Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Stutta útgáfan. GEGGJAÐAR. Sléttur grasvöllur í góðu ástandi og smá gola. Skyldumæting!
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 2352
Maður leiksins: Pablo Punyed
Þessi var appelsínugul
Menn eru að ná að senda alla bolta frá hingað til.
Fyrsti leikur Finns Tómasar í sumar.
Stoðsending: Kennie Chopart
Kennie kemst framhjá Höskuldi, kemur inn af vængnum og leggur á Pablo sem leggur boltann fyrir sig og neglir af 25 metrum í markið. Þvílíka neglan!
Elfar - Damir - Davíð
Kwame - Oliver - Alexander - Brynjólfur - Höskuldur
Kristinn - Mikkelsen
Hann er á miðjuboganum og sér Anton framarlega...neglir, en hátt yfir.
Óskar fær skotfæri úr innkastinu og neglir, en beint á Anton.
Ægir beint í hans stöðu.
Blikar garga í stúkunni en Pálmi Rafn tekur "hárþurrkuna" á Danann í jörðinni. Áfram gakk!
Ágætis maður að leysa hann af samt!
Blikar einfaldlega skjóta úr hornspyrnunum sínum og þessi endar í slánni. Sýndist Mikkelsen snerta boltann frá Davíð lítillega á leiðinni í slána.
Flagg kemur þó á eftir. Rangstaða.
Höskuldur kemst upp vinstra megin og neglir boltann inn í teig með jörðinni þar sem Mikkelsen stýrir honum á fjær. Boltinn lendir í innanverðri stönginni og síðan í fegið fang Beitis!
Lítil gleði hjá gestunum með þá ákvörðun...en sannarlega frábær fyrri hálfleikur að baki!
Atli fer enn á ný framhjá Davíð og sendir inn á markteig þar sem Stefán einfaldlega hittir ekki boltann þrjá metra frá marki. Þetta átti að verða mark!!!
Þú færð kraft úr krullunum! âš½ï¸ #fotboltinet
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) July 13, 2020
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
Frábær aukaspyrna frá hægri inn á vítateigslínu fjær. Fyrirliðinn Höskuldur stekkur hæst og heldur upp á leik nr. 150 fyrir félagið með geggjuðum skalla út við stöng.
Vinnur sér skotfæri af harðfylgi og neglir á markið en Beitir slær í horn...sem ekkert verður úr.
Fær aðhlaup að teignum og flamberar þennan á markið en yfir á fjær.
Ekkert kemur úr þessu.
Höskuldur tekur það af 30 metrum, beint á Beiti sem fer létt með það.
Nú er ógnin upp vinstra megin, Kristinn sendir á fjær þar sem Atli Sigurjóns á skalla sem fer í jörðina, upp í loftið og rétt framhjá fjærstönginni.
Bang! Stefán Ãrni að bjóða uppá tilþrif sem hann var vanur að sýna á Domusnova vellinum à fyrra, trekk à trekk. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) July 13, 2020
Viktor Karl kemst framhjá Kristni og í skotfæri en Aron hreinsar í innkast.
Anton
Viktor Örn - Elfar - Damir - Davíð
Oliver - Andri
Höskuldur - Brynjólfur - Viktor Karl
Mikkelsen
Beitir
Kennie - Arnór - Aron - Kristinn
Pálmi - Finnur
Atli - Pablo - Stefán
Kristján
Enn kemur hættan frá hægri, Atli með sendingu inn í markteiginn þar sem Stefán er og skallar en boltinn fer framhjá á fjær. Stefán er mjög ósáttur, segir Damir hafa ýtt við sér.
Hann hafði mögulega eitthvað til síns máls þarna....en Einar var vel staðsettur og dæmir ekkert.
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
Enn sókn upp hægra megin, nú er það Finnur sem sendir inní á vítapunkt. Pabl skýtur að marki með vinstri, boltinn fer í jörðina og í fallegum boga út í fjærhorn, yfir Anton.
Ekkert verður úr horninu.
Því lí ka markið hjá stráknum! Fær boltann rétt innan við miðju og veður á vörnina, fer framhjá fyrst einum og svo öðrum Blika, fær skotfæri með hægri en velur að tékka sig inn á vinstri og setur boltann snyrtilega í hægra horn Antons.
Snilldar einstaklingsframtak og við erum lögð af stað í alvöru leik!
Stefán Árni gerir mjög vel úti á vængnum og sendir boltann á vítateigslínuna á Atla sem kemst í gott færi en skýtur yfir!
KR vilja sækja að félagsheimilinu sínu í seinni hálfleik en fá það ekki, Blikar velja að sækja þangað þá. KR byrja með boltann.
Allir litir liðanna eðlilegir - dómararnir bláir.
Þetta er nú líklega bara partur af því að menn vilja byggja upp spennu!
Blikahólfið hér hægra megin við mig er að fyllast, matartorg heimamanna er smekkfullt og KR-ingar að færa sig yfrir í sinn enda stúkurnar. Gullhólfið er þéttsetið í dag, goðsagnarkenndir Vesturbæingar láta sig ekki vanta.
Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari með KR 1999, þá varamarkmaður fyrir núverandi markmannsþjálfara heimamanna, Kristján Finnbogason, lék 10 leiki með KR árið áður. Jább...fyrir 22 árum. Á SÍÐUSTU ÖLD!
Með Gulla á bekknum í dag er svo þjálfarateymi úr Vesturbænum. Óskar Hrafn lék með KR þar til ársins 1997 og kom úr yngri flokka starfi félagsins. Aðstoðarmaður hans Halldór Árnason þjálfaði yngri flokka hjá KR en leikmannsferillinn var hjá hinu Vesturbæjarliðinu, KV og þar áður hjá Gróttunni.
Svo auðvitað verðum við að minnast á Brynjólf Willumsson, son Willum Þórs. Ég er pottþéttur á því að hann hefur verið boltasækir hér um slóðir.
Veistu um fleiri tengingar? Skutlaðu á mig á Twitter!
Arnór Sveinn og Kristinn Jóns eru líka Blikar upprunalega en að auki lék Atli Sigurjónsson í 2 ár í Kópavoginum.
Pepsi Max veisla kvöldsins @KRreykjavik fær @BreidablikFC à heimsókn.Seinast var hasar og fjör má reikna með veislu à kvöld #fotboltinet pic.twitter.com/5oDBut6qnU
— magnus bodvarsson (@zicknut) July 13, 2020
💚L E I K D A G U R💚
— Blikar.is (@blikar_is) July 13, 2020
Fyrirliðinn og nýjasti 150 mótsleikja maðurinn okkar Höskuldur Gunnlaugssson leiðir lið sitt inn á völlinn à Frostaskjólinu à kvöld kl.19:15! #eittfyrirklúbbinn
Meira á> https://t.co/vyVEuhc9dw pic.twitter.com/c9hruWiHg8
Finnur og Stefán Árni koma inn í lið KR í stað Arnþórs og Óskars í kvöld, Viktor Örn kemur í stað Kristins Steindórssona hjá Blikum.
KlukktÃmi à leikinn gegn KR. Hér kemur byrjunarlið Blika. Ãfram Breiðablik, alltaf, alls staðar! #EittFyrirKlúbbinn pic.twitter.com/tDXZcyLoBh
— Blikar.is (@blikar_is) July 13, 2020
Hendi völdum athugasemdum hingað inn ef passar inn í lýsinguna.
Einar Ingi Jóhannsson flautar, Eðvarð Eðvarðsson og Bryngeir Valdimarsson verða með flögg í höndum og samskiptabúnaðinn í gangi.
Í hann talar líka fjórði dómarinn sem er í dag Arnar Ingi Ingvarsson. Með störfum þeirra í dag fylgist Eyjólfur Ólafsson.
Bóas er mættur i undirbúninginn á Meistaravöllum. Er með spjöldin með sér svo dómararnir geta slakað! #fotboltinet pic.twitter.com/7EzBRXmqiO
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) July 13, 2020
Blikar gerðu 3-3 jafntefli í síðasta leik sínum við FH.
Með sigri gætu heimamenn hins vegar hent sér á topp deildarinnar.