grétar Sigfinnur með skalla yfir eftir horn.
28. mín
Þetta mark hefur gefið KR-ingum byr undir báða vængi, þeir eru með tökin núna. Blikar eru þó ógnandi í sínum aðgerðum og allt opið í báðar áttir.
29. mín
Kjartan Henry fékk flott færi í teignum eftir aukaspyrnu. Blikar gleymdu sér aðeins í dekkningunni. Kjartan náði ekki valdi á boltanum.
33. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Bjarni Guðjónsson (KR)
Bjarni eitthvað meiddur og getur ekki leikið meira.
35. mín
Þorsteinn ekki lengi að koma sér í færi eftir góðan undirbúning Kjartans. Varnarmaður Blika náði að bjarga á síðustu stundu.
37. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Brot við endalínuna.
43. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
45. mín
Kjartan Henry í baráttunni og þrumaði boltanum af krafti uppí stúku. Hefði ekki verið gott að fá þennan bolta í sig. Kjartan kurteis og biður áhorfendur afsökunar.
45. mín
Hálfleikur - KR-ingar með forystuna. Menn eru að tippa á að Guðmundur Pétursson komi inn sem varamaður strax í hálfleiknum hjá Blikum. Það hefur verið mikil barátta í þessum leik og nokkur hiti í leikmönnum.
45. mín
Áhorfendur í sumarskapi. Meðal fólks í stúkunni er uppistandarinn Ari Eldjárn sem er umkringdur kvenfólki.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
53. mín
Bæði lið náð að koma boltanum í netið í seinni hálfleik en í bæði skiptin var sóknarbrot í aðdragandum. Rétt dómgæsla hjá Þóroddi.
57. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
60. mín
Blikar hafa ekki enn látið Hannes hafa almennilega fyrir hlutunum. Vantar meira bit fremst. Hljótum að fá Guðmund inn bráðlega.
63. mín
Gísli Páll Helgason í hörkufæri fyrir Blika! Náði ekki góðu skoti á markið og boltinn hátt yfir.
65. mín
Inn:Guðmundur Pétursson (Breiðablik) Út:Petar Rnkovic (Breiðablik)
67. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
,,Kiddi, djöfull skal ég negla þig niður sköllótta helvítið þitt,'' sagði Kjartan við Kristinn Jóns, aðstoðardómarinn heyrði þessi orð og lét Þórodd spjalda.
70. mín
Blikar eru að færa sig framar á völlinn og eru meira með boltann. Enda eru þeir liðið sem þarf að sækja.
76. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Guðmundur Pétursson (Breiðablik)
Guðmundur meiddist eftir tæklingu og þurfti að fara út af velli. Þátttaka hans í kvöld aðeins tíu mínútur.
80. mín Gult spjald: Ingvar Þór Kale (Breiðablik)
83. mín Gult spjald: Rhys Weston (KR)
83. mín
Miðvörðurinn Sverrir Ingi spilar í fremstu víglínu hjá Blikunum síðustu mínútur leiksins.
86. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Þetta er gulltryggt! Blikarnir komnir með ansi marga fram og KR skorar eftir skyndisókn. Þorsteinn Már renndi boltanum á Kjartan Henry sem skoraði af örstuttu færi.
87. mín Rautt spjald: Ingvar Þór Kale (Breiðablik)
Blikar búnir með skiptingarnar sínar. Gísli Páll fer í markið! Ingvar Kale dæmdur brotlegur rétt fyrir utan teig og fékk sitt annað gula spjald. Blikar mjög ósáttir við þennan dóm sem ég skil vel. Veit ekki alveg hvað dómarinn var að gera þarna.
89. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
89. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR) Út:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
94. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Gulltryggt! Þorsteinn Már skoraði framhjá Gísla Páli eftir að Dofri Snorrason skaut í slánna.
95. mín
Leik lokið - KR-ingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun. Slatti í gangi í þessum leik. Viðtöl væntanleg innan skamms.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('76)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('57)
17. Elvar Páll Sigurðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Ingvar Þór Kale ('80)
Finnur Orri Margeirsson ('10)

Rauð spjöld:
Ingvar Þór Kale ('87)