
Stjarnan
1
1
Þór/KA

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
'68
1-0
1-1
María Catharina Ólafsd. Gros
'92
16.08.2020 - 16:00
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 19°C, gola og létt skýjað.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Erin Katrina Mcleod (Stjarnan)
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: 19°C, gola og létt skýjað.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Erin Katrina Mcleod (Stjarnan)
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
Hugrún Elvarsdóttir
('15)

3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir
('59)

17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
('59)

37. Jana Sól Valdimarsdóttir
('32)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
('59)


16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
('15)

19. Angela Pia Caloia
('32)

23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
('59)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Guðný Guðnadóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Hildur Laxdal
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið, það gerðist ekkert eftir jöfnunarmarkið. 'Heartbreak' fyrir Stjörnuna.
92. mín
MARK!

María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA)
Jöfnunarmark!!!
Boltinn fellur til vinstri í teignum og þar er María mætt og á skot sem ratar í netinu, gæti hafa farið af varnarmanni og þaðan í netið.
Boltinn fellur til vinstri í teignum og þar er María mætt og á skot sem ratar í netinu, gæti hafa farið af varnarmanni og þaðan í netið.
91. mín
Venjulegum leiktíma lokið.
Margrét Árnadóttir fékk boltann innfyrir en tilraun hennar misheppnuð.
Margrét Árnadóttir fékk boltann innfyrir en tilraun hennar misheppnuð.
81. mín
Snædís gerir vel að vinna boltann nálægt vítateig Stjörnunnar en er svo aðeins of fljót að láta vaða og skotið ekkert sérstakt.
78. mín
Sending sem ratar á Margréti inná vítateig Stjörnunnar. Margrét reynir skot en það fer framhjá nærstönginni.
73. mín
Gyða Kristín lætur vaða úr aukaspyrnunni en skotið aldrei nálægt því að fara á markið.
72. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu. Kristinn gerði vel að veita hagnað þegar togað var í leikmann Stjörnunnar en líklegast gult spjald, sýndist þetta vera Gabby sem togaði og það hefði verið seinna gula.
68. mín
MARK!

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Tvær hjá Þór/KA liggja og boltinn er laus. Aníta hirðir boltann, sker inn á miðjan völlinn við vítateiginn, á hörkuskot sem fer í stöngina og inn, glæsilegt mark.
66. mín
Madeline í mjög þröngri stöðu en sýndist hún reyna skottilraun sem er áhugavert úr þessari stöðu, markspyrna Stjarnan.
65. mín
Angela er búin að bretta upp á ermarnar á treyjunni og er núna eins og hún sé í körfuboltatreyju.
64. mín
Sýndist það vera Gyða sem átti tilraun sem Harpa handsamaði í annarri tilraun, fínt skot.
59. mín

Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Út:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
59. mín

Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
58. mín
Laglegt spil hjá Stjörnunni og Hildigunnur kemst í fínt færi. Harpa ver vel og Þór/KA hreinsar.
Þór/KA sækir svo og Hulda Ósk er við það að sleppa í gegn en á svo skot sem Erin les vel og ver.
Þór/KA sækir svo og Hulda Ósk er við það að sleppa í gegn en á svo skot sem Erin les vel og ver.
56. mín
Stjarnan fær hornspyrnu. Þór/KA búið að stjórna seinni hálfleiknum til þessa.
Hornspyrna Örnu fyrirliða beint afturfyrir.
Hornspyrna Örnu fyrirliða beint afturfyrir.
54. mín
María Sól í brasi, Þór/KA vinnur hann við teig Stjörnunnar og Maddy á skot sem fer yfir mark Stjörnunnar.
51. mín
Karen María kemur boltanum á Margréti sem lætur vaða fyrir utan teig. Skotið vel yfir. Þór/KA sækir hér í upphafi seinni.
50. mín
Hulda tekur skærin og fer framhjá Örnu Dís en boltinn fer svo afturfyrir og markspyrna sem Stjarnan fær. Þór/KA vildi fá hornspyrnu.
49. mín
Hornspyrna frá Jakobínu sem Erin slær til hliðar. Boltinn af Maríu og svo aftur til Erin.
48. mín
Held að Margrét hafi ætlað að reyna fyrirgjöf sem breyttist í fast skot sem Erin grípur.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Lengstum finnst mér Þór/KA hafa verið hættulegra liðið en nú undir lok fyrri hálfleiks fékk Betsy mjög gott færi.
45. mín
45+3
Betsy í besta færi fyrri hálfleiksins að mínu mati!
Fær boltann rétt fyrir innan vítateig og á tilraun sem fer rétt framhjá marki Þór/KA, í bolta sem stilltur var upp við hlið markstangarinnar.
Betsy í besta færi fyrri hálfleiksins að mínu mati!
Fær boltann rétt fyrir innan vítateig og á tilraun sem fer rétt framhjá marki Þór/KA, í bolta sem stilltur var upp við hlið markstangarinnar.
39. mín
Brotið á Maríu Sól við vítateig Þór/KA, Sædís gerir sig tilbúna að taka spyrnuna.
37. mín
Fyrirgjöf frá Maríu Catharinu sem finnur kollinn á Huldu Ósk en skallinn ekki nægilega fastur til að trufla Erin.
33. mín
Jakó finnur Örnu Sif í hverri hornspyrnu sem hún tekur úti hægra megin. Arna með skallann yfir!
32. mín

Inn:Angela Pia Caloia (Stjarnan)
Út:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Jana meiddist við tæklingu Gabby áðan. Fyrsti leikur Angelu.
30. mín
Hulda reynir að fara framhjá Örnu Dís og vinnur hornspyrnu.
Aftur slöpp hornspyrna frá KMS.
Aftur slöpp hornspyrna frá KMS.
25. mín
Arna Sif skallar boltann frá í tvígang. Stjarnan vill svo fá aukaspyrnu þegar Arna Dís fellur við vítateig Þór/KA, ekkert dæmt og Þór/KA byggir upp sókn.
24. mín
Gult spjald: Gabriela Guillen Alvarez (Þór/KA)

Brýtur á Jönu Sól við hliðarlínuna til móts við vítateigslínu Þórs/KA. Úti vinstra megin séð frá bláum.
22. mín
Jasmín með skot eftir fínt upphlaup frá Stjörnunni. Beint á Hörpu í markinu. Fyrsta alvöru tilraun Stjörnunnar.
20. mín
Hulda á fyrirgjöf í varnarmann og Þór/KA fær hornspyrnu.
Hornspyrna Karenar beint afturfyrir.
Hornspyrna Karenar beint afturfyrir.
18. mín
Þær Hildigunnur og Jana styðja ágætlega við Snædísi og því má segja að bæði lið séu að leggja upp með áþekkt leikskipulag. María Sól ver vörn Stjörnunnar á meðan Betsy og Jasmín eru sóknarsinnaðari. Heiða ver vörn Þór/KA á meðan Maddy og Karen sækja meira.
17. mín
Boltinn fellur fyrir Huldu Ósk eftir fyrirgjöf Jakó. Hulda lætur vaða en hittir boltann ekki of vel og skotið máttlítið. Erin því í engum vandræðum með að verja þetta skot.
16. mín
Arna Dís færir sig úr vinstri bak í þann hægri og Sædís kemur í vinstri bakvörðinn.
15. mín
Jakó með hornspyrnu fyrir Þór/KA og finnur Örnu í teignum. Mjög gott færi en Arna skallar rétt framhjá.
15. mín

Inn:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
Út:Hugrún Elvarsdóttir (Stjarnan)
Hugrun í hægri bakverðinum settist niður og gat ekki haldið leik áfram. Fyrsta skipting leiksins.
14. mín
Sending innfyrir sem Erin kemur út á móti og er á undan Huldu í boltann. Þór/KA á innkast.
13. mín
Hildigunnur gerir vel að vinna boltann af Jakó en Heiða stöðvar svo upphlaup Stjörnunnar.
9. mín
Karen reynir að finna Huldu í gegn en sýnist það vera Ingibjörg sem gerir mjög vel og stöðvar þessa sókn.
8. mín
Lið Þór/KA: 4-3-3 eða 4-1-2-3
Harpa
Gabby-Arna-Hulda Björg-Jakó
Heiða
Karen-Maddy
María-Margrét-Hulda Ósk
Harpa
Gabby-Arna-Hulda Björg-Jakó
Heiða
Karen-Maddy
María-Margrét-Hulda Ósk
7. mín
Lið Stjörnunnar: 4-5-1 eða 4-2-3-1
Erin
Hugrún-Ingibjörg-Katrín-Arna
Hildigunnur-María-Jasmín-Betsy-Jana
Snædís
Erin
Hugrún-Ingibjörg-Katrín-Arna
Hildigunnur-María-Jasmín-Betsy-Jana
Snædís
4. mín
Þór/KA fékk fyrstu hornspyrnu og mér sýndist það vera Arna með skallann eftir spyrnuna sem fór rétt yfir mark Stjörnunnar
Fyrir leik
Stjörnuliðið gengur fyrst inn á völlinn. Stjarnan leikur í bláum treyjum og hvítum stuttbuxum. Leikmenn stilla sér upp og snúa að stúkunni fyrir leik. Gott bil er á milli leikmanna. Eftir að Stjörnukonur eru komnar inn á völlinn koma gestirnir inn á völlinn. Þór/KA leikur í svörtu.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik. Það er ágætis gola á vellinum en hlýtt. Gervigras er á Samsung vellinum og hefur verið í mörg ár.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar frá 5-5 jafnteflinu gegn Þrótti. Breyting er í stöðu markvarðar því Erin Katrina kemur inn í stað hennar Birtu Guðlaugs. Þá kemur Hugrún Elvarsdóttir inn í stað Anítu Ýr. Angela er á bekknum.
Andri Hjövar Albertsson, þjálfari Þór/KA, gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði. Gabby kemur inn í hægri bakvörðinn og Margrét Árnadóttir kemur inn í fremstu viglínu. Lára Einarsdóttir og Berglind Baldursdóttir detta út úr byrjunarliðinu.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar frá 5-5 jafnteflinu gegn Þrótti. Breyting er í stöðu markvarðar því Erin Katrina kemur inn í stað hennar Birtu Guðlaugs. Þá kemur Hugrún Elvarsdóttir inn í stað Anítu Ýr. Angela er á bekknum.
Andri Hjövar Albertsson, þjálfari Þór/KA, gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði. Gabby kemur inn í hægri bakvörðinn og Margrét Árnadóttir kemur inn í fremstu viglínu. Lára Einarsdóttir og Berglind Baldursdóttir detta út úr byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Félagaskipti
Þór/KA lánaði fyrir helgi tvo leikmmenn til Tindastóls. Það voru þær Agnes Birta Stefánsdóttir og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir. Agnes hafði komið við sögu í tveimur deildarleikjum og einum bikarleik í sumar. Rakel hafði tekið þátt í fjórum deildarleikjum og einum bikarleik.
Stjarnan hefur fengið inn ítalska framherjann Angela Pia Caloia og kanadíska markvörðinn Erin Katrina Mcleod á síðustu dögum. Þá fór Lára Mist Baldursdóttir að láni til Tindastóls. Lára hafði komið við sögu í þremur deildarleikjum í sumar. Erin á að baki 118 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefur varið mark landsliðsins á fjórum heimsmestarakeppnum og vann til bronsverðlauna með liðinu á Ólympíuleikum. Erin, sem er að láni frá Orlando Pride, er kærasta landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Angela er fædd árið 2001 og hefur leikið fyrir yngri landslið Ítalíu.
Þór/KA lánaði fyrir helgi tvo leikmmenn til Tindastóls. Það voru þær Agnes Birta Stefánsdóttir og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir. Agnes hafði komið við sögu í tveimur deildarleikjum og einum bikarleik í sumar. Rakel hafði tekið þátt í fjórum deildarleikjum og einum bikarleik.
Stjarnan hefur fengið inn ítalska framherjann Angela Pia Caloia og kanadíska markvörðinn Erin Katrina Mcleod á síðustu dögum. Þá fór Lára Mist Baldursdóttir að láni til Tindastóls. Lára hafði komið við sögu í þremur deildarleikjum í sumar. Erin á að baki 118 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefur varið mark landsliðsins á fjórum heimsmestarakeppnum og vann til bronsverðlauna með liðinu á Ólympíuleikum. Erin, sem er að láni frá Orlando Pride, er kærasta landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Angela er fædd árið 2001 og hefur leikið fyrir yngri landslið Ítalíu.
Fyrir leik
Markahæstar
Margrét Árnadóttir er markahæst hjá Þór/KA í deildinni með fjögur mörk skoruð. Karen María hefur skorað þrjú mörk.
Hjá Stjörnunni eru sex markahæstar með tvö mörk skoruð: Shameeka, Arna Dís, Betsy, Gyða Krístin, Snædís María og María Sól.
Margrét Árnadóttir er markahæst hjá Þór/KA í deildinni með fjögur mörk skoruð. Karen María hefur skorað þrjú mörk.
Hjá Stjörnunni eru sex markahæstar með tvö mörk skoruð: Shameeka, Arna Dís, Betsy, Gyða Krístin, Snædís María og María Sól.
Fyrir leik
Heimavöllur og útivöllur
Stjarnan hefur unnið einn heimaleik, gert eitt jafntefli og tapað tveimur til þessa í deildinni. Þór/KA hefur einungis leikið tvo útileiki og liðið hefur tapað þeim báðum.
Síðustu innbyrðis viðureignir liðanna
Í fyrstu umferð deildarinnar sigraði Þór/KA viðureign þessara liða með fjórum mörkum gegn einu. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og þær María Catharina Ólafsd. Gros og Hulda Ósk Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Fyrir Stjörnuna var það María Sól Jakobsdóttir sem skoraði.
Á síðasta tímabili enduðu báðar viðureignir liðanna með 0-0 jafntefli.
Stjarnan hefur unnið einn heimaleik, gert eitt jafntefli og tapað tveimur til þessa í deildinni. Þór/KA hefur einungis leikið tvo útileiki og liðið hefur tapað þeim báðum.
Síðustu innbyrðis viðureignir liðanna
Í fyrstu umferð deildarinnar sigraði Þór/KA viðureign þessara liða með fjórum mörkum gegn einu. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og þær María Catharina Ólafsd. Gros og Hulda Ósk Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Fyrir Stjörnuna var það María Sól Jakobsdóttir sem skoraði.
Á síðasta tímabili enduðu báðar viðureignir liðanna með 0-0 jafntefli.
Fyrir leik
Síðasti leikur
Þór/KA mætti KR á heimavelli þann 28. júlí og vann endurkomusigur. Varamaðurinn Margrét Árnadóttir skoraði með sinni fyrstu snertingu og fiskaði víti skömmu seinna. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði liðsins, skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði 2-1 sigur.
Stjarnan gerði 5-5 jafntefli þann 28. júlí gegn Þrótti Reykjavík. Þróttur komst í 1-3, 2-4 og 3-5 en varamaðurinn Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna á lokamínútunum og tryggði liðinu stig. Þær Arna Dís Arnþórsdóttir, Jana Sól Valdimarsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir höfðu áður skorað eitt mark hver.
Þór/KA mætti KR á heimavelli þann 28. júlí og vann endurkomusigur. Varamaðurinn Margrét Árnadóttir skoraði með sinni fyrstu snertingu og fiskaði víti skömmu seinna. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði liðsins, skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði 2-1 sigur.
Stjarnan gerði 5-5 jafntefli þann 28. júlí gegn Þrótti Reykjavík. Þróttur komst í 1-3, 2-4 og 3-5 en varamaðurinn Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna á lokamínútunum og tryggði liðinu stig. Þær Arna Dís Arnþórsdóttir, Jana Sól Valdimarsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir höfðu áður skorað eitt mark hver.
Fyrir leik
Staðan í deildinni
Þór/KA er með tíu stig eftir sjö spilaða leiki. Stjarnan er með sjö stig eftir sína átta leiki. Stjarnan hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum á meðan Þór/KA var í brekku en sigraði gegn KR í síðustu umferð. Þór/KA er í fimmta sæti og Stjarnan í því áttunda.
Þór/KA er með tíu stig eftir sjö spilaða leiki. Stjarnan er með sjö stig eftir sína átta leiki. Stjarnan hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum á meðan Þór/KA var í brekku en sigraði gegn KR í síðustu umferð. Þór/KA er í fimmta sæti og Stjarnan í því áttunda.
Fyrir leik
Veriðið velkomnir lesendur góðir í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn er áttundi leikur Þór/KA í deildinni þetta sumarið og sá níundi hjá Stjörnunni.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Samsungvellinum í Garðabæ og leikið er fyrir luktum dyrum, ef frá eru taldir að hámarki tíu aðilar frá hvoru liði sem leyfilegir eru í stúkunni.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Samsungvellinum í Garðabæ og leikið er fyrir luktum dyrum, ef frá eru taldir að hámarki tíu aðilar frá hvoru liði sem leyfilegir eru í stúkunni.
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
3. Madeline Rose Gotta
('74)

9. Karen María Sigurgeirsdóttir
('63)

11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
('74)

16. Gabriela Guillen Alvarez

17. María Catharina Ólafsd. Gros

22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir
Varamenn:
1. Lauren Amie Allen (m)
4. Berglind Baldursdóttir
('63)

22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Saga Líf Sigurðardóttir
Einar Logi Benediktsson
Anna Catharina Gros
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Gul spjöld:
Gabriela Guillen Alvarez ('24)
Rauð spjöld: