Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 07. júlí 2020 12:43
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Eyjafréttir 
Lið ÍBV sigldi til Landeyjahafnar á tuðrum
Leikmenn ÍBV að leggja af stað frá Vestmannaeyjum.
Leikmenn ÍBV að leggja af stað frá Vestmannaeyjum.
Mynd: Eyjafréttir
ÍBV mætir Leikni í Breiðholtinu klukkan 18:00 í dag. Um er að ræða stórleik í Lengjudeildinni.

Þar sem Herjólfur siglir ekki milli lands og eyja vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi ákvað ÍBV að ferðast í Landeyjahöfn með tuðrum til að ná í leikinn.

„Góður andi var í hópnum þegar blaðamaður hitti á leikmenn við brottför enda allar aðstæður til siglinga eins og best var á kosið," segir í frétt Eyjafrétta en á síðunni má sjá fleiri myndir.

Hér að neðan má svo sjá myndband sem Sito, leikmaður ÍBV, setti inn á Facebook.

ÍBV er með fullt hús stiga í Lengjudeildinni en Leiknismenn eru með sjö stig eftir öflugan útisigur gegn Keflavík í síðustu umferð.

Game day ride 😊

Posted by Jose Sito Seoane on Þriðjudagur, 7. júlí 2020

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner