Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Þróttur R.
2
4
Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson '22
0-2 Guðmundur Magnússon '35
0-3 Oddur Ingi Bjarnason '54
Esau Rojo Martinez '64 1-3
1-4 Mackenzie Heaney '68
Esau Rojo Martinez '70 2-4
19.08.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Logn og smá úði
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: Áhorfendbann
Maður leiksins: Mackenzie Heaney
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
2. Sindri Scheving ('57)
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson ('66)
7. Daði Bergsson (f)
9. Esau Rojo Martinez
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
14. Lárus Björnsson
20. Djordje Panic ('66)
22. Oliver Heiðarsson ('83)
23. Guðmundur Friðriksson

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
Magnús Pétur Bjarnason ('83)
3. Stefán Þórður Stefánsson
11. Dion Acoff ('66)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('66)
33. Hafþór Pétursson ('57)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Baldur Hannes Stefánsson
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('28)
Guðmundur Axel Hilmarsson ('67)
Hafþór Pétursson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið. Sanngjarn sigur Grindvíkinga staðreynd. Skýrsla og viðtöl koma inn í kvöld!
92. mín
Hafþór Pétursson á hér skot yfir markið eftir hornspyrnuna
91. mín
Þróttarar eiga hér hornspyrnu í uppbótartíma
90. mín
Grindvíkingar vinna hér hornspyrnur og reyna að láta tímann renna út
90. mín Gult spjald: Mackenzie Heaney (Grindavík)
88. mín
Grindvíkingar taka sér góðan tíma í hlutina núna. Þeir ætla sér að sigla þessu heim.
87. mín
Atli Geir Gunnarsson í góðri stöðu en nær ekki að koma boltanum fyrir markið
86. mín
Leikurinn er fjara út núna. Menn mögulega farnir að hugsa um næsta leik
86. mín Gult spjald: Hafþór Pétursson (Þróttur R.)
84. mín
Það er farið að draga af leikmönnum hér enda stutt á milli leikja
83. mín
Inn:Magnús Pétur Bjarnason (Þróttur R.) Út:Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
81. mín
Sigurður Bjartur í fínu fær en nær ekki að klára. Mackenzie Heaney gerði mjög vel í að finna hann inn fyrir vörnina
80. mín Gult spjald: Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
76. mín Gult spjald: Oddur Ingi Bjarnason (Grindavík)
76. mín
Grindvíkingar eiga aukaspyrnu á hættulegum stað
74. mín
Þróttur vinnur hér hornspyrnu. Grindvíkingar vilja væntanlega hafa góðar gætur á Esau Martinez
73. mín
Aron Jóhansson setur boltann hárfínt framhjá eftir hörkusókn en vinnur hornspyrnu!

Zeba skallar boltann rétt framhjá eftir hornspyrnuna!
70. mín
Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík) Út:Guðmundur Magnússon (Grindavík)
70. mín MARK!
Esau Rojo Martinez (Þróttur R.)
Stoðsending: Lárus Björnsson
Allt að gerast hér í seinni hálfleik! Lárus Björnsson setur boltann á Esau Martinez sem skorar annað mark sitt hér í kvöld
69. mín
Latinovic brýtur hér á Lárusi Björnssyni og Þróttarar eiga hér aukaspyrnu á hættulegum stað
68. mín MARK!
Mackenzie Heaney (Grindavík)
Vá! Þeir verja hann ekki þarna. Mackenzie Heaney setur hann óverjandi upp í hornið beint úr aukaspyrnu
67. mín Gult spjald: Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
66. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.) Út:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
66. mín
Inn:Dion Acoff (Þróttur R.) Út:Djordje Panic (Þróttur R.)
64. mín MARK!
Esau Rojo Martinez (Þróttur R.)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Hér ná heimamenn að klóra í bakkann! Oliver Heiðarsson sem hefur verið mjög líflegur í leiknum sendir boltann fyrir beint á kollinn á Esau Rojo Martinez sem setur knöttinn í netið
60. mín
Þróttur á hér aukaspyrnu frá hægri vængnum.

Lárus Björnsson sendir boltann fyrir markið en Dogatovic kýlir boltann frá
60. mín
Þriðja mark gestanna virðist hafa slökkt svolítið í heimamönnum.
57. mín
Inn:Hafþór Pétursson (Þróttur R.) Út:Sindri Scheving (Þróttur R.)
56. mín
Grindvíkingar eiga aukaspyrnu á vinstri vængnum.

Enn skapast hætta en Þróttur nær að hreinsa í horn
54. mín MARK!
Oddur Ingi Bjarnason (Grindavík)
3-0 fyrir gestina! Þróttur hafði byrjað seinni hálfleikinn af miklum krafti en Grindvíkingar fara hér langleiðina með að klára þetta. Oddur Ingi lætur vaða eftir að boltinn berst til hans eftir hornspyrnu. Boltinn hefur viðkomu í varnarmanni og endar í netinu
53. mín
Grindvíkingar sækja hratt upp kantinn og Sigurður Bjartur vinnur hornspyrnu
52. mín
Þróttarar eiga innkast við hornfánann. Ætla sennielga að taka eitt langt

Guðmundur Axel Hilmarsson nær skalla eftir innkastið en skallinn er máttlaus og veldur ekki miklum usla
51. mín
Oddur Ingi rígheldur í Panic en sleppur við gult spjald
48. mín
ÚFF! Sindri Scheving og Mackenzie Heaney skalla sér saman og dómarinn stöðvar leikinn. Það er þó í lagi með báða leikmenn
46. mín
Þróttarar koma hér framar á völlinn í byrjun seinni hálfleiks. Eru tveimur mörkum undir og verða að sækja
46. mín
Guðmundur Magnússon nálægt því að klára leikinn fyrir gestina! Kemst í gegn eftir frábæra sendingu en Lalic ver frábærlega frá honum!
45. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
45. mín
Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur! Gestirnir eru tveimur mörkum yfir í eftir afar daufan fyrri hálfleik
42. mín
Sindri Scheving vinnur aukaspyrnu á álitlegum stað. Ná Þróttarar að laga stöðuna fyrir hlé?

Esau Martinez með skalla eftir aukaspyrnuna en nær engum krafti í skallann
41. mín
Aftur kemst Oliver upp að endamörkum og nú kemur hann boltanum fyrir en því miður fyrir Þróttara er enginn til að taka við boltanum.
38. mín
Oliver Heiðarsson kemst upp að endamörkum en nær ekki að koma boltanum fyrir markið.
37. mín
Þróttarar reyna að svara! Esau Martinez kemst í ágætis stöðu en færið var þröngt og hann setur boltann framhjá
35. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Grindavík)
Stoðsending: Mackenzie Heaney
Annað mark gestanna! Heaney tekur hornspyrnuna og finnur pönnuna á Guðmundi Magnússyni sem setur boltann í netið
35. mín
Grindvíkingar eiga hornspyrnu.
31. mín
Oddur Ingi Bjarnason kemur upp kantinn enn eina ferðina, snýr á vinstri en skotið er vel framhjá
28. mín
Grindavík á aukaspyrnu á hættulegum stað.
28. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Oliver brýtur á Oddi Inga sem var að sleppa upp kantinn
27. mín
Þróttarar eiga aukaspyrnu af hægri vængnum og fjölmenna inn í teig.

Lárus Björnsson kom öllum á óvart og renndi boltanum inn á Daða Bergs. Þróttur á innkast
26. mín
Sigurður Bjartur sleppur næstum því í gegn en Lalic kemur út úr markinu
25. mín
Loksins koma heimamenn í sókn. Guðmundur Friðriksson fær sendingu upp hægri kantinn en er rangstæður
22. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Fyrsta mark leiksins komið! Nákvæmlega ekkert búið að vera að gerast en Grindvíkingar spila sig laglega í gegn og Sigurður Bjartur leggur boltann í stöng og inn!
19. mín
Oddur Ingi með fasta sendingu fyrir markið en þar er enginn til að taka á móti henni
15. mín
Zeba á hörkuskalla eftir hornspyrnuna en Lalic er með allt á hreinu
15. mín
Grindvíkingar eiga hér fyrstu hornspyrnu leiksins
14. mín
Mjöööög rólegt yfir þessu ennþá
11. mín
Grindvíkingar meira með boltann hér í byrjun leiks. Heimamenn reyna að sækja hratt þegar þeir vinna boltann.
10. mín Gult spjald: Josip Zeba (Grindavík)
9. mín
Fyrsta færi gestanna í leiknum. Oddur Ingi Bjarnason endar sóknina með skoti yfir markið.
7. mín
Aftur eru Þróttarar hættulegir í skyndisóknum. Djordje Panic fær sendingu inn fyrir vörn gestanna en Dogatovic er vel á verði.
5. mín
Lárus Björnsson nálægt því að sleppa í gegn eftir skyndisókn Þróttara en stungusending Esau Martinez aðeins of löng
4. mín
Rólegt yfir þessu þessar fyrstu mínútur. Liðin þreifa fyrir sér
1. mín
Þróttur fær hér aukaspyrnu á miðjum vellinum
1. mín
Leikur hafinn
Leikur er hafinn í Laugardalnum!
Fyrir leik
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar var aðstoðarþjálfari hjá Grindavík þannig að hann ætti að þekkja ágætlega til liðsins.
Fyrir leik
Grindvíkingar gera þrjár breytingar á sínu liði.

Sindri Björnsson, Maríno Axel Helgason og Mackenzie Heaney koma inn fyrir Nemanja Latinovic, Alexander Veigar Þórarinsson og Elias Tamburini
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar. Heimamenn stilla upp sama liði og lagði Víking Ólafsvík í síðustu umferð
Fyrir leik
Þetta er seinni leikur þessara liða á tímabilinu en þau mættustu í 2. umferð í Grindavík og þá höfðu Grindvíkingar betur, 1-0.

Það er mikið í húfi fyrir bæði lið hér í kvöld og við fáum vonandi hörkuleik!
Fyrir leik
Grindvíkingar hafa gert fimm jafntefli það sem af er af tímabilinu og það hefur reynst afar dýrkeypt.

Í þónokkrum leikjum hafa þeir misst niður forystu í seinni hálfleik eða í uppbótartíma. Það er eitthvað sem Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari verður að finna lausn á ef þeir ætla ekki að missa af lestinni.
Fyrir leik
Grindvíkingar ætluðu sér að vera í toppbaráttu í sumar en það hefur ekki alveg gengið eftir. Liðið er í 8. sæti með 11 stig.

Þeir töpuðu í síðustu umferð gegn Leikni Fáskrúðsfirði með fjórum mörkum gegn þremur í hreint ótrúlegum leik þar sem staðan var 2-3 á 87. mínútu leiksins.
Fyrir leik
Dion Acoff kom loksins við sögu hjá Þrótturum í síðasta leik en hann hefur verið meiddur síðan hann gekk til liðs við Þrótt á nýjan leik.

Þá hefur Oliver Heiðarsson verið mjög sprækur í síðustu leikjum. Þeir tveir gætu verið lykilinn að því að koma sóknarleik liðsins í gang.
Fyrir leik
Þróttur vann loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í síðustu umferð en þá unnu þeir Víking Ólafsvík 1-2 á útivelli. Þetta var fyrsti sigur Þróttar í deild síðan 30. júlí í fyrra.

Þróttarar höfðu náð í sitt fyrsta stig fyrir þessa stuttu Covid pásu en þeir gerðu jafntefli við Fram í 7. umferð og voru raunar bara sekúndum frá því að taka öll stigin þrjú í þeim leik.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og velkomin með okkur í Laugardalinn í beina textalýsingu frá leik Þróttar R og Grindavíkur í 12. umferð Lengjudeildar Karla
Byrjunarlið:
24. Vladan Dogatovic (m)
Oddur Ingi Bjarnason
7. Sindri Björnsson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon ('70)
21. Marinó Axel Helgason ('45)
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
27. Mackenzie Heaney
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('45)
6. Viktor Guðberg Hauksson ('70)
8. Hilmar Andrew McShane
11. Símon Logi Thasaphong
80. Alexander Veigar Þórarinsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Scott Mckenna Ramsay
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
Jón Júlíus Karlsson

Gul spjöld:
Josip Zeba ('10)
Oddur Ingi Bjarnason ('76)
Viktor Guðberg Hauksson ('80)
Mackenzie Heaney ('90)

Rauð spjöld: