Það eru leikmanna- og stjóramál í slúðurpakkanum í dag. Þrír leikmenn orðaðir við Manchester United. BBC tók saman það helsta sem er verið að ræða.
Chelsea hefur gefið í skyn við Real Madrid að félagið sé tilbúið að selja argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (25) á þessu ári. (Teamtalk)
Manchester United er tilbúið að berjast við Napoli og Atletico Madrid um portúgalska miðjumanninn Joao Gomes (24) hjá Wolves. (Caught Offside)
Miðjumennirnir Elliot Anderson (23) hjá Nottingham Forest og Adam Wharton (21) hjá Crystal Palace eru einnig á óskalista Manchester United. (Football Insider)
Tottenham og Manchester United hafa sett sig í samband við Xavi Hernandez, fyrrum stjóra Barcelona. (Fichajes)
Nottingham Forest er í viðræðum við Napoli um að fá ítalska sóknarmanninn Lorenzo Lucca (25) á lánssamningi með möguleika á kaupum í sumar. (Fabrizio Romano)
Crystal Palace hefur hafnað fyrirspurn frá Juventus í franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta (28). (Calciomercato)
Barcelona horfir til Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og Luis Enrique, stjóra PSG, sem mögulega framtíðarkosti í stjórastólinn en vill að núverandi stjóri Hansi Flick verði eins lengi og mögulegt er. (Diario Sport)
Bournemouth og West Ham hafa áhuga á spænska vængmanninum Pablo Garcia (19) og eru tilbúin að borga 26 milljóna punda riftunarákvæði. (Fichajes)
Úkraínski varnarmaðurinn Oleksandr Zinchenko (29) hjá Arsenal fer í læknisskoðun hjá Ajax á morgun áður en hann gengur til liðs við félagið á lánssamningi. (De Telegraaf)
Besiktas mun borga Wolves 13 milljónir punda fyrir varnarmanninn Emmanuel Agbadou (28). (Sabah)
Everton og Fulham eru fremst í kapphlaupinu um austurríska vængmanninn Patrick Wimmer (24) hjá Wolfsburg. (Rudy Galetti)
Leeds United er í viðræðum við Werder Bremen um austurríska miðjumanninn Romano Schmid (25). (Fabrizio Romano)
Chelsea og Manchester City hafa áhuga á enska vængmanninum Jeremy Monga (16) hjá Leicester. (Fichajes)
Chelsea fylgist með alsírska framherjanum Anis Hadj Moussa (23) en Marseille og Benfica hafa einnig áhuga á honum. (Florian Plettenberg)
Sevilla vill skoska varnarmanninn Nathan Patterson (24) frá Everton. (Football Insider)
Chelsea er áfram í viðræðum við Rennes um miðvörðinn Jeremy Jacquet (20). Liverpool, Arsenal og Bayern München hafa einnig augastað á honum. (Daily Mail)
Athugasemdir



