Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
FH
0
7
Breiðablik
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir '8
0-2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '42
0-3 Agla María Albertsdóttir '55
0-4 Agla María Albertsdóttir '76
0-5 Agla María Albertsdóttir '78 , víti
0-6 Vigdís Edda Friðriksdóttir '84
0-7 Rakel Hönnudóttir '90
16.08.2020  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Sveindís Jane Jónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('23)
11. Rannveig Bjarnadóttir ('74)
17. Madison Santana Gonzalez ('74)
18. Phoenetia Maiya Lureen Browne
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
24. Taylor Victoria Sekyra
28. Birta Georgsdóttir ('62)

Varamenn:
25. Björk Björnsdóttir (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('23)
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('62)
15. Birta Stefánsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('74)
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Árni Freyr Guðnason
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Hrafnhildur Hauksdóttir ('44)
Árni Freyr Guðnason ('80)
Eva Núra Abrahamsdóttir ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl og skýrsla á eftir.
90. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís sleppur í gegn og eftir framistöðu hennar í dag hefði hún nú átt skilið að taka bara skotið og skora en gefur hann frekar á Rakel sem rennir honum í markið.
89. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Rúgbý tæklaði Bergþóru.
84. mín MARK!
Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik)
Er ekki frá því að þetta hafi verið hennar fyrsta snerting. Fær boltann í teignum eftir að Blikar sundurspila FH vörnina.
82. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
82. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
80. mín Gult spjald: Árni Freyr Guðnason (FH)
Aðalbjörn gaf honum séns með því að útskýra dóminn en Árni hélt áfram og er spjaldaður.
78. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Þóra fór í rétt horn en vítið fullkomið.
78. mín
Hendi víti á FH. Agla gerir sig klára...
76. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís fer enn einu sinni illa með hægri kant FH, brunar fram hjá þeim og gefur háan bolta beint á kollinn á Öglu sem skallar í markið
75. mín
Fullt af skiptingum þegar korter er eftir.
74. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
74. mín
Inn:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH) Út:Madison Santana Gonzalez (FH)
74. mín
Inn:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
71. mín
Blikar fara í skyndisókn og Sveindís skokkar fram hjá öllum FH-ingum sem reyna að stoppa hana. Er komin inn í teig en sendir boltann á milli Öglu og Kristínar. Blikar eru búnir að bakka aðeins og leyfa FH að sækja, skyndisóknirnar alltaf líklega hjá þeim.
68. mín
Og gestirnir hreinsa í innkast. Það er sent á Browne sem heldur boltanum vel og gefur út á Sísi sem kemur hlaupandi af miðjunni og skýtur rétt fram hjá.
67. mín
FH fá horn, Madison stillir sér upp
65. mín
Sísí vinnur boltann fyrir framan teig Blika og skýtur en skotið vel yfir.
62. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Birta Georgsdóttir (FH)
61. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
57. mín
Kristín Dís með langann bolta úr vörn Blika á Berglind sem sleppur í gegn en FH vörnin nær til baka og hreinsar fyrirgjöfina.
55. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Löngu innköstinn búin að vera koma FH-ingum klandur allan leikinn og Blikar ná að nýta það. Sendingin á nær stöngina, hefur viðkomu á leikmanni og skoppar yfir á fjær þar sem Agla er tilbúinn og pottar honum inn.
55. mín
Blikar spila sig listarvel upp völlinn en Erna stoppar Sveindísi áður en hún kemst ein í gegn.
52. mín Gult spjald: Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
Sparkar Browne fyrir utan teiginn. Skotið í vegginn.
51. mín
FH-ingar vilja fá hendi í teignum en Aðalbjörn er ekki sammála.
50. mín
Browne með góða sendingu í af kantinum en Birta nær ekki að koma tánni í boltann. Svo vinna FH horn
48. mín
Sveindís fer illa með Hrafnhildi og Blikar vinna horn sem Sísí skallar frá.
46. mín
Blikar fá horspyrnu, Kristín er eina nálægt fyrirgjöfinni en skallinn yfir. Hinum megin skömmu síðar á Browne skot fram hjá.
45. mín
Blikar hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Síðasta sem gerist er að Sveindís grýtir boltanum inn í markteig í innkasti.
45. mín
Geggjuð fyrirgjöf frá Karólínu eftir að hornið er hreinsað á hana, Alexandra misreiknar skallann aðeins og hann er yfir en hún lenti illa og er að fá aðhlynningu.
45. mín
Blikar fá horn...
45. mín
Sem fer beint út af. Fjórar mínútur af viðbótartíma
44. mín Gult spjald: Hrafnhildur Hauksdóttir (FH)
Og Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
42. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Góð sókn Blika sem endar með fyrirgjöf. Hreinsuninn klikkar og endar hjá Karólínu sem lætur ekki segja sér það tvisvar að skora í þaknetið.
40. mín
Áslaug fór út af með blóðnasir í smá stund. Hún gaf merki um að hún hefði fengið högg en ég sá ekki frá hverri.
38. mín
Æi. Þóra setur markspyrnu útaf og innkastið er vitlaust tekið.
37. mín
Fallegur bolti yfir vörn FH á Öglu en móttakan misheppnast.
32. mín
Blikar láta boltann ganga sín í vörninni þangað til FH lið kemur fram á völlinn og senda svo langa og hættulega bolta fram. Búnar að gera þetta nokkrum sinnum og er að virka vel.
30. mín
Komin aftur inná.
27. mín
Samstuð milli Browne, Áslaugar Örnu og Hildi Þóru endar þannig að Hildur skellur í grasinu og dómarinn stoppar leikinn vegna mögulegra höfuðmeiðsla. Hún virkar hálf vönkuð.
25. mín
Berglind Björg með heiðarlega tilraun til að skora mark tímabilsins, stekkur og sparkar boltanum í fyrsta í bringuhæð en boltinn í varnarmann og Þóra nær honum.
23. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)
22. mín
Agla með þrususkot sem Þóra ver og nær að grípa frákastið.
20. mín
FH eru að spila 4-2-3-1 með Sísí og Evu fyrir framan vörnina. Browne ein upp á topp og miðjumennirnir, sérstaklega Birta, duglegir að falla til baka þegar liðið verst.
17. mín
Stórhætta við mark Blika. Brown ein að pressa varnarlínu Blika og nær að hirða boltann. Sonný gerir mjög vel að koma út og loka markinu án þess að fórna sér of snemma og ver boltann.
13. mín
FH komast í sókn og vinna aukaspyrnu á hættulegum stað en ná ekki að skapa hættu.
11. mín
Áslaug gerir mjög vel í baráttu við Browne um hættulega sendingu og sú síðarnefnda brýtur. Skömmu síðar vinna Blikar aftur boltann við teig FH en Þóra ver skotið.
11. mín
Sem FH-ingar ná að hreinsa.
9. mín
Blikar vinna annað horn...
8. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Þóra fer út til að kýla sendinguna á fjærstöngina en hittir ekki og Sveindís er ein og óvölduð og setur hann í autt markið. 1-0 Blikar.
6. mín
Erna með misheppnaða hreinsun í baráttu við Öglu en gerir vel að koma í horn enn...
4. mín
Stórhætta við mark FH! Svendís hirðir boltann eins og ekkert sé sjálfsagðara af Ingibjörg og skýtur framhjá. Ingibjörg virðist eitthvað hnjöskuð og er að fær aðhlynningu.
1. mín
Og FH-ingar byrja af krafti. Browne tekur hlaup upp hægri kantinn og reynir sendingu inn í teig, boltinn skoppar til Birtu sem á ágætt skot en Sonný ver og heldur boltanum.
Fyrir leik
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækja í átt að Garðabæ, með nokkuð sterka sól í bakið.
Fyrir leik
Verið að kynna liðin og svo munu þau ganga í sitthvoru lagi inn á völlinn. Allt samkvæmt kúnstarinnar reglum.
Fyrir leik
Smá vindur í firðinum og skiptis á ský og sól.
Fyrir leik
Blikar gera eina breytingu, Heiðdís Lillýardóttir víkur fyrir Hildi Þóru.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin. Browne kemur beint inn í byrjunarlið FH í stað Helenu og Telma Ívarsdóttir má ekki spila leikinn því hún er á láni frá Blikum. Í hennar stað stendur Þóra Rún á milli stanganna, hennar annar leikur í Pepsi deild og sá fyrsti síðan 2016.
Fyrir leik
Nýliðum FH hefur hins vegar gengið brösulega í sumar svo ekki sé meira sagt. Þær eru á botninum með aðeins þrjú stig, fjórum stigum á eftir KR, Þrótti og Stjörnunni. KR á leik til góða á hin liðinn. Stærsta vandamál þeirra í sumar hefur verið að skora, en þær fengu liðstyrk í Covid hléinu, landsliðskonuna Phoenetia Browne frá Saint-Kitts and Nevis. Hún er sóknarmaður og spilaði á Íslandi árið 2017 með Sindra í fyrstu deild og skoraði þá 10 mörk.
Fyrir leik
Gengi liðanna í sumar hefur verið eins og svart og hvítt. Blikar sitja brosandi á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val og leik til góða. Í sjö leikjum eru þær búnar að skora 28 mörk(!) og ekki fengið á sig eitt einasta mark(!!!). Nú veit ég ekki nákvæmlega hvert metið er fyrir fæst mörk fengin á sig á tímabili er á Íslandi, en hvað sem það er held ég að Blikar ógni því í sumar.
Fyrir leik
Velkominn í Kaplakrika þar sem topplið Breiðablik kemur í heimsókn til FH-ingar, daginn sem Pepsi-Max deild kvenna fer aftur af stað.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('74)
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f) ('82)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('61) ('82)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
- Meðalaldur 10 ár

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m) ('61)
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('74)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('82)
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('82)
27. Selma Sól Magnúsdóttir
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Hildur Þóra Hákonardóttir ('52)

Rauð spjöld: