Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 09:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd reynir við Tah - Ratcliffe tilbúinn að selja Nice
Powerade
Jonathan Tah.
Jonathan Tah.
Mynd: EPA
Arsenal hefur áhuga á Ndicka.
Arsenal hefur áhuga á Ndicka.
Mynd: Heimasíða Roma
Real Madrid vill Enzo.
Real Madrid vill Enzo.
Mynd: EPA
Newcastle hefur áhuga á Bryan Mbeumo og Dean Huijsen. Man Utd skoðar möguleikann á því að fá Jonathan Tah. Þetta og miklu fleira í slúðurpakkanum sem er í boði Powerade og er það helsta í slúðurheimum tekið saman af BBC.



Newcastle hefur áhuga á Bryan Mbeumo (25) sóknarmanni Brentford en hefur áhyggjur af 60 milljóna punda verðmiðanum. (Telegraph)

Newcastle mun heldur ekki eyða öllu sumrinu í að reyna fá Dean Huijsen (20). Félagið vill læra af mistökunum sem voru gerð þegar reynt var að kaupa Marc Guehi (24) frá Palace í fyrra. (i paper)

Man Utd er að íhuga að reyna fá Jonathan Tah (29) frá Leverkusen en samningur hans rennur út í sumar. (Sky Sports)

Arsenal gæti lent í baráttu við PSG um að fá Evan Ndicka (25) varnarmann Roma sem kostar á bilinum 25-34 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea er ekki að reyna losa sig við Enzo Fernandez (24) sem félagið greiddi 107 milljónir punda fyrir. Real Madrid er með hann á sínum óskalista. (Sky Sports)

Man Utd hefur gengið frá því að Enzo Kana-Biyik (18) gangi í raðir félagsins frá Le Havre. (Fabrizio Romano)

Leverkusen vill koma í veg fyrir að Florian Wirtz (21) fari til Bayern í sumar. Manchester City og Real Madrid hafa einnig áhuga á sóknarsinnaða miðjumanninum. (Sky í Þýskalandi)

Real Madrid er sátt við það að Andriy Lunin (26) geti farið í sumar. Real skoðar að fá Kepa Arrizabalaga (30) frá Chelsea í staðinn. (Mundo Deportivo)

Aston Villa íhugar að fá Kevin de Bruyne (33) sem mun yfirgefa City í lok tímabilsins. (Football Insider)

Crystal Palace vill fá meira en 80 milljónir punda ef annað félag vill fá Adam Wharton (21) í sumar. (TeamTalk)

Flamengo í Brasilíu vill fá Jorginho í sumar en þá rennur samningur Ítalans við Arsenal út. (Brasilískir miðlar)

Brasilíska sambandið horfir nú í Jorge Jesus sem mögulegan þjálfara landsliðsins þar sem illa gengur að fá Carlo Ancelotti. (Sky Sports)

Arsenal gæti lent í samkeppni við önnur úrvalsdeildarfélög þegar félagið reynir að kaupa Joan Garcia (23) markvörð Espanyol í sumar. Bournemouth er einnig orðað við Spánverjann. (Times)

Xavi Hernandez er talinn líklegastur til að taka við af Ange Postecoglou hjá Tottenham í lok tímabilsins. (Sun)

West Ham er sagt tilbúið að hlusta á raunhæf tilboð í Mohammed Kudus (24) í sumar. (Mail)

Sir Jim Ratcliffe er sagður tilbúinn að selja franska félagið Nice en áhugi er á félaginu í Sádi-Arabíu. (Sun)

Leeds og Everton berjast um að fá Sean Longstaff miðjumann Newcastle. (Sun)
Athugasemdir
banner