

Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað, logn og 12 gráður. Milt og gott
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: Áhorfendabann, því miður
Maður leiksins: Patrick Pedersen - Valur









VALSMENN VINNA Í ROSALEGUM LEIK!!!
KR er í sjötta sæti, átta stigum á eftir Val sem er á toppnum! KR á reyndar leik til góða.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
86 mÃnúta og það eru komin fleiri mörk en horn (9/7) à þennan leik!! #KRValur #fotboltinet
— Snorri Gudbjorns (@Snorri_Pall) August 26, 2020

Atli með marktilraun í stöngina, fylgir svo sjálfur eftir og potar boltanum inn. Kennie Chopart átti fyrirgjöfina.


Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Haukur Páll skallaði boltann innfyrir vörn KR, Aron Bjarnason sleppur einn í gegn og skorar.
Ég er hreinlega orðlaus yfir varnarleik Íslandsmeistarana.
Eitt mark í viðbót frá Val og liðið jafnar markaskorun Celtic frá Evrópuleiknum.
Tek þessi mörk á mig. Greinilegt að nýtt slátturmunstur er að rugla alla à rÃminu #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) August 26, 2020


Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill með fyrirgjöf frá vinstri og Patrick Pedersen skallar boltann inn. Er aleinn í teignum!
Varnarleikurinn hjá KR í leiknum hefur verið hreinasta hörmung. 2 metra reglan.
Fámennur hópur stuðningsmanna KR sem fékk aðgang að leiknum er duglegur að hvetja sína menn áfram. Syngja og tralla.
Annars náði KR ekkert að gera mjög merkilegt úr þessari hornspyrnu.
Þessi fyrri hálfleikur à KR Valur
— Ãrni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 26, 2020
🔥⚡🔥⚡🔥⚡🔥⚡🔥⚡#fotboltinet
Er ekki típískt að það komi svo ekkert mark í seinni hálfleikinn?

Há sending inn í teiginn, Valgeir Lunddal skallar boltann frá og Kennie tekur hann á lofti og setur í hornið!
Það sem er à gangi á Meistaravöllum right now er ástæða þess að þetta er besta sport à heimi. ÞvlÃkar senur!! #fotboltinet
— Anton Freyr Jónsson (@antonfreeyr) August 26, 2020
Aron Bjarnason með sendingu á Patrick Pedersen sem tekur snúning og á marktilraun. Frekar máttlítið skot sem Beitir á ekki í vandræðum með.
Góður dagur til þess að hafa Valgeir, Patrick og Kidda à draumaliðinu #fotboltinet
— Pétur Sæmundsen (@PeturSaem) August 26, 2020
Það eina sem gæti gert þetta ár verra er að Valur verði Ãslandsmeistari 🙃
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) August 26, 2020

Stoðsending: Lasse Petry
Þvílík synd að hér séu ekki áhorfendur! Þetta mark var algjört konfekt. Frábært hlaup hjá Pedersen og frábær sending frá landa hans.
Patrick sýnir þau geggjuðu gæði sem hann býr yfir, snilldar móttaka og klárar snilldarlega yfir Beiti!

Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Valgeir skorar frá D-boganum, hnitmiðað og laglegt skot. Kristinn Freyr renndi boltanum á hann.

Stoðsending: Pablo Punyed
Pablo með flotta skiptinu á Óskar sem kom sér inn í teiginn. Birkir Már renndi sér í tæklinguna en Óskar náði að koma boltanum í gegnum klofið á Hannesi úr þröngu færi.

Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki með öfluga sendingu á Atla sem er í teignum, setur boltann yfir á vinstri og leikur á Sigurð Egil áður en hann skorar með fallegu skoti.
Kennie Chopart með hættulega fyrirgjöf sem Valsmenn ná að koma í burtu.
"KR fókus hérna!" heyrist öskrað úr stúkunni. Ekki alveg rétt stilltir heimamenn í upphafi leiks.


Stoðsending: Patrick Pedersen
Patrick Pedersen kom sér inn í teiginn vinstra megin og renndi boltanum á Kristin Frey Sigurðsson sem setti boltann innanfótar af yfirvegun meðfram jörðinni framhjá Beiti.
Hannes Þór er à rauðri innanundir peysu við alhvÃtan búning. Er búið að láta 4. deildardómara landsins vita? âš½ï¸
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) August 26, 2020
Freysa og Hamren vaktin. 2 metrar á milli á Meistaravöllum. #fotboltinet pic.twitter.com/v1wFimKW8p
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 26, 2020
Fyrri viðureign liðanna var opnunarleikur mótsins og fór hann fram þann 13. júní. Óskar Örn Hauksson skoraði eina mark leiksins og KR-ingar fögnuðu sigri.
Þjálfarar liðanna, Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson, þekkjast vel og búast má við alvöru baráttuleik tveggja liða sem búa yfir fullt af gæðum.
Sebastian Hedlund hefur leikið mjög vel í vörn Valsmanna að undanförnu. Valur er besta varnarlið deildarinnar til þessa, hefur aðeins fengið á sig átta mörk. En Hedlund er ekki með í kvöld vegna leikbanns. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Rasmus Christiansen verða væntanlega í miðverðinum.
Bakvörðurinn Valgeir Lunddal snýr aftur eftir leikbann sem hann tók út í 1-0 sigrinum gegn KA.
KR fékk 6-0 skell gegn Celtic í Evrópukeppninni í síðustu viku og þurfti svo að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeirri sóttkví var breytt í vinnusóttkví svo liðið gæti æft fyrir þennan stórleik gegn Val.
Íslandsmeistararnir eru sem stendur í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 17 stig. Þeir verða tveimur stigum frá Val ef þeir vinna í kvöld.
KR er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum. Liðið tapaði gegn FH og gerði jafntefli gegn KA og Fjölni.
Sólin er farin að stytta vakt sína hér á landi og því er flautað til leiks klukkan 17:00. Ekki eru flóðljós á Meistaravöllum.
Því miður er enn áhorfendabann í gangi í íslenska boltanum vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis breytist það ekki alveg á næstunni, útlit er fyrir að leikið verði til áhorfenda til 10. september að minnsta kosti.
Góðan og gleðilegan daginn. Það er alvöru slagur í Pepsi Max-deildinni framundan, stórleikur KR og Vals hér á Meistararvöllum.
Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leikinn en aðstoðardómarar eru Bryngeir Valdimarsson og Gunnar Helgason. Jóhann Ingi Jónsson er fjórði dómari.














