Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Leiknir R.
2
4
ÍBV
0-1 Jonathan Glenn '18
Sólon Breki Leifsson '27 1-1
1-2 Óskar Elías Zoega Óskarsson '56
Sólon Breki Leifsson '77 , víti 2-2
2-3 Gary Martin '79
2-4 Gary Martin '93
07.07.2020  -  18:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sólskin, hægur vindur og frábær völlur. Hvað annað!
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Gary Martin
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Ósvald Jarl Traustason ('84)
Sólon Breki Leifsson
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('70)
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason ('84)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('13)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson
6. Andi Hoti
7. Máni Austmann Hilmarsson ('13)
14. Birkir Björnsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('84)
80. Róbert Vattnes Mbah Nto ('70)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Elías Guðni Guðnason
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Ágúst Leó Björnsson
Hörður Brynjar Halldórsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eyjamenn hirða stiginn þrjú hér í kvöld en eitthvað verður nú rætt um fyrra mark Gary Martins. Klár hendi héðan séð og hálf ótrúlegt að dómaratrióið hafi ekki séð það.
93. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Maaaark!

Eftir fyrirgjöf frá hægri er Gary mættur í teiginn eins og hans er vani og setur boltann í netið af stuttu færi.
91. mín
Kristinn alls ekki samkvæmur sjálfum sér hér. Klárt brot á Sævari sem missir boltann en ekkert dæmt. Eyjamenn fá ódýra aukaspyrnu í kjölfarið.
90. mín
4 mínútur í uppbót.
87. mín
Leiknismenn að reyna að pressa. Þetta er ljótt ef úrslit leiksins ráðast á kolólöglegu marki. Hendi Guðs hvað?
86. mín
Leiknir fær horn.
84. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
84. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
83. mín Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
83. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
80. mín
Gary skoraði með hendinni!!!!! Það er alveg klárt á upptökum!!!!!!
79. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Maark!!!!!
Gary skorar!!!!! Eftir fyrirgjöf frá Eyþóri er Gary mættur og setur boltann yfir línuna en ég fæ ekki betur séð en að hann geri það með hendinni!!!!!!!!
78. mín
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
77. mín Mark úr víti!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Halldór var í boltanum en fastur var hann og í netið fór hann.
76. mín
Leiknir fær víti Sævar tekin niður eftir geggjaða hreyfingu.
75. mín
Eftir hornspyrnu fær Telmo furðu frían skalla en setur boltann yfir.
73. mín
Sito með frábæra takta við vítateig Leiknis en skot hans smellur í stönginni og út. Heimamenn heppnnir þarna.
71. mín
Sævar hársbreidd frá því að reka tærnar í fína aukaspyrnu Daníels en sentimetranum of stuttur.
70. mín
Inn:Róbert Vattnes Mbah Nto (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
70. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
70. mín
Daníel Finns sækir aukaspyrnu á fínum stað.
68. mín
Leiknismenn ekki sáttir Daníel Finns fer niður í teignum og eyjamenn setja boltann afturfyrir. Ekkert víti en á einhvern óskiljanlegan hátt dæmir tríóið markspyrnu.
67. mín
Gyrðir með fast skot sem Halldór slær frá og handsamar í annari tilraun.
65. mín
Inn:Sito (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
62. mín
Skemmtileg útfærsla á aukaspyrnu hjá Árna Elvari en boltinn því miður fyrir heimamenn í hendur Halldórs.
56. mín MARK!
Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Stoðsending: Gary Martin
Maaaark!

Uppúr litlu sem engu. Gary umkringdur í teignum en leggur boltann út í hlaupið hjá Óskari sem hamrar hann í netið af vítateigsboganum. Frábært skot.
53. mín
Árni Elvar setur boltann í horn eftir skot frá Gary.
51. mín
Bjarni Ólafur með skalla sem Guy ver glæsilega. Víðir setur boltann svo í hliðarnetið úr frákastinu.
49. mín
Mikil stöðubarátta hér í upphafi.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni Hálfleikur hafinn
45. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
45. mín
Hálfleikur
Hörkuleikur hér í fyrri hálfleik. Meira af því sama takk.
45. mín
+1 í uppbót
43. mín Gult spjald: Gary Martin (ÍBV)
Fyrirgjöf inn á teig og Gary hugsar ekkert um boltann og fer beint í manninn. Klárt gult.
42. mín
Leiknir fær horn.
39. mín
Fábær björgun hjá Guy. Glenn aleinn eftir langan bolta fram en Guy mætir honum og hreinsar frá.
38. mín
Máni Austmann! Frábær undirbúningur hjá Sævari en skot Mána rétt framhjá.
36. mín
Já nei Guðjón Ernir þú ferð ekki lengra. Sólon með geggjaða varnarvinnu alveg niður við endalínu og kjótar Guðjón af boltanum.
35. mín
Sólon í færinu en setur boltann framhjá.
34. mín
Daníel Finns með frábæra takta en fyrirgjöf Ósvalds ekki í sama gæðaflokki og gestirnir hreinsa.
32. mín
Leiknismenn að taka yfir leikinn þessar mínútur. Verulegur kraftur í þeim þessar mínútur.
27. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Ernir Bjarnason
Maaark!!!!!!!
Sigurður Arnar með hræðileg mistök. Langur bolti sem hann virðist ekki eiga að eiga í vandræðum með en missir boltann frá sér. Sólon vel vakandi og gerir sér mat úr mistökum Sigurðar og klárar vel einn gegn Halldóri.,
23. mín
Heimamenn stálheppnir að fá ekki dæmt á sig víti. Guy með hörmulega móttöku og Gary bara mættur. Guy brýtur á honum að virðist en Kristinn lætur sér fátt um finnast.
22. mín
Heimamenn hálfslegnir eftir markið og Eyjamann að taka leikinn ögn yfir,
18. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Maaaark!

Telmp með sendingu niður í hornið og .þar mætir Felix með fyrirgjöfina frá vinstri en dekkningin í teig Leiknis hræðileg og Glenn aleinn og á ekki í vandræðum með að setja boltann í netið af stuttu færi.
16. mín
Úff Glenn í sníkjunni eftir fyrirgjöf frá hægri en Brynjar kemur boltanum frá og í horn sem ekkert verður úr.
13. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Vuk hefur lokið leik. Máni Austmann kemur inn.
12. mín
Áhyggjuefni fyrir Leikni. Vuk sestur á völlinn og virðist ekki ganga heill til skógar. Vonandi að hann sé í lagi samt.
8. mín
Víðir Þorvarðar með skot himinhátt yfir úr aukaspyrnu.
7. mín
Gary með skot eftir langt útspark Halldórs en Guy vel á verði og ver vel.
5. mín
Þvílíkt spil hjá Leikni!!!!!!!

Sólon einn í gegn og reynir að vippa yfir Halldór í markinu en aðeins of fast of yfir markið líka. Þetta átti Sólon að nýta betur.
3. mín
Fer rólega af stað. Leknismenn halda boltanum vel þessar fyrstu mínútur þó.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Halldór Smári Sigurðsson leikmaður Víkings er einnig spámaður hjá mér í dag. Hann er á öndverðum meiði við Þóri og spáir gestunum 0-3 sigri. Gary Martin með þrennu í þokkabót.
Fyrir leik
Dagur Austmann og Máni Austmann fara úr byrjunarliði Leiknis frá sigrinum gegn Keflavík ásamt Bjarka Aðalsteinssyni. Inn koma þeir Ósvald Jarl, Sólon Breki og Daði Bærings.
Fyrir leik
Ég fékk spámann til að spá fyrir um úrslit leiksins. Þórir Hákonarson fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ tjáði mér það að hann væri handviss um að stigin þrjú yrðu eftir í Breiðholtinu í kvöld og Leiknir myndi hafa 2-1 sigur.
Fyrir leik
Eyjamenn þurftu að bregða aðeins út af vananum hvað ferðatilhögun í land varðar fyrir leikinn. En vegna verkfalls háseta á Herjólfi siglir skipið ekki milli lands og Eyja í dag. Eyjamenn deyja þó ekki ráðalausir heldur var liðinu smalað í tuðrur og brunað með þá í land eins og lesa má betur um HÉR
Fyrir leik
Fyrri Viðureignir

Tölfræðin er á bandi gestanna fyrir leik kvöldsins en þeir hefa talsverða yfirburði ef litið er til fyrri viðureigna sem eru fjórtán talsins í opinberum leikjum.

Leiknir hefur borið sigur úr býtum í tveimur leikjum, tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli en gestirnir úr Eyjum hafa sigrað tíu sinnum.

Markatalan er 23-48 ÍBV í vil.

Liðin hafa ekki mæst í deidarkeppni síðan árið 2015 þegar leiknir lék í Pepsideildinni. Fyrri leik liðana það sumarið á Hásteinsvelli lauk með 2-2 jafntefli en síðari leiknum í Breiðholti lauk með 0-2 sigri ÍBV
Fyrir leik
Leiknir

Heimaliðinu er spáð 5 sæti í spánni fyrir mót sem hafa eflaust verið ákveðin vonbrigði fyrir þá eftir að hafa endað í 3.sæti á síðasta tímabili 3 stigum á eftir sigurliði Gróttu en
Leiknisliðið er ungt og spennandi með marga gríðarlega spennandi leikmenn innan sinna raða.

Markvörðurinn Guy Smit hefur litið vel út í rammanum hjá Leikni hefur góða spyrnugetu og afskaplega öruggur í sínum aðgerðum.

Daníel Finns Matthíasson er með þokkalegasta skotfót líkt og hann sýndi með stórglæsilegu marki sínu gegn Keflavík á dögunum.

Vuk Oskar Dimitrijevic ungur og spennandi leikmaður sem þegar hefur samið við FH og gengur til liðs við þá að tímabili loknu. Er að spila sitt þriðja heila tímabil með Leikni þrátt fyrir að vera fæddur árið 2001. Virkilega góð boltatækni og ófyrirsjáanlegur og erfiður við að eiga fyrir varnarmenn.

Það er svo ekki hægt að fara yfir Leiknisliðið án þess að minnast á fyrirliðan Sævar Atla Magnússon. Þvílíkur vinnuhestur sem er í stanslausu ati fyrir lið sitt í 90 mínútur og,gefur ekki tommu eftir . Er sömuleiðis þrusugóður í fótbolta og naskur að finna liðsfélaga sína í góðum stöðum á vellinum.
Fyrir leik
ÍBV

Gestaliðinu er spáð efsta sæti deildarinnar og sæti í Pepsi Max deildarinnar að ári af þjálfurnum og fyrirliðum liðanna í deildinni.. Þeir hafa byrjað mótið af miklum myndarskap undir stjórn Helga Sigurðssonar og sitja á toppnum ásamt Fram og Þór eftir 3 umferðir með fullt hús stiga og markatöluna 6-1.

Eyjaliðið hefur á að skipa virkilega skemmtilegum leikmannahópi og ágæta blöndu af eldri og reyndari mönnum í bland við unga og efnilega stráka.

Reynsluboltinn Bjarni Ólafur Eiríksson sem kom frá Val í vetur límir vörn þeirra saman og hefur tengt vel við félaga sína til baka enda eyjaliðið aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni í fyrstu þremur umferðunum.

Sóknarlína gestanna frá eyjunni fögru er heldur ekkert slor. Lið sem hefur uppá að bjóða Gary Martin og Sito í fremstu víglínu er alltaf að fara að skora mörk og ekki spillir fyrir að hafa hinn stórskemmtilega Víði Þorvarðarson sér til halds og trausts til að aðstoða fram á við.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Leiknis.R og ÍBV í 4.umferð Lengjudeildarinnar á Domusnova Vellinum í Breiðholti
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Jonathan Glenn ('65)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f) ('78)
3. Felix Örn Friðriksson ('70)
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('45)
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('45)
9. Sito ('65)
16. Tómas Bent Magnússon
17. Róbert Aron Eysteinsson ('70)
18. Ásgeir Elíasson
18. Eyþór Daði Kjartansson ('78)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Arnar Gauti Grettisson

Gul spjöld:
Gary Martin ('43)
Víðir Þorvarðarson ('83)
Telmo Castanheira ('83)

Rauð spjöld: