Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Í BEINNI
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Egnatia
LL 1
0
Breiðablik
Þór
5
1
Leiknir F.
Orri Sigurjónsson '1 1-0
Alvaro Montejo '9 2-0
Jóhann Helgi Hannesson '38 3-0
Fannar Daði Malmquist Gíslason '56 4-0
Alvaro Montejo '74 5-0
5-1 Daniel Garcia Blanco '79
19.08.2020  -  18:00
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Léttskýjað, 16°C og má gola. Líkur á því að ský dragi fyrir sólu þegar líður á kvöldið.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Alvaro Montejo (Þór)
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson
7. Orri Sigurjónsson ('75)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('51)
14. Jakob Snær Árnason ('65)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('65)
24. Alvaro Montejo ('75)
30. Bjarki Þór Viðarsson
- Meðalaldur 10 ár

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
6. Páll Veigar Ingvason ('75)
6. Ólafur Aron Pétursson ('51)
16. Jakob Franz Pálsson
18. Izaro Abella Sanchez ('65)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Elín Rós Jónasdóttir
Birkir Hermann Björgvinsson
Sveinn Óli Birgisson

Gul spjöld:
Sölvi Sverrisson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið með öruggum 5-1 sigri heimamanna. Viðtöl og skýrsla koma inn á næsta klukkutímanum eða svo.
91. mín Gult spjald: Sölvi Sverrisson (Þór )
91. mín
Tveimur mínútum bætt við.
90. mín
Sölvi skorar en hann var réttilega flaggaður rangstæður.
86. mín
David með tilraun rétt framhjá marki Þórsara. Þetta var skemmtileg tilraun.
85. mín
Frimmi með tilraun rétt framhjá marki Leiknis.
81. mín
JHH fer upp í bolta með Bergsteini og er Jói dæmdur brotlegur.
79. mín MARK!
Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Stoðsending: David Fernandez Hidalgo
Hornspyrnan tekin snöggt og stutt. Fyrirgjöf inn á teiginn sem Garci skallar í netið.

Sýnist það vera David sem á fyrirgjöfina og það stendur þar til annað kemur í ljós.
79. mín
Leiknir fær horn.
78. mín
Svenni með fyrirgjöf sem Izaro skallar á markið. Bergsteinn vel staðsettur og grípur þessa tilraun.
77. mín
Björgvin með skot yfir úr teignum eftir atgang inn á teignum.
77. mín
Leiknir fær hornspyrnu.
75. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
75. mín
Inn:Páll Veigar Ingvason (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
74. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
5-0!

Alvaro með skot sem Bergsteinn ver til hliðar og mér sýnist það vera Jóhann Helgi sem setur pressu á varnarmann Leiknis í frákastinu og boltinn endar hjá Alvaro sem skorar með skoti framhjá Bergsteini af stuttu færi.
73. mín
Leiknismenn með tilraun sem fer í hliðarnetið. Helgi dæmir þeim hornspyrnu.

Leiknir fær svo aðra hornspyrnu. Jesus Maria núna með skallann yfir mark Þórsara.
70. mín
Athyglisvert þetta hjá Helga Mikael. Izaro plantar sér fyrir framan Garci þegar Garci ætlar að taka aukaspyrnu. Garci þrumar í Izaro en Helgi gerir ekkert og leikurinn heldur áfram. Izaro átti alltaf að fá spjald þarna.
70. mín
Izaro með skottilraun við vítateignn. Skotið yfir mark Leiknis.
68. mín
Máttlítill skalli sem Aron grípur.
67. mín
Jóhann Helgi hreinsar í horn.
67. mín
Iza brýtur á Gumma úti hægra megin. David tekur fyrirgjafaraukaspyrnu.
66. mín
Svenni fer á hægri vænginn og Iza á vinstri vænginn.
65. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
65. mín
Inn:Sveinn Elías Jónsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
64. mín
Leikurinn rólegur síðustu mínútur. Styttist í tvöfalda skiptingu hjá Þór.
58. mín
Björgvin kemur inn á hægri vænginn, David kemur inn á miðjuna og Sæþór á vinstri vænginn.
57. mín
Inn:David Fernandez Hidalgo (Leiknir F.) Út:Jesus Suarez Guerrero (Leiknir F.)
57. mín
Inn:Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.) Út:Stefán Ómar Magnússon (Leiknir F.)
57. mín
Inn:Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.) Út:Kifah Moussa Mourad (Leiknir F.)
56. mín MARK!
Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
Jesus Maria með sendingu á Bergstein sem veit ekki af Fannari koma á siglingunni. Fannar rennir sér í boltann og skorar af stuttu færi.
55. mín
Kifah í ákjósanlegri stöðu en rennur aðeins inn á teignum og nær ekki góðu skoti. Hermann sýnist mér kemst fyrir skotið og Þórsarar hreinsa.
54. mín
Alvaro fellur í teignum eftir viðskipti við Jesus Maria. Frá mér séð virkaði þetta ekki eins og víti. Alvaro ósáttur við að ekkert var dæmt.
53. mín
Jakob með fínan sprett en tilraun svo sem fer bæði yfir og framhjá.
53. mín Gult spjald: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
51. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (Þór ) Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
50. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu.

Siggi Marínó sest niður og er að ég held að ljúka leik.
49. mín
Bjarki með skot sýnist mér í Arek og þaðan afturfyrir. Hornspyrna sem Þór á.
48. mín
Alvaro vinnur aukaspyru við miðlínu.
46. mín
Leiknir fær hornspyrnu.

Boltinn fer af Leiknismanni og afturfyrir. Markspyrna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engin sjáanleg breyting á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Þórsarar leiða með þremur mörkum í hálfleik. Gegn Leikni R. á laugardag sýndi það sig að fjórða markið getur verið gífurlega mikilvægt!
45. mín
Garci með skalla upp í loftið og Aron Birkir í engum vandræðum.
41. mín
J. Maria gerir vel að vinna boltann af Alvaro. Jóhann Helgi sýnir svo frábæra vinnslu og vinnur aukaspyrnu fyrir Þór á miðsvæðinu.
41. mín
Garci með tilraun hægra megin úr teignum. Aron Birkir grípur þetta skot.
40. mín
Ásgeir reynir fyrirgjöf en Bjarki kemst fyrir. Leiknir á horn.
38. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Sigurður Marínó vinnur boltann af Suarez við vítateig Leiknis. Finnur Alvaro sem á stangarskot. Boltinn endar hjá Jóa sem á fyrst skot sem mér sýnist Arek kmast fyrir en Jói fylgir svo á eftir og skorar.
37. mín
Arek með tilraun af talsverðu færi og skotið vel framhjá.
34. mín
Aukaspyrna á vallarhelmingi Þórsara sem Daniel Garcia skallar í átt að marki en ekkert sem truflar Aron Birki í markinu.
31. mín
Bjarki dæmdur brotlegur við vítateig Leiknis.
29. mín
Fyrirgjöf Bjarka aðeins of innarlega fyrir Jóa. Leiknismenn sækja hratt en Hermann Helgi sýnist mér stöðvar þeirra upphlaup.

Leiknir á núna aukaspyrnu við miðlínu.
28. mín
Leiknismenn að láta Helga fara í taugarnar á sér. Sá ekki alveg hvað hann dæmdi á inn á miðjunni.
27. mín
Fannar Daði vinnur aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan teig. Sýnist Jakob ætla að taka spyrnuna.

Tilraun Jakobs vel yfir mark gestanna.
26. mín
Þórsarar fá hornspyrnu.
25. mín Gult spjald: Chechu Meneses (Leiknir F.)
21. mín
Þórsarar komast fyrir tilraun frá Leikni og gestirnir fá innkast.
19. mín
Alvaro skeiðar upp völlinn og reynir að finna Jakob inn á teignum en sendingin einum of innarlega og Beggi nær boltanum.
19. mín
Leiknir fær hornspyrnu.

Orri skallar frá.
17. mín
Þórsarar með öll tök á þessum leik og þriðja markið liggur í loftinu.
17. mín
Jói nálægt því að senda Fannar einan í gegn, vantaði örlítið upp á þessa aðgerð hjá þeim tveimur til að þarna yrði dauðafæri!
15. mín
Jóhann Helgi finnur Fannar í teignum en Fannari eitthvað aðeins mislagðar fætur þarna og nær ekki að taka við boltanum í upplögðu marktækifæri.
14. mín
Jóhann Helgi með skalla sem Beggi ver í slána!
13. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
13. mín
Alvaro og sýnist mér Gummi lenda illa saman. Alvaro steig fyrir Gumma og ætlaði að vinna aukaspyrnu og fékk Gumma á ferðinni í sig. Helgi dæmir brot á Leikni.
12. mín
Þórsarar vinna boltann hátt uppi á vellinum. Alvaro laumar boltanum á Jóhann Helga sem á skot rétt framhjá með vinstri fæti.
9. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
Alvaro skorar eftir hornspyrnuna. Boltinn skoppaði í teignum og Alvaro réttur maður á réttum stað og kláraði í netið. Þórsarar syngja lagið hans í stúkunni.
9. mín
Þórsarar taka aukaspyrnu snöggt inn á miðsvæðinu. Alvaro fær boltann og hleypur í átt að teig Leiknis og á skottilraun sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
7. mín
Loftur hreinsar fyrirgjöf frá Ásgeiri í burtu.
7. mín
Tíu aðilar frá Leikni eru mættir í stúkuna og til fyrirmyndar að ein tromma fylgdi með.
7. mín
Boltinn í hönd Leiknismanns og Helgi Mikael dæmir leikbrot inn á vítateig Þórsara.
6. mín
Fyrirgjöf frá Stefáni sýnist mér sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Leiknir á horn.
5. mín
Liðsuppstillingar:

Þór:
Aron
Bjarki - Loftur - Hermann - Elmar
Orri
Jakob-Siggi-Fannar
Alvaro - Jóhann Helgi

Leiknir:
Beggi
Gummi - Arek - J. Maria - Ásgeir
J. Suarez - Unnar
Stefán - Povilas - Kifah
D. Garcia
3. mín
Fannar Daði með skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá marki Leiknis.
1. mín MARK!
Orri Sigurjónsson (Þór )
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
Jakob finnur Orra í teignum og skalli Orra fer af varnarmanni og þaðan í netið. 1-0 á innan við 50 sekúndum.
1. mín
Strax mikil hætta!

Þórsarar vinna boltann, Jakob leggur boltann til hliðar á Fannar sem á skot sem Bergsteinn ver afturfyrir. Horn.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi flautar leikinn á: Leiknir byrjar með boltann og sækir í átt að Boganum/Hamri.
Fyrir leik
Þórsarar í hvítum treyjum og rauðum stuttbuxum eru mættir inn á völlinn.
Fyrir leik
https://youtu.be/rAUbf3g-r48

Fyrir leik
Leiknismenn gera sig klára við varamannabekkina á meðan Þórsarar halda til búningsherbergja. Leiknismenn munu leika í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Guðni Sigþórsson tekur út leikbann hjá Þór eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið um helgina. Þá eru þeir Jónas Björgvin Sigurbergsson og Aðalgeir Axelsson ekki í leikmannahópi Þórsara. Einnig er varamarkmannsbreyting því Auðunn Ingi er á varamannabekknum en hann lék með 2. flokki um helgina og var því ekki á bekknum.
Fyrir leik
Rúmar tíu mínútur í leik. Glampandi sól, 16°C og á fánum við Hamar má sjá að það er eilitil gola.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða endaði með 2-3 útisigri Þórsara í Fjarðabyggðarhöllinni. Bjarki Þór Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Þórsara og Jóhann Helgi Hannesson eitt.

Þeir Arek og Povilas skoruðu mörk Leiknis og það var línubjörgun frá Jakobi Franz undir lok leiks sem tryggði Þórsurum þrjú stig fyrir austan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Palli Gísla gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu gegn Leikni R. um liðna helgi. Inn í liðið koma þeir Elmar Þór Jónsson og Alvaro Montejo fyrir þá Izaro og Svenna. Ólafur Aron er þá kominn aftur í leikmannahópinn eftir fjarveru vegna meiðsla.

Binni Skúla gerir þrjárar breytingar frá síðasta leik. Þeir Kifah, Unnar Ari og Stefán Ómar koma inn fyrir þá Martein Má, Sæþór og David. Povilas er þá númer 29 í dag en var númer 20 á laugardaginn gegn Grindavík.

Marteinn Már er ekki í leikmannahópnum, inn í hópinn kemur Ólafur Bernharð sem fæddur er árið 2004.
Fyrir leik
Liðin hafa bæði spilað 9 leiki og sitja heimamenn í 5. sæti með 14 stig en gestirnir eru í því níunda með 10.

Þórsarar geta haldið draumnum um Pepsi Max deildar sæti á lífi með sigri í dag, en jafntefli eða tap í dag myndi gera framhaldið erfitt ef að liðin fyrir ofan þá taka 3 stig í sínum leikjum.

Leiknismenn gætu komið sér í nokkuð örugga stöðu með sigri í dag og komist 9 stigum frá fallsæti í deildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikur dagsins spilast en liðin hafa fengið ágætis hvíld frá því að þau spiluðu síðast, heila fjóra daga.
Daníel Smári Magnússon
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur á ÞórTV eins og fram kemur á Twitter aðgangi Þórs.
Daníel Smári Magnússon
Daníel Smári Magnússon
Fyrir leik
En það voru mótherjar Þórs í dag sem slógu þeim við hvað dramatík varðar í síðustu umferð.

Leiknismenn lentu 0-2 undir í Fjarðabyggðarhöllinni gegn Grindvíkingum, komu til baka og jöfnuðu 2-2 á tveimur mínútum. Þá komust Grindvíkingar aftur yfir á 87. mínútu leiksins, en Fáskrúðsfirðingar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma til að vinna ævintýralegan 4-3 sigur í frábærum knattspyrnuleik.

Mörk Leiknis skoruðu Ásgeir Páll Magnússon, Stefán Ómar Magnússon og Jesus Maria Meneses Sabater (2).
Daníel Smári Magnússon
Fyrir leik
Þórsarar áttu frábæra endurkomu í síðasta leik gegn Leikni R. eftir að öll sund virtust lokuð.

Leiknismenn höfðu þar komist í 3-0, en leikmenn Þórs eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og mörk frá Jóhanni Helga Hannessyni, Bjarka Aðalsteinssyni (sjálfsmark) og Sigurði Marinó Kristjánssyni tryggðu Þórsurum 3-3 jafntefli og sterkt stig á útivelli.
Daníel Smári Magnússon
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik Þórs og Leiknis F. í Lengjudeild karla.
Daníel Smári Magnússon
Byrjunarlið:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
4. Chechu Meneses
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
8. Jesus Suarez Guerrero ('57)
14. Kifah Moussa Mourad ('57)
16. Unnar Ari Hansson
19. Stefán Ómar Magnússon ('57)
21. Daniel Garcia Blanco
22. Ásgeir Páll Magnússon
29. Povilas Krasnovskis

Varamenn:
6. Jón Bragi Magnússon
9. Björgvin Stefán Pétursson ('57)
11. Sæþór Ívan Viðarsson ('57)
17. Valdimar Brimir Hilmarsson
18. David Fernandez Hidalgo ('57)
23. Ólafur Bernharð Hallgrímsson

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Stefán Sigurður Ólafsson
Amir Mehica
Danny El-Hage

Gul spjöld:
Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('13)
Chechu Meneses ('25)
Unnar Ari Hansson ('53)

Rauð spjöld: