Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Þór
1
1
ÍBV
0-1 Bjarni Ólafur Eiríksson '51
Alvaro Montejo '55 , víti 1-1
18.07.2020  -  14:00
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Það hefur rignt vel að undanförnu en nú er þurrt. Völlurinn ætti því að vera vel vökvaður. Það er ágætis gola og 11°C hiti.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 439
Maður leiksins: Orri Sigurjónsson (Þór)
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
Orri Sigurjónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson ('46)
6. Ólafur Aron Pétursson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason ('78)
18. Izaro Abella Sanchez ('78)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('78)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('46) ('86)
15. Guðni Sigþórsson ('78)
16. Jakob Franz Pálsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Elín Rós Jónasdóttir
Sveinn Óli Birgisson

Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('27)
Hermann Helgi Rúnarsson ('58)
Jóhann Helgi Hannesson ('79)
Ólafur Aron Pétursson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn á Þórsvelli í dag. ÍBV er komið í toppsætið á ný.
95. mín
Telmo brýtur á Alvaro á miðjum vellinum.
95. mín
ÍBV fær innkast hátt upp á vellinum.
93. mín
Frimmi með spyrnuna yfir mark Eyjamanna og í útspark.
92. mín
Jónas með flottan snúning og sendingu út á Alvaro. Alvaro kemst inn á teiginn og setur tvo Eyjamenn á bossann en skýtur í annan þeirra og fær horn.
91. mín
Sex mínútur í uppbótartíma.
90. mín Gult spjald: Gary Martin (ÍBV)
Gary eitthvað að tuða og uppsker gult.
89. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (Þór )
Þórsarar fá aukaspyrnu á miðjum vellinum. Aron í bókina fyrir brot sem Elías gaf hagnað á áðan.
88. mín
ÍBV fær aukaspyrnu. Bjarki heppinn að brotið var ekki dæmt á hann, hefði líklega verið gult.
86. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jói yfirgefur völlinn. Mögulega er það vegna höfuðhöggsins áðan?
85. mín
Jóhann Helgi sest niður og þarf að yfirgefa völlinn.
85. mín
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Þriðja breyting ÍBV vegna höfuðmeiðsla.
84. mín
Elías dæmdi brot á Frimma. Leikurinn farinn af stað aftur.
81. mín
Leikurinn stöðvaður. Ólafur Aron og Eyjamaður, Tómas Bent sýnist mér, skalla saman.
80. mín
Guðni með fyrirgjöf í Felix og Þór fær innkast.
79. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Braut á Guðjóni sýnist mér.
78. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Izaro Abella Sanchez (Þór )
78. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
76. mín
Óskar fer niður í miðvörðinn hjá ÍBV.
76. mín
Jóhann Helgi heldur leik áfram.
75. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
Jón heldur ekki leik áfram. Gary tekur við bandinu.
75. mín
Inn:Ásgeir Elíasson (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
74. mín
Bæði Jói og Jón yfirgefa völlinn. Drop-ball sem Þórsarar fá og spila boltanum til baka í varnarlínuna.
72. mín
Jóhann Helgi og Jón skalla saman og liggja eftir. Báðir sjúkraþjálfarar komnir inná.
72. mín
Jóhann Helgi með skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri, hættulegt.
71. mín
Jón Ingason tók við fyrirliðabandinu af Bjarna áðan.
70. mín
Alvaro með skot sem Halldór ver og heldur.
69. mín
Gary vinnur hornspyrnu eftir snöggt upphlaup. Frimmi heppinn að fá ekki spjald á undan þegar hann rennur á Eyjamann í upphafi upphlaupsins.

Aron Birkir grípur svo hornið.
68. mín
Alvaro fær boltann augljóslega í hendina fyrir utan teig og lætur svo vaða. Helgi Sig og Eyjamenn ósáttir með að hendin var ekki dæmd. Alvaro lét vaða strax því hann bjóst að ég held við flautinu. Skotið rétt framhjá.
67. mín
Gary fær boltann vinstra megin í teignum en er dæmdur rangstæður.
66. mín
Ekkert kom upp úr þessu horni.
65. mín
Gary fær boltann úti vinstra megin og Orri eltir. Gary reynir að gefa boltann fyrir en Orri rennir sér fyrir sendinguna og boltinn afturfyrir, horn.
64. mín
Inn:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) Út:Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV)
Bjarni nær ekki að halda áfram.
64. mín
Bjarki fær boltann úti hægra megin, á fyrirgjöf sem Jonni er örlítið á undan Alvaro í. Alvaro fellur en biður ekki um víti. Sumir kölluðu eftir víti.
63. mín
Óvíst hvort Bjarni geti haldið leik áfram.
61. mín
Frimmi með skot sem fer beint í hausinn á Bjarna Ólafi sem liggur eftir. Elías stöðvar leikinn um leið og Björgvin skokkar inná.
60. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
59. mín
Alvaro fær frábæra sendingu og leitar að skotinu en finnur það ekki, rennir honum á Jakob sem er tekinn niður af Jóni. Jón ósáttur með að brotið var dæmt.
58. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
Fer hátt með löppina í Sito sýnist mér.
58. mín
Izaro með frábæra fyrirgjöf sem Jóhann Helgi skallar að marki en Halldór ver virkilega vel.
57. mín
Þórsarar fá innkast úti vinstra megin.
55. mín Mark úr víti!
Alvaro Montejo (Þór )
Öruggur á punktinum. Allt jafnt.
55. mín
Þórsarar fá víti!! Alvaro felldur!
Laglegur þríhyrningur við Jakob og svo virðist Bjarni Ólafur fara í Alvaro og víti dæmt. Bjarni mótmælir ekkert.
54. mín
Aron með aukaspyrnu sem Halldór Páll kemst í og grípur.
51. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV)
Stoðsending: Sito
Sito með hornspyrnuna sem Bjarni Ólafur skallar í netið. Jóhann Helgi eitthvað ósáttur með eitthvað sem gerðist inn á teignum.

Vallarþulurinn tilkynnir að Jón Ingason hafi skorað en ég er nokkuð klár á því að Bjarni hafi skorað.
50. mín
Víðir með skot sem Bjarki kemst fyrir. Lagleg sókn ÍBV og þeir fá hér sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
49. mín
Orri með vonda hreinsun en sópar upp eftir sig með góðri tæklingu.
48. mín
Alvaro með frábæra hreyfingu úti á hægri vængnum, finnur Jakob sem lætur vaða en skotið beint á Halldór.
46. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Loftur Páll Eiríksson (Þór )
Þórsarar fara í 4-2-3-1 þar sem Jói og Alvaro skiptast á að vera fremsti maður.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn ÍBV byrjar með boltann og sækir á móti vindi í átt að Hamri/Boganum. Það er ein breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Helgi að búa sig undir að koma inná hjá Þór sýnist mér.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
ÍBV hefur í heildina verið líklegra liðið til að skora mark. Tómas Bent hefur heillað mig sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Hann hefur verið lúsiðinn en á sama tíma nálægt því að vera á gulu spjaldi.
45. mín
Hálfleikur
Aron Birkir kemur út í fyrirgjöf Víðis og í kjölfarið er flautað til hálfleiks.
45. mín
45+1

ÍBV fær aukaspyrnu úti vinstra megin svona 8 metra fyrir framan miðlínu.
45. mín
Gary fær boltann úti vinstra megin og ætlar að reyna setja hann í fjærhornið framhjá Aroni en Aron ver.

Einni mínútu bætt við.
44. mín
Sýndist það ver Víðir sem lét vaða en Orri stóð fyrir og skallaði boltann upp í loftið. Þórsarar ná svo að hreinsa.
42. mín
Jakob tekur á móti innkasti frá Svenna en á svo alltof þunga sendingu til baka sem sendir Gary í gegn. Loftur er snöggur að elta uppi Gary og nær að koma boltanum í burtu.
39. mín
Siggi setur góða pressu á Halldór sem neyðist til að senda boltann í innkast.
37. mín
Sito fær boltann beint í höfuðið og virðist vankast eitthvað. Fær strax aðhlynningu.

Sito staðinn upp og Óskar sendir boltann á Aron Birki.
35. mín
ÍBV tekur innkast snöggt inn á Gary á teignum. Eftir smá baráttu á Gary skot í varnarmann og reynir svo aftur. Þórsarar fá svo markspyrnu og Gary er svekktur.
32. mín
Telmo vinnur botlann af Lofti og reynir strax sendingu í gegn á Gary en boltinn aðeins of langur.
30. mín
Gary rennir boltanum stutt á Víði sem lætur vaða og boltinn rétt framhjá fjærstöng Þórsara. Skemmtileg útfærsla.
29. mín
ÍBV fær aukaspyrnu úti vinstra megin nálægt teig Þórsara. Bjarki dæmdur brotlegur.
29. mín
Svenni reynir að finna Alvaro í gegn en Halldór vel á verði og kemur á móti sendingunni og er fyrstur til boltans.
27. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Elías segir Svein hafa nýtt sér höndina þegar hann tók á móti boltanum við teig ÍBV. Erfitt að mótmæla þessu mikið við fyrstu sýn.
26. mín
Virkilega vel dæmt þarna hjá Elíasi. Óskar var búinn að brjóta á Alvaro áður en leikurinn fékk að halda aðeins áfram. Alvaro náði svo ekki að skila honum af sér og brotið í kjölfarið dæmt.
25. mín
Tómas með skot rétt framhjá en var rangstæður þegar hann fékk boltann rétt fyrir utan teig Þórsara.
24. mín
Óskar með skot sem Aron Birkir ver og heldur.
22. mín
Telmo með tilraun en sé ekki hvort hún fór í samherja eða Þórsara. Skotið var fast og af talsverðu færi. Uppleggið mögulega að reyna nýta meðvindinn.
20. mín Gult spjald: Sito (ÍBV)
Sito rífur í Izaro á sprettinum. ÍBV hafði átt tveggja fyrrigjafa sókn sem Þórsarar hreinsuðu í burtu rétt áður.
19. mín
Izaro með fyrirgjöf á Sigga sem á skot á lofti en hittir boltann ekki nægilega vel.

Dóri grípur boltann og finnur Gary í gegn en rangstaða dæmd.
19. mín
Ef að mið á að taka af fánunum við Hamar þá spilar ÍBV með vindi hér í fyrri hálfleik.
18. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Fer af þokkalegum krafti í Bjarka. Líklegast réttur dómur.
18. mín
Víðir með fast skot af góðu færi en Aron Birkir vel staðsettur og grípur þessa tilraun.
16. mín
Gary með fyrirgjöf frá vinstri sem Tómas skallar rétt framhjá, þetta var tæpt!
14. mín
Tómas brýtur á Sigga. Farið að styttast í gula spjaldið á Bent. Elías aðvarar Magnússon.
11. mín
Víðir á fyrirgjöf sem Aron skallar frá.
8. mín
Siggi með fyrigjöf sem berst fyrir fætur Jakobs sem lætur vaða rétt yfir mark ÍBV. Fyrsta færi leiksins.
7. mín
Alvaro brjálaður, vill fá aukaspyrnu en Elías sér ekkert og segir Alvaro að hætta mótmælum.
7. mín
Sito vinnur aukaspyrnu á miðjum vellinum.
5. mín
Sveinn Elías með fyrirgjöf í varnarmann og boltinn afturfyrir. Fyrsta hornspyrna leiksins.

Dóri kýlir boltann í burtu.
2. mín
Lið ÍBV: 4-1-2-2-1
Halldór
Guðjón - Jón - Bjarni - Felix
Óskar
Telmo - Tómas
Sito - - Víðir
Gary
1. mín
Lið Þórs: 3-4-2-1/5-2-2-1

Aron
Bjarki - Loftur - Orri - Hermann - Sveinn
Siggi - Aron
Jakob - - Izaro
Alvaro
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar byrja með boltann og sækja í átt að Hamri/Boganum.
Fyrir leik
Tómas dæmdur brotlegur við litla hrifningu. Braut á Aroni.
Fyrir leik
Mér sýnist fljótt á litið að Þórsarar stilli upp í þriggja miðvarða kerfi með þá Svein Elías og Bjarka í vængbakvörðunum.
Fyrir leik
Einhver smá töf á upphafssparkinu. Veit ekki hvers vegna. Vallarþulur hvatti áhorfendur til að passa upp á tungu sína þar sem leikurinn er í beinni útsendingu, allt heyrist.
Fyrir leik
Liðin að ganga inn á völlinn. Þórsarar leika í hvítum treyjum og gestirnir í bláum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim verður stillt upp í byrjun leiks.
Fyrir leik
Sjö mínútur í leik. Það er dálítill vindur en engin rigning og það sést í bláan himinn ef rýnt er vel upp á við.
Fyrir leik
Það er ekki beint sól og blíða en ef fólk mætir með teppi, í bæði húfu og vettlingum og þjappar sér saman í stúkunni þá eru 9 gráðurnar fljótar að hækka upp í 10.
Fyrir leik
Lið ÍBV:

Helgi Sig, þjálfari ÍBV, gerir tvær breytingar frá síðustu umferð.

Jonathan Glenn og Sigurður Arnar fara á bekkinn fyrir þá Sito og Tómas Bent.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Lið Þórs:
Palli Gísla, þjálfari Þórsara, gerir tvær breytingar frá síðustu umferð.

Izaro og Orri koma inn í liðið fyrir Jónas Björgvin og Jakob Franz. Fannar Daði er enn frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Síðustu leikir
Þórsarar töpuðu sínum öðrum leik í röð í síðustu umferð þegar þeir fengu á sig tvö mörk og skoruðu eitt í Keflavík. Alvaro Montejo skoraði mark Þórsara úr vítaspyrnu.

ÍBV gerði 1-1 jafntefli gegn Grindavík á Hásteinsvelli í síðustu umferð. Jonni Inga skoraði mark Eyjamanna þegar þeir töpuðu sínum fyrstu stigum í sumar.
Fyrir leik
Heyrst hefur að stuðningsmenn Þórsara ætli, í það minnsta nokkrir, að hópa sér saman á einum stað í stúkunni og styðja þétt við bakið á sínum strákum. Án þess að nafngreina of marga þá má nefna einn albesta rappara bæjarins auk mannsins sem mun aldrei gefa grænt á sameiningu við KA.
Fyrir leik
Fyrir leik
ÍBV er þessa stundina í 2. sæti Lengjudeildarinnar eftir sigur Keflavíkur í gær. Bæði liðin eru með þrettán stig. IBV hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu fimm umferðunum.

Þórsarar eru í sjötta sæti með níu stig. Þrír sigrar í fyrstu þremur leikjunum en tvö töp í síðustu tveimur deildarleikjum.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá Þórsvelli. Topplið ÍBV heimsækir Þórsara í Þorpið og hefst leikurinn klukkan 14:00.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('75)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('75)
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
16. Tómas Bent Magnússon ('85)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
32. Bjarni Ólafur Eiríksson ('64)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('64)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('75)
17. Róbert Aron Eysteinsson
18. Ásgeir Elíasson ('75)
18. Eyþór Daði Kjartansson ('85)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Arnar Gauti Grettisson

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('18)
Sito ('20)
Jón Ingason ('60)
Gary Martin ('90)

Rauð spjöld: