ÍBV
2
1
Fram
0-1
Fred Saraiva
'20
Eyþór Daði Kjartansson
'60
1-1
Róbert Aron Eysteinsson
'91
2-1
25.08.2020 - 17:15
Hásteinsvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Jón Ingason, ÍBV
Hásteinsvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Jón Ingason, ÍBV
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
8. Telmo Castanheira
9. Sito
('82)
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
('82)
18. Eyþór Daði Kjartansson
('72)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
('71)
32. Bjarni Ólafur Eiríksson
Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
('72)
16. Tómas Bent Magnússon
('71)
('82)
17. Róbert Aron Eysteinsson
('82)
18. Ásgeir Elíasson
20. Eyþór Orri Ómarsson
('82)
Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Óskar Snær Vignisson
Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('61)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið. Viðtöl og skýrsla koma síðar í kvöld.
99. mín
Allt lið Fram í teignum og aukaspyrna frá Hliðarlínu. Óli Íshólm markvörður líka í teignum.
95. mín
Fimm mínútna uppbótartími liðinn en það verður nóg bætt við enda búið að vera stopp í allavega tvær vegana meiðsla Guðjóns og Hlyns auk þess sem markið kom í uppbótartíma.
93. mín
Hlynur Atli og Guðjón Ernir skullu saman eftir að hafa reynt að skalla boltann í teig eyamanna. Þeir þurfa báðir aðhlynningu.
91. mín
MARK!
Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
MARK! Eyjamenn eru að taka þetta. Eftir lélega hornspyrnu datt boltinn í teiginn þar sem Róbert Aron skoraði frá vítateigslínunni með viðstöðulausu skoti í þaknetið.
82. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV)
Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Tómas Bent var nýkominn inná en fer aftur af velli vegna meiðsla.
79. mín
Hvort lið fær 10 áhorfendur sem er hugsað fyrir stjórnarmenn. Framarar eru í gömlu stúkunni og ÍBV nýju. Menn láta vel í sér heyra og hér mátti heyra einn eyjamanninn öskra yfir í hina stúkuna ,,Halt þú kjafti ræfillinn þinn". Stemmning og stuð.
72. mín
Inn:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Út:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV)
Markaskorarinn Eyþór Daði meiddur og gat ekki haldið leik áfram.
63. mín
Þórir með fast skot beint úr aukaspurnu á stórhættulegum stað, hálfum metra frá vítateigslínu, sem Halldór varði.
60. mín
MARK!
Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV)
Frábært mark hjá Eyþóri Daða. Hann var fyrir utan teiginn að skoða möguleikana sína þegar hann ákvað að láta vaða á markið, fast skot sem Ólafur Íshólm átti ekki roð í. Vel gert!
45. mín
Hálfleikur
+3 Það er kominn hálfleikur á Hásteinsvelli. Gestirnir í Fram eru betra liðið á vellinum og hafa verðskuldaða 0 - 1 forystu þegar menn taka sér 15 mínútna hlé.
45. mín
Annað dauðafæri hinum megin. Nú var það Sito sem skaut að marki en boltinn leitaði framhjá. Gary Martin var of seinn á fjær til að nýta sér það.
45. mín
Dauðafæri! Haraldur með góða sendingu inn í teiginn á Fred sem gaf fyrir og þar var Aron Snær í dauðafæri og skallaði að marki en Halldór varði.
38. mín
Víðir gaf boltann út í enda vítateigsins á Gary sem skaut í Kyle og yfir markið. ÍBV fékk hornspyrnu sem ekkert kom út úr.
37. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Fram)
Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Aron Þórður gekk í raðir Framara í gærkvöldi en hann kom frá Þrótti. Hann kemur nú inná í sínum fyrsta leik fyrir þá bláklæddu.
35. mín
Orri Gunnarsson meiddur á vellinum og fékk aðhlynningu. Hann biður um skiptingu.
33. mín
Sigurður Hjörtur dómari kallar Þóri til sýn eftir tæklingu í miðjuhringnum. Hann gefur honum líklega lokaviðvörun, hann er kominn á spjald og það styttist í það næsta.
29. mín
Fred fíflaði Eyþór Daða, setti boltann yfir hann úti vinstra megin og tók hann svo sjálfur hinum megin við og lét vaða á markið en slakt skot framhjá.
20. mín
MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Framarar eru komnir yfir og þetta var geggjað mark. Fred nýtti sér slakan varnarleik ÍBV, lék í átt að marki og lét vaða fyrir utan vítateig í bláhornið. Vel gert!
16. mín
Halldór Páll greip vel inní þegar Þórir var næstum því búinn að lauma boltanum innfyrir vörn ÍBV á Fred og hirti boltann á undan honum.
15. mín
Skotastúkan við Hásteinsvöll à Vestmannaeyjum er sú besta á landinu. Komast allir á leik sem vilja. Komnir yfir 100 núna. #fotboltinet pic.twitter.com/86be1YV0bw
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 25, 2020
11. mín
Gary Martin kom inn í teiginn vinstra megin og skaut fast á markið en Ólafur Ísólm vel á verði.
10. mín
Það elska allir brekkustemmninguna í Vestmannaeyjum og hún er að myndast hérna í fjallinu þar sem á annað hundrað manns eru mættir til að sjá leikinn.
9. mín
Magnús Þórðarson fékk góða sendingu frá Fred og komst í fínt skotfæri en skaut yfir markið.
3. mín
Leikurinn rétt hafinn þegar það þarf að stöðva hann til að huga að meiðslum Sigurðar Arnar sem fékk höfuðhögg í skallabaráttu við Þóri Guðjónsson og lá eftir. Hann er þó staðinn upp og ætlar að halda leik áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Framarar byrja með boltann og sækja í áttina að golfvellinum.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar. ÍBV í alhvítum búningum að venju og Fram í bláum peysum og sokkum og hvítum buxum.
Áhorfendur eru farnir að týnast upp í brekkuna á fjallinu enda bannað að koma í áhorfendastúkurnar. Fólk passar samt tveggja metra regluna og situr á víð og dreif eða í um 20 bílum sem eru komnir í brekkuna.
Áhorfendur eru farnir að týnast upp í brekkuna á fjallinu enda bannað að koma í áhorfendastúkurnar. Fólk passar samt tveggja metra regluna og situr á víð og dreif eða í um 20 bílum sem eru komnir í brekkuna.
Fyrir leik
Það verður leikið til þrautar í dag. Ef staðan verður jöfn að loknum venjulegum leiktíma mun verða gripið til framlengingar, 2 x 15 mínútur og ef enn verður jafnt þurfa úrslitin að ráðast í vítaspyrnukeppni.
Liðið sem vinnur verður svo fyrsta liðið sem kemst í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Undanúrslitin verða leikin miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi og úrslitaleikurinn svo sunnudaginn 8. nóvember.
Aðrir leikir í 8 liða úrsltum
Fimmtudaginn 10. september
FH - Stjarnan á Kaplakrikavelli kl. 16:30
Valur - HK á Origo vellinum kl. 19:15
Breiðablik - KR á Kópavogsvelli kl. 19:15
Liðið sem vinnur verður svo fyrsta liðið sem kemst í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Undanúrslitin verða leikin miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi og úrslitaleikurinn svo sunnudaginn 8. nóvember.
Aðrir leikir í 8 liða úrsltum
Fimmtudaginn 10. september
FH - Stjarnan á Kaplakrikavelli kl. 16:30
Valur - HK á Origo vellinum kl. 19:15
Breiðablik - KR á Kópavogsvelli kl. 19:15
Fyrir leik
Fram hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig í vikunni sem eru klárir með þeim í seinni hluta Íslandsmótsins. Þetta eru miðvörðurinn Kyle McLagan sem kom frá Roskilde í dönsku 1. deildinni og sóknarmaðurinn Aron Þórður Albertsson sem kom frá Þrótti í gærkvöldi.
Þeir voru báðir með hópnum sem sigldi til Vestmannaeyja eftir hádegi í dag og verða því í leikmannahópnum.
Þeir voru báðir með hópnum sem sigldi til Vestmannaeyja eftir hádegi í dag og verða því í leikmannahópnum.
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur Þrastarson er dómari leiksins í dag með Ragnar Þór Bender og Guðmund Inga Bjarnason sér til aðstoðar á línunum. Daníel Ingi Þórisson er svo skiltadómari. KSÍ sendir líka skagamanninn öfluga Ólaf Inga Guðmundsson sem eftirlitsmann sinn á leiknum og hann fer yfir umgjörð og frammistöðu dómaranna.
Fyrir leik
Liðin hafa bæði þurft að fara í gegnum nokkra andstæðinga til að komast í 8 liða úrslitin, ÍBV þrjá og Fram fjóra. Um miðjan júní vann ÍBV 1 - 5 útisigur á Grindavík og viku síðar burstuðu þeir Tindastól 7 - 0 heima. Þeir unnu svo óvæntan 1 - 3 útisigur á KA 30. júlí.
Fram byrjað á að vinna 0 - 4 útisigur á Álftanesi í 6. júní og svo 1 - 2 útisigur á Haukum viku síðar. Þeir unnu svo 3 - 1 heimasigur á ÍR áður en kom að frábærum sigri á Fylki 30. júlí þar sem úrlitin réðust í vítaspyrnukeppni.
Fram byrjað á að vinna 0 - 4 útisigur á Álftanesi í 6. júní og svo 1 - 2 útisigur á Haukum viku síðar. Þeir unnu svo 3 - 1 heimasigur á ÍR áður en kom að frábærum sigri á Fylki 30. júlí þar sem úrlitin réðust í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í bikarleik 21. júlí árið 2005 en þá vann Fram 2 - 1 heimasigur á Laugardalsvelli. Andri Fannar Ottósson kom Fram yfir í fyrri hálfleik og Andrew Sam jafnaði í lok leiks. Því var framlengt og í framlengingunni skoraði Ríkharður Daðason sigurmarkið. Enginn þeirra leikmanna sem spiluðu leikinn eru enn að spila með þessum liðum en Ian Jeffs er aðstoðarþjálfari ÍBV og Daði Guðmundsson framkvæmdastjóri Fram.
Fyrir leik
ÍBV og Fram eru einu Lengjudeildarliðin sem eru enn eftir í Mjólkurbikarnum nú þegar komið er 8 liða úrslit. Þau eiga í mikilli baráttu um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Fram er í 2. sæti Lengjudeildarinnar með 24 stig en ÍBV er í 3. sætinu með 23 stig.
Það er stutt síðan þau mættust í deildinni en það var 14. ágúst á Framvelli í Safamýri. Leikurinn var mikil skemmtun og endaði með 4 - 4 jafntefli.
Það er stutt síðan þau mættust í deildinni en það var 14. ágúst á Framvelli í Safamýri. Leikurinn var mikil skemmtun og endaði með 4 - 4 jafntefli.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
3. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Þórir Guðjónsson
('71)
10. Orri Gunnarsson
('37)
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
('71)
14. Hlynur Atli Magnússon
26. Aron Kári Aðalsteinsson
('90)
32. Aron Snær Ingason
Varamenn:
2. Tumi Guðjónsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
('71)
8. Aron Þórður Albertsson
('37)
13. Alex Bergmann Arnarsson
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson
('90)
33. Alexander Már Þorláksson
('71)
Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gul spjöld:
Þórir Guðjónsson ('31)
Rauð spjöld: